Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA D 1995 FIMMTUDAGUR 23. NOVEMBER BLAÐ Reuter Porca aftur á leið til Vals SALIH Heimir Porca, sem hefur leikið með KR-ingum síðustu tvö keppnistímabil, er á leið til Vals samkvæmt áreiðanlegum heimild- um Morgunblaðsins. Porca er ekki alveg ókunnugur að Hlíðarenda því hann lék með Val árið 1992 og varð þá m.a. bikarmeistari með liðinu og var valinn í lið ársins í loka- hófi knattspyrnumanna það ár. Porca kom til landsins 1990 og lék með liði Selfyssinga fyrstu tvö árin. Siðan fór hann til Vals og þaðan til Fylkis þar sem hann lék eitt tímabil áður en hann fór til Vesturbæjar- liðsins. Porca á enn eftir ár af samningi sínum við KR og á eftir að ganga frá þeim málum áður en hann getur skrifað undir hjá Val. Hann mun mæta á fyrstu æfingu sína hjá Val í kvöld. Framarar hafa rætt við Ólaf ogÁrna Gaut EFTIR að Birkir Kristinsson, landsliðsmark- vörður úr Fram, ákvað að leika með norska liðinu Brann hafa Framarar sett sig í sam- band við tvo markverði sem hugsanlega arf- taka landsliðsmarkvarðarins. Markverðirnir sem Framarar hafa mestan áhuga á eru Kefl- víkingurinn Ólafur Pétursson, sem lék með Þór frá Akureyri síðastliðin keppnistímabil og Árni Gautur Arason, sem hefur verið vara- markvörður Skagamanna. Ólafur Helgi Árnason, formaður knatt- spyrnudeildar Fram, sagðist vonast til að þessi markmannsmál myndu skýrast á allra næstu dögum. Hann sagðist þó ekki örvænta því félagið ætti stórefnilegan markvörð sem heitir Gunnar Sveinn Magnússon. Hann err aðeins 18 ára og hefur leikið með yngri lands- liðum íslands. Formaðurinn sagði að forráðamenn Brann hefðu ekkert liaft samband við félagið eftir að Birkir fór til Noregs og skrifaði undir samning. „Við viljum auðvitað fá eitthvað fyrir hann, enda er Birkir landsliðsmarkvörð- ur Islands. Ég hef þó trú á því að þetta mál leysist á milli félaganna, en við ætlum ekki að gefa Norðmönnunum neitt,“ sagði Ólafur Helgi. Meistara- lið Ajax frábært AJAX frá Hollandi, núverandi Evrópumeistari, fór á kostum í gærkvöldi gegn spænsku meist- urunum í Real Madrid í Evrópu- keppninni. Þó leikið væri á Santi- ago Bernabeu leikvanginum í Madrid var engu líkara en Hol- lendingarnar væru á heimavelli. Liðið fór á kostum og 2:0 sigur þess var allt of lítill miðað við gang leiksins. Ekki hefði verið ósanngjarnt þó meistararnir hefðu verið tveimur til þremur mörkum yfir í leikhléinu, en ekk- ert var skorað í fyrri hálfleik. Finnski landsliðsmaðurinn Jari Litmanen gerði fyrra markið og hinn ungi Patrick Kluivert það síðara, en á myndinni hér að ofan er hann með knöttinn — kominn framhjá varnarmanninum Rafael Alkorta. í baksýn er Manuel Sanchis, fyrirliði Real. ■ Áhorfendur / D8 RALL Colin McRae yngsti heimsmeistarínn Reuter Sigurbros COLIN McRae fá Skotlandi sígraði í Breska konunglega rallinu og tryggði sér þar með heimsmeistaratitilinn. Colin McRae fá Skotlandi sigraði í Breska konunglega rallinu í gær og tryggði sér þar með heims- meistaratitilinn en þetta var síðasta keppnin í mótaröðinni að þessu sinni. Hann er 27 ára, yngsti heimsmeist- arinn og fyrsti Bretinn til að standa á efsta stalli en hann var 36 sekúnd- um á undan Spánveijanum Carlos Sainz. McRae sigraði í 11 af 14 sérleiðum í Wales og var fyrsti ökumaðurinn í 13 ár til að veija titilinn í Breska konunglega rallinu. „Það var frá- bært að verða heimsmeistari og ekki skemmdi fyrir að tryggja sér titilinn á heimavelli." Talið er að um tvær milljónir manns hafi fylgst með keppninni í ár. „Ég vona að árangur okkar verði til þess að auka hróður rallsins í Bretlandi," sagði sigurvegarinn í fagnaðarvímu með aðstoðarmann- inum Derek Ringer. „Ég reyndi að einbeita mér að því að gera ekki mistök. Allt hefði getað gerst, jafn- vel á síðustu sérleið, því Carlos var ekki það langt fyrir aftan.“ McRae er ekki á meðal þekktustu íþróttastjarna Breta en hann er vel kunnur í rallheiminum og íþróttin hefur átt miklu fylgi að fagna innan fjölskyldunnar. Jimmu McRae, faðir hans, er fyrrverandi fimmfaldur meistari Breta í ralli og Alister, eldri bróðir hans, var í fjórða sæti í keppn- inni sem lauk í gær, en hann varð breskur meistari í ár. Colin sigraði í bresku keppninni 1991 og 1992 og þá var hann þekktur fyrir hraðan og óttalausan akstur. „Nú skil ég betur að mikilvægara er að ljúka keppni en græða eina sekúndu eða tvær í einhverri beygju," sagði kappinn sem ekur Subaru eins og Sainz og hefur öku- maður á Subaru ekki fyrr sigrað í keppninni. „Það skrýtna við þetta allt saman er að nú næ ég hærri meðalhraða en áður.“ í fyrra flutti hann til Sviss og þaðan til Monte Carlo. Hann á erfitt með að standast freistingar þegar áhætta er annars vegar og keppir í öllu sem hann getur þar sem hraði er annars vegar. Fyrir skömmu sagð- ist hann hafa áhuga á að reyna fyrir sér í Formula 1 kappakstrinum. „Mesta ögrunin er að vera meistari í ralli og ná síðan árangri í kapp- akstri eins og Formula 1 en enginn hefur gert það. Ég held að það reyni meira á aksturshæfileika í ralli og því ætti að vera auðveldara fyrir rall- ökumann að fara í kappakstur en öfugt. Ef tækifærið býðst tek ég því.“ HANDKNATTLEIKUR: SJÖUNDISIGUR KA-MANNA í RÖD í 1. DEILDINNI / D2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið D - Íþróttir (23.11.1995)
https://timarit.is/issue/127953

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið D - Íþróttir (23.11.1995)

Aðgerðir: