Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Heilari og fræðari um líf sitt og starf SAGAN um ævi og starf Guðrúnar Óladóttur reikimeistara er skráð af Birgittu H. Halldórsdóttur. í bókinni rekur Guðrún lífshlaup sitt og segir frá hvernig hún þróaði hæfíleika sína frá barnæsku og vann bug á ólæknandi sjúkdómum með jákvæðu hugarfari og heilun. Skýringu á fyrirbærinu „nýöld“ er að finna í eftirfarandi kafla bók- arinnar „Hvert liggur leiðin?“: „Samkvæmt Biblíunni erum við á leiðinni inn í ljósið. Samkvæmt vís- indamönnum stefnum við beint í glötun, en samkvæmt meisturunum er mannkynið á leiðinni að verða þeir meistarar, sem við vorum upp- haflega. í ýmsum spádómum er tal- að um endalok eða heimsendi, en það tel ég að merki endalok þeirra takmarkana, sem við búum við, og upphaf nýrra tíma, þar sem við mennirnir eigum kost á að öðlast upprunalega eiginleika okkar. Þar með er komin skýring á fyrirbærinu „nýöld," sem er ekki nýtt fyrirbæri, heldur hefur verið talað um hana öldum saman í ýmsum spádómum, t.d. Biblíunni, í spádómum eða tíma- tali maja, svo og í spádómum þeim, sem er að finna í píramítanum mikla í Gisha, svo eitthvað sé nefnt. Og það sem meira er, það fer að koma að þessu, þ.e.a.s. fyrir aldamót.-“ Útgefandi: Skjaldborg Verð: 2.980 kr. ■ Bjarni Kristjáns- son miðill. Miðill und- ir verndarhendi „ÉG HELD að ég hljóti sjálfur að hafa verið undir verndarhendi frá upphafi. Það er fjarri mér að hall- mæla foreldrum mínum, nóg mun hafa verið á þau lagt, þó að ég fari ekki til þess, en ég hef oft undrast þá tilviljun, að tvær manneskjur svo gjörsneyddar viljaþreki skyldu hittast og búa sam- an í mörg ár, eða þar til pabbi dó,“ segir Bjami Kristjánsson miðill í upphafi viðtalsbókarinnar Undir verndarhendi, sem Steinunn Ey- jólfsdóttir skráði. í kynningu á bókarkápu segir að Bjami sé meðal virtustu miðla þjóð- arinnar, en jafnframt einn þeirra yngstu, en hann fæddist árið 1953. Hann lýsir þeirri skoðun sinni í bók- inni að allir menn séu undir guð- legri vemdarhendi, svo framarlega sem þeir vilji það sjálfir. „Eitt dæmi þess er hans eigin ævi. Þrátt fyrir óvenju erfiða bemsku og andstætt umhverfi hefur hann náð langt á hinni andlegu braut og vinnur nú eingöngu við að hjálpa öðrum. Útgefandi: Skjaldborg. ■ Fróðleikur fyrir börn um líkama og heilsu „SVONA eram við“ eftir Joe Kauf- man er ætlað að veita börnum, 6-12 ára, skilning á líkömum sínum og hjálpa foreldrum að svara spurning- um barna sinna. Fjallað er um lík- amshluta manna, líffæri og starf- Nytjagripir og skúlptúrar í senn Morgunblaðið/Kristinn KRISTINN Brynjólfsson leggur Iokahönd á smíði húsgagna fyrir sýninguna í Köln í byrjun næsta árs. Jgj ÞESSA dagana er Kristinn Brynjólfsson húsgagnasmið- ur, innanhússarkitekt og hús- w gagnahönnuður að leggja lokahönd á smíði húsgagna, sem hann hyggst kynna á einni stærstu húsgagnasýn- ingu heims, International Furnit- ure Fair í Köln 16.-21. janúar næstkoniandi. Sýningin hefur lengi verið árleg- ur viðburður, en þangað koma um 150 þúsund gestir víða að og gera innkaup. Kristinn segist vitaskuld vonast til að framtakið verði sér til framdráttar og samningar tak- ist við nokkrar erlendar verslanir. „íslenskir hönnuðir og arkitekt- ar hanna falleg húsgögn, en eru ekki að sama skapi ötulir að koma sér á framfæri og hefja fram- leiðslu. Slíkt er líka óhemju kostn- aðarsamt í byijun og fer ekki að borga sig fyrr en að löngum tíma liðnum. Islensk skrifstofuhúsgögn eru þó framleidd í nokkrum mæli og standast fyllilega samanburð í verði og gæðum.