Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Virk stýring á hlutabréfasafni Sjónarhorn Er hægt að ná betri árangri en markaðurinn með virkri stýringu? spyrja Hreiðar Már Sigurðsson og Bjami Armannsson í seinni grein sinni um hlutabréfamarkaðinn. Virkni og stærð hlutabréfamarkaða á Norðurlöndum s>. Verðbréfa- markaður Reykjavík Osló Helsinki Stokkhólmur Kaupmannahöfn => Uj ~|5‘ £ g Markaðs- virði Veltuhraði á 3. ársfj. Jl á ^ 5 « 15 • • 1 e"? 18,8 373,0 5,9% 6,5% 209,1% 13.794.1 10.811.4 53.854.4 15.537.2 '39.574,9 32.802,0 107.157,8 44.487,9 59,5% 39,0% 56,6% 50,5% 56,5% 40,5% 61,9% 49,9% 59,0% 48,4% 11,3% 8,1% Veltuhraði er hér skilgreindur sem velta deilt með markaðsvirði á mánaðarlegum grunni faert upp til árs. Heimild: Nordic securities markets 3rd quarter 1995. Spá um afkomu atvinnugreina á hlutabréfa- markaði og samanburður við afkomu ársins 1994 . _ fi igl «o 3 <Q I 5 Fyrirtæki <§• I Sjávarútvegsf. 903,3 883,7 Samgönguf. 1.120,0 1.180,8 Fjármálaf. 510,0 552,0 Olíudreifingarf. 530,0 466,8 Framleiðsiuf. 208,2 182,4 Þjónustuf. 305,3 279,3 -2% +5% +8% -12% -12% -9% -S fs £ oqS H ^ 1 735 -17% 6,9% 1300 +10% 9,5% 690 +25% 7,'4% 430 -8% 5,3% 348 +91% 10,3% 365 +31% 12,7% •sl S| S 6 22,4% 28,8% 19,5% 16,9% 7,1% 5,3% FJÁRFESTING í hlutabréf- um er í eðli sínu gjörólík fjárfestingu í skuldabréf- um. Með fjárfestingu í skuldabréfum má segja að verið sé að binda ávöxtun í ákveðinn tíma. Ávöxtunin er ákveðin föst stærð, þó vaxtaþróun hafi áhrif á verðgildi viðkomandi bréfs á tímabilinu breyt- ir hún ekki lokaverði þess á gjald- daga. Áætlanir fjárfesta um f ramtíðar hagnað fyrirtælya Fjárfesting í hlutabréfum ræðst hins vegar af afkomu viðkomandi fyrir- tækis til lengri tíma litið. í því til- liti er áhættan fólgin í þvi að tapa öllu kaupverðinu, en fræðilega séð getur hagnaðurinn orðið óendanlega mikill, í það minnsta margfaldur. Þess vegna er það grundvallaVatriði við ijárfestingu í hlutabréfum að fjárfestirinn hafi skoðun á því hver framtíðarhagnaður fyrirtækis, sem fjárfest er í, verður. Hagnaður fyrirtækja, eða afleidd- ar stærðir út frá hagnaði, s.s. lykil- tölur úr sjóðstreymi, segja til um peningamyndun í fyrirtækinu. Grunnforsenda fyrir verðmati á fyr- irtæki er að gera sér grein fyrir hvaða peningamyndun mun eiga sér stað í fyrirtækinu til lengri tíma lit- ið. Ef fjárfestir sem vinnur á opin- berum markaði tekur sjálfan sig alvarlega verður hann því í raun að áætla framtíðarhagnað fyrirtækja sem endurspeglast síðan i kaup- og sölutilboðum hans í einstök hluta- bréf á verðbréfamarkaði. Sífellt fleiri félög gefa upp á aðalfundum sinum markmið um hagnað ársins og eru slíkar upplýsingar ásamt ársreikningum undanfarinna ára grunnheimild í verðmati. Þá er hægt út frá fréttum og hagstærðum, sem tengjast einstökum félögum og at- vinnugreínum, að mynda sér gleggri skoðun á því hvaða áhrif það hefur á reksturinn í bráð. Nýting á sk. innherjaupplýsingum sér til fram- dráttar fyrir félög sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands er bönnuð. Þ.e.. upplýsingar um rekstur eða stöðu fyrirtækisins