Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 B 3
Náttúruljóð í litum
ANDERS Geidemark.
BOKMENNTIR
Ljósmyndir
STIGEN UR HAV - AV
VINGARSKUGGAD
Eftir Anders Geidemark. Litljós-
myndir ogtextar. Innblástur, 1995 -
162 bis.
MARKMIÐ margra landslags-
og náttúrulífsljósmyndara er að
fanga andrúm tiltekinna staða eða
atferli vissra dýrategunda og er
þá gjaman lögð meiri áhersla á
tæknilega fullkomnun en persónu-
lega túlkun. Anders Geidemark er
náttúruljósmyndari eins og þeir
gerast bestir, hefur tæknina á valdi
sínu en einnig sterkan persónuleg-
an stíl. Viðfangsefni hans í þessari
bók er ísland og dýralífið hér, ljós-
ið og litimir. Úr þessu hráefni
hefur hann náð að skapa óvenju-
lega ljóð og listrænar litljósmyndir
af íslenskri náttúru.
Anders Geidemark er 32 ára
gamall Svíi. Hann ólst upp meðal
trjáa en heillaðist af berangri og
formum íslensks landslags. Hann
kom fjórum sinnum til íslands og
dvaldi alls í sjö mánuði við að safna
myndum í Stigen ur hav - av ving-
ar skuggad. Geidemark kallar sig
náttúruljósmyndara en hefur einn-
ig fengist við ritstörf og haldið
fyrirlestra. Hann hefur hlotið við-
urkenningar og styrki, meðal ann-
ars frá Samtökum
sænskra náttúraljós-
myndara og Kodak.
Þetta er hans fyrsta
bók og gefur hann
hana út sjálfur.
Svipmyndir frá ís-
lenskri strönd er und-
irtitill bókarinnar og
lýsir vel viðfangsefn-
inu. Stór hluti mynd-
anna er tekinn við
ströndina, er af fugl-
um, hafi og fjöru-
steinum, en einnig
leitar ljósmyndarinn
lengra inn í land og
myndar lífið við vötn,
hverasvæði og stöku
fjöll. Fuglar era áber-
andi en ekki myndaðir
til að sýna einkenni
einstakra tegunda,
heldur era þeir hér líf-
verur í myndfletinum,
skapa hreyfingu og
form.
Litirnir í myndun-
um era oft sterkir en
valdir sparlega og þrátt fyrir feg-
urðina tekst ljósmyndaranum að
mestu leyti að forðast væmni.
Hann kýs ýmist að mynda í býtið
eða undir kvöld, þegar skuggar eru
langir og birtan hlý og einnig er
þó nokkuð um myndir sem virðast
teknar á löngum tíma á sumar-
nóttu. Mikil hreyfing er í myndun-
um; fuglar á flugi eða dansandi
fyrir kyrra félaga sína, gjálfrandi
öldur breytast í móðu, yrðlingar
og selir eru á iði, og fossar og jökul-
ár flæða fram. Geidemark nær
þannig að finna ný og eftirminnileg
sjónarhorn á kunna staði á borð
við Svartafoss og Fjallsjökul og
birtir jafn ljóðrænar stemmnings-
myndir af kríum sem bílförum í
fjörusandi.
Næm formræn tilfinning ljós-
myndarans nýtist honum einnig
við hönnun bókarinnar. Síðurnar
eru óvenjulegar í milligráum tóni
og á þeim sitja myndirnar, ekkert
er verið að blása þær upp í stærð,
heldur anda þær vel í hverri opnu.
Ljósmyndarinn leikur sér með að
láta stakar myndir tala saman í
opnum og tekst stundum Iistavel
upp, eins og þegar glóandi rák
hafsins við Húsavík á vinstri síðu
heldur áfram í ljósbroti á eftir
öndum á þeirri hægri. Þá raðar
hann saman myndum með svipað-
an litblæ og þar sem hreyfing og
myndbygging eiga saman. Af og
til birtast stærri myndir á tveimur
síðum og brjóta smekklega upp
flæðið í bókinni.
