Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 GETRAUIMIR MORGUNBLAÐIÐ „Gulldrengur- inn“ Del Piero Er Protti nýr Rossi? SVO virðist sem nýr marka- kóngur sé að skjóta upp koll- inum á Ítalíu. Hann hefur aldrei verið talinn sláni, 175 sentimetrar á hæðina, og það hefur ekki farið mikið fyrir honum, nema upp við mark andstæðinganna. Hann heitir Igor Protti og leikur með Bari í 1. deiidinni. Hann hefur gert átta mörk í þeim níu leikjum sem hann hefur feng- ið tækifæri með liðinu og hef- ur skotið mönnum eins og Weah, Ravanelli, Zola og Sto- ichkov ref fyrir rass. Með þessum árangri hefur hinn 28 ára gamli Protti skipað sér á bekk með Paolo Rossi en hann gerði einmitt átta mörk i níu leikjum þegar hann var uppá sitt besta. En í sumar leit ekki út fyrir að Protti yrði meðal marka- hæstu manna í 1. deildinni þvi framkvæmdastjóri Bari, Vinc- enzo Matarresa, sem er bróðir forseta itölsku deildarinnar, ákvað að nota Svíann Ander- son og Kólumbíumanninn Gu- errero í sókninni og senda Protti til Rimíni þar sem hann spilaði áður. Protti var á sölu- lista en ekkert af stóru liðun- um var með hann á innkaupa- lista sínum og þegar vetrar- markaðnum var lokað fyrir skömmu hafði enginn sýnt honum áhuga. Meterazzi, þjálfara Bari, tókst þó um síðir að sannfæra framkvæmdasljórann um ágæti Protti og fékk hann til baka og það fyrir miklu minni pening en áður. En Protti var ekki kominn í liðið. Hann mátti sætta sig við að horfa á þá Anderson og Guerrero í framlínunni í fyrstu leikjun- um, en þeir náðu engan veg- inn saman og á endanum fékk hann tækifærið - og hefur nýtt það mjög vel. Forráða- menn margra liða naga sig nú í handarbökin, því Protti hefði fengist fyrir lítið ef ein- hver hefði tekið eftir honum. Það munaði ekki miklu að Juventus seldi hann til Parma ÞEGAR Juventus ákvað að láta „kónginn" Roberto Baggio fara til AC Milan, vegna þess að liðið vildi ekki gera nýjan samning við Baggio á sömu nótum og gamli samningurinn var, voru forseti liðsins, Umberto Agnelli, og þjálfarinn, Marcello Lippi, fullvissir um að arftaki hans væri kominn. Það er hinn ungi Alessandro Del Piero, 21 árs sóknarleikmaður, sem var keypt- ur frá Padova 1993. Del Piero hóf að leika með Padova sautj- án ára, skoraði fimm mörk í ellefu leikjum á sínu fyrsta leiktíma- bili með Juventus - þar af þrennu gegn Parma. Juventus gerði samning við Del Piero sl. sumar til ársins 2000, sem kostar liðið 450 millj. fsl. kr. Þess má geta til gamans að það munaði ekki miklu að Juvent- us seldi Del Piero til Parma 1994 og var búið að ganga frá samningi þess efnis, aðeins eftir að undirrita hann. Del Piero vildi ekki fara frá Juventus, en þjálfari Parma Nevio Schala, vildi ólmur fá hinn unga leikmann - hann hafði ekki gleymt Del Piero, eftir að hann skoraði mörkin þrjú gegn Parma. Það sem bjargaði Del Piero frá að fara til Parma, var að ítalski landsliðsmaðurinn Dino Baggio til- kynnti Juventus fyrir heimsmeist- arakeppnina í Bandaríkjunum 1994, að hann hefði ákveðið að fara yfir til Parma. Þar með varð ekkert úr því að Del Piero færi þangað og sagt var frá því að hinn ungu leikmaður hefðu orðið