Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 B 5 VIÐSKIPTI STARFSMENN Öryggismiðstöðvar íslands fyrir utan húsnæði fyrirtækisins að Knarrarvogi 2, f.v. Guðmundur G. Ludwigsson, Jóhannes Jóhannesson, Rjai*tan Ólafsson, Guðmundur Helgason, Forni Eiðsson, Reynir Olafsson, Jóhann Ólafsson, Bergsteinn Isleifsson, Pétur Magnússon. Oryggismiðstöð Is- lands tekur til starfa NÝTT öryggisgæslufyrirtæki, Ör- yggismiðstöð Islands hf., tók til starfa um miðjan september sl. Fyrirtækið sinnir öllum þáttum ör- yggisgæslu, þ.á.m. rekstri öryggis- miðstöðvar allan sólarhringinn sem öryggismiðstöð vaktar boð frá öll- um gerðum viðvörunarkerfa, segir í frétt. Öryggisverðir sinna farandgæslu og staðbundinni gæslu. Á þann hátt er haft eftirlit með húsnæði, ýmsum tækjabúnaði og opnum svæðum til dæmis byggingasvæð- um. Þá ætlar fyrirtækið að selja ýms- ar tegundir öryggisbúnaðar svo sem innbrotaviðvörunarkerfi, brunavið- vörunarkerfi, vatnsviðvörunarkerfi, aðgangsstjórnkerfi, neyðarkalls- búnað og eftirlitsbúnað með hita- stigi og rafmagni. Tæknideild sér um uppsetningar öryggiskerfa ásamt reglubundnu eftirliti og viðhaldi á öryggiskerf- um. FYRIRTÆKIÐ Póstmyndir að Garðatorgi 1 í Garðabæ, er nú farið að bjóða upp á áfyllingar- þjónustu fyrir bleksprautuprent- ara. Hægt er að fylla á næstum öll hylki hvort heldur um er að ræða svört eða lithylki. Sam- kvæmt upplýsingum Birgis Björg- vinssonar framkvæmdastjóra Póstmynda er sparnaðurinn allt að 50-60% fyrir hvert áfyllt hylki fyrir bleksprautuprentara. Hugmyndin kviknaði fyrir nokkrum mánuðum og var þá Afyllingar- þjónusta fyrir bleksprautu- prentara hafist handa við að finna aðila sem framleiðir blek fyrir hylkin og hefur það starf nú borið árangur því að Póstmyndir bjóða nú allar gerðir af bleki fyrir bleksprautu- prentara, en mismunandi blek er notað eftir því í hvaða prentara það fer. Samkvæmt upplýsingum Birgis hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum enda sé um gríð- arlegan sparnað að ræða fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem nota bleksprautuprentara að staðaldri eða allt að 4.500 kr. sparnað á einu hylki með því að fylla á það. mii Og þú munt kunna ad meta Mita. Rbyrgd gagnvart umhverfinu 'jjtf/iffigP’ Mlta llúsrltar eru oolnberlega // vidurkenndlr sem umhverfisvænir fmw/// og bera fræg alþlódleg merki W/ þessu til stadfestingar. ^Eqill Guttormsson- Fjölval hf. Mörkin 1 • Pósthólf 8895 • 128 Reykjavík Sfmar: 581 2788 og 568 8650 • Fax: 553 5821 Helstu söluadilar: Pennlnn Hallarmúia. Bókval Rkureyri, Bókabúð Brynjars Saudárkróki. Straumur Isafirði, TölvubiDnustan Bolungarvik, Bókhladan ísafirðl, Rafeindabjónusta Bjarna Patreksfirdl 24 klukkutímar Lánareglur okkar eru einfaldar og óþarfa bið vegna umsókna þekkist ekki. Ef öll gögn liggja fyrir af þinni hálfu, er umsóknin því afgreidd innan sólarhrings. Lýsing hf. býður fjármögnun á öllu sem tengist fjárfestingu í atvinnurekstri, i.s. á vélum, tækjum, bílum og atvinnuhúsnæði. HafSu samband við ráSgjafa Lýsingar og kynntu þér möguleikana. juvr MiR L. SUÐURLANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1500, FAX 533 1505, .800 6515

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.