Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 6
6 D LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Oddbogasöngur Afmælis- sýning Þórðar frá Dagverðará „KERLING móðir mín fór á ball níræð og dansaði eins og hinar stelpurnar!" segir af- mælisbamið Þórður Halldórs- son refa- skytta frá Dagverðará. „Og ekki vil ég ættleri kallast, svo það er best að ég skelli mér á ball á afmæiinu og dansi þær all- ar þreyttar!" Þórður mun bregða sér í höfuðstaðinn á níræðisafmæl- inu með á þriðg'a tug málverka sem hann hefur fest á léreftið á þessu ári og hinum síðustu. Hyggst hann nota tækifærið og slá upp afmælissýningunni „Lífsgleði njóttu!" í sal Menn- ingarstofnunar Bandaríkjanna á Laugavegi 26 í Reykjavík (bflastæði og inngangur frá Grettisgötu). Sýningin stendur frá mánu- deginum 27. nóvember til og með laugardagsins 9. desem- ber. Opið er á skrifstofutíma, frá kl. 9-17 virka daga og frá kl. 14-18 um helgar. Norðurljós í Normandí NORRÆNA lista- og bók- menntahátíðin Norðurljós sem haldin er árlega í Normandí hófst um síðustu helgi og stendur til 6. desember. Sér- stök áhersla er að þessu sinni lögð á finnska menningu. Tveir íslenskir rithöfundar, Einar Már Guðmundsson og Þórarinn Eldjám, kynna verk sín á hátíðinni og Bíódagar Friðriks Þórs verða sýndir. Dagskrá Íslendinganna verður í Caen í dag, en hefur áður verið í Séves og Blainville. Olíumálverk og teikningar ALEXANDER Ingason mynd- listarmaður stendur fyrir mál- verkasýningu í kaffíhúsinu Úlfaldinn og mýflugan, Ár- múla 17a. Á sýningunni verða sýnd olíumálverk og penna- og blý- antsteikningar. Þetta er ijórða sýning Alexanders í Reykja- vík. Sýningin vérður opin dag- lega frá kl. 20-23.30 á virkum dögum en um helgar er opið frá kl. 16-23.30. Kynning á leikþætti Á BÓKASAFNINU í Keflavík fer fram kynning á leikþætti sem settur var upp í Finnlandi á Kvennaráðstefnunni 1994. Sýnd verður sviðsmynd, mynd- bandsupptaka og ljósmyndir af leikverkinu. Sýningin verður opnuð í dag laugardag kl. 14. Síðasta sýningarhelgi SÝNINGU Guðnýjar Richards, Thomas Ruppel og Martin Leiensetter í Nýlistasafninu lýkur á morgun, sunnudag. Sýningin er opin frá kl. 14-18. TONIIST Sígildi r diskar ANONYMOUS 4 Love’s illusion. Tónlist úr Montpellier handritinu frá 13. öld. Anonymous 4. Harmonia mundi, HMU 907109. Upptaka: DDD?, Kalífomíu 9/1993 & 2/1994. Lengd: 64:04. Verð: 1.899 kr. AÐALGALLI þessa disks er til- breytingarleysið. Fyrir aðra en dýrk- endur frönsku 13. aldar mótettunnar eru 29 númer með tví- og þrírödduð- um miðaldasöng, a cappella og án hljóðfærasláttar- innskota af neinu tagi, anzi drjúgur skammtur, og jafn- vel framúrskarandi flutningur getur þar litlu um bætt. Þrennt virðist liggja að baki ein- hæfninnar: -1) hinn stóraukni áhugi á miðaldamúsík síðustu árin, sem ginnt hefur aðstandendur til 2) að einstcorða sig við „Codex Montpelli- er“ í stað þess að leita tilbreytingar frá fleiri stöðum, enda þótt téð hand- rit, „H 196“, sé merkasta heimild sem til er um frumskeið mótettunn- ar, fyrstu fjölradda tóngreinina með sjálfstæðar raddir (oftast þijár), sem stóð ca. 1220-1750 og sem átti sér síðastan hátind í mótettum Bachs (þá var þetta göfuga söngform raunar löngu orðið óþekkjanlegt frá upphafí sínu á 13. öld með rætur í organum Notre Dame skólans í París, clausul- unni og sönglist franskra trúbadúra og trúvera); og loks, 3) að ekkert, svo