“ „Avant-Garde" Kristinn er fyrstur íslendinga til að kynna húsgögn á Internati- onal Furniture Fair. Hann sendi umsókn og auglýsingabækling frá fyrirtæki sínu, Desform, í ársbyij- un, en fékk ekki svar fyrr en í október. Sýningin er á geysistóru svæði og þar sýna um 1.500 fram- leiðendur. Annars vegar verða sýnd hefðbundin og oft fjöldafrám- leidd húsgögn og hins vegar svo- nefnd Avant-Garde, eða framúr- stefnuhúsgögn, yfirleitt framleidd eftir pöntun. Húsgögn Kristins eru í síðarnefnda hóprium. I 20 fm bás ætlar hann að leggja áherslu á nýjustu framleiðsluna, sem er sófi, borðstofuskápur úr kirsuberjaviði og tveir stólar. Kristinn, lærði húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og starf- aði við iðnina í fjögur ár áður en hann hélt til þriggja ára náms í innanhússarkitektúr á Ítalíu árið 1985. Istituto Superiore Di Archi- tettura E Design í Mílanó varð fyrir valinu. „Mér fannst ekki koma annað til greina en læra hönnun á Ítalíu, á því sviði eru ítalir fremstir. Reynsla og þekking á húsgagnasmíði hefur komið mér að góðu gagni. Ég hef góða að- stöðu á smíðastofu og smíða alltaf „frumburðinn“ sjálfur. Síðan velt- ur á ýmsu til hverra ég leita þegar ég fæ pantanir." Kristinn stofnaði hlutafélagið Desform fyrir fjórum árum til að sinna markaðs- og auglýsingamál- um. Sjálfur hefur hann reksturinn að mestu á sinni könnu og segir fyrirkomulagið gefast vel. „Þótt hönnun og skapandi vinna höfði meira til mín en markaðsmál finnst mér gaman að vasast í þeim líka. Mér finnst nauðsynlegt að koma ákveðinni ímynd á framfæri með auglýsingum og kynningarefni. Ef slíkt er vanrækt er lítil von um árangur." Á brattan að sœkja Eftir að Kristinn kom heim frá námi, var hann með annan fót- inn á Ítalíu í tvö ár þar sem hann vann að ýmsum verkefn- um. Hér heima hafði hann líka nóg að gera á teiknistofu sinni og við innflutning á ítölskum húsgögnum. Fyrir rúmu ári sneri hann sér alfarið að hugðarefninu; hönnun og smíði húsgagna. „Falleg húsgögn eru skúlptúrar og nytjagripir í senn. Mig dreymir um að hafa lifibrauð af hönnun og framleiða hágæðavöru til útflutnings. Innan- landsmarkaðurinn er lítill og met- tur því íslendingar eru hættir að kaupa sérhönnuð og vönduð hús- gögn í sama mæli og áður, enda mikið flutt inn af ódýrum húsgögn- um.“ Um leið og hentugt húsnæði fæst ætlar Kristinn að opna lítið gallerí. Þar hyggst hann jafnframt skapa sér vinnuaðstöðu og reka vísi að húsgagnaverksmiðju. „Eftir heilmikla þrautagöngu tel ég mig HVERS vegna hlæjum við og grátum? Sjálfsvíg - hættan greind með blóðrannsóknum semi þeirra á einfaldan og auðskil- inn hátt. Hvers vegna við roðnum, geispum og grátum, hvemig börn verða til, hversvegna við þurfum að borða og sofa og ótal margt annað er útskýrt í máli, myndum og samlíkingum. Bókin, sem prýdd er 300 teikn- ingum eftir höfundinn, kom út á Islandi árið eftir að hún var fyrst gefin út. í Bandaríkjunum 1975, en er nú prentuð í fjórða sinn hér. Útgefandi: Setberg. Þýðing: Ömólfur Thorlacius. Verð: 1.767 kr. ■ Sjálfsvíg hefur löngum verið tengt við afbrigði- legt magn af boðefninu serotónín GREINING á einstaklingum sem eru í sjálfs- vígshættu er meðal höfuðmarkmiða geð- læknisfræðinnar. Stuðst hefur verið við sjúkraskrár, viðtöl og sérstök próf en nú eru teikn á lofti um að ein- föld blóðrannsókn geti hjálpað til við úrskurð um í hversu mikilli