Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER MORGUNBLAÐIÐ Gyðinga saga í GYÐINGA sögu er rakin saga Gyðinga í um 200 ár. BÓKMENNTIR F r æ ð i r i t GYÐINGA SAGA Edited by Kirsten Wolf. Stofnun Árna Magnússonar á íslandi 1995. Á 12. og 13. öld var fjölda lat- neskra sögurita snúið á íslensku. Þessi sögurit eru Trójumanna saga, Rómverja saga, Breta sög- ur, Alexanders saga og Gyðinga- saga og eru þýðingarnar vitnis- burður um mikinn áhuga á klass- ískri forsögu. Nýlega kom út á vegum Stofnunar Árna Magnús- sonar ný útgáfa á Gyðinga sögu sem Kirsten Wolf annaðist. Kirst- en Wolf, sem er dönsk, lauk BA prófi í íslensku frá Háskóla ís- lands, MA prófi og síðar doktors- prófi frá _ University College í London. Útgáfa hennar á Gyð- inga sögu er byggð á doktorsriti hennar. Þetta er fræðileg útgáfa þar sem tekið er tillit til allra handrita sögunnar sem gildi hafa. Latneskur texti er einnig prent- aður samhliða þýðingunni. í Gyðinga sögu er rakin saga Gyðinga í um 200 ár. Hún hefst á yfirliti yfir landvinninga Alex- anders mikla, sundurlimun ríkis hans og uppruna stórveldir Selevkída. Gyðinga saga endar á sögum þeirra Pontíusar Pílat- usar og Júdasar ískaríotSj ásamt stuttu yfirliti yfir sögu Israels- þjóðar frá 37-44 e.Kr. Hún er ekki þýðing á neinu einstöku lat- ínuriti heldur er hún sett saman úr mörgum heimildum. Það var Brandur Jónsson, ábóti í Þykkvabæjarklaustri frá 1247, sem setti Gyðinga sögu saman. Til vitnis um það eru lokaorð sögunnar í aðalhandriti hennar: „Þessa bók færði hinn heilagi Jeronimus prestur úr hebresku máli og í latínu. En úr latínu og í norrænu sneri Brandur prestur Jónsson er síðar var biskup að Hólum og svo Alexandro magno eftir boði virðulegs herra, herra Magnúsar kóngs, sonar Hákonar kóngs gamla.“ Brands er víða getið í Sturlungu af mikilli virð- ingu. Einkum er dreginn fram hæfileiki hans til að sætta menn. Honum er svo lýst í Svínfellinga sögu að hann hafi verið „ágætur höfðingi, klerkur góður, vitur og vinsæll, ríkur og góðgjarn. Og í þann tíma hafði hann mest mannheill þeirra manna er þá voru á íslandi." Brandur var kjörinn biskup á Hólum 1262. Hann var vígður í Niðarósi 1263 en lést rúmu ári eftir vígsluna. Tímasetning þýðingarinnar hef- ur verið byggð á lokaorðum sög- unnar um að Brandur hafi þýtt Gyðinga sögu að forsögn Magn- úsar konungs Hákonarsonar. Magnús Hákonarson og Hákon Hákonarson voru í Niðarósi 1262-1263 og þann vetur hitti Brandur þá feðga. Því hafa fræðimenn talið að Brandur hafi unnið að þýðingu og samsetn- ingu Gyðinga sögu veturinn 1262-1263. Kirsten Wolf tekur undir þá skoðun og bætir því við að vísbending um aldur sögunnar komi fram í athugasemd þýðand- ans um vald páfa til að taka menn í dýrlinga tölu. Vald páfa til að taka menn í dýrlinga tölu var ekki staðfest fyrr en 1234 og telur Kirsten Wolf ólíklegt að sá úrskurður hafi haft áhrif í Noregi og á íslandi fyrr en um miðja 13. öld. Sverrir Tómasson hefur hinsvegar bent á að hæpið sé að byggja tímasetninguna á fyrrnefndum lokaorðum