Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 1
Nýtt Ijóó eftir Jósef Brodskí/2 Sögur Stefóns Sigurkarlssonar/5 Draumur Magnúxar Gezzonar og Maóur Þórðar Helgasonar/5 Ekkert aó þakka eftir Guðrúnu Helgadóttur/d Oyóinga saga/8 Ljóóaþýóingar Berglindar Gunnarsdóttur/8 MENNING LISTIRH PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 28. NOVEMBER 1995 BLAÐl Sigurbjörn Ein- arsson biskup Nýjar bækur Ljóð fyrir hverndag ÚT ER komin bókin Ljóð dags- ins - Sigurbjörn Einarsson valdi efnið. í þessari bók eru mörg hundruð ljóð eftir 93 íslensk skáld - eitt ljóð fyrir hvern dag ársins - og auk þess á hverri síðu Orð til íhugunar. I formála skrifar Sigur- björn biskup m.a. á þessa leið: „Þessi bók er saman tekin með það í huga, að þeir sem staldra við hjá henni stundarkorn á degi hveijum, hafi af því ofurlitla upplyftingu, sem geri þeim léttara að semja þann part af ljóði lífs síns, sem hver dagur krefst skila á. Allir, sem unna ljóðum, eiga það víst að hitta marga vildar- vini sína á þessum blöðum, en enginn finnur þá alla hér. Tala daganna í árinu takmarkar rýmjð.“ Útgefandi er Setberg. Bókin er 397 bls. og kostar 3.420 kr. Amma skrifar dótturdóttur BÓKIN Lát hjartað ráða för eftir Susönnu Tamaro í þýðingu Thors Vilhjálmssonar er komin út. Bókin kom fyrst út í heima- landi höfundar, Ítalíu, i byijun árs 1994 og hefur selst þar í rúmlega 2 milljónum eintaka. Slíkt hefur ekki gerst síðan bók Umbertos Eco, Nafn rósarinn- ar, kom út á sínum tíma. Nú þegar hefur bókin verið þýdd á yfir 20 tungumál og verið er að ljúka gerð kvikmyndar sem byggð er á henni. „Aðalpersóna bókarinnar, amman, er dauðvona og tími uppgjörs er upp runninn. Hún skrifar bréf til ungrar dóttur- dóttur sinnar í Ameríku, rifjar upp liðinn tíma - og leyndar- mál streyma fram,“ segir í kynningu. Thor Vilhjálmsson hefur þýtt bókina úr frummálinu. Þettá er fyrsta bók eftir Sus- önnu Tamaro sem kemur út á íslandi. Útgefandi er Setberg. Bókin er 160 blaðsíður og kostar 1.980 kr. Blómleg útgáfa íslenskra þýðinga á öndvegis bókmenntaverkum síðustu fimmtán ára EKKI ER víst að allir geri sér grein fyrir því hversu mikið starf hefur verið unnið hér á landi í þýð- ingum á erlendum bókmenntum. Það er til dæmis ekki sjalfgefíð að fámennisþjóð . eins og íslendingar eigi bæði leikrit Shakespeares og grísku harmleikina á tungu sinni. Síðastliðin áratug, eða þar um bil, hefur þýðingarstarfið verið sérstak- lega blómlegt. Nokkur af stærstu bókmenntaverkum síðustu alda hafa verið færð í íslenskan búning. Meðal skáldsagna nægir þar að nefna verk eins og Donkíkóta eftir Cervantes í þýðingu Guðbergs Bergssonar, Ódysseif James Joyce í þýðingu Sigurðar A. Magnússon- ar, Gargantúa og Pantagrúll eftir Rabelais í þýðingu Erlings E. Hall- dórssonar, Glæp og refsingu og fleiri verk Dostojefskís í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur og Frú Bovary eftir Flaubert sem nýlega kom út í þýðingu Péturs Gunnars- sonar. Meðal ljóðverka þarf aðeins að geta Eyðilandsins eftir T.S. Elli- ot í þýðingu Sverris Hólmarsson- ar, Skálds í New York eftir Lorca í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar og Pennans hvassa sem er úrval ljóða Nóbelskáldsins Seamus Heaney sem kemur út fyrir jól í þýðingu Karls Guðmundssonar. Auk þess sem þegar hefur verið nefnt flokki leikverka nægir að minnast á verk Strindbergs