sem gæti haft áhrif á verð á hlutabréfum í félaginu sem lykilstjómendur eða aðrir þeir sem vita um innri málefni félagsins hafa einir aðgang að, eða hafa ekki verið kunngerðar opinberlega á markaði, s.s. með fréttatilkynningu til þingaðila eða i fjölmiðlum. Kaup- þing hf. birti í fyrra áætlun sina um hagnað einstakra fyrirtækja á markaði fyrir árið 1994 (sjá töflu 1). Eins og sjá má á töflunni skeik- aði einungis um 6% varðandi hagnað á þeim félögum sem skráð vom. Þess ber að geta að Kaupþing hf. spáði ekki um hagnað fjögurra af þeim félögum sem þarna em og eins var ekki tekið tillit til flugvélasölu Flugleiða hf. í árslok og var því leið- rétt með tilliti til þessara liða, þann- ig að spáð var raunverulegri afkomu þessara flögurra félaga og hagnaði vegna flugvélasölunnar bætt við spána um hagnað Flugleiða hf. Mörgum kann hins vegar að koma á óvart hversu nálægt spáin er raun- verulegum hagnaði fyrirtækjanna. Annað sem vekur athygli er að þrátt fyrir þó nokkrar hækkanir á hluta- bréfamarkaði, gerði spáin um hagn- að fyrirtækja í fyrra ekki ráð fyrir nema 8,3% arðsemi markaðsvirðis hlutafjár. Nú er gert ráð fyrir arð- semi markaðsvirðis sem nemur 8,1% sem sýnir að þrátt fyrir örlitla lækk- un á arðsemi eru enn möguleikar til hækkana og að fyrirtækin hafa hingað til staðið undir þeim vænt- ingum sem gerðar hafa verið um hagnað. Nú birtir Hlutabréfasjóður- inn Auðlind hf., sem er hlutabréfa- sjóður í vörslu Kaupþings hf., áætl- un fyrir þær atvinnugreinar sem sjóðurinn er fjárfestur í hvað hluta- bréf áhrærir. Skv. spánni ættu fjár- festar að beina augum sínum að samgöngu-, framleiðslu-, fjármála- og þjónustufyrirtækjunum í ríkara mæli en sjávarútvegs- og olíudreif- ingarfyrirtækjum. Það er hins vegar vandamál við fjárfestingu í hluta- bréfum í framleiðslu- og þjónustu- fyrirtækjunum hversu lítil þau eru í samanburði við markaðinn í heild. Markaðsvirði þeirra hlutabréfa, sem birt eru í töflu 2, er 47,6 miiljarðar kr. og eru þessar tvær atvinnugrein- ar einungis um 12% þeirrar fjárhæð- ar. Hlutabréfasjóður sem fjárfestir í miklum mæli í þessum greinum eykur áhættu sína að þvi ieyti að farið er lengra út fyrir þingvísitölu hlutabréfa, sem mælir breytingar á verði hlutabréfa á Verðbréfaþingi íslands. Ein af ástæðum þess að samval hlutabréfa í Auðlind lítur ekki út eins og fullkomið samval skv. kenningum Markowitz er sú að markaðurinn er ekki fullkominn, og því ýmsar væntingar um framtíð- arhagnað ekki inni í verðinu. Því er nauðsynlegt að hafa ætíð skoðun S framtíðarhagnaði hvers fyrirtækis og reyna að hagnast í samræmi við væntingar. Að hafa alltaf skoðun á verði hlutabréfa Um verð á hlutabréfum má segja að alltaf sé tii verð. Ef markaðurinn telur bréfín verðlaus er verðið núll. Hvaða skoðun sem menn hafa á því hvort verðið sé hátt eða lágt, er verð- ið sú fjárhæð sem einhver er tilbúinn að kaupa bréfm á og einhver annar tilbúinn að selja bréfín á. Ofangreind staðhæfíng er í sjálfu sér einfaidur veruleiki, en á undanfömum ámm (sérstaklega ef horft er 3-4 ár aftur i tímann) hefur verið erfítt að fá aðila á hlutabréfamarkaði