hættu sjúklingurinn er. Fólk sem hefur gert tilraun til að taka eigið líf og þeir sem eru alvarlega að hugsa um það, hafa verið viðfangsefni sérfræðinga við Illinois- háskólann sem hafa fundið leið til að meta líkurnar á sjálfsvígum. BLÓÐSÝNI notað við mat á sjálfsvígshættu. Sjálfsvíg hefur löngum verið tengt við afbrigðilegt magn af boðefninu serotónín. En það hefur einnig verið vitað, að í heila fórnarlamba hefur fundist meira af viðtökunum 5-HT2A MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 B 5' DAGLEGT LÍF LÚÐVÍK I - fyrirrennari Lúðvíks I kom á markað fyr- ir tveimur árum, en Kristinn hefur undanfarið unnið að breytingum, sem aðallega er fólgin í bólstrun sætis og baks. °liMO h vera kominn yfir erfiðasta hjall- ann. Á íslandi ríkir nokkurs konar veiðimannasjónarmið, ætlast er til að farið sé út á sjó að morgni og komið með aflann í land að kvöldi. Skammtímalán eru einu lánin sem bjóðast og þeir sem byggja upp fyrirtæki verða að veðsetja og hefja afborganir löngu áður en fyrirtækið skilar arði. Styrkir frá Iðnlánasjóði, Reykjavíkurborg og utanríkisráðuneytinu hafa hjálpað mér mikið. Margir hafa áhuga á hönnun og ég hef víða mætt skiln- ingi og jákvæðu viðhorfi.“ ■ vþj F yrir sætur oft þvingaðar til að fara í skurðaðgerðir S„FYRIRSÆTUSTARFIÐ er hálfgert vændi og snýst einkum ___ um að afla umboðsskrifstofum tekna með sölu á ungum kven- líkömum," segir Michael Gross, fyrrum tískupistlahöfundur hjá The New York Times og höfundur bókar- innar „The Ugly Business of Beauti- ful Women exposes the exploitive nature of the fashion industry" eða Ljótur leikur með fagrar konur af- hjúpar eðli tískuiðnaðarins að mis- nota. Ef marka má grein í The Sunday Telegraph nýverið tekur Gross ekki of djúpt í árinni. Fullyrt er að tísku- sýningarstúlkur séu nánast þvingaðar til að fara í ýmiss konar lýtaaðgerðir til að laga útlitið að mismunandi kröf- um tískunnar. Bijóst þeirra, nef, mitti og eyru eru minnkuð og stækkuð á víxl, eða löguð og bætt á alla lund til að þóknast þeim sem skapa fyrir- myndirnar. Nokkur dæmi era tekin af grófleg- um tilmælum, t.d. þurfti fyrirsæta að hafna hlutverki í James Bond kvik- myndinni Goldeneye, eða Gullauga, vegna þess að hún neitaði að láta stækka á sér bijóstin. Leiðandi tísku- frömuður þvingaði aðra til að fara í bijóstastækkunaraðgerð til þess að fötin færu henni betur. Sú þriðja fór í bijóstaminnkunaraðgerð fyrir þrem- ur árum samkvæmt fyrirskipun um- boðsmanns síns til þess falla betur að flækings- eða umrenningsútliti, sem þá átti upp á pallborðið. Stúlkan hlýddi, en var nýverið sagt að hún væri of barmlítil til að falla að því þrýstna útliti, sem nú er í tísku og því væri bijóstastækkun óhjákvæmi- leg. Hugsa ekki um gjaldið sem þær þurfa að greiða síðar menn sem vora á tískusýningum í París, New York og Mílanó hafi aðal- lega stytt sér stundir við að tímasetja skurðaðgerðirnar. „Bijóstaaðgerðir eru alvanalegar, en stúlkurnar láta líka fjarlægja rifbein til þess að fá grennra mitti, draga úr sér endajaxl- ana til að yerða kinnfiskasognari og fleira og fleira. í rauninni líta þær á líkama sinn sem verslunarvöru og hugsa ekkert um gjaldið sem þær þurfa að greiða síðar.