Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ • FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER1995 B 7 ___________VIÐSKIPTI________ Daimler-Benz í endurhæfingu Erfiðleikar þýska stórfyrirtækisins þykja sýna hvernig fer þeg- ar stjórnendurnir fara sínu fram á tillits til hagsmuna hluthafa NÝR stjórnandi vill að Daimler haldi sig við bílaframleiðsluna. FYRIR aðeins þremur árum gaf Daimler-Benz, stærsta fyrirtæki í Þýskalandi, út fagra yfirlýsingu um hina „nýju öld“, sem það kallaði svo, og þar hreykti þáverandi for- stjóri, Edzard Reuter, sér af því að hafa breytt fyrirtækinu úr bílafram- leiðanda í „samhæfða tæknisam- steypu“ með ítök í flugvéla- og raf- eindaiðnaði og ýmsum sviðum sam- gönguiðnaðarins. Þessi fagra mynd er nú öll í molum. 1 stjórnartíð Reuters keypti Da- imler megnið af fyrirtækjum í her- gagna- og flugvélaiðnaði í Þýska- landi á sama tíma og kalda stríðinu lauk og eftirspurn eftir flugvélum í borgaralegu flugi hrundi. Áður eða 1986 hafði Daimler keypt AEG og öðlast þar með aðgang að mörkuð- um, allt frá heimilistækjum til járn- brautarlesta, án þess þó að fá yfir- burðastöðu á neinu sviði. Frá 1985 hefur Daimler keypt upp fyrirtæki, aðallega í taprekstri, fyrir um 362 milljarða ísl. kr. en þrátt fyrir það hefur gengi hluta- bréfanna lækkað. 1986 voru þau metin á 2.400 milljarða ísl. kr. en á 1.585 milljarða nú. Á síðasta árs- fundi fyrirtækisins var Reuter út- hrópaður af hluthöfum sem „mesti eyðsluseggur" allra tíma. The Economist segir nýverið að allt þetta klúður hjá Daimler sé einnig áfellisdómur yfir kapitalis- manum í Þýskalandi, sem einkenn- ist af nánu og næstum innilegu sambandi forstjóra og bankastjóra en lítilli virðingu fyrir hluthöfum. Deutsche Bank, stærsti banki í Þýskalandi, á næstum fjórðung hlutafjár í Daimler og fram til 1993 var mikið hlutafé í eigu sérstaks eignarhaldsfélags. Var tilgangurinn með því að koma í veg fyrir, að önnur fyrirtæki gætu ásælst Daiml- er. Er slíkt fyrirkomulag fremur fallið til að letja stjórnendur í starfi sínu en hvetja. Nýr stjórnandi í maí sl. tók nýr maður við stjórn- artaumunum hjá Daimler, Jurgen Schrempp, sem áður var yfir flug- véliðnaðinum, og hann leggur áherslu á, að fyrirtækið skili arði og vill koma fram við hlut- hafa sem eigendur en ekki ómaga. Fljótlega eftir að hann tók við tilkynnti hann, að Daimler-Benz hefði tap- að rúmlega 70 milljörðum ísl. kr. á fyrra misseri 1995 vegna gengisfalls dollarans en fyrri stjórnendur hefðu áreiðanlega fundið leið til að fela þessa staðreynd. Síðan hefur Schrempp snúið sér að því að hluta sundur heimsveldið, sem Reuter hafði byggt, upp, annaðhvort með samstarfs- samningum við önnur fyrir- tæki eða með beinni sölu. í stað þess að dreifa kröft- unum i allar áttir, vill Schrempp, að Daimler haldi sig við bílaframleiðsluna. Meiri arðsemiskröfur Þrátt fyrir þetta eru hlut- hafar ekki búnir að taka gleði sína á ný. Meðal ann- ars vegna þess, að eitt meginverkefni Schrempps, að losa Daimler við DÁSA eða flugvéladeildina, er mikið komið undir duttlungum stjórnmálamanna og gjaldeyris- markaðarins. í öðru lagi finnst mörgum sem hugmyndir hans varð- andi bílaframleiðsluna séu álíka þokukenndar og Reuters. Þriðja áhyggjuefnið varðar Mercedes- Benz, sem enn stendur undir tveim- ur þriðju sölunnar. Þótt framleiðsla bílaverksmiðjanna sé talin sú ábata- samasta í Evrópu . þykjast sumir markaðssérfræðingar sjá þar blikur á lofti. Sannleikurinn er raunar sá, að byltingin, sem Schrempp er að boða, hófst í tíð forvera hans, Reuters. Hann réð þvi, að Daimler varð fyrst þýskra stórfyrir- tækja til að skrá hlutabréf- in í Bandaríkjunum og opna þannig fyrir miklu meiri upplýsingar um bókhald fyrirtækisins og rekstur. Schrempp vill hins vegar ganga lengra og hraðar. Hann hyggst til dæmis losa sig við þau fyrirtæki, sem ekki ná því að skila 12% arði af eiginfé fyrir skatt