Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ GREINAR MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 C 7 Seljum síldina hæstbjóðanda UNDANFARNAR vik- ur og mánuði hefur vottað fyrir auknum skilningi Norðmanna og Rússa á mikilvægi þess að samningar náist um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Ástæðan er að sjálf- sögu ótti manna við að ósamkomulag um heildarkvóta og skipt- ingu hans leiði til endur- tekningar sögunnar frá sjötta áratugnum; hömlulausra veiða, of- veiði, og að endingu hruni stofnsins. Ekki er ósennilegt að ætla að samningar um skipt- ingu heildarafla náist áður en veiðar íslendinga hefjast að nýju næsta sumar. Ut frá sögulegum veiðum, útbreiðslu stofnsins og vexti, má áætla að Norðmenn fái í sinn hlut u.þ.b. helming heildarafla og íslend- ingar u.þ.b. fjórðung. Restin mun þá væntanlega skiptast á milli Færeyinga og Rússa. Líklegt er einnig að lítill hluti heildaraflans verði settur af handa öðrum þjóðum til veiða í Síldarsmugunni. Hið síð- astnefnda sem eðlileg afleiðing væntanlegrar gildistöku hins nýja úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hvernfg á að deila veiðlréttindum vlð ísland? Samningur um skiptingu heildar- aflans mun vissulega vera til hags- bóta fyrir alla sem hlut eiga að máli. Slíkur samningur leysir hins- vegar engin af þeim vandamálum sem upp koma varðandi skiptingu og skipulagningu veiða hins íslenska hluta heildaraflans. Gaman væri að vita hvort íslensk stjórnvöld hafa myndað sér skoðun á því hvernig veiðunum skuli stjórnað? Finnast Ekki er ósennilegt að ætla, segir Þorsteinn Erlingsson, að samn- ingar um skiptingu heildarafla náist áður en veiðar íslendinga hefjast að nýju. einhver lög eða reglugerðir sem varða veiðar úr þessum stofni? Er nóg að eiga skip með veiðileyfi í ís- lenskri lögsögu til að hefja veiðar úr stofninum? Eða hafa þeir aðilar sem stundað hafa veiðar á Suður- landssíldinni einkarétt til þessara veiða? Veiðar íslendinga síðastliðið sum- ar voru af eðlilegum ástæðum stund- aðar af þeim aðilum sem hafa yfir að ráða skipum til slíkra veiða. Ekki er nema gott um það mál að segja. Er hinsvegar eitthvað sem réttlætir að núverandi eigendur nótaskipa fái sjálfkrafa forgangsrétt til að veiða úr þessum stofni í framtíðinni? Slíkt mun eingöngu leiða til þess að þess- ar útgerðir afli sér sögulegra veiði- réttinda, sem síðar munu verða grundvöllur krafna þeirra um ókeyp- is kvóta þegar að því kemur að út- hluta verður aflaheimildum. Þegar síðan að hinu óhjákvæmilega kemur að skrefíð verður stigið til fulls og hinn íslenski hluti síldarkvótans verður innlimaður í kvótakerfið, munu þessar útgerðir hafa fengið gefins stórkostleg auðæfi. Bjóða ber upp kvótana í kjölfar samninga um skiptingu síldarinnar mun íslenskum stjórn- völdum gefast einstakt tækifæri, sem sjálfsagt kemur aldrei aftur, til þess að móta og framkvæma heil- steypt kvótakerfí. Kvótakerfi sem byggir á nýtingu auðlindar sem eng- inn getur krafist sér- réttinda til að nýta á grundvelli sögulegs veiðiréttar. í stað þess að láta tilviljanir og stjórnmál ráða hveijir fái að stunda veiðar úr þessari „nýju“ auðlind er viturlegra að selja veiðiréttindin hæst- bjóðanda. Salan á kvót- um gæti verið í formi uppboðs á aflamarki og/eða aflahlutdeild- um. Til að byija með er hinsvegar hugs- anlega skynsamlegast að selja eingöngu afla- mark. Hugsanlegur möguleiki væri að stjórnvöld semdu við fiskmarkaði, kvótamarkaði og/eða verðbréfa- markaði um að annast um fram- kvæmdahlið uppboðanna. Til að tryggja eðlilega verðmyndun er mik- ilvægt að fleiri en eigendur fiski- skipa fái leyfi til að bjóða í kvótana. Sjálfsögð lágmarkskrafa er að fisk- vinnslufyrirtæki fái að eignast kvóta. Ávinningurinn af því að bjóða upp síldarkvótana yrði margþættur. I fyrsta lagi mun kvótasala draga úr óhjákvæmilegri aukningu í (of)§- árfestingum í veiðigetu fískiskipa- flotans. í öðru lagi mun skapast dýrmæt reynsla af uppboðum á fiskikvótum, sem seinna mun vera mikilvægur grunnur við mat á fram- kvæmd hugsanlegra kvótauppboða í öðrum