Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 8
lllllllllliilli(IHfc
IÞRffniR
KNATTSPYRNA
Áhorfendur á Bemabeu
hylltu leikmenn Ajax
Reuter
KIKI Musampa, mlðvallarlelkmaður hjá AJax, sækir að Frans-
isco Buyo, markverði Real Madrid. Sá spænski hafði nóg
að gera í viðureign llðanna í Madrid í gærkvöldl.
AJAX á titil að verja í Meistara-
deildinni og það ætti ekki að
reynast erfitt haldi það áfram
að leika eins og gegn Real
Madrid í gærkvöldi. Hollenska
liðið fór hreinlega á kostum og
2:0 sigur var alltof lítill miðað
við yfirburðina enda kunnu
áhorfendur á Bernabeu,
heimavelli Real, vel að meta
snilli gestanna - stóðu upp að
leikslokum og hylltu þá.
Ajax tryggði sér sigur i riðlinum
og sæti í átta liða úrslitum en
framtíð Real í keppninni ræðst í síð-
ustu umferð sem verður 6. des-
ember. Þegar í byrjun var ljóst hvert
stefndi. Hinir ungu en öruggu leik-
menn Ajax vissu hvað þeir voru að
gera og fljótlega höfðu þeir gert tvö
mörk en fengu þau ekki skráð. í
fyrra skiptið var dæmd hindrun sem
erfítt var að sjá og í seinna atvikinu
tók Finninn Jari Litmanen, sem er
24 ára, aukaspyrnu og skaut beint
í vinkilinn og inn en krafturinn var
mikill og boltinn skaust út aftur og
ekkert dæmt. Skömmu síðar kom
skot í slá. Með öðrum orðum voru
yfirburðirnir miklir en réttlætinu var
ekki fullnægt fyrr en eftir hlé.
Litmanen braut ísinn um miðjan
seinni hálfleik, fékk sendingu frá
hægri inn fyrir vörn Real frá Níger-
íumanninum Finidi George og skor-
aði með viðstöðuiausu og öruggu
skoti. Patrick Kluivert, sem er 19
ára, innsiglaði sigurinn 10 mínútum
síðar, skoraði með skalla eftir send-
ingu frá Marc Overmars.
Ferencvaros eygir von
Ferencvaros eygir von um að
fylgja Ajax upp úr D-riðli eftir 3:3
jafntefli við Grasshopper.
Ferencvaros vann 3:0 í viðureign
liðanna á útivelli og útlitið var bjart
í stöðunni 2:1 í hálfleik en hinn 19
ára miðjumaður, Krisztian Lisztes,
kom heimamönnum yfir með glæsi-
legu marki um miðjan seinni hálf-
leik. En gleðin var skammvinn, rétt
eins og þegar Nestor Subiat jafnaði
1:1 tveimur mínútum eftir að miðju-
maðurinn Florian Albert hafði skor-
að fyrir heimamenn á 20. mínútu.
Alexandre Comisetti skoraði með
skalla og jafnaði 2:2 á 48. mínútu
og ekki leið á löngu þar til miðheij-
inn Ali Ibrahim frá Ghana hafði
gert þriðja mark Grasshopper. Útlit
var fyrir fyrsta sigur svissneska liðs-
ins í riðlinum og efldist sóknarleikur
þess frekar en hitt. Massimo Lomb-
ardo fékk kjörið tækifæri til að inn-
sigla sigurinn fímm mínútum fyrir
leikslok en skaut yfír. Heimamenn
sneru vörn í sókn, Berndt Haas braut
á Elek Nyilas og sá síðarnefndi fékk
dæmda vítaspyrnu, sem hann skor-
aði úr.
Spartak með fullt hús
Spartak átti ekki í erfiðleikum
með að vinna Blackburn 3:0 og er
eina liðið í Meistaradeildinni sem
hefur ekki tapað stigi, er með 15
stig eftir fimm leiki. Hins vegar var
þetta fjórða tap Blackburn og stærsti
ósigurinn en helsta vandamál liðsins
hafði ekkert með úrslitin að gera
heldur framkomu leikmanna. Colin
Hendry braut illa á mótheija og var
vikið af velli stundarfjórðungi fyrir
leikslok en brottvikningin féll í
skuggann fyrir slagsmálum sam-
heijanna og ensku landsliðsmann-
anna Graeme Le Saux og David
Batty í byijun leiks.
Rifrildi samheijanna var sem
punkturinn yfír i-ið varðandi það
sem gengið hefur Blackburn í mót
í Evrópukeppninni í haust en mörk
Spartak undirstrikuðu velgengni
rússneska liðsins sem hafði tryggt
sér sæti í átta liða úrslitum áður en
flautað var til leiks.