og það er þess vegna, sem AEG verður látið róa að mestu leyti. Schrempp ætlar einnig að auka miðstýringuna inn- an fyrirtækisins. Aður var það látið nægja að setja dótturfyrirtækjunum nokkrar meginreglur en nú mun Daimler-stjórnin hafa síðasta orðið um stefnu- mörkun, fjárlög og ijárfest- ingar allra 35 dótturfyrir- tækjanna. Það verður nokkur prófraun á miðstýringuna hvernig til tekst með DASÁ en ýmsar greinar þess geta ekki staðið á eigin fótum. Schrempp hafði sex ár til að leysa úr þessum vanda en hann jók hann með kaup- um sínum á Fokker-flugvélaverk- smiðjunum í Hollandi, fyrirtæki með langa taprekstrarsögu. Svip- aða sögu er að segja um evrópska flugvélaframleiðandann Airbus, sem DASA á 39% hlut í. Áætlun Schrempps er að byija á því að skera sem mest niður og endurskipuleggja síðan reksturinn en það er ekki víst, að það nægi. Schrempp á sér þann draum, að DASA verði í fararbroddi í Evrópu í smíði lítilla farþegaþotna en Brit- ish Aerospace og Aérospatiale munu ekki sitja með hendur í skauti í þeirri samkeppni. Það er aðeins í smíði gervi- eða fjarskiptahnatta sem DASA getur verið öruggt um forystuna í samstarfi við Aérospat- iale. Minnkandi hlutdeild Þótt Daimler-Benz hverfi aftur til upphafsins og fari að helga sig bílaframleiðslu fyrst og fremst þá er ekki þar með sagt, að framundan sé beinn og breiður vegur. Hagnað- ur Mercedes Benz á fyrra helmingi ársins var um 68 milljarðar kr. og nýja E-gerðin, sem kostar litlu meira en sú gamla, er 30% ódýrari í framleiðslu. Hlutur Mercedes- Benz á markaðnum hefur hins veg- ar verið að minnka í langan tíma. Mesta áhyggjuefnið er, að litla C-gerðin, sem átti að stöðva þessa þróun, hefur ekki gert það. Salan á henni minnkaði um 1% í Vestur- Evrópu á fyrra helmingi ársins en á sama tíma jókst salan í helsta keppinautinum frá BMW um 5,5%. Það var þó litli Audi-bíllinn, sem sló öll met en sala í honum jókst um 27%. Hugsanlegt er, að það verði ac lokum samkeppnin um alþjóðlegl fjármagn, sem sker úr um framtíð Daimler-Benz. Mercedes, sem ný- lega hafði betur en Chrysler í sam- keppni um 65 milljarða kr. bílaverk- smiðju í Kína, vill aukið fjármagn til fjárfestinga í Asíu. Þess vegna kann það að þrýsta á um, að Schrempp hætti öllum draumum um forystuhlutverk á einhverju sviði flugvélaiðnaðarins. Kauphallarviðskipti hafin með rusl Vilja breytingar á yfirtökureglum RUSLIÐ, sem leggst til á heimilum og annars staðar, hefur ekki alltaf verið í miklum metum en nú hefur þó hagur þess vænkast verulega. Kauphöllin í Chicago hefur opnað fyrsta rafræna markaðinn með not- aðar mjólkurumbúðir, gömul dag- blöð og glerflöskur. Mikill vöxtur hefur verið á endur- vinnslumarkaðinum í Bandaríkjun- um að undanförnu eins og sést best á því, að á fimm árum hefur fjöldi fyrirtækja, sem endurvinna plast, næstum þrefaldast og eru nú 1.400. Nú eru endurunnin 35 milljón tonn af pappír og hefur vinnslan aukist úr 26 milljónum á skömmum tíma. Verð á gömlum dagblöðum hefur hækkað svo mikið að undanförnu, að ófrómir menn eru jafnvel farnir að stela blaðabunkum, sem settir hafa verið út fyrir húsdyrnar til að endurvinnslan geti hirt þá. Stöðluð vara og lægra verð Kauphöllin í Chicago telur, að það muni auðvelda viðskipti með þessa vöru að taka upp skráningu á henni og lækka verðið. Hún setur líka allri vöru, sem verslað er með, ákveðna staðla og það er ekki vanþörf á því í pappírnum. Hann er af öllum gerð- um, allt frá dagblöðum til bylgju- pappa í kassa, og íblöndunarefnin af ýmsum toga. Stóru endurvinnslufyrirtækin í Bandaríkjunum hafa sýnt markaðn- um í Chicago mikinn áhuga og nú þegar hafa 140 fyrirtæki greitt rúm- lega 60.000 kr. árgjald til að fá að nýta sér hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem kauphöllin í Chicago reynir fyrir sér á græna markaðinum, sem svo er kallaður. Fyrir tveimur árum hélt hún sín fyrstu uppboð á mengunar- leyfum en þau