Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 B 5-
Sögur frá
Hólmanesi
BOKMENNTIR
Smásögur
HÓLMANESPISTLAR
eftir Stefán Sigurkarlsson. Mál og
menning 1995.
HÓLMANESPISTLAR er fyrsta
sögubók Stefáns Sigurkarlssonar
(1930 - ) en áður hafa komið út
eftir hann tvær ljóðabækur, Haust-
heimar árið 1985 og Skuggar
vindsins árið 1990. Skáldleg ein-
kenni Stefáns má helst finna í hátt-
vísi hans fyrir íslensku máli og
næmleik í meðferð skáldlegs máls.
Hann beitir í senn einföldu og hug-
myndaríku myndmáli í sögum sín-
um og ljóðum. Hljómbotn ljóða
hans og sagna er djúpur þrátt fyr-
ir fágað og skýrt yfirborð. Gam-
ansemi Stefáns lætur lítið yfir sér
en er þrátt fyrir það mjög rík að
gæðum. Náttúrulýsingar gegna
veigamiklu hlutverki í skáldskap
hans þar sem hann fléttar saman
lýsingar á náttúru landsins og nátt-
úru mannsins.
í Hólmanespistlum sækir Stefán
efnivið sinn í íslenskan þorpsveru-
leika en aðferð sína sækir hann í
íslenska sagnahefð. Hann eykur
við hvorttveggja, fellir kjaftasög-
una saman við þjóðsöguna og klæð-
ir í ljóðrænan búning. Ekkert er
sagt fullum fetum en fleira gefið
í skyn og þannig gegnir hið ósagða
veigamiklu hlutverki í þessum sög-
um. Sögur hans eru þorpssögur í
þeim skilningi að þær lýsa sam-
mannlegri reynslu og eru hver um
sig eins og heimur í hnotskurn.
Vegna þess minna margar þeirra
óneitanlega á sögur Williams Hei-
nesen en vísa um leið á smásagna-
safn Hannesar Péturssonar, Sögur
að norðan. En það sem fyrst og
fremst ræður þeim samanburði er
persónusköpun og ljóðræn einkenni
sögustílsins.
Hóimanespistlar er safn tíu smá-
sagna sem gerast á
sama stað en á ólíkum
tíma. Svið þeirra er
ímyndað íslenskt sjáv-
arpláss með flestum
þeim einkennum sem
prýða slíkan stað.
Hólmanes við Jökul-
flóa er í raun ekkert
ósvipað Óseyri við
Axlarljörð en í Hól-
manesi ríkir þó mun
evrópskara og trega-
blandnara andrúms-
loft. Ástæðan er eink-
um sú, að þangað
slæddust nokkrir
Danir og settust að á
öldinni sem leið.
Hólmanesi er lýst sem
snotrum bæ umkringdum bláum
fjöllum á þijá vegu. Húsin standa
á víð og dreif um bæinn með mold-
arstígum á milli, kálgörðum og
túnbleðlum. Þar er þó ekki skjól-
sælt enda „engu líkara en að vind-
ar norðurhjarans hafi hér fundið
blett á landakortinu þar sem þeir
gætu haft sitt eigið almanak, og
sótt að mönnum og skepnum hvern
dag sem Guð gefur yfir“. Þannig
er mannlífið á Hólmanesi aðeins
kyrrstætt á ytra borði en undir
niðri blása vindar af talsverðum
þrótti. Húsin í þorpinu, fjöllin í
kring og nesið sem þorpið stendur
á mynda mannlífinu aðeins ramm-
fasta umgjörð þar sem ástin, treg-
inn, gleðin og sorgin ráða ríkjum.
Sögurnar eru flestar vel byggðar
og mynda sannfærandi heild. Lát-
laust heiti bókarinnar vísar til
lausafregna sem sögumaður grípur
til og býr úr þeim lengri pistla.
Gömul saga segir frá dönskum lyf-
sala, Rósendal að nafni, og sér-
stöku sambandi hans við íslenskan
drykkjurút og eiginkonu hans. Sag-
an um Kjólfötin segir frá öðrum
dönskum lyfsala og dularfullu ást-
arsambandi hans við unga, grann-
vaxna og brúneyga stúlka innan
úr Dölum. Bláa herbergið er nokk-
uð kræsileg framhjáhaldssaga með
fáránleikaívafi þar sem atburðarás-
in tekur nokkrar dýfur. Að hefjast
af sjálfum sér er athafnamanna-
saga með tvöföldum
skilaboðum og Tré Blá-
skeggs er stutt saga
trjáræktar á Hólmanesi
með víðari skírskotun.
Eitt áhrifamesta ein-
kenni þessara sagna er
með hvaða hætti þær
draga upp mynd af ein-
mana karlmönnum. Þó
sögurnar kalli á ríka
samkennd við lesturinn
lýsa þær allar djúpri
einsemd. Fullyrða má
að þráður þeirra liggi í
beinan karllegg frá
fyrstu sögunni til þeirr-
ar síðustu og í miðju
þeirrar atburðakeðju
standi keikur en hnýs-
inn skrásetjari sem gerist nokkuð
nærgöngull um hagi persóna sinna.