sögunn- ar, þar sem ritbeiðni af þessu tagi sé algeng og varla marktæk vísbending um aldur. Óhætt ætti þó að vera að telja Gyðinga sögu frá vera frá síðari hluta 13. ald- ar. Fimm skinnhandrit eru til af Gyðinga sögu en heil er sagan aðeins í tveimur þeirra. Pappírs- handrit Gyðinga sögu eru sextán talsins talsins og hafa að geyma söguna ýmist heila eða hluta hennar. Kirsten Wolf hefur flokk- að handritin og hún lýsir ná- kvæmlega stafagerð og stafsetn- ingu þeirra handrita sem gildi hafa, auk þess sem hún rekur feril þeirra. Elsta handrit Gyð- inga sögu er frá 1350- 1370 en þau yngstu eru frá 18. öld. Aðalhandrit Gyðinga sögu er glæsilegt handrit með skreyttum upphafsstöfum og h'klegað skrif- að í Helgafellsklaustri. Það er gott dæmi um áhugann á klass- ískri forsögu, því í þessa bók hefur verið safnað saman þýðing- um úr Gamla testamentinu, Róm- veija sögu og Alexanders sögu auk Gyðinga sögu. Gyðinga saga er samsteypurit, unnin upp úr Qölda heimilda, og gerir Kirstén Wolf skýra grein fyrir þeim öllum. Síðan fjallar hún rækilega um stíl og málfar sög- unnar. Áður hafði verið talið að Brandur Jónsson hefði aðeins þýtt fyrsta hluta sögunnar af þremur. Niðurstaða stílrannsókn- ar Kirsten Wolf er hins vegar sú að Brandur hafi þýtt alla þijá hlutana. Gyðinga saga er glæsilegt og vandað fræðirit. Frágangur og hönnun bókarinnar eru til fyrir- myndar og útgefendum til sóma. Ásdís Egilsdóttir. Málfríður og pöddurnar Lifandi ljóðlist BOKMENNTIR Barnabók SKORDÝRAÞJÓNUSTA MÁLFRÍÐAR Sigrún Eldjám Forlagið, 1995. - 36. bls. SIGRÚN Eldjárn leiðir okkur inn á heimili Málfríðar, vinkonu Kuggs, sem er gamall kunningi á barnabókamarkaði. Málfríður og mamma hennar búa saman á sérkennilegu heimili og þegar flest fólk leggur höfuðið í bleyti fer Málfríður í fótabað. En vandamál Málfríðar er að hún hefur aldrei lent á réttu hillunni í lífunu. Nú er hún enn að leita fyrir sér og er stað- ráðin í að gerast sjálf- stæður atvinnurek- andi. Hún fær loks stórkostlega hug- mynd sem hún er til- búin að hrinda í fram- kvæmd. Hún fær alls kyns skordýr í lið með sér og er tilbúin að leysa sérhvern vanda. Eftir að hafa auglýst í blaðinu er nægileg eftirspurn eft- ir þessari sérkennilegu þjónustu. Listinn yfir hjálparbeiðnirnar er langur og að mörgu að hyggja. Kona er með flókið hár sem eng- in leið er að greiða, einn þarf að losna víð gólfteppi, einn þarf að gleðja og annan þarf að hrekkja. Listamann vantar fyrirsætu og svo vantar gluggatjöld á baðher- bergið og svona mætti lengi telja. Málfríður og Kuggur leysa úr öll- um þessum vandamálum og mörgum fleirum með hjálp skor- dýranna áður en málin fara úr böndunum. En Málfríður á líka ráð við því. Sagan er leiftrandi af glettni og málfarið gott. Helst mætti fínna að því að letrið á sögunni er full smátt fyrir litla lesendur. Myndirnar eru sérlega skemmti- legar og líflegar og Sigrúnu er lagið að teikna alls kyns persónur og gefa þeim lit og skap. I myndunum eru mörg skemmtileg smáatriði og á sumum myndunum eru flugur eða einhveijar