til að hafa skoðun á þvi á hvaða verði þeir væru tilbúnir til að selja, og á hvaða verði þeir væm tilbúnir að kaupa. Þannig vora oft ekki skráð kauptil- boð í félög með jafnvel einn til þtjá milljarða í markaðsverðmæti hluta- bréfa. Þetta hefur um margt breyst. Þó er ljóst að enn vantar mun fleiri aðila, sem hafa skoðun á kaup- og sölugengi hlutabréfa á íslenskum hlutabréfamarkaði. Breytingin á sl. 1-2 ámm hefur hins vegar verið gríðarleg. E.t.v. er markaðurinn með of einhæfan hóp kaupenda sem hafa of líka framtíðarsýn og sú flóra hlutabréfa, sem kaupendur hafa að velja úr, með of svipaða samsveiflu til að stýring úr einu hlutabréfí í annað sé vemlega hagstæð. Þá má einnig vera að breytingin yfír í „prútt“markaðinn taki lengri tíma og íslendingar séu enn of fastir í viðjum „sjö manna nefndar ákvörð- unar“ um verð á einstökum hlutum og eigi af þeim sökum erfíðara með að átta sig á tilboðsfyrirkomulaginu. Á undanfömum misserum hefur Hlutabréfasjóðurinn Auðlind reynt að hafa kaup- og sölutilboð í lang- flest íslensk hlutafélög á markaði. Stundum er skoðun félagsins nokkuð langt frá markaðnum (þ.e. kaupverð lægra en viðskiptaverð eða söluverð hærra en viðskiptaverð). Ekki þarf þó endilega að vera um það að ræða að kaup- eða sölutilboð endurspegli mat á virði félagsins almennt, því inn í slíkt tilboð blandast starfsemi sjóðs- ins, s.s. þátttaka sjóðsins í öðrum félögum i sama geira, eign sjóðsins í hlutabréfum í viðkomandi félagi, vaxta- og verðbólguþróun o.s.frv. Til að hlutabréfamarkaðurinn hér á landi verði virkari þurfa margir að hafa sjálfstæða skoðun á virði einstakra félaga og setja slíkt fram í kaup- og sölutilboðum opinberlega á markaði. Sé horft til virkari mark- aða með hlutabréf, sést að velta sem hlutfall af markaðsverðmæti fyrir- tækja er mun meiri en hér á landi. Eigum við enn langt í land með að ná t.d. hlutabréfamörkuðum á Norð- urlöndum þar sem velta sem hlutfall af markaðsverðmæti félags er sú sama á einum mánuði og einu ári hérlendis. Þetta má sjá á töflu 3 þar sem borinn er saman veltuhraði hér- lendis og á öðram verðbréfaþingum Norðurlanda. Þó hefur orðið algjör stökkbreyt- ing hvað varðar veltuhraða hérlend- is, en eins og sjá má er tvöföidun á veltu á hlutabréfamarkaði hérlendis milli þriðja ársfjórðungs 1994 og 1995. Vöxtur í veltuhraða er mun meiri hérlendis en á hinum Norður- löndunum enda eram við langt á eftir hvað uppbyggingu þessa mark- aðar varðar. Engu að síður er ánægjuiegt að sjá að við eram á réttri leið. Án efa munu tiikoma pappírslausra viðskipta og nýjungar á hlutabréfamarkaðnum hérlendis stórauka veltu hans á næstu áram. Af einhveijum ástæðum hafa ýmsir aðilar hérlendis verið við- kvæmari fyrir því að aðilar birti opin- berlega spár sínar um afkomu hluta- félaga. Jafnvel þó hinum sömu aðil- um fínnist jafnsjálfsagt að spá um vaxtaþróun, ríkishalla og ýmsa fleiri hluti sem ekki era minni óvissu háð- ir er afkoma einstakra hlutafélaga hér á landi. Tilgangurinn með þess- ari grein er m.a. að breyta þessum hugsunarhætti og fá fleiri til að taka afstöðu og hafa skoðun á verði