eru gefin út af banda- ríska umhverfisráðuneytinu. Þessi leyfi veita kaupendum, gjarna orku- verum, heimild til að láta frá sér mengandi efni, til dæmis brenni- steinstvísýring. í mars sl. var verslað með 176.400 svona leyfi en þeim verður smám saman fækkað. Hugsast getur, að þessi háttur, að selja mengunarleyfi, verði tekinn upp á alþjóðavettvangi. Graciela Chichilnisky, prófessor við Columb- ia-háskóla, lagði það nýlega til á ráðstefnu Alþjóðabankans og er til- gangurinn sá að beijast gegn meng- un, sem, valdið getur gróðurhúsa- áhrifum. STÆRSTU fjárfestingarsjóðir í Þýskalandi þrýsta ákaft á um, að lögum um yfirtöku fyrirtækja verði breytt, aðeins fáum vikum eftir að þau tóku gildi. Krefjast þeir þess, að hagsmunir hluthafa í minnihluta verði jafn vel tryggðir og á alþjóða- mörkuðum. Talsmenn fjárfestingarsjóðanna, sem svara til 20% veltunnar á hluta- bréfamarkaði, segja, að verði ekki hert á nýju lögunum um yfirtöku fyrirtækja sé hætta á, að staða Þýskalands sem fjármálamiðstöðv- ar veikist verulega. Nýju reglurnar, sem tilkynnt var um í júlí, komu í kjölfar annarra umbóta en tilgangur þeirra var að koma í veg fyrir innheijaviðskipti og tryggja meiri og betri upplýs- ingar um málefni fyrirtækja. Tóku þær gildi í síðasta mánuði um leið og nýtt yfirtökuráð var skipað. „Það, sem helst skortir á til að FRAMKVÆMDANEFND Evrópu- sambandsins hefur heitið að halda fast fram fyrirætlunum um að opna fjarskiptamarkað ESB þrátt fyrir gagnrýni sumra aðildarlanda, sem telja bandalagið ganga of langt og fara of geyst. „Ég tók af öll tvímæli um að við værum ráðnir í að halda okkar striki," sagði Karel Van Miert sem Þýskaland standi undir nafni sem alþjóðleg fjármálamiðstöð, er að allir standi jafnt að vígi og yfirtöku- reglurnar séu sanngjarnar," sagði Christian Strenger, forstjóri DWS, stærsta fjárfestingarsjóðins í Þýskalandi og dótturfyrirtækis De- utsche Bank. Strenger og fleiri vilja, að hags- muna hluthafa í minnihluta verði betur gætt, einkum með tilliti til erlendra fjárfesta og fjárfestingar- sjóða. Manfred Mathes, forstjóri Union Investment og stjórnarmaður i yfirtökuráðinu, telur, að breyta verði nýju lögunum til að þau upp- fylli alþjóðlega staðla. Óskir um breytingar Meginatriði nýju laganna eru þessi: Fyrirtæki, sem kaupir meira en 50% hlut í öðru, verður að bjóða í afganginn. Þeir, sem vilja breyting- fer með samkeppnismál í nefndinni. Hann sagði að samkvæmt regl- um, sem nefndin mundi gefa út í janúar og febrúar, yrði flestum að- ildarlöndum gert að afnema höft á öllum fjarskiptamörkuðum fyrir 1. janúar 1998. Löndunum verður einnig uppálagt að gn'pa til skjótra ráðstafana til að gera „öðrum boðveitukerfum“ kleift ar, segja, að þessi mörk séu of há. í Bretlandi eru þau 29,9% og fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til, að þau verði 33%. Verðið, sem eigendum minnhluta hlutaijárins er boðið, á að vera í samræmi við markaðsverð og aldrei nema 25% lægra en það, sem kaup- andi hefur greitt á sex mánaða tímabili áður en hann eignaðist meira en 50% hlut. Strenger segir, að þessi afsláttur sé of mikill og erfitt að réttlæta nokkurn afslátt yfirleitt. Formlegt boð skal leggja fram innan 18 mánaða. Sumir telja þennan tíma of langan en talsmenn < fyrirtækja segja, að oft taki það þennan tíma að minnsta kosti til að ganga frá öllum lagalegum hlið- um yfirtökunnar. „Rétt væri að bjóða í minnihluta hlutafjárins um leið og yfirtakan á sér stað,“ segir Mathes. að keppa við hefðbundin símafélög um að bjóða fjarskiptaþjónustu. Bretar, Svíar^ Hollendingar, Dan- ir, Finnar og Italir hafa lýst yfir stuðningi við fyrirætlun fram- kvæmdanefndarinnar að sögn starfsmanns ESB. Reyndar hafa Bretar, Danir, Finnar og Svíar gefið út yfirlýsingu, þar sem hvatt er til jafnvel skjótara frelsis. Þryst á fjarskiptafrelsi Brílssel. Reutcr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.