Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 B 3 Jólabókaflóðið fer brátt að ná hámarki. Fjöldi útgefinna titla virðist nokkuð svipaður í ár og undanfarin ár, en svo virðist sem fleiri bækur séu nú prentaðar erlendis en áður. Þorsteinn Víglundsson kannaði stöðuna á bókamarkaðnum. Sf í-\ Wk grastvWkmr W;. j i ilm ^®i§| JÓLABÓKAÚTGÁFAN er komin á fullan skrið og bókabúðimar eru nú í óða önn að stilla upp þeim bók- um sem að landsmönnum bjóðast fyrir jólin. Samkvæmt því sem Morgunblaðið kemst næst verður fjöldi nýrra titla fyrir þessi jól svip- aður og verið hefur á undanförn- um árum en um 330 nýjar bækur munu slást um hylli landans þetta árið. Það virðist því sem álagning virðisaukaskatts hafi ekki leitt til minni bókaútgáfu, líkt og spáð var. Hins vegar virðist sem aukinn ijöldi bóka sé nú prentaður erlend- is vegna þessa. Skiptar skoðanir eru þó á milli bókaútgefenda og bókagerðarmanna um hversu mik- ið prentun erlendis hafi aukist. Kostnaður við erlendar prentanir haldist svipaður Félag íslenskra bókaútgefenda hefur fengið Hagfræðistofnun til þess að vinna fyrir sig úttekt á bókamarkaðnum. Endanlegar nið- urstöður þeirrar úttektar liggja ekki fyrir en tölur um prentunar- kostnað og bókaverð liggjá þó fyr- ir og má sjá í töfiunni hér til hlið- ar. Ólafur Ragnarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Vöku- Helgafells, bendir á að skipting kostnaðar á milli bóka sem prent- aðar eru hér á landi og bóka prent- aðra erlendis, hafi lítið breyst á undanförnum árum. „Árið 1991 voru 29% alls prentunarkostnaðar komin til vegna erlendrar prentun- ar, en árið 1994 var hlutfallið komið niður í 25%. Mér sýnist að það verði nokkuð svipað í ár,“ segir Ólafur. Hann segir mikilvægt að hafa það í huga að stór hluti þeirra bóka sem prentaðar eru erlendis, eru prentaðar í svokölluðu sam- prenti. í slíkum tilfellum leitar erlenda forlagið eftir tilboðum í alla prentun á viðkomandi bók til þess að auka hagkvæmni. Þeir útgefendur sem hreppa útgáfu- réttinn hér heima hafi því sáralítið um það að segja hvar bókin sé prentuð. Ólafur segir að það vegi þyngst í þessu sá sveigjanleiki sem fylgi prentun innanlands. „Þessar dæmigerðu jólabækur sem að koma út tiltölulega seint eru lang flestar prentaðar hér á landi. Út- Prentun áleið úr landi? Meðalverð þriggja bókaflokka 1987-1994 þús. kr. 4.0 Ævisögur íslensk skáldverk ““ Þýdd skáldverk Hlutfall framleiðslukostnaðar 1989 1990 1991 1992 1993 1994 gefendur þurfa að hafa svigrúm til að láta endurprenta ef sala þeirra gengur vel og um leið draga þeir úr áhættunni með því að láta prenta bækurnar í smærri skömmtun. Ef þessar bækur eru prentaðar erlendis þá taka menn áhættuna af því að geta ekki pant- að fleiri eintök ef salan gengur vel, eða sitja uppi með hluta upp- lagsins óseldan ef þeir láta prenta of mikið,“ segir Ólafur. Reynt að fá neytendur til þess að velja íslenskt Georg Páll Skúlason, varafor- maður Félags bókagerðarmanna, segir það valda mönnum þar á bæ talsverðum áhyggjum hversu stór Prentun íslenskra bóka hérlendis og erlendis 80,52% 277 bækur 77,81% Singapore 17 bækur 4,8% Italía 13 " 3,6% Portúgal 10 “ 2,8% Danmörk 8 " 2,2% Önnurlönd 23 " 6,4% SamtaJs 79 " 22,2% 1995 254 bækur 69,20% Portúgal 19bækur 5,2% Singapore 15 “ 4,1% Svíþjóð 10 “ 2,7% Italía 9 “ 2,5% Önnur lönd 57 “ 14,4% Samtals 113 “ 30,8% en það verður að segjast eins og er að áhugi fyrir slíku átaki virð- ist eingöngu liggja hjá útgefend- um sem eingöngu láta prenta fyr- ir sig hér á landi. Aðrir virðast frekar vilja fá að njóta vafans, enda gá fæstir að því hvort að bókin sé prentuð hér á landi eða ekki.“ Georg segir að hefðbundin átök svo sem „Veljum íslenskt11 hafi heldur ekki skilað sér nægilega vel og því sé félagið nú að reyna að fínna nýjar aðferðir til þess að fá fólk til að skoða 'hvar bókin sé prentuð og velja hana eftir því. Georg segir það athugunarvert hvort að lægri prentkostnaður erlendis skili sér til neytenda. Hann segir að sér sýnist að svo sé ekki og þá sé spurningin hvers vegna? hluti íslenskra bóka sé prentaður erlendis í ár. „Við erum dálítið uggandi yfir þessari þróun enda sjáum við að hlutfall þeirra bóka sem prentaðar eru erlendis hefur farið úr tæpum 20% _________________ árið 1993 í 30% fyrir þessi jól.