Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR' 18. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell JOHANNES Andreasen, Steinar Birgisson og Gerrit Schuii. Heimskórinn á Listahátíð ’96 í TENGSLUM við Listahátíð Reykjavíkur næsta sumar mun Heimskórinn syngja á tónleikum í Laugardaishöllinni hinn 8. júní. Fyrirhugað er að íjögur til sex hundruð manns syngi í kómum á tónleikunum, þar af verða þrjú til fjögur hundruð erlendir kórfélag- ar víðsvegar að úr heiminum. Fjórir einsöngvarar Fjórir einsöngvarar koma fram á tónleikunum með kórnum; rúss- neska sópransöngkonan, Galina Gortsjakova, Rannveig Fríða Bragadóttir messósópran og rússneski baritóninn, Dmitri Hvorostovsky. Tenórsöngvari hef- ur ekki enn verið ráðinn. Hljóm- sveitarstjóri verður Klauspeter Seibel, þýskur prófessor við tón- listarháskólann í Hamborg, sem er einnig einn af aðalhljómsveitar- stjórum óperunnar í Hamborg. Seibel hefur stjórnað Sinfóníu- hljómsveit íslands nokkrum sinn- um. Á efnisskrá tónleikanna verða sígild verk úr óperuheiminum sem kallast Grand-ópera. Nefna má Habanera úr Carmen, Veiði- mannakórinn eftir von Weber, Grande Finale Act 2 úr Aidu eftir Verdi, Þrælakórinn úr Nabucco eftir Verdi og Hummkórinn úr Madame Butterfly eftir Puccini. Æfíngum fyrir tónleikana verð- ur stjórnað af Gerrit Schuil kór- stjóra og Jóhannes Andreasen undirleikara. Schuil er hollenskur píanóleikari, hljómsveitar- og óperustjóri sem undanfarið hefur verið búsettur við Eyjafjörð en Andreasen er færeyskur píanó- leikari sem hefur verið búsettur hér á landi frá árinu 1992. Alþjóðlegur kór fyrirbyrjendur Að sögn Steinars Birgissonar, framkvæmdastjóra íslandsdeildar Heimskórsins, er Heimskórinn al- þjóðlegur kór fyrir byijendur sem og vant kórfólk. „Okkur vantar að fá fleiri kórfélaga til að taka þátt í þessu spennandi verkefni og vonumst til að undirtektirnar verði góðar.“ Þórunn Guðmundsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson Ljóðatónleikar og geislaplata ÞÓRUNN Guð- mundsdóttir sópran- söngkona syngur í dag kl. 17 á öðrum Ljóðatónleikum haustsins í Menning- armiðstöðinni Gerðu- bergi. Kristinn Örn Kristinsson Ieikur undir á píanó. Á efn- isskrá eru sönglög eftir Merikanto, Britten og Þórarin Guðmundsson. Finninn Oskar Me- rikanto (1868-1924) er lítið þekktur utan heimalandsins. Þór- unn segir að hann sé kunnastur fyrir sön- glög, sem séu ákaf- lega falleg. „Þessi lög standa vel fyrir sínu, þannig að það skiptir ekki öllu máli þótt fólk skilji ekki text- ana. Reynir Axelsson hefur reyndar þýtt þá og þeir sem vilja geta skoðað þá í efn- isskránni." Samin í Sovét- ríkjunum Þórunn og Krist- inn munu jafnframt flytja lagaflokk eftir breska tónskáldið Benjamin Britten við ljóð eftir Puskin. Lögin, sem Britten samdi í sumar- leyfi í Sovétríkjunum, eru til- einkuð rússnesku söngkon- unni Galinu Vishnevskaju, sem þeir Peter Pears dvöldust hjá. I ævisögu hennar, sem komið hefur út í íslenskri þýð- ingu, er meðal annars greint frá því hvernig maður gekk okkur lögin hans af því tilefni,“ segir Þórunn. „Það hafa allir sungið Þú ert ... og Kveðju en hin lög- in hans eru ekki oft flutt. Þau eru hins vegar mjög ljúf og það hefur verið virkilega gaman að kynnast þeim.“ Geislaplata í næstu viku Þórunn og Krist- inn hafa í mörg horn að líta þessa dagana. í næstu viku kemur út hjá útgáfufyrir- tækinu Skrefi geisla- plata þar sem þau flytja sönglög eftir Jón Leifs og Karl O. Runólfsson. Með þessari út- gáfu kveðst Þórunn í senn vera að hugsa um kynningu á sjálfri sér og tón- skáldunum. Full ástæða sé til að koma þeim og verkum þeirra í auknum mæli á framfæri. „Þetta eru tónskáld sem mér finnst hafa verið vanrækt af söngvurum en mörg þessara laga hafa aldrei verið hljóðrituð áður. Það er eins með Karl og Þór- arin Guðmundsson; hann á tvö til þrjú lög sem allir hafa sungið en önnur hafa verið látin liggja milli hluta. Það stafar kannski einkum af því að þau hafa ekki verið að- gengileg á prentuðum nót- um.