af dá- góðri peningaupphæð. „Peningar eru ekki allt. Fyrir mig er knatt- spyman allt, en ekki peningarnar sem ég fæ fyrir að leika knatt- spyrnu,“ sagði kappinn þá. Del Piero, gulldrengurinn í ítölsku knattspymunni, er sagður verða betri en Baggio - hann hefur sýnt það að undanfömu að væntingar til hans hafi staðist, leikið hvem stór- leikinn á fætur öðram, á Ítalíu og í Evrópumeistaradeildinni, og tryggði Juventus sinn fyrsta sigur í tvo mánuði í ítölsku 1. deildarkeppn- inni þegar liðið lagði Fiorentina að velli, 1:0, um sl. helgi. Þessi ungi leikmaður leikur við hliðina á refun- um Gianluca Vialli og Fabrizio Ra- vanelli, sem gerir sóknarlínu Juvent- us að einni hinni öflugustu í heimin- um. Franski knattspymusnillingurinn Michel Platini, sem lék með Juvent- us á árum áður, var átrúnaðargoð Del Piero á yngri árum og fyrir- mynd. Del Piero klippti myndir af franska landsliðsmanninum úr blað- inu Hurra Juventus og límdi þær á vegginn fyrir ofan rúm sitt - og frá þeim tíma var aðeins eitt félag til í huga hans, Juventus! Platini hefur séð hinn unga leikmann leika með Juventus og segir að Del Piero sé á góðri leið með að verða stjarna keppnist-ímabilsins á Ítalíu. Del Pi- ero vill sem minnst gera úr öllum blaðaummælum um sig. „Ég er ekki kominn í hóp bestu knatt- spyrnumanna heima, enda þurfa leikmenn lengri tíma en ég hef fengið til að sanna sig - ég þarf lengri tíma, það á eftir að koma í ljós hvort það verður eitt ár, tvö eða fimm. Það er oflof að líkja mér við leikmenn eins og Roberto Baggio, Paolo Rossi eða Michel Platini. Ég er Del Piero.“ Þessi nýja stjarna hefur yfir miklum sjálfs- aga að ráða og lætur sér ekki nægja hefðbundnar æfing- ar eins og félagar hans, heldur fer eftir æfingar með boltapoka út á völl, til að æfa aukaspymur af 40 metra færi, en það eru ófá mörkin sem hann hefur skorað úr aukaspyrnum I vetur. „Aukaspyrnur hans minna mig óneitanlega á aukaspyrnur Platinis. Del Piero er náttúru- barn í knattspyrnunni og það er stórkostlegt að sjá hann leika listir sínar, hann er fljótur að átta sig á hlutunum og draumaleikmaður hvers þjálfara," segir Lippi, þjálfari Juventus. Alessandro Del Piero er fæddur 9. nóvember 1974 í Conegliano, bæ rétt við Treviso á Norður-Ítalíu. Fljótlega eftir að hann fór að leika sér með knöttinn varð mönnum ljóst að þarna væri stórefnilegur leikmaður á ferðinr.i, eins og átti eftir að koma í ljós. „Þegar ég var strákur heillaði ekkert annað en knattspyrna mig - knattspyrna var mitt líf. Ég man alltaf eftir því hvað Gianni Rivera, fyrrum leikmaður AC Milan, sagði: „Ég er mjög hamingju- samur maður, þar sem áhugamál mitt og atvinna er það sama - knattspyma." Del Piero varð meistari með Juventus sl. keppnistíma- bil og vann sér sæti í landsliði Ítalíu. Hann verður ein af stjömunum í Evrópukeppni landsliða í Englandi næsta sumar. Það er ekki aðalatriðið í huga hans að leika í EM í Englandi - draumur hans er að leggja sitt af mörkum til að Ítalía tryggi sér sæti í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi 1998. ITALIA staðan Úrvalsdeild 10 4 0 0 10-4 Milan 2 3 1 6-5 21 10 4 1 0 9-3 Parma 2 2 1 