“ Að sögn Georgs hefur félagið gert til- raun til þess að fá neytendur til þess að kaupa frekar þær bækur sem prentað- ar eru hér á landi og í því skyni hafi meðal annars ver- ið reynt að merkja þær bækur sérstaklega. „Við gerðum þessa tilraun í samstarfí við útgefendur Virðisauka- skattur á bækur virðist skila sér í aukinni prent- un erlendis Innlendur prentiðnaður ekki samkeppnishæfur? Það vekur athygli að þrátt fyrir að fleiri titlar séu nú prentaðir ______' erlendis virðist kostnaðar við prent- un þeirra sem hlut- fall af heildarkostn- aði svipaður á milli ára. Séu þessar tölur nærri sanni hlýtur það að vekja upp spumingar um sam- keppnishæfni ís- lensks prentiðnaðar. Heiðar Ingi Svansson, fram- kvæmdastjóri Skjaldborgar segir að fyrirtækið vildi gjarnan skipta meira við innlenda aðila, en aukinn þrýstingur á bókaverð í kjölfar þess að virðisaukaskattur var lagður á bækur leiddi til þess að fyrirtækið leitaði í auknum mæli út fyrir landssteinana. Virðisauka- skatturinn hafí því sett aukinn þrýsting á prentunarkostnaðinn hér heima þar sem ekki hafí verið hægt að velta honum út í verðlag- ið. „Við buðum út ákveðinn pakka síðastliðið vor og það var greini- legt að íslenskar prentsmiðjur lögðu sig nokkuð fram í því að bjóða í verkið en engu að síður voru þær ekki samkeppnishæfar við þá verksmiðju í Singapore, sem hefur prentað fyrir okkur hluta af okkar útgáfu undanfarin ár. Hins vegar höfum við auðvitað prentað talsverðan hluta af okkar útgáfu hér á landi eftir sem áður.“ Heiðar segir að innlendar prent- smiðjur séu fyllilega samkeppnis- hæfar varðandi gæði og í sumum tilfellum séu gæðin betri hér á landi. Hins vegar skorti talsvert á áreiðanleika þeirra. „Það má segja að það sé undantekningatilfelli ef afhending tefst hjá þeim prent- smiðjum sem við höfum skipt hvað mest við erlendis en því miður er því alveg öfugt farið hér á landi. Hér myndast alltaf ákveðinn flöskuháls og jafnvel þó að við höfum reynt að skipuleggja prent- unin betur en áður með því að vera með handrit tilbúin í júní og óska eftir því að prentun sé lokið um haustið þá hefur iðulega lítð gerst fyrr en farið er að setja mikinn þrýsting á. Hins vegar er þeim auðvitað nokkur vorkunn því að skipulagið hér á landi er ekki sambærilegt við það sem gerist erlendis og þar eiga útgefendur kannski ekki minni sök. Þeir eru oft á tíðum mjög seinir með sín útboð sem þá riðlast heildarskipu- lagið á prentuninni.“ Fyrirsláttur Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda, segir inn- lendan prentiðnað um margt sam- keppnishæfan við erlenda aðila, sér í lagi þegar kemur að sérhæfð- ari verkum. „Sókn okkar á erlenda markaði, líka í bókaframleiðslu, er vissulega merki um þetta,“ seg- ir Þorgeir. Hann segir að hins vegar vanti nokkuð upp á að hag- kvæmni í rekstri íslenskra prent- smiðja sé nægilega góð og því sitji þær eftir þegar kemur að einföld- um og stöðluðum prentverkum. Hann segir það þó vera fyrirslátt hjá útgefendum að bera við slæm- um skilum hjá prentsmiðjum hér á landi. „Það kann að hafa verið tilfellið áður fyrr en á ekki við í dag,“ segir Þorgeir. „Það sem að menn eru að reyna að gera hér til þess að standast betur erlenda samkeppni er að reyna að koma betra skipulagi á hlutina. Við stöndumst enga sam- keppni ef okkur tekst ekki að koma á viðlíka skipulagi og tíðk- ast erlendis. Þar er það t.d. viðtek- in venja að ef að bók berst ekki frá útgefenda fyrir umsamda dag- setningu þá færist hún aftar í framleiðsluröðina. Hins vegar er enginn skilningur á því að það þurfí að koma eiphvetju skipulagi í þessum iðnaði. Ég er ekkert endi- lega að kenna útgefendum um það heldur þurfa prentsmiðjur líka að bæta ýmislegt hjá sér. Þetta ger- ist þó ekki nema í samstarfi við útgefendur." Að sögn Þorgeirs væri það mjög gagnlegt að forlögin og prent- smiðjurnar kæmu sér upp betra skipulagi fyrir framleiðslu sína. Of lítið sé vitað fyrirfram um hvað sé í vændum og þá hvenær. „Það skiptir t.d. talsverðu máli að geta framleitt nokkrar bækur af sömu stærð saman, í stað þess að þurfa að vera að breyta vélastillingum fyrir hvetja prentun eins og raun- in er nú. Þetta eru hlutir sem við þurfum að laga, ef við ætlum að geta keppt við erlendar prent- smiðjur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.