“ Opinberlega segjast umboðsmenn ekki hvetja til lýtaskurðaðgerða. Þó viðurkennir Vincenzo Liberato, for- stjóri New Faces hjá Elite, einni áf stærstu alþjóðlegu umboðsskrifstof- unum, sem m.a. hefur Cindy Craw- stingum upp á skurð- aðgerð ein- staka Tilhneiging til að laga útlit fyrir- sætna er ekki ný af nálinni. Byijaði með ofuráherslu á megrun, sem stundum fór út í öfgar og varð lífs- hættuleg. Undanfarið hafa útlits- breytingar með meiriháttar skurðað- gerðum orðið æ algengari. Til að fyrirsæturnar standist „gæðakröfur" og fái meiri vinnu eru umboðsskrif- stofur, sem fá 20% af launum þeirra, sagðar mælast til lýtaaðgerða í aukn- um mæli. Haft er eftir Michael Gross að tískuritstjórar og blaða- ERU BAÐAR í TISKU? Ofurfyrirsæturnar Kate Moss, tágrönn og flat- brjósta, og Claudia Shiffer. íturvaxin og brjóstastór. ford á sínum snærum, að „stundum" ráðleggi hann slíkt. „Rétt eins og að búa fallegt hús viðeigandi húsgögnum til þess að það verði enn fegurra,“ segir hann spakur og fer út ' nánari útskýr- ingar. „Við sinnum, en segjum aldrei að hún sé nauðsynleg. Ef stúlka er fullkomin fyrirsæta að öllu leyti nema hvað hún er með útstæð eyru þá ýjum við að skurðaðgerð, en setjum slíkt þó aldrei sem skilyrði. Aðrar umboðsskrifstofur era miklu harðari í þess háttar verk- smiðjuframleiðslu." Því yngri því betri Henrietta Graham, 23 ára, sú sem hafnaði hlutverkinu í Gullauga og starfað hefur fyrir Modeis One í Bret- landi og Monte í París segir að þrýst- ingurinn, sem táningsstúlkur á við- kvæmu skeiði, séu beittar sé oft við- bjóðslegur. „Ég þótti ekki nógu grönn. Sífellt var verið að segja mér að fara í megr- un og hamra á að myndavélin bætti á mann tæpum fjórum kílóum.“ Gra- ham lét ekki segjast, enda hafði hún kynnst stúlkum, sem þjáðust af melt- ingartruflunum vegna megrunar- kúra. Hún gaf fyr-. irsætuferilinn upp á bátinn. Sömu sögu er að sega um Zoe Winson, 21 árs, sem sagt var að léttast um 21 kíló þegar hún hóf fyrirsætu- störf aðeins 16 ára. Á fímm árum reynd- ~ ist henni um megn að upp- fylla kröfur umboðs- skrifstof- unnar. „Ég borðaði lítið og óreglu- lega, auk þess sem ég var haldin þeirri firru að ég gæti orðið eins Kate sem taka við boðefninu, en í öðrum. Það hefur hins vegar verið óhugsandi að mæla við- takana í lifandi fólki. En blóð- flögur hafa einnig 5-TH2A við- taka og sérfræðingarnir í Illino- is hafa nú stutt tilgátur um að þeir endurspegli virkni viðtak- anna í heilanum. Hjá fólki sem íhugar sjálfsvíg alvarlega taka fleiri viðtakar við skilaboðum serotóníns, en hjá sjúklingum með önnur geð- ræn vandamál eða heilsuhraust- um, skrifar sérfræðingurinn dr. Ghanshyam Pandey í American Journal of Psychiatry (Vol. 152). Það merkilega er, að um leið og fólk hættir að ihuga sjálfsvíg taka færri viðtakar við skila- boðum serotóníns. Upplýsingar um hversu mikil hætta er á sjálfsvígi má með öðrum orðum bæta með þessari blóðrannsókn. Dr. Pandey sem fer fyrir rannsóknarhópnum segir að vonir standi til um að með þessari einföldu blóðrann- sókn megi spá betur fyrir um hættuna á sjálfsvígum. Á hinn bóginn leysir hún ekki önnur greiningarpróf eða aðferðir af hólmi. Eldri rannsóknir um sama efni hafa sýnt sömu niður- stöður og Iljinois-liópurinn fékk, og ef til vill verður nýja blóðprófið að föstum lið í geð- læknisprófum. Mat á sjálfsvígshættu verður samt áfram eitt af erfiðustu við- fangsefnum geðlæknisfræðinn- ar. ■ Psychology today MEIRIHÁTTAR C-VÍTAMÍN MEÐ KALKI Fólk kaupir ESTER C-Vitm. aftur og aftur. ESTER £-vitamin med calcium Vilamin- og mineialpræparal > HOJEFFHKTIV ■ SYRENEUTRAL Fæstí heilsubúðum, mörgum apótekum og mörkuðum. BIO-SELEN UMB.SIMI 5S7 66I0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.