Inn á milli birtir Geidemark stutt
textabrot eftir sig og aðra, sem
og ljóð eftir Stein Steinar, Tomas
Tranströmer og Þorstein frá
Hamri, og fara þau vel með ljós-
myndunum. Með myndaskránni í
lok bókarinnar birtir hann enn-
fremur tæknilegar upplýsingar um
það hvernig hver ljósmynd er tek-
in; eitthvað sem er alls ekki nauð-
synlegt en getur þó glatt ljósmynd-
ara sem velta aðferðafræðinni fyr-
ir sér.
Anders Geidemark gefur bókina
út sjálfur og má vera stoltur af
útkomunni. Prentun sænsku prent-
smiðjunnar er sérlega glæsileg, lit-
irnir djúpir og allur frágagur á
þessu safni myndljóða er til fyrir-
myndar.
Einar Falur Ingólfsson
Græsku-
laust gaman
BOKMENNTIR
Ljóðabók
FURÐUR OG FELULEIKIR
Limrur og ljóð í sama dúr eftir Jón-
as Ámason. 71 bls. Hörpuútgáfan
1995.
EINS konar limruæði virðist
hafa runnið á hann Jónas Árnason!
í fyrra sendi hann frá sér ágæta
bók með limrum - einar
140 talsins - og nú er
komin út önnur bók
sem hefur að geyma
fjöldann allan af limr-
um ásamt Ijóðum „í
sama dúr“.
Limran er í grunn-
inn mjög einstreng-
ingslegt kveðskapar-
form og eru mjög skýr-
ar kröfur gerðar um
útlit og innihald, eins
og Jónas benti á í inn-
gangi að Jónasarlim-
rum (1994):
„Gjaldgeng limra
verður helst að inn-
halda það sem nefnist *absurd
humor* (fáránleikaspaug) á máli
þeirra sem hafa lagt mesta rækt
við limrugerð, Engilsaxa. Einn
ágætur maður hefur sagt að því
fjær sem limran sé skynsamlegu
viti því betri sé hún.“ (bls. 5)
Limran hefur í meðförum ís-
lenskra limrusmiða kannski fyrst
og fremst orðið að tækifæriskveð-
skap, eitthvað sem er tengt stund
og stað eða ákveðnu viðfangsefni,
á viðlíkan hátt og ferskeytlan; eitt-
hvað sem tengist augnablikinu og
er fært í skáldskaparbúning eftir
kúnstarinnar reglum. Ef limrur
Jónasar eru skoðaðar í þessu ljósi
virðist nokkuð auðvelt að skipta
þeim í tvennt, annars vegar þær
sem byggja á hinni engilsaxnesku
hefð með tilheyrandi fáránleika-
spaugi og hins vegar þær sem nálg-
ast að vera röklegar og líkjast öðr-
um tækifæriskveðskap íslenskum
þar sem húmor er hafður í háveg-
um.
Limran, „a la Salvador Dali“
myndi þá teljast gott dæmi um hið
fyrrnefnda:
Kompás á heiðbláum hesti.
Asni í úthverfu vesti.
Aulalegt ljón
með altsaxófón.
Biskup á blesóttum presti.
(bls. 12)
Og dæmi um hið
síðarnefnda væri til
dæmis limran „Kom-
ment frá Guði um
kirkju og klerk á Sauð-
árkróki:
Þar standa tveir stásslegir
pálmar
og vel eru sungnir þar sálmar.
En ég fegnastur er
þegar fæ ég frá þér
ferskeytlur mergjaðar,
Hjálmar!
(bls. 50)
Skilin eru ekki alltaf
svona skýr og riðlast
mörkin þarna á milli
með ýmsum hætti. Til að mynda í
„Morgunblaðsfrétt um heilagfiski"
sem mér finnst einmitt vera dæmi
um velheppnaða limru:
í boði í sunnlenskum búðum
eru birgðir af vængjuðum lúðum.
Vænglúður þær
voru í gær
skotnar á flugi hjá Flúðum.
(bls. 13)
„Furður og feluleikir“ finnst mér
ekki eins góð og „Jónasarlimrur“
sem kom út í fyrra. Eins og að
ofan greinir er hér um einstreng-
ingslegt form að ræða og virðist
sem yrkisefnin þrjóti ansi fljótt.
Þegar það gerist er eins og komi
í þetta hálfgerður vandræðagang-
ur. Full margar limrur ná ekki að
lifna almennilega. En eins og dæm-
in hér að ofan sanna má finna
prýðilegar limrur í þessari bók.
Kristján Kristjánsson
Jónas Árnason
Nýjar bækur
Æviminningar
Jósafats
ÚT ERU komnar ævi-
minningar Jósafats
Hinrikssonar ritaðar
af honum sjálfum.
í kynningu segir:
„Jósafat Hinriksson
kynntist ungur erfiðis-
vinnu, fyrst í smiðju
föður síns, sem var
merkur maður á ýms-
an máta, rak eldsmiðju
á Norðfirði, var trú-
rækinn aðventisti,
stundaði sjóböð og
lyftingar og ól syni
sína upp í ströngum
aga. Þrátt fyrir það
voru þeir bryggju-
strákar sem lentu í mörgum ævin-
týrum. Og Jósafat byijaði snemma
að hamra járnið heitt í smiðju föð-
ur síns.“
Fjölmargir samferðarmenn Jósa-
fats eru nefndir til sög-
unnar; skipstjórar,
trillukarlar og aðrir
sjómenn. Um miðjan
aldur söðlar Jósafat
um og setur á stofn
vélsmiðju, sem nú er
þekkt fyrir toghlera
sina og blakkir. Hann
gleymir þó ekki horf-
inni tíð og hefur komið
upp einstæðu sjó-
minja- og smiðjumuna-
safni í fyrirtæki sínu.
Útgefandi er
Skerpla. Óttalaus er
304 bls, prýdd fjölda
mynda og kostar 3.480
kr. í bókinni er skrá yfir manna-
nöfn og skipaheiti sem fyrir koma.
Skerpla annaðist hönnun, mynd-
vinnslu og umbrot en bókin er
prentuð í Gutenberg.
Jósafat Hinriksson
Brún hengi-
flugsins
ÚT ER komin ný
skáldsaga eftir Krist-
ján Kristjánsson og
nefnist hún Ár bréfber-
ans. Þetta er fjórða
skáldsaga Kristjáns,
sem einnig hefur sent
frá sér ljóðabækur og
samið leikrit. Bækur
Kristjáns hafa hlotið
góða dóma, einkum þó
síðasta bók hans,
skáldsagan Fjórða
hæðin, sem út kom
1993. Um hana sagði
gagnrýnandi Morgun-
blaðsins meðal annars
að hún setti Kristján
Kristjánsson í flokk
með okkar bestu sagnahöfundum.
í kynningu útgefanda segir meðal
annars: „Ungur maður
á sér takmark sem
hann stefnir einbeittur
að. Ekkert fær hindrað
hann í að komast á leið-
arenda, áformin era
skýr og sigurvissan rík.
Dauðinn er honum hug-
leikinn „eftir alvarlegt
slys og brún hengi-
flugsins er ávallt nærri
en í dagbók sína skráir
hann með yfirvegun
atburði úr fortíð og
nútíð meðan hann bíður
þess sem koma skal.“
Útgefandi er Iðunn.
Ár bréfberans er 111
bls., prentuð í Prentbæ
hf. Guðjón Ketilsson gerði kápu-
mynd. Verð bókarinnar er 3.480 kr.