sem „instrúmental“-númer, hafi mátt draga athygli frá að vísu óve- fengjanlegri raddsnilld Anonymous 4 LEIKBRÚÐULAND frumsýnir barnaleikritið Jólasveinar einn og átta að Fríkirkjuvegi 11, í dag kl. 15. Tuttugu ár eru nú liðin síðan leikurinn var fyrst sýndur og segir Bryndís Gunn- arsdóttir, sem annast stjórn brúðanna og brúðugerðina ásamt Ernu Guðmarsdóttur, Helgu Steffensen og Þórunni Magneu Magnúsdóttur, að nú standi til að gera þessa sýningu að föstum punkti í hverjum des- embermánuði. „Okkur langar til að gera þetta að hefð um hver jól. Það er reyndar dálítið skemmtilegt að þau sem komu og sáu sýninguna fyrir tuttugu árum eru nú sennilega orðin foreldrar sjálf og geta komið og endurupplifað hana með börnunum sínum." í leiknum koma fram margar þekktar þjóðsagnapersónur, jólasveinar brölta ofan úr fjöll- um, skrautklæddir álfar dansa út á svellum, jólakötturinn skýt- ur upp kryppunni uppi á bæjar- burst og meira að segja birtast Grýla gamla og Leppalúði. „Leikritið fjallar um það þegar kvartettsins, sem uppskorið hefur ómælt lof gagnrýnenda hvaðanæva. Því það er engin spurning, að söngur hinna fjögurra bandarísku söngkvenna er í sérflokki hvað varð- ar nákvæmni og fágun. Þó að tónlist- in sé samin fyrir hærri karlmanna- raddir (falsettu-alt, háan og lágan tenór), en hér útfærð (og stundum upphækkuð) fyrir sópran, mezzo og kven-alt, þá virðist kvenraddaút- færslan gefa jafnvel skýrari pólýfó- níu. Á móti kemur, að stöku sinnum saknar maður karlmennskulegs krafts í öllum þessum ljósvakra got- neska oddbogasöng, hreint burtséð frá því, að hæverskir textamir fjalla yfirleitt um hug karls til .konu, en ekki öfugt! Það er skemmtileg tilviljun, að upptökustaðurinn, þar sem hið æva- foma söngefni var hljóðritað, skuli kenndur við geimgengilinn úr Stjörnustríðunum: „Skywalker So- und“, undirdeild hjá „LucasArts Ent- ertainment Company“. Hafí Star Wars myndirnar vakið efasemdir ein- hverra, þá mun þessi plötuútgáfa staðfesta, þrátt fyrir allt, að enn leynast rætur í evrópskri fommenn- ingu með Bandaríkjamönnum. Upp- takan er óaðfínnanleg. 'WOLF Hugo Wolf: Spanisches Liederbuch. Anne Sofie von Otter (MS), Olaf Bör (Bar), Geoffrey Parsons, píanó. EMlClassics, 7243 5 55325 2 7. Upptaka: DDD, 7/1992,2/1993 & 6/1994. Lengd (2 diskar): 1.48:59. Verð: 3.999 kr. Palli og amma hans eru ein heima á jólanótt," segir Bryn- dís, „og fá til sín óvænta heim- sókn frá Grýlu, Leppalúða, jóla- syeinunum sonum þeirra og álfadrottningunni. Hersingin kemur með miklu brambolti í bæinn og verður úr mikið ævin- týri.“ Verkið var endurnýjað fyrir tveimur árum en þá voru brúð- ur endurgerðar sem og búning- ar og öll umgerð. Einnig var samin ný tónlist við leikinn og áhrifahljóð af Magnúsi Kjart- anssyni. Auk þess var gerð ný hljóðupptaka en það eru tíu leikarar sem tala fyrir brúðurn- ar. Höfundur og leikstjóri verksins er Jón Hjartarson. Auk þess að sjá leikritið gefst áhorfendum kostur á að skoða leikbrúðusafn Leikbrúðulands sem er orðið allmikið að vöxtum eftir 27 ára starf. Að þessu sinni verða aðins fjórar sýningar á leiknum; ásamt sýningunni í dag verða sýningar næstu þijá sunnudaga, á morgun„3. desem- ber og 10. desember. AHar sýn- ingamar hefjast kl. 15. HUGO Wolf (1860-1903), þriðji og síðasti stórmeistari þýzka söng- ljóðsins á 19. öld, samdi frægustu söngvasöfn sín (Götheljóð, Mörike- ljóð, Spænsku