fljúg- andi flygsur. Kuggur er rólyndislegur í öll- um þessum hama- gángi með gleraugun sín og situr með bók í hönd fremur sem áhugasamur áhorf- andi en þátttakandi þótt hann fari með Málfríði í leið- angrana. Málfríður hefur séreinkenni íslenskrar ráð- kænsku og athafna með skotthúf- una sína á fleygiferð, léttfætt á strigaskóm. Margir krakkar eru hræddir við alls konar pöddur og hryllir við kónguló eða ánamaðki. Bók Sig- rúnar Eldjárn um Skordýraþjón- ustu Málfríðar er kjörið lesefni fyrir þá svo og alla hina sem hafa gaman af ævintýrum. Sigrún Klara Hannesdóttir BOKMENNTIR Ljóð BRAGÐ AF EILÍFÐ LJÓÐAÞÝÐINGAR eftir Berglindi Gunnarsdóttur. Or- lagið, 1995,37. bls. BRAGÐ af eilífð er lítið kver þýddra ljóða frá þremur þjóðum, Ungverjalandi, Spáni og Nicaragua. Flest ljóðanna eru frá Spáni. Má segja að með nokkrum vel völdum dæmum sé sýnt ágrip af spænskri Ijóðlist á þessari öld, þó einkum fyrri hluta hennar. Hér eru ljóðskáld eins og Antonio Mac- hado (1875-1939) og Ramón Gómez de la Sema (1888-1963) sem báðir höfðu nokk- ur áhrif á þróun nú- tímaljóðlistar á Spáni, sá fyrrnefndi með „ljóðlist eilífðarinnar" sem hann kallaði svo og einkenndist af óbeisluðu hugarflugi eða hugarflæði og sá fyrrnefndi með ljóða- bálki sínum Greguríasi, sem Berglind þýðir upp úr hér og samanstend- ur af stuttum ljóðræn- um og húmorískum staðhæfingum, svo sem þessari: „Þeir færa fangana í röndótt nátt- föt/ til að sjá hvort þeir komist undan/ klæddir rimlum" eða þess- ari: „Hvað aðhefst tunglið í raun?/ Það er í sólbaði." í spænska hlutanum er einnig að finna ljóð eftir skáldjöfurinn Federico García Lorca (1898-1936) í súrrealískum tón og eftir tvö skáld úr hópi sem kallaði sig 1927-kyn- slóðina, Vicente Aleixandre (1898- 1984) og Rafael Alberti (1902-). Báðir ortu þeir á sínum tíma í súr- realískum anda, eins og sjá má dæmi um í Bragð af eilífð, en seinna sóttu hinar tilvistarlegu spurningar um dauðann, nagandi tímann og tilganginn á þau eins og finna má í ljóðinu Skáldið minnist lífs síns eftir Aleixandre og Síðdegi um haust eftir Alberti þar sem segir: veistu þá átt sem leið þín liggur hvort líf þitt ber að ós eða tómi? Veistu hvort slokknarðu við að stöðvast og varirnar lykjast, tungan þagnar? Veit ég að eitthvað ógnlegt mín bíður áfram mig blindan hrekur i fjarska. Samt mun ég lenda og sem mig ber þar segja þeir: ertu hann sem við væntum? Titill bókarinnar kemur úr ljóði ung- verska skáldsins, Sánd- or Weöres (1913- 1989), Augnabliki ei- lífðar, sem eins og heit- ið gefur til kynna fjallar um tímann, tímann sem fæðir og eyðir. Bókinni lýkur á nokkrum ljóð- um eftir nicaraguaska skáldið Ruben Darío (1867-1916) sem sagð- ur er hafa endumýjað og fært spænskorta ljóðlist í nútímahorf. Ekki verður annað séð en að Berglind hafi vandað mjög til þessa litla þýðingakvers. Að þýða er að túlka framandi hugsun, að tengja ókunnug orð, að endurvarpa annar- legri mynd, eða með öðrum orðum að lífga við ljóð sem era okkur annars dauð, að lýsa svo við hin fáum skilið og notið. Hér hefur