Kristján
Kristjánsson
Nýjar bækur
RÓBERT H. Haraldsson og
Jón Karl Helgason
• EINSTAKLINGURINN er í
brennidepli í hausthefti Skírnis
169. árg. 1995. Litið er um öxl til
síðustu aldar þegar einstaklingsvit-
und eflist meðal þjóðarinnar en
einnig horft fram á veginn og spurt
hvernig rétti einstaklinga verði best
borgið í samfélagi framtíðarinnar.
Sigurður Gylfi Magnússon fjallar
um dagbók Halldórs Jónssonar frá
Miðdalsgröf. Tilurð höfundarins
heitir grein Þrastar Helgasonar en
þar ræðir hann þau tímamót þegar
höfundurinn verður tiH íslenskri
skáldskaparamræðu. í grein sinni
Stjórnarskrá og mannréttindi færir
Sigurður Líndal rök fyrir því að
ofuráhersla á einstaklingsréttindi í
nútímastjórnarskrám kunni á end-
anum að vinna gegn mannréttind-
um. Jón Á. Kalmannsson beinir
einnig sjónum að einstaklingum og
færir rök fyrir því að leggja verði
ríkari áherslu á verðleika hans og
mannkosti en gert hefur verið í
áhrifamestu réttlætiskenningum
síðari tíma.
í tveimur greinum eru íslenskar
fornbókmenntir til umræðu. Árni
Bergmann skrifar um viðtökur og
stöðu þeirra í Rússlandi frá alda-
mótunum 1800 fram að byltingunni
1917. í greininni Hvað er sannleik-
ur? fjallar Kristín Geirsdóttirhms
vegar um nýlegar hugmyndir um
fornritin. Sannleikur og fagurfræði
eru til umfjöllunar í grein Sigurðar
A. Magnússonar. Ennfremur er birt
í heftinu þýðing Eyjólfs Kjalars
Emilssonar á ritgerð Plótínosar um
fegurðina. Greinar eru um bækur
og ljóð eftir Lindu Vilhjálmsdóttur.
Ritstjórar Skírnis eru Róbert H.
Haraldsson ogJón Karl Helgason.
Hið íslenska bókmenntafélaggefur
Skírni út.
• VIÐ eigum valið efvið viljum,
saga Guðrúnar Óladóttur reiki-
meistara er komin út. Skráð hefur
Birgitta H. Halldórsdóttir.
Guðrún Óla-
dóttir er lands-
kunn fyrir störf
sín sem heilari
og fræðari. Hún
kennir reiki,
vinnur með
sj álfssty rkingar-
hópa og rekur
andlegan skóla
heima hjá sér.
Guðrún hefur kennt mikið erlendis
auk þess sem fjölmargir íslendingar
hafa notið fræðslu hennar.
í kynningu segir: „í bókinni segir
Guðrún frá starfí sínu og hvemig
hún vinnur, frá erfíðu hjónabandi,
sjúkdómum sem hún vann sjálf bug
á með jákvæðu hugarfari og heilun".
Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð
2.980 kr.
• ÚT ER komin bókin íslenskar
tilvitnanirí ritröðinni íslensk
þjóðfræði. Hannes Gissurarson
tók sainan. í bókinni eru rúmlega
fimm þúsund fleyg orð og ummæli
íslenskra og er-
lendra höfunda,
og er þeim raðað
eftir stafrófsröð
höfunda. Við til-
vitnanirnar eru
birtar skýringar,
og rækilegur
hugtakalykill er
aftast í bókinni
til þess að auð-
velda notkun
hennar. Tilvitnanirnar eru úr öllum
áttum, í Snorra Sturluson, veggj-
akrot, Islendingasögur, Bubba
Morthens, frægar auglýsingar, al-
þýðuvísur og húsganga.
Útgefandi erAlmenna bókafé-
lagið. Bókin er 528 síður og kostar
3.990 kr.
Hannes Hólmseinn
Gissurarson