7-6 21 10 4 1 0 14-4 Lazio 1 3 1 4-5 19 10 5 0 0 13-5 Fiorentina 1 0 4 3-7 18 10 4 1 0 10-3 Juventus 1 1 3 5-7 17 10 2 2 1 5-4 Napoli 2 3 0 6-3 17 10 2 3 1 8-7 Ataianta 2 1 1 5-5 16 10 4 1 0 7-3 ■ Udinese 0 2 3 4-7 15 10 3 3 0 8-2 Inter 0 2 2 3-5 14 10 1 2 2 4-4 Roma 2 2 1 6-4 13 10 3 2 0 7-3 Vicenza 0 2 3 2-5 13 10 2 2 1 7-4 Sampdoria 0 3 2 6-8 11 10 3 0 2 7-9 Piacenza 0 2 3 4-10 11 10 2 3 0 7-4 Torino 0 1 4 1-9 10 10 2 1 2 2-3 Cagliari 1 0 4 5-11 10 10 2 2 1 9-7 Bari 0 0 5 5-14 8 10 1 2 2 7-7 Padova 0 0 5 2-11 5 10 0 2 2 1-4 Cremonese 0 1 5 6-13 3 -l.deild 12 6 1 0 20-5 Genoa 1 2 2 4-7 24 12 3 3 0 7-3 Brescia 2 1 3 11-7 19 12 4 0 2 12-8 Ancona 2 1 3 7-7 19 12 3 3 1 10-5 Verona 2 1 2 4-5 19 12 4 2 0 10-6 Palermo 0 5 1 0-1 19 12 5 1 1 14-4 Cesena 0 2 3 7-10 18 12 4 1 1 ''6-2 Salernitan 1 2 3 5-5 18 12 3 2 0 6-3 Bologna 1 4 2 4-4 18 12 3 1 2 11-11 Pescara 2 2 2 4-7 18 12 3 3 0 7-2 Reggiana 1 2 3 7-11 17 12 3 1 2 8-7 Fid.Andria 0 4 2 5-7 14 12 3 1 2 4-5 Avellino 1 1 4 6-12 14 12 2 3 1 7-4 Pistoiese 1 1 4 5-8 13 12 2 3 1 9-7 Cosenza 0 4 2 3-7 13 12 1 4 1 4-5 Reggina 1 3 2 4-10 13 12 2 4 0 9-3 Perugia 0 2 4 2-10 12 12 1 4 1 6-6 Lucchese 1 2 3 4-10 12 12 0 4 1 2-3 Chievo 1 4 2 8-9 11 12 0 3 2 1-6 Venezia 2 2 3 6-8 11 12 2 3 1 2-5 Foggia 0 2 4 4-10 11 Glímdu við spámennina Xj#' ENGLAND Laugardagur 25. nov. 1 Newcastle - Leeds 2 Middlesborough - Liverpool 3 Chelsea - Tottenham 4 Manchester City - Aston Villa 5 West Ham - Q.P.R. 6 Everton - Sheffield Wed. 7 Coventry - Wimbledon 8 Southampton - Bolton 9 Stoke - Millwall 10 W.B.A. - Sunderiand 11 Huddersfield - Wolves 12 Crystal Palace - Derby 13 Sheffield Utd. - Reading úrslit Arangur á heimavelli frá 1984 10:6 3:8 15:12 15:12 12:16 15:10 10:11 2:0 8:7 17:12 3:1 13:6 8:5 Hversu margir réttir siða.it: Hve oft sigurvegari (vikut'/ Hvað marga rétta i heild: Meðalskor eftir 3 vikur: Ásgeir Logi m Pín spá 1 1 X 1 X X 2 2 X 1 X 2 X 2 1 X 2 X 2 1 X 2 1 X 1 1 X 1 1 X 1 X 2 X 1 X 2 1 1 X 1 1 1 X 2 1 X 2 1 X 2 1 X 1 2 1 1 1 1 X 1 1 1 10 8 9 r 1 1 2 25 24 27 8,33 8,0 9,0 tMMf Árangur á heimavelli frá 1988 Ásgeir Logi i» Þín spá Sunnudagur 26.nóv. úrslit 1 Fiorentina - Inter 1 5 0 11:10 2 1 1 2 Vicenza - Lazio 0 0 0 0:0 1 2 1 X 2 1 X 3 Roma - Bari 4 0 0 6:0 1 1 1 4 Torino - Atalanta 1 4 0 5:4 1 X 2 X _ 1 X* _ 5 Cagliari - Napoli 1 2 2 3:4 2 X 1 X 2 6 Sampdoria - Udinese 3 0 0 11:3 1 1 X 1 7 Cremonese - Padova 1 0 0 3:0 1 X 1 X 1 X 8 AC Milan - Piacenza 1 0 0 2:0 1 1 1 9 Salernitana - Genoa 0 0 0 0:0 1 X 2 1 X 2 .11 X 2 10 Bologna - Ancona 0 0 0 0:0 1 X1 X 1 _ 11 Pescara - Cesena 3 0 0 7:1 1 1 1 12 Foggia - Reggiana 2 0 0 2:0 1 X 2 1 X 13 Fid. Andria - Perugia 0 10 1:1 1 1 X 1 jtrj. Hversu margir réttir síðast: rwr í~iT~\ \ . Hve c tft sigurvegari (vikur): ð marga rétta i heild: l » l I o I 1 3 1 Slagur spámannanna: I Hva I 27 | I 22 | 1 29 | Asgeir - Logt 3:0 | Meðalskor eftir 3 vikur. L&gJ l 7,33 \ 1 9,67 1

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið D - Íþróttir (23.11.1995)
https://timarit.is/issue/127953

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið D - Íþróttir (23.11.1995)

Aðgerðir: