Morgunblaðið - 07.12.1995, Page 5

Morgunblaðið - 07.12.1995, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 C 5 LAUG ARDAGUR 9/12 MYNDBÖND Sæbjöm Valdimarsson GILDRA FYRIR DÓMARAIMN DRAMA Lögfræðilegt samþykki (Judicial Consent) ★ ~kV-i Leikstjóri og handritshöfundur William Bindley. Tónlist Christ- opher Young. Kvikmyndatöku- stjóri James Glennon. Aðalleik- endur Bonnie Bedelia, Billy Wirth, WiII Patton, Lisa Blount, Kevin McCarthy, Dabney Cole- man. Bandarísk kapalmynd. Rysher 1994. Sam myndbönd 1995. 95 mín. Aldurstakmark 16 ára. JUDIQAL CONSENT UM ÞAÐ leyti sem til stendur að skipa dómarann Gwen Warwick (Bonnie Bedelia) til æðstu metorða við hæstarétt Michigan, hellist ólánið yfír. Starfsbróðir hennar, Charley Mayron (Dabney Coleman), finnst myrtur og er Warwick valin til að fara með málið af hálfu hins opin- bera. A sama tíma á hún í blossandi framhjáhaldi og er að skilja við sinn grautfúla eiginmann. Það er hinsveg- ar öllu verra að fijótlega berast bönd- in að henni sjálfri sem hugsanlegum morðingja. Utlitið er orðið dökkt hjá Warwick dómara. Er hún sek eða saklaus? Mörg atriði gera það að verkum að Lögfræðilegt samþykki er í vænu meðallagi. Handritið er heldur mál- efnalegt og rökrétt, Bonnie Bedelia er fyrirtaks leikkona (þó hún hafi komist hvað lengst á framabrautinni að vera eiginkona „Die Hard Willis"). Enginn leikur óþolamdi eiginmenn betur en Will Parron, og gömlu jaxl- amir, þeir Dabney Coleman og Kevin McCarthy, hressa upp á heildarmynd- ina í smáhlutverkum. Kvikmyndatak- an er í höndum gamals fagmanns, þá er tónlistin mjög áhrifarík, enda samin af Christopher Young, einum efnilegasta músíkant Hollywood um þessar mundir — eins og tónsmíðar hans í Murder in the First, sem verið er að sýna í borginni, er til vitnis um. Nokkuð óvænt skemmtun. SHAME KANN EKKIAÐ SKAMMAST SÍN SPENNUMYND Algjör bömmer (A Low Down DirtyShame) >kikVi Leikstjóri og handritshöfundur Keenen Ivory Wayans. Tónlist Marcus Miller. Aðalleikendur Keenen Ivory Wayans, Charles S. Dutton, Jada Pinkett, Sally Richardson. Bandarísk. Savoy Pictures 1994. Sam myndbönd 1995.96 mín. Aldurstakmark 16 ára. EINKSPÆJAR- INN Shame (Keenen Ivory Wayans) er í klípu. Hann þarf að leita á náðir fyrrum kær- ustunnar (Jada Pinkett) til að hafa hendur í hári suður-amerísks eiturlyfjabaróns. Ekki nóg með það, heldur missti hann tangarhaldið á stúlkunni einmitt þeg- ar hann var að eltast við þennan sama krimma nokkru áður. En Shane kann ekki að skammast sín og er hvergi banginn við að leita á náðir vinkon- unnar, það getur líka haft aðra góða kosti í för með sér! Ekkert merkileg mynd, en það er kvikmyndagerðarmaðurinn og leikar- inn Wayans, sem hér er allt í öllu. Wayans hóf ferilinn í skemmtana- bransanum sem brandarakarl á sviði, í félagsskap Eddie Murphy og hans nóta. Síðan hlaut hann mikið umtal og kynningu er hann gerði þættina In Living Color hjá Fox-sjónvarpsnet- inu. Varð þó ekki jafn frægur og hinn þá algjörlega óþekkti Jim Carrey, sem lék á móti honum í þáttunum, sem hlutu frábæra dóma en lélegt áhorf. Wayans á lítið meira en stöku spretti í þessari myr.d, sem er ekkert annað en hræringur gamanmála og óláta þar sem gengur á ýmsu. Myndin virk- ar að talsverðu leyti betur á skjánum en tjaldinu, hvemig sem á því stend- ur. Ætli Wayans sé ekki sniðinn fyrir hann? SYSTRABLÚS SPENNUMYND Skuggamynd (Silhouette) Arl/i Leiksljóri Eric Till. Handrit Kar- ol Ann Hoeffner. Aðalleikendur JoBeth Williams, Corin Bernsen, Stephanie Zimbalist. Bandarisk sjónvarpsmynd. WIN 1994. Skíf- an 1995. 