Andstætt flestum karlmönnum
bókarinnar er hann meðvitaður um
stöðu sína og rýfur frásögnina oft
og mörgum sinnum, ávarpar le-
sandann og spyr spurninga sem
hann reyndar svarar sjálfur um
hæl. Þetta gefur sögunum aukið
vægi og leyfir þá túlkun að þær
séu lagðar í munn samvisku þorps-
ins.
Með Hólmanespistlum staðfestir
Stefán Sigurkarlsson hversu mikil-
hæfur rithöfundur hann er. Bók
hans er góð lesning og inniheldur
til jafns gleðiríkar og tregafullar
frásagnir af litríku mannlífí við ís-
lenska sjávarsíðu.
Jón Özur Snorrason
Stefán
Sigurkarlsson
Heimilisfang
tilfinninganna
BOKMENNTIR
L j ó d
LJÓÐASMYGLOG
SKALDARÁN
eftir Andra Snæ Magnason. 43 bls.
Útg. Nykur. Prentun: Litlaprent.
Reykjavík, 1995.
Björgvin ívar: BLAKALD-
UR DRAUMVERULEIKI. 43
bls. Útg. Nykur. Prentun:
Litlaprent. Reykjavík, 1995.
ÞESSI ungu skáld, sem
samtímis vippa sér á bak
Pegasusi, eru bæði fædd
1973. Bækur þeirra eru jafn-
ar að lengd og líkar að út-
liti. Að öðru leyti er sitthvað
sem greinir þær að.
Andri Snær er opin-
skárjarðbundinn og þjóðleg-
ur — á sína vísu. Hann yrkir
um landið og náttúruna þar
sem hann lætur blæbrigði
hennar gefa til kynna veðra-
brigðin í tilfinningalífinu.
Myndir af Melrakkasléttu
heitir síðasta ljóð bókarinnar,
fjörutíu og fimm línur. Undir þær
fara reyndar átta síður! Allt um
það tekst skáldinu að vekja stemm-
ing þá sem til er stofnað. Ljóðið
er hugtækt og sannar að náttúran
kveikir enn neista með ungum
skáldum. Sama máli gegnir um
Vorljóð um hrossagauk. Ekki spill-
ir að skáldið lætur eftir sér að
vera bæði einlægur og barnalegur.
Eða eigum við heldur að segja
bamslega einlægur?
Hrossagaukurinn
nær öllum ormum því Guð
gaf honum langt nef.
Andri Snær getur verið dálítið
mælskur. Stundum fínnst manni
sem hann kynni að ná sterkari
áhrifum með því að huga betur að
Andri Snær
Magnason
Björgvin
ívar
ströngu lögmáli ljóðsins, vanda
orðaval og þar með dýpka tilfinn-
inguna, og skal í því sambandi bent
á annars notalegt ljóð sem skáldið
nefnir Sólir og ég. Munum að ljóð
þarf að búa yfir nokkurri dul, smá-
vegis galdri.
Björgvin ívar er grunnmúraðri í
borgarlífinu. Hann er líka meira í
forminu. Ljóð hans mættu skoðast
sem dæmasafn í bókmenntafræði
þar sem hvert atriði er á sínum
stað, táknmál, líking, persónu-
gerving og svo framvegis. Malbik
og bárujám eru þarna sjálfsagðir
hlutir af umhverfinu; það er hans
náttúra. Og penninn, sem forðum
var tákn skáldskaparins, hefur end-
anlega vikið fyrir lyklaborðinu.
Tæknin togast á við ástina,
draumnum lýstur við blákaldan
raunveruleikann sem orsakar eins
konar skammhlaup í sálart-
ölvunni samanber ljóðið X-
kynslóðin þar sem skáldið fer
mikinn. Fyrsta ljóð bókarinn-
ar, Til Sólar, stendur meira
í jafnvægi og því heppilegra
sýnishorn:
Þegar þrá mín
loksins yfirgnæfði
smellina í lyklaborðinu
hvíslandi suð viftunnar
& húmorinn í skjábjarmanum
hallaði ég mér yfir öxl þína
& hvíslaði:
Ef þú hefur tíma til að elska
þá veistu hugfang mitt.
Með myndrænni uppsetningu
sumra ljóðanna höfðar Björgvin
ívar einnig til sjónmenntanna en
um þá hlið málanna verður ekki
fjölyrt hér og nú.
Um þessi tvö skáld og framlag
þeirra til bókmenntanna verður að
endingu sagt eins og Frode Jacob-
sen sagði um pólitíkina: það er erf-
itt að spá og einkum um framtíðina.
Erlendur Jónsson
í átt til ein-
faldleikans
„LJÓÐIN í þessari bók
eru auðskilin — og allt
að því gegnsæ. Eg er
ekkert að flækja málin,
heldur kem mér beint
að efninu," segir
Magnúx Gezzon um
fimmtu ljóðabók sína,
Syngjandi sólkerfi.