Mikið meiri kraftur var í heima-
mönnum. Dmitri Alenitchev gerði
glæsilegt mark um miðjan fyrri hálf-
leik og Yuri Nikiforov og Ramiz
Mamedov fylgdu því eftir í byrjun
seinni hálfleiks. Leikið var 110 gráðu
frosti og mátti halda að leikmenn
Blackburn hefðu frosið þegar kom
að sóknarleiknum en þeir áttu aðeins
sex skot að marki.
Hendry verður í banni þegar
Blackburn mætir Rosenborg en Ser-
gei Yuran hjá Spartak fékk að sjá
gula spjaldið eins og í síðasta leik
og tekur út bann í leik Spartak gegn
Legia Varsjá. „I sannleika sagt er
ég mjög hissa,“ sagði Hendry um
brottvikninguna. „Náunginn kom
þvert yfír teiginn og var ákveðinn í
hvað hann ætlaði að gera.“ En hann
hrósaði heimamönnum. „Spartak
sýndi að liðið er lang best í riðlinum."
Stórsigur hjá Rosenborg
Rosenborg á möguleika á að fara
í átta liða úrslit með Spartak úr
B-riðli eftir 4:0 sigur gegn Legia
Varsjá í Þrándheimi. Norðmennirnir
sóttu stíft og virtust fara í gegnum
vörn gestanna að vild en markvörð-
urinn Maciej Szczesny kom í veg
fyrir að mörkin yrðu fleiri.
„Eg er orðlaus,“ sagði Nils Arne
Eggen, þjálfari Rosenborg. „Ég tek
ofan fyrir liðinu sem hefur ekki sótt
betur." Roar Strand gerði fyrsta
markið á 17. mínútu eftir að hafa
leikið á tvo mótheija. Harald Bratt-
bakk bætti öðru við eftir að hafa
snúið mótherja af sér á síðustu mín-
útu fyrri hálfleiks. Jahn Ivar Jakobs-
en gerði þriðja markið með skalla
um miðjan seinni hálfleik og vara-
maðurinn Vegard Heggem átti síð-
asta orðið þegar hann skoraði með
skalla eftir hornspyrnu undir lokin.
Fyrsta Evrópumark Gazza
Paul Gascoigne gerði fyrsta mark
sitt í Evrópukeppni en það nægði
Rangers ekki til að eiga von um að
komast áfram upp úr C-riðli. Adrian
Ilie jafnaði fyrir Steaua Búkarest
snemma í seinni hálfleik og fleiri
urðu mörkin ekki. Þar með lá fyrir
að liðin sætu eftir því Dortmund
vann Juventus 2:1 í sama riðli.
Gascoigne skoraði eftir liðlega
hálftíma leik og heimamenn fengu
nokkur tækifæri til að bæta við áður
en gestirnir jöfnuðu, Brian Laudrup
lagði upp markið fyrir Gazza sem
hljóp óáreittur langan veg áður en
hann lét vaða af 12 metra færi.
Sögulegt tap Juve
Dortmund vann Juventus 2:1 og
tryggði sér sæti í átta liða úrslitum
en Juve hafði ekki tapað stigi og
var þegar öruggt með sigur í riðlin-
um. Fyrir bragðið stillti Marcello
Lippi, þjálfari, upp hálfgerðu varaliði
og það mátti sætta sig við fyrsta tap
félagsins í Evrópuleik á heimavelli
í 26 ár.
Michael Zorc gerði fyrra mark
gestanna á 29. mínútu með föstu
skoti og Lars Ricken bætti öðru við
um miðjan seinni hálfleik. Hann fékk
boltann frá mótheijanum og varnar-
manninum Massimo Carrera, lék á
markvörðinn Angelo Peruzzi og
skoraði af öryggi. Alessandro Del
Piero, sem kom inná sem varamað-
ur, minnkaði muninn rétt áður en
flautað var til leiksloka og hefur þá
skorað í öllum fimm Evrópuleikjum
Juve að þessu sinni.
„Borussia lék mjög vel,“ sagði
varnarmaðurinn Jurgen Kohler hjá
Dortmund, „og heppnin var með
okkur.“ Lippi sagði að menn sínir
hefðu gert margt vel en mistökin
hefðu samt verið of mörg. „Ég varð
að láta nokkra leikmenn mína hvíla
sig og tók ekki áhættu með aðra
en svona er þetta.“
Fögnuður í Aþenu
Grísku meistararnir Panathinai-
kos áttu nokkuð auðvelt með 2:0
sigur á Álaborg í A-riðli og eru
komnir í 8-Iiða úrslit keppninnar.