fiskveiðum. Síðast en ekki síst munu kvótauppboðin gefa tekjur í ríkiskassann. Til að útskýra um- fang hins síðastnefnda: Síðastliðið vor var meðalverð fyrir aflamark í síld 2,5 krónur kílóið. Ef sama verð fengist fyrir kílóið af norsk-íslensku síldinni og íslenski síldarkvótinn yrði 200.000 tonn næsta ár, yrðu tekjur ríkisins af sölunni 500 milljónir. Ekki er að efa að árlegar tekjur upp á hálfan miiljarð króna kæmu sér vel í galtóman ríkiskassan. Kvótauppboð er lausnin Einhveijir munu sjálfsagt halda því fram að kvótasala sú sem kynnt er hér að framan sé ekkert annað en skattur á útgerðina. Svarið er einfalt, þetta er ekkert annað en skattur, eða gjald ef menn heldur vilja nota það orð. Skatt þennan, fyrir réttinn til að nýta auðlindina, vil ég hinsvegar halda fram að út- gerðin muni borga með gleði. Gagn- stætt því sem áður var raunin, hefur nefnilega undanfarið vottað fyrir auknum skilningi á meðal útgerðar- manna á því að eina leiðin til að viðhalda kvótakerfinu sé að taka upp kerfi sem byggir á greiðslu auðlinda- skatts. Fyrr mun allavega ekki nást sátt um kvótakerfið, og svo lengi sem ekki er sátt um kerfið geta menn átt von á breytingum. Þrátt fyrir galla á kvótakerfinu efast ég um að afturhvarf til skrapdagakerf- is, með þeirri „eignaupptöku" sem því fylgir, mun vekja mikinn fögnuð í röðum LÍÚ. Staðreyndin er sú að ef stjórnvöld, í kjölfar uppboðs á kvótum, ná að skapa stöðugt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi, mun útgerðin smám saman uppgötva að greiðsla auðlindaskatts er í þeirra eigin hag. Spurningin er eingöngu hvort stjórn- völd á Islandi eru tilbúin til að skapa slíkt rekstrarumhverfí? Ef ekkert verður að gert er ég hræddur um að við munum sjá að útgerðin mun neyðast til að byggja upp og viðhalda óhagkvæmri veiðigetu í flotanum. Ef yfírvöld setjast hinsvegar niður með fulltrúum útgerðarinnar og útbúa heilsteypt kvótauppboðskerfí, getum við vænst þess í framtíðinni að síldveiðarnar skili góðum hagnaði til útgerðarinnar, sem og til eiganda síldarstofnsins, íslensku þjóðarinnar. Höfundur er sjávarútvegsfræð- ingur og starfar í Tromsö. Þorsteinn Erlingsson Morgunblaðið/Kristinn SELKJÖT er vel fallið til steikingar á pönnu. PITA og sinar eru skornar úr hrefnukjötinu áður en það er borið á borð fyrir matargesti. Hrefnu-, sel-, og skarfakjöt á Lauga-ási „VIÐ HÖFUM alltaf lagt áherslu á að vera með rétti á boðstólum sem eru ekki á hversdagsborðum Íslend- inga,“ segir Guðmundur Ragnars- son, matreiðslumaður á Lauga-ási. „Þetta er nú einu sinni veitingastað- ur og fólk verður að vita að það sé ekki að borða heima hjá sér. Þess vegna bjóðum við meðal ann- ars upp á skötuselskinnar, hvalkjöt og selkjöt." Kjötiö þarf að hantéra rétt Hann segir að farnar séu skemmtilegar leiðir þegar unnið sé úr selkjötinu og hvalkjötinu. „Þegar unnið er með selkjöt þarf að gera greinarmun á gömlum og ungum dýrum,“ segir hann. „Það er mikið atriði að skjóta aðeins eins til tveggja ára gamla kópa, vegna þess að það er langmýksta kjötið.“ Guðmundur leggur mikla áherslu á að selkjötið sé hantérað rétt: „Á milli þess sem dýrið er skotið og það kemur á diskinn hjá kúnnunum er ferli sem má ekki bregða út af. Kjötið þarf að hantéra um leið og því verður komið við og svo þarf að setja það í sérstakar umbúðir með ákveðnum lofttegundum. Þá fer meyrnun af stað og súrefni kemst ekki í kjötið. Ef það gerðist myndi kjötið skemmast. Þetta er ný tækni sem við ráðum yfir og er að ryðja sér til rúms hér á landi. Með henni margföldum við líftíma kjötsins án þess að setja það í frysti.“ Selkjöt má ekki skola í sjó fuglalykt," segir hann. Hann segir að eins sé farið með hrefnukjöt. Áhersla sé lögð á að fá kjötið um leið og skepnan sé dauð. Passað sé upp á að fitan komi hvergi nálægt þegar unnið sé með kjötið og það svo sett í umbúðir." Fær hrefnukjöt úr slysum Hann segir að líka hafi verið boðið upp á súlu á veitingastaðnum: „Við höfum þó ekki nærri eins góð sambönd til að ná í ungana sem eru að verða fleygir. Ég hef ekki verið nægilega ánægður með það. Skarfurinn hefur komið langbest út af fuglakjötinu. Hann er svo meyr og upplagður í pönnusteiking- ar. Svo má auðvitað nefna heiðgæs og grágæs sem allir þekkja." Að sögn Guðmundar býðst hon- um aðeins hrefnukjöt þegar slys koma fyrir úti á sjó. „Við fáum þá kjöt úr þeim slysum og ég held að menn virði það alveg,“ segir hann. „Menn eru ekki á hvalaveiðum. Ég held að útgerðirnar geti bara ekki staðið í því.