það verk unnist með ágætum. Þröstur Helgason Sigrún Eldjárn Berglind Gunnarsdóttir Nýjar bækur • BÆKURNAR um Jón Odd og Jón Bjarna hafa verið endurút- gefnar. I kynningu frá útgefanda segir: „Sagan Jón Oddur og Jón Bjami eftir Guðrúnu Helgadóttur er ein vinsælasta barnabók sem gefín hefur verið út hér á landi. Þessi bráðfyndna saga, sem nú er orðin sígild, hefur um langt skeið verið ófáanleg en kemur nú í fyrri útgáfu. Hér segir frá óborganleg- um uppátækjum Jóns Odds og Jóns Bjarna, tvíburanna sem eru löngu þjóðkunnir. Þeir lenda í fjölda ævintýra sem kitla hláturtaugar ungra sem eldri lesenda. Bók fyrir alla — krakka, konur og kalla!“ Sagan um Jón Odd og Jón Bjarna var frumraun Guðrúnar Helgadóttur á bókmenntasviði og hlaut hún barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur er hún kom út. Bókin vakti mikla athygli á sínum tíma og sagði m.a. í rit- dómi í Morgunblaðinu. „Loksins er hér komin bók um nútímabörn." Útgefandi er Vaka-Helgafell. Jón Oddur ogJón Bjarni er 92 blaðsíð- ur að lengd. Hönnun og umbrot bókarinnar fór fram hjá Vöku- Helgafelli. Anna Cynthia Leplar gerði kápumynd og myndskreytti en Kristín Ragna Gunnarsdóttir hannaði kápu. Offsetþjónustan annaðist filmuvinnu en bókin er prentuð í Portúgal. BókinJón Odd- ur ogJón Bjarni kostar 1.490 krón- ur. • ABRAKADABRA! eftir verð- launahöfundinn Kristínu Steins- í kynningu frá útgefanda segir: „Bráð- fyndin og skemmtileg saga eftir hinn vinsæla barna- bókahöfund Kristínu Steinsdóttur. Hröð atburða- rás, spenna og ótrúlega litríkar persónur." Kristín Steinsdóttir hefur sent frá sér fjölda barna- og unglinga- bók. Hún fékk íslensku barnabóka- verðlaunin árið 1987 fyrir bók sína Franskbrauð með sultu. í fyrra kom út bókin Draugur í sjöunda himni sem var sjálfstætt framhald bókarinnar Draugar vilja ekki dósagos! en hún kom út 1992. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Abrakadabra! er 120 blaðsíður að lengd. Kristín Ragna Gunnarsdótt- ir teiknaði kápumynd og mynd- skreytti söguna. Filmuvinnsla bók- arinnar fór fram hjá Prentmynda- stofunni! kostar 1.490 krónur. • MEÐ öðrum orðum er safn þýddra ljóða eftir SigurðA. Magnússon. Bókin hefur að geyma þýðingar á ljóðum 29 skálda frá ýms- um heimshom- um og má nefna • W.H. Auden, C. Day Lewis, Paul Eluard, Ingeborg Bac- hmann, Tad- eusz Rósewicz, Federico Garc- ia Lorca, Jorge Luis Borges og Gíorgos Seferís. I kynningu segir: „Sigurður A. Magnússon er í fremstu röð þýðenda heimsbókmennta á ís- lenska tungu, auk þess að vera þekktur sem skáldsagnahöfundur og ljóðskáld. Meðal stórvirkja sem hann hefur þýtt undanfarin ár má nefna Ódysseif eftir James Joyce og Söngurinn um sjálfan mig eftir Walt Whitman. í ljóðasafninu Með öðrum orðum birtast ljóða- þýðingar Sigurðar frá 40 ára tíma- bili.“ Útgefandi erForlagið. Með öðr- um orðum er 158 bls. Margrét E. Laxness hannaði bókarkápu. Bókin er unnin í Stensli hf. oghún kost- ar 2.480 kr. Sigurður A. Magnússon dottur. Kristín Steinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.