hluta- bréfa i ljósi framtíðarvæntinga til afkomu fyrirtækja. Niðurstaða fyrir einstaklinga og stofnanafjárfesta En hvaða ályktun má svo draga af þessum skrifum? Ef horft er til einstaklinga og stofnanafjárfesta era nokkur atriði sem hér era sam- andregin og vert að gefa sérstakan gaum. • Arðsemi yfírstandi árs er viðun- andi og ýmsir möguleikar ónýttir á hlutabréfamarkaði. • Hægt er að ná betri ávöxtun með minni áhættu heldur en markaður- inn. • Markaðurinn hefur þroskast og eflst á undanfömum ámm, bæði hvað varðar veltuhraða og virkni annars vegar og fjöida þátttakenda og sjálfstæði þeirra hvað varðar kaup- og sölutilboð hins vegar. • Virk stýring er áreiðanlega væn- legur kostur hér á landi. Með áætlun um framtíðararðsemi og breytingu milli einstakra hlutabréfa og at- vinnugreina má ná hærri ávöxtun en markaðurinn. • Áætlanir fagfjárfesta um framtið- arhagnað era forsenda framþróunar markaðarins. Líkt og um verðbólgu- spár ýmissa aðila er nauðsynlegt að þessar spár séu birtar og þær séu byggðar á upplýsingum sem fram era komnar en ekki óbirtum innri upplýsingum fyrirtækja. • Hlutabréfasjóðir sem nýta sér virka stýringu era vænlegur kostur fyrir einstaklinga en ekki síður fyrir stofnanaíjárfesta, þess vegna ættu þeir að gera hvort tveggja að fjár- festa sjálfír með skoðanir og fjár- festa í hlutabréfasjóðum. Höfundar stýra hlutabréfa- og skuldabréfasjóðum í vörslu Kaup- þings hf. IKEA selnr eldhústæki VERSLUN IKEA hefur hafið sölu á eldhúsraftækjum frá Bræðrun- um Ormsson. Tækin verða til sýn- is og sölu í innréttingadeild IKE A og gefst viðskiptavinum fyrirtæk- isins nú tækifæri til þess að kaupa eldhúsinnréttingar og öll nauðsyn- leg eldhústæki á einum stað, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá IKEA. Meðal þess sem verður til sölu í verslunum IKE A eru helluborð, ofnar, eldavélar, kæliskápar og viftur frá AEG og Indesit. Þessi tæki verða boðin á IKEA verði að því er fram kemur í fréttatilkynningunni. Á MYNDINNI eru f.v. Skúli H. Oddgeirsson og Bjarni Svavars- son frá Bræðrunum Ormsson, Hulda Haraldsdóttir frá IKEA og Anders Ruöne frá AEG í N-Evrópu. Ný þjónusta hjá Nýju sendibílastöðinni NÝJA sendibílastöðin hf. býður nú upp á nýja þjónustu sem ber heitið N.S. hraðflutningar. Að sögn Leifs Amar Leifssonar, fram- kvæmdastjóra Nýju sendibíla- stöðvarinnar, er þessi þjónusta sniðin að þörfum þeirra sem flytja þurfa bréf og smápakka innan höfuðborgarsvæðisins. Boðið er upp á tvenns konar þjónustu. Annars vegar er um að ræða hraðsendingu, þar sem send- ingu er ekið beint til viðtakanda. Hins vegar er um að ræða boð- sendingu, þar sem sending er af- hent innan 2ja klukkustunda. Leif- ur segir að greitt sé fast verð fyr- ir hverja sendingu og sé lögð áhersla á að halda verðinu í lág- marki. Hraðsendingin kosti 475 krónur auk vsk., en boðsending kosti 280 krónur auk vsk. Að sögn Leifs hefur þessi þjón- usta hlotið góðar viðtökur hjá við- skiptavinum fyrirtækisins á þeim skamma tíma sem hún hefur verið í boði og kveðst hann bjartsýnn á framhaldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.