“ Hann segir að fisksal- inn útvegi kjötið: „Maður er ekkert að senda út flota með skutul og fullkominn búnað. Það er ekki svo gott ennþá.“ Ekki kvartað, en beðið um ábót Varðandi selkjötið lætur Guð- mundur menn fara sérstaklega í það í Breiðafirðinum: „Það er nú svo mikil matarkista, Breiðafjörður. Fólk ætlar varla að þora að smakka selkjöt í fyrstu hjá mér, en sér stundum þegar ég ber það fram hvað það er girnilegt. Þá ákveður það að prófa og ég hef ekki fengið neina kvörtun ennþá. Það er iðulega beðið um ábót.“ En er mikil eftirspurn eftir þess- um réttum? „Ég held að fólk hafi ekki áttað sig á því að þetta sé á boðstólum hjá okkur, enda höfum við ekkert auglýst. Fólk sem hefur komið til okkur, kemur aftur á móti aftur og aftur. Einn kom aftur í dag sem hefur nýverið smakkað selkjötið og að þessu sinni með þijá með sér.“ Undarleg viðhorf til selkjöts Guðmundur segir það með ólík- indum að allt sé krökkt af selum í flóum og íjörðum landsins, en samt skuli menn líta á seli eins litið hafi verið á humar og skötusel áður fyrr. „Þegar menn fengu humar hentu þeir honum eins og hverjum öðrum óþverra. Sama gildir um skötuselinn, sem er ljótur fiskur. Núna er hvort tveggja álitið mikið hnossgæti." Hann tekur líka dæmi um loðnuna sem sé álitin 5. flokks fiskur hér á landi, en mikið lostæti í Japan. Eins og búast má við af stað sem þessum er mikið um að fólk komi með útlendinga með sér, að sögn Guðmundar. Hann segir að matur- inn sé ódýr og staðurinn lítill og heimilislegur, sem falli vel í kramið hjá fólki og fyrir bragðið sé mikið af fastakúnnum. Alltaf sé að bæt- ast við kúnnahópinn og um helgar sé yfirleitt beðið eftir borðum. Hann segir að farið sé með sel- kjöt eins og nauta- eða hreindýra- kjöt, enda segi margir að það sé næstum alveg eins á bragðið. „Það er vegna þess að hvergi hefur verið brugðið út af í þessu nauðsynlega vinnsluferli kjötsins. Enginn sam- runi hefur átt sér stað við fitu og hún hefur því ekki náð að þrána við kjötið og gefa því bragð. Selkjötið má líka aldrei skola upp úr sjó. Menn voru oft að skera kjöt- stykkin úr dýrunum í fjöruborðinu og skola þau svo í sjónum. Um leið og kjötinu er dýft í sjó þarfnast það annarrar matreiðslu og kallast sjómarínerað kjöt. Saltið næst aldr- ei úr aftur. Áður fyrr var reynt að dýfa því í mjólk, en þá bættist mjólkurbragð bara við. Kjötið má heldur ekki standa opið, heldur verður það að vera í umbúðum." Ekki vandað nóg til fuglaveiða Guðmundur segir að ekki sé nógu mikið vandað til fuglaveiða. „Því miður hugsa menn aðeins um að drepa fuglana og láta þá svo liggja i hamnum tímum og jafnvel dögum saman.. Skarfurinn er mjög við- kvæmur fyrir þessu. Það þarf að taka hann strax úr hamnum. Það mega í mesta lagi líða 20 mínútur. Um leið og hann fer að kólna fara sýrur úr fitunni í kjötið og þá er voðinn vís.“ Þá segist hann aðeins taka við ungum sem séu alveg að verða fleygir. Um leið og kornið sé í eldri fugla sé kjötið orðið seigara. „Þegar við opnum poka með skarfakjöti sem hefur meyrnað í þijár vikur gýs á móti manni hin eiginlega Til sölu tvöföld Woodmon vog og pökkunorvél, suðurhausar til að pakka polypropeline filmu. Upplýsingor gefur Friðrik í símo 564-1155 Til sölu frystiklefi stærð 5.00x4.90, hæð 2.90 m. og kæliklefi 6.00x4.90, hæð 3 m., hurðir 1.50x2.30. Upplýsingar gefur Friðrik í síma 564-1155 Kvóti Kvótamiðiun og markaður alla daga Látið skrá kvótann hjá okkur. Höfum ávallt kaupendur og leigjendur að öllum tegundum kvóta. Áralöng reynsla, þekking og þjónusta. Skipasalan Bátar og búnaður, Kvótamiðlun, sími 562-2554 og símbréf 552-6726.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.