“ Morgunblaðið/Ásdís ÞÓRUNN Guðmundsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson. undir manns hönd þar um slóðir til að fæða hina góðu gesti, Britten og Pears, enda skortur mikill á þeim tíma eystra. Á efnisskrá tónleikanna eru ennfremur ellefu lög eftir Þórarin Guðmundsson tón- skáld en á næsta ári verða lið- in eitt hundrað ár frá fæðingu hans. „Það má eiginlega segja að við höfum farið að kynna Skart, skinn og skemmti- legir hlutir HANPVERK Ráðhús Reykjavíkur HANDUNNAR VÖRUR Samsýning. Opið kl.10-19 virka daga og kl. 12-18 um helgar til 19. nóvem- ber. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ hefur orðið mikil uppsveifla í íslenskri handiðn á síðustu árum, raunar svo að líkja má við byltingu. Þetta kemur ve] í ljós þegar sýningin „Handverk á íslandi" er skoðuð í Ráðhúsi Reykjavíkur, en þar getur að líta sýnishorn gripa og muna frá tæplega sjötíu framleiðendum, sem hafa haslað sér völl á þessu sviði um allt land. Ekki er síður áhugavert að kynna sér ýmsar þær upplýsingar, sem liggja frammi á sýningunni. í stuttu máli má segja að hún sé einn afrakst- ur þriggja ára reynsluverkefnis, sem hófst í byijun árs 1994 undir heitinu Handverk með það að meginmark- miði að auka hlut íslenskra handunn- inna muna á markaðinum — og þá í samkeppni við innflutta muni og fjöldaframleitt glingur, sem oft fyllir hýbýli fólks svo út úr flóir — og um leið að hjálpa handverksfólki að koma sér á framfæri. Þetta hefur gengið eftir og má benda á fjölda þeirra sem starfa á þessum vettvangi, nokkra útgáfu- starfsemi sem þessu tengist og ekki síst fjölbreytni þeirra efna, sem unn- ið er með. Á sýningunni getur að líta muni unna úr ull, rekaviði, leir, birki, hreindýraleðri, pappa, fiskroði, hrosshári, plasti, silki, grísahland- blöðrum, handgerðum pappír, sauða- leggjum, gulli og mannshári, svo gripið sé tilviljanakennt niður í ágæta sýningarskrá; og oftar en ekki er farið listavel með þessi efni og úr þeim gerðir hinir eigulegustu gripir. Öll sú fjölskrúðuga framleiðsla.sem þannig er tengd saman býður skiljan- lega heim vangaveltum um flokkun og skilgreiningar, því orð eru ætíð afmarkandi þáttur í skilningi manna á allri starfsemi, hvort sem er í list- Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÁ sýningunni Handverk á Islandi í Ráðhúsi Reykjavíkur. inni eða atvinnulífi. í fróðlegu frétta- bréfí reynsluverkefnisins sem Iiggur frammi er örlítil umræða um hugtök og heiti og bent á ríkidæmi orðanna, þar sem m.a. eru tínd til orð eins og handíð, heimilisiðnaður, hannyrðir og handlist, listiðn, listmunagerð og al- þýðulist, svo eitthvað sé nefnt. Það gæti verið tómstundagaman málfræð- inga að velja úr eða smíða nýyrði á þessu sviði, en á meðan annað hefur ekki hlotið almennari notkun má ætla að handverk sé notadrýgst. Það væri erfitt að nefna einstaka sýnendur sérstaklega á svo stórri sýningu ólíkra gripa og vinnubragða, þar sem afraksturinn er listfengur og skemmtilegur, og víst er að sýn- ingarnefnd hefur unnið mikið verk með því að velja sýnendur úr hópi yfir eitt hundrað umsækjenda. Þó vekur athygli, að auk fjölda einstakl- inga eru hér verk á vegum aðila sem reka saman vel á annan tug sam- starfshópa og smáfyrirtækja um allt land; þannig á sér stað umtalsverð atvinnusköpun, sem fer ekki hátt um. I raun má helst benda á tvo galla við sýninguna; annars vegar að hún stendur allt of stutt — aðeins rúma viku — og hins vegar að nokkuð þrengir að henni í þeim salarhelm- ingi Ráðhússins, sem hýsir hana; með auknu rými hefðu einstakir sýn- ingargripir eflaust fengið meira tækifæri til að njóta sín. Að öllu sögðu er hér um afar áhugavert framtak að ræða Og rétt að benda fólki á að nýta sér þá daga, sem enn eru eftir af sýningartíman- um. Eiríkur Þorláksson Andri Snær Magnússon Ljóðasmygl Andra Snæs ÚT ER komin ljóðabók eftir Andra Snæ Magnason, Ljóðasmygl og skáldarán. Bókin er fyrsta bók höfundar en áður hefur hann birt ljóð og smásögur í ýmsum blöðum og tímaritum. Bókin er fáanleg í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi, Eymundsson, Austurstræti, og hjá höfundi sjálfum. Útgefandi er Bókaútgáfan Nykur. Bókin er 43 síður og prentuð í Litlaprenti. Verð 1.490 krónur. Nýjar bækur I i S:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.