ljóðabókina og I. hefti þeirrar ítölsku) í einni fimm ára innblásturgusu 1887-91, sem á vart sinn líka í tóngreininni, nema ef vera skyldi sköpunareldgosið hjá Róberti Schumann um 1840. Líkt og fyrirrennararnir dó hann fyrir aldur fram, og lenti, eins og Schu- mann, í heljargreipum geðveikinn- ar síðustu æviárin. Til að bæta gráu ofan á svart, virðist hann hafa haft sérstakt lag á að egna fólk á móti sér, bæði á stuttum ferli sínum sem hljómsveitarsjóri, en ekki sízt árin fjögur sem hann var tónlistargagnrýnandi fyrir Wi- ener Salonblatt. En þrátt fyrir erfitt skap og svartsýnisköst höfundar ná lögin í Spænsku ljóðabókinni við þýðyng- ar Geibels og Heyses frá 1889-90 yfír ótrúlega breidd. Að vísu er list Wolfs sýnu innhverfari en flest hjá Schubert og Schumann; í stað þess að beygja kveðskapinn undir lög- mál laglínunnar, lætur Wolf söngv- arann oft nánast segja hann fram í n.k. dramatísku sönglesi, þar sem hið hefðbundna sönglag er orðið að „senu“ eða sviðsrænnni stemn- ingu. Þetta framsögukennda lag- ferli, við mjög útfærðan píanómeð- leik sem styður sálræna framvindu textans á svipaðan hátt og hljóm- sveitin hjá Wagner, er dæmi um háþróaða tónsköpun sem á sér fáar hliðstæður að dýpt og kynngi í síð- TONLIST Listasafn ísiands KAMMERTÓNLEIKAR Kammersveit Reykjavíkur flutti verk eftir Cesar Cui, Tsjaikovskíj, Glas- unov og Glinka. Mánudaginn 20, nóvember, 1995. SAGA tónsköpunar í Rússlandi hefst í raun við upphaf 19. aldar. Rússar höfðu um langt skeið farið að dæmi Péturs mikla og leitað til Vestur-Evrópu um allt sem til fram- fara mætti horfa og þar með á sviði tónlistar. Sá sem er kallaður faðir rússneskrar tónlistar var Mikail Glinka, fæddur 1804, og hóf hann feril sinn með því að semja tónlist í ítölskum stfl. Sagan segir, þá hann var við tónlistamám á Ítalíu, að ítal- ir hafí haft meiri ánægju af því að heyra Glinka leika og syngja rússn- esk þjóðlög en ekki viljað hlusta á ítölsku tónlistina eftir hann og þá hafí honum skilist, að rússnesku þjóðlögin byggju yfir einhveiju sér- stöku og í anda þeirra gæti hann skapað sérstæð rússnesk tónverk. Tónleikamir hófust á fimm smá- lögum eftir César Cui fyrir fiðlu, flautu og píanó og léku Rut Ingólfs- dóttir, Martial Nardeau og Þorsteinn Gauti Sigurðsson þessi látlausu lög mjög fallega. Næsta verkefni var einþáttungur, Adagio molto í Es-dúr fyrir hörpu og strengi eftir Tsja- ikovskíj, samið 1863, þá hann var í námi hjá Rubinstein en um þetta leyti sagði Tsjaikovskij upp stöðu sinni við dómsmálaráðuneytið og gerðist atvinnutónlistarmaður. I þessu stutta verki er ekkert það að finna, sem einkennir þennan meist- ara persónulegrar túlkunar eða þann glæsileika í notkun hljóðfæranna, sem síðar varð aðalsmerki hans. Flytjendur, sem voru Rut og Unnur María Ingólfsdætur, Herdís Jóns- dóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Elísabet Waage, skiluðu þessu svip- laua nemandaverki ágætlega. Elegie eftir Glasunov fyrir strengjakvartett var þriðja verkefni tónleikanna, sem var eins konar „come back“ hans eftir rúmlegá 20 rómantískum ljóðasöng. Söngvararnir hér eru ekki af verri endanum, og á bezta aldri, módel 1955 og ’58. Það kann sum- um að þykja skammur ferill fyrir jafnkrefjandi viðfangsefni og Wolf, en þýzki barítoninn Olaf Bár debút- eraði sem ljóðasöngvari með glæsi- brag og þótti þá þegar verðugur arftaki Fischer-Dieskaus. Hann hefur