Danir komust næst því að skora í
síðari hálfleik er Jans Jessen átti
skot í stöng. Þeir misstu síðan Jan
Petersen útaf undir lokin er hann
fékk aðra áminnigu sína í leiknum.
„Þetta er stór dagur fyrir gríska
knattspyrnu,“ sagði Argentínumað-
urinn Juan Ramon Rocha sem er
þjálfari Panathinaikos. „Við eigum
nú aðeins einn leik eftir, gegn Nant-
es í Frakklandi og við munum reyna
að halda efsta sætinu í riðlinum."
í hinum leiknum í A-riðli náði
Nantes jafntefli 2:2 gegn Porto í
Portúgal og gerði þar með nánst út
um vonir portúgalska liðsins á að
komast áfram. „Nú snýst þetta
dæmi um það hvort við náum að
vinna Álaborg í Danmörku og að
Nantes tapi gegn Panathinaikos,"
sagði Bobby Robson, þjálfari Porto.
Reynald Pedros gerði bæði mörk
franska liðsins og það fyrra á þriðju
mínútu með langskoti sem fór yfir
Vitor Baias, markvörð Porto. Átta
mínútum síðar jafnaði Serbinn Ljub-
imko Drulovic eftir sendingu frá
Brasilíumanninum Emerson Costa.
Eftir það réð Porto lögum og lofum
á vellinum en það var Nantes sem
náði forystunni þvert á gang leiksins
er Pedros braust í gegnum vörn
heimamanna og skoraði. Jose Carlos
jafnaði á 56. mínútu en besta færi
. Porto í leiknum kom þó á 75. mín-
útu er Domingos Oliveira misnotaði
vítaspyrnu.
■ Staðan / D4
Reuter
TIM Sherwood, fyrirllöl
Blackburn, skammar Le
Saux eftir að hann barði
Davld Batty, samherja
þeirra í enska liðinu.
Le Saux
sló sam-
herja!
GRAEME Le Saux, bakvörður
Blackburn og enska landsliðs-
ins, var í sviðsljósinu í gær-
kvöldi en ef að líkum lætur á
framkoma hans í Moskvu eftir
að koma honum í koll. Snemma
leiks ætlaði hann að ná boltan-
um en David Batty, samheiji
hans fór af stað í sama til-
gangi og lentu þeir saman.
Einhver orðaskipti áttu sér
stað og allt í einu sló Le Saux
Batty í hálsinn en fyrirliðinn
Tim Sherwood gekk á milli og
kom í veg fyrir hugsanlegt
annað högg frá varnarmannin-
um.
Ray Harford, yfirþjálfari
Blackburn, sagði að ef að-
gerða yrði þörf yrði tekið á
málinu hjá félaginu en hann
sagðist ekki þurfa að sjá atvik-
ið aftur á myndbandi. Le Saux
átti síðan sök á öllum þremur
mörkum Spartak og var tekinn
af velli skömmu eftir þriðja
markið. Harford sagði að
ástæðan hefði verið sú að hann
hefði kvartað yfir eymslum í
hendi.
Oleg Romantsev, þjálfari
Spartak, sagðist hafa verið
undrandi á uppákomunni.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég
sé menn gera út um leik á
vellinum með slagsmálum. Ég
hafði vissar áhyggjur fyrir
ieikinn en eftir síagsmálin var
ég viss um að auðvelt yrði að
sigra svo ósamstiga lið. Fyrir
leikinn sagði ég víð menn mína
að þeir væru að fara að spila
við 11 menn sem væru tilbúnir
að beijast hver fyrir annan í
90 minútur en ég átti ekki von
á að þeir berðust hver við ann-
an.“
Héðinn ekki
tilbúinn
„HÉÐINN er ekki alveg tilbúinn
og það hefði verið ósanngjarnt
gagnvart honum að setja hann
inn á í þessum leik eins og hann
þróaðist,“ sagði Guðmundur
Karlsson, þjálfari FH, en Héðinn
Gilsson er nú orðinn löglegur
með FH-liðinu í handknattleik
og var í fyrsta skipti á leik-
skýrslu í gærkvöldi gegn Aftur-
eldingu. „Hann vantar meiri
styrk aukið sjálfstraust og leik-
form áður en hann nær sínum
fyrri styrk. Héðinn hefur gengið
í gegnum alvarleg meiðsli og það
tekur sinn tíma að komast af
stað að nýju,“ bætti Guðmundur
við.
VIKINGALOTTÓ: 18 21 24 26 44 46 + 12 35 45