og Ibsens í þýðingu Einars Braga. Einnig má geta þess að í Lærdómsritum Bók- menntafélagsins hefur verið unnið mikið starf með þýðingu og kynningu á erlendum heim- speki- og fræðirit- um. Síðustu áratugir Þýðingaútgáfa efldist mjög hér á izd landi á 5. áratugn- um en svo virðist sem stríðsgróðinn hafi haft þar nokk- ur áhrif. Sam- kvæmt töflu um bókaútgáfu frá aldamótum til árs- ins 1979 í bókmenntasögu Heimis Pálssonar, Straumum og stefnum, voru gefin út 760 þýdd skáldrit (þ.e. skáldsögur og smásögur) þennan áratug en aðeins 2J7 síð- ustu tíu ár þar á undan. I grein sinni, Af annarlegum tungum, sem birtist í tímaritinu Andvara (1989), Signr bók- menntaþjoð- arinnar Úgáfa þýðinga hér á landi hefur staðið með miklum blóma síðastliðin ár og hafa mörg helstu verk bókmenntasögunnar verið færð í íslenskan búning. Þröstur Helgason kann- aði aðdraganda og ástæður þessa blóma- skeiðs íslenskrar þýðing- Teikning/Levine William Shakespeare segir Ástráður Eysteinsson að þótt stærstur hluti þessara bóka sé í flokki afþreyingarbókmennta eru meðal þeirra „tugir ef ekki hundruð skáldsagna sem telja má til „fagur- bókmennta““. (109) í þeim hópi má telja verk eins og Dekameron eftir Boccaccio, Frú Bovary eftir Gustave Flaubert Flaubert og Birting eftir Voltaire; ennfremur mætti telja verk eftir höfunda eins og John Steinbeck, Sigrid Undset, Ernest Hemingway, Knut Hamsun, Leo Tolstoy, Char- les Dickens, Bronte-systurnar o.fl. Eins og Ástráður bendir á í grein sinni er þó ekki allt sem sýnist í þessum tölum þar sem margar þess- ar þýðingar myndu ekki standast þær kröfur sem nú eru gerðar til þýðenda öndvegisverka. Þannig var oftsinnis þýtt úr öðrum þýðingum á þeim verkum sem færa átti í ís- lenskan búning en ekki úr frumtext- anum, frummálinu. Einnig var al- gengt að verkin væru allfijálslega þýdd, styttingar voru ekki óalgeng- ar og jafnvel voru allstórir hlutar verka skornir burt. Þessi uppsveifla í útgáfu þýðinga stóð heldur ekki lengi því strax á sjötta áratugnum minnkaði útgáfan niður í 546 bækur. Næstu tvo ára- tugi tók hún svo nokkurn kipp á ný ef marka má tölurnar en í fyrr- nefndri grein sinni tekur Ástráður árið 1977 sem dæmi og segir að þá hafi aðeins þijár þýðingar komið út sem „með góðu móti [var] hægt að hlakka yfír“. (111) Á níunda og tíunda áratugnum hefur hins vegár hafist nýtt blómaskeið í þýðingarút- gáfu eins og getið var um hér í upphafi. Þýðingarsjóður kveikjan Ástæðurnar fyrir þessum upp- gangi í þýðingarstarfseminni síð- ustu ár kunna að vera margs kon- ar. Vafalaust vega auknir styrkir til hennar á síðustu áratugum þungt. Norræni þýðingar- sjóðurinn var settur á stofn á 8. áratugnum og sá íslenski árið 1981. í samtali við blaðamann sagði Ingibjörg Haralds- dóttir, for- maður Rithöf- undasam- bands Islands og þýðandi, að tilkoma ís- lenska sjóðsins hefði skipt mjög miklu fyrir upp- gang þýð- inga. „Hann hefur gert mikið gagn en skýrir ef til vill ekki að fullu þá þýðingarbylgju sem gengið hefur yfir á síðustu tíu til fimmtán árum. Ég held reyndar að það hafi alltaf einhveijir verið að fást við að þýða en með sjóðnum glæddist áhugi útgefenda en styrkir úr sjóðn- um eru veittir þeim til að greiða þýðendum laun.“ Snæbjörn Arngrímsson, bókaút- gefandi hjá Bjarti, tók undir með Ingibjörgu og sagði að íslenski

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.