„Þetta er í raun stefnu-
breyting í mínum
skáldskap, þar sem
bækurnar mínar hafa
verið þungar og fram-
úrstefnulegar til þessa
og margt torskilið."
Magnúx kveðst hafa
stökkbreyst sem lista-
maður. „Ég upplifi
heiminn allt öðruvísi nú en fyrir tíu
árum. Ég er orðinn tveggja barna
faðir og slík reynsla markar sín spor.
Þáð má kannski segja að það hafi
opnast fyrir mér ýmsir lífrænir
möguleikar."
I bókinni kennir margra grasa.
Magnúx kveðst lýsa söng landsins,
borgarinnar og alheimsins. „Ég
reyni að vera trúr sjálfum mér og
listrænum hugsunum; túlka litina
af borginni, húsunum og húsunum
við snúning jarðar. Náttúran, skynj-
unin og borgin eru lifandi öfl og ljóð-
in birtast sem átök spennu og ringul-
reiðar gegn slökun og hvíld og hug-
hrif sem búa i öllum mönnum."
Skáldið segir að nota þurfi stór
orð til að lýsa tilfinningunni fyrir
lífinu. „Þetta fer í taugarnar á mörg-
um sem telja að slík orð eigi ekki
heima í ljóðum. Mín skoðun er hins
vegar sú að tilfinningum verði að
lýsa með kraftmiklum orðum og
jafnvel upphrópunum."
En hvað um nafnið,
Syngjandi sólkerfi?
„Það er óneitanlega
háfleygt," segir Magn-
úx, „enda er þetta lof-
söngur til alheimsins.
Ég hef nefnilega gjör-
vallan alheiminn í sigt-
inu þegar ég er að
yrkja, enda er hver
maður stjarna á sinn
hátt — hluti af sól-í
kerfi.“
Magnúx segir að við-
fangsefni Syngjandi
sólkerfa séu verðug.
Hægt sé að glíma við
þau endalaust. „Það er
ekki gott að segja hvort
ég hafi fundið mér framtíðarfarveg,
en í ljóðunum sem ég hef ort að
undanförnu hef ég haldið áfram að
þróa skáldskaparmálið sem fram
kemur í þessari bók. Formið er allt
í átt til einfaldleikans.“
Draumur
Litaflóð flettiskiltanna truflar
mig stöðugt.
Bílljósin velta um regnvota
glugga.
Finn til ótta,
gríp hönd þína svo yfirgefi mig
ekki.
Sný stýrinu í endalausa hringi.
Veggirnir hlaupa á mig.
Lífið fýkur burt.
Ég fálma gegnum rúðuna,
inn í annað ljós.
Rýni í skæra birtuna.
Svíf yfir misfellurnar.
Magnúx Gezzon
Að á löngu
ferðalagi
í MEÐAN augun
lokast, fjórðu ljóða-
bók Þórðar Helga-
sonar, er kímni áber-
andi og er prósaljóð-
ið Maður eitt dæmið.
Um þetta segir
Þórður:
„Kímnin er með.
Kimnin er þannig að
hún er lítils virði ef
ekki er tónn rneð
henni sem vísar út
fyrir kímnina og
þreifar þá á ein-
hveijum alvarlegum
málum.“
Um minningar
sem einkenna bókina eins og
fyrri bækur höfundar sagði Þórð-
ur að honum þætti gott að líta
til baka og orða eigin reynslu
með það fyrir augum að reyna
að skilja hana: „Maður skilur
aldrei neina reynslu fyrr en mað-
ur reynir að orða hana.“
— Ljóð geta þá verið tilvalin
leið fyrir önnum
kafinn nútímamann
til að nema staðar
og íhuga?
„Ljóð eru að mínu
mati frábær svör við
nútímanum, rétt
eins og að æja á
löngu ferðalagi.“
Flest ljóðanna í
Meðan augun lokast
eru prósaljóð. Þórð-
ur er sammála því
að prósaljóðformið
sé í sókn hjá skáld-
um og segist sjálfur
hafa gaman af að
prófa sig áfram með
texta þangað til honum finnist
ekkert vansagt og ekkert ofsagt.
Þórður Helgason yrkir í Meðan
augun lokast um náttúruna og
fólk sem hann þekkir og þá ekki
síst son sinn sem er eitt helsta
yrkisefnið „frá fæðingu og þang-
að til geisladiskarnir eru komnir
í spilið“.
Þórður Helgason
Maður
Hann átti eitt bindi alla ævi, bindið sem
hann valdi sér til að bera daginn sem hann
kvæntist konunni sem hann bjó með til loka
eins og fyrir hann var lagt. Bindið setti hann
upp nokkrum sinnum og geymdi það ævinlega
með hnútnum sem konan batt á heiðursdegi
þeirra. Hann fór með bindið í gröfina. Enn sé
ég fyrir mér sársaukasvipinn þegar hnúturinn
herti að sinaberum og sólbitnum hálsi.
Þórður Helgason