og sungið inn óperur á hljóm- plötur, m.a. Ariadne á Naxos eftir Richard Strauss, og hin fallega, hlýja rödd hans og skýra, innlifaða textatúlkun njóta sín frábærlega hér. Hin sænska Anne Sofie von Ott- er hefur og slegið í gegn í bæði ljóðasöng og óperum, m.a. í Gluck og Mozart, og þó að textaskýrleiki hennar jafnist ekki á við Bár, þá fer hún með Wolflögin af næmleika og krafti. Mezzosópran hennar býr einmitt nú yfir þessu sérkennilega samblandi af ferskleika æskunnar og hljómdýpt þroskans, sem heillar mann upp úr skónum. í niðurröðun laganna er ekki farið eftir Schott-útgáfunni (sem skilja má af plötubæklingi að sé ekki upphafleg röðun tónskálds- ins), heldur eftir þeirri sem reynd- ist þeim félögum bezt á hljómleik- um, og kemur hún býsna vel út við heimahlustun. Ef menn eru ósammála, gerir „Program“-takki flestra geislapilara auðkleift að fylgja Schott, ef óskað er. Hið þýðingarmikla píanóhlutverk er í frábærum höndum Geoffreys Par- sons, og upptakan er jöfn og hæfi- lega nálæg fyrir textann. Hikstalaust ómengað hnossgæti fyrir alla Liedergeggjara. ára þögn. Glasunov var mjög bráð- þroska og hafði samið sína fyrstu sinfóníu aðeins 17 ára og er megin- hluti verka hans saminn á árunum 1881 til 1904. Elegian er hugþekk tónsmíð og var fallega leikin af fyrr- nefndum kvartett. Glinka (1904-1857) er eitt af áhugaverðari tónskáldum Rússa á fyrri hluta 19. aldar og í sögu hans má fínna sérkennilega tvöfeldni, átök sem margir skapandi listamenn þurfa að yfirstíga, það er að gegna kalli tímans, eða vera þeir sjálfír. Serenaðan, sem Glinka byggir á stefjum úr óperu eftir Donizetti, er samin 1832, þá hann var við „nám“ í gerð ítalskrar tónlistar í Milano. Þrátt fyrir að verkið væri vel flutt, er það sýnisbók þess sem listamaður má ekki gera og það er að herma eftir öðrum. Aðalverk tónleikanna var sextett fyrir strengi op. 70 eftir Tsjaik- ovskíj, sem hann nefnir Minningar frá Flórens og er sérlega glæsilegt verk, glaðlegt og lítið mótað af þeim tilfínningaþrengingum, sem önnur verk hans frá sama tíma eru mettuð af. Til viðbótar við fyrrnefndan kvartett komu Sarah Bucley og Inga Rós Ingólfsdóttir. Margt var fallega leikið af sextettinum, t.d. samleikur Rutar (1. fíðla ) og Bryndísar Höllu (1. selló) í öðrum þætti, Adagio cantabile, sem var einstaklega fallegur. I heild var verkið leikið af miklum ákafa, þrungið tilfinningum, sem stangast nokkuð á við skilning margra á þessu listaverki, er telja, að því hæfi betur glaðlegt fjör og hefði þá ekki þurft að fara fram á ystu brún í sterkum og tilfinninga- þrungnum leik, eins og varð raunin í flutningi Kammersveitar Reykja- víkur. Hraðinn var góður og sam- spil oft mjög gott, nema að því leyti að styrkleikajafnvægi á milli hljóð- færa var á köflum nokkuð óhamið. Hvað sem þessu líður var sextettinn í heild vel fluttur, svolítið yfírspennt- ur en í anda rússneskrar tilfínninga- semi, eins og hún kemur skarpast fram hjá Tsjaikovskíj. Jón Ásgeirsson ÞÓRÐUR frá Dagverðará. Ríkarður Ö. Pálsson Leikbrúðuland sýnir barnaleikrit LEIKBRÚÐULAND ásamt höfundi, ljósahönnuði og jólasveinun- um einum og átta. Frá vinstri: Bryndís Gunnarsdóttir, Jón Hjart- arson, Erna Guðmarsdóttir, Sigurður Kaiser, Helga Steffensen og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Æ vintýri á j ólanótt Rússnesk rómantík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.