95 min. Aldurstakmark 12 ára. HJÚKRUNAR- KONAN Ann Parkhurst (Step- hanie Zimbalist) nýtur ljúfa lífsins á næturklúbbum Los Angeles- borgar. Stundar kynlíf, drykkju og næturgölt í óhófi. Og geldur fyrir með lífínu. Stóra systir hennar, Nancy (JoBeth Will- iams), heldur á stúfana til að freista þess að komast að því hver varð henni að aldurtila. Það sem hún uppgötvar er miður fagur vitnisburður um villt lífemi systurinnar. Nancy fær vin Ann til að aðstoða.sig við lausn morðmáls- ins og reynist sannleikurinn að lokum hinn skelfilegasti. Þær eru orðnar ansi margar mynd- imar sem byggðar em á þessari leitar- formúlu, jafnvel þó maður fari ekki út fyrir borgarmörk Los Angeles. Enda fátækum framleiðendum hæg heimatökin. Hér er ekki bryddað á umtalsverðum nýjungum í tækni eða sögulykkjum, allt gengur sinn vana- gang og hin prýðilega leikkona, Jo- beth Williams, lætur sig ekki muna um að láta eins og hún sé að túlka persónu eftir Miller eða Williams. En það dugar ekki til, myndin er und- anrenna. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson TÓNAFLÓÐ (The Sound of Music) (§[)★★★ METAÐSÓKN- ARMYNDIN, Óskarsverð- launaþeginn, vinsælasta tón- listarmynd' allra tíma. Klassíkin Tónaflóð var að koma á markað- inn, ný kembd, þvegin og hljóð- blönduð. Sem fyrr jafn hlýleg, gædd sínu minnisstæða, aðlaðandi andrúmslofti. Þar sem allt leggst á eitt, tónlistin þeirra Rodgers og Hammerstein, leikurinn og söngur- inn og ekki síst hrífandi fegurð Alp- anna til að gleðja augu og eyru fjöl- skyldunnar. Kjörin mynd til að bregða í tækið um hátíðirnar. Með Julie Andrews, Christopher Plummer. Leikstjóri Robert Wise. 185 mín. Öll- um leyfð. Cybll Shepherd leikur einkaspæjaran Sam. Blikur á lofti n 20.50 ^-Gamanmynd Cybill Shepherd leikur aðalhlutverkið í gamansamri og spennandi einka- spæjaramynd. Margir muna eftir henni úr Moonlighting þáttunum sem hún lék í ásamt Bruce Willis og voru mjög vinsælir. í þessari gamansömu og spenanndi sjón- varpsmynd sem Stöð 3 frumsýnir föstudagskvöld leikur hún Samönthu Weathers, eða Sam eins og hún er oftast kölluð. Sam rekur einkaspæjaraskrifstofu sem hún setti á laggirnar með pabba sínum en hann var lögreglustjóri í Los Angeles. Sam þekkir vel til borgarinnar og veit hvar spillinguna er að finna. Hún tekur tilveruna hins vegar ekkert of hátíðlega enda með svarta beltið í kar- ate. Þegar glæsilegur ítalskur maður af aðalsættum hef- ur samband við hana og biður hana um að leita horfins ættinga fer heldur betur að hitna í kolunum. Sam kemst á snoðir um þaulskipulagt fíkniefnasmygl, óleysta ráð- gátu um fjöldamorð og skipulagðar aðgerðir til að eyði- leggja feril þingkonu. Með önnur aðalhlutverk fara Rob- ert Beltran og Charlie Schlatter. BÍÓIIM í BORGINNI Arnaidur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Algjör jólasveinn ★★'/2 Ekta jólamynd fyrir alla fjölskyiduna leysir ráðgátuna um jólasveininn. Gamanleikarinn Tim Allen er sem sniðinn í hlutverkið. „Dangerous Minds“ ★★14 Michelle Pfeiffer leikur nýjan kennara í fátækraskóla sem vinnur baldna nemendur á sitt band með Ijóðabækur að vopni. Gamalreynd hugmynd að sönnu en skemmtileg mynd. Brýrnar f Madisonsýslu ★ ★ ★ Meryl Streep og Clint Eastwood gera heimsfrægri ástarsögu ágæt skil. Mið- aldraástin blossar í nokkra daga í Madisonsýslu en getur aldrei orðið neitt meira. Sönn ástarmynd. BÍÓHÖLLIN Algjör jólasveinn (sjá Bíóborgina) Sýningarstúlkur ★ Versta mynd Paul Verhoevens til þessa segir af sýningarstúlkum í Las Vegas. Kvenfyrirlitning og klúryrði vaða uppi og sagan er lapþunn og leikurinn slappur. Tölvunetið ★★% Þokkalegasta afþreyingarmynd með Söndru Bullock í vondum málum. Sýn- ir hvemig má misnota tölvusamfélagið og skemmtir í leiðinni. Bullock er ágæt sem sakleysinginn er flækist inn í at- burðarás sem hún hefur engin tök á. Benjamín dúfa ★★★% Einstaklega vel heppnuð bíóútgáfa sögunnar um Benjamín dúfu og fé- laga. Strákarnir ungu í riddararegl- unni standa sig frábærlega og myndin er hin besta skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna. Hundalíf ★ ★ ★ Bráðskemmtileg Disneyteiknimynd um ævintýri meira en hundrað hunda. Bráðgóð íslensk talsetning eykur enn á fjörið. Hlunkarnir ★★ Feitir strákar gera uppreisn þegar nýir aðilar taka við sumarbúðunum þeirra. Saklaus og oft lúmskfyndin fjölskylduskemmtun. HÁSKÓLABÍÓ Sakiausar iygar ★,/2 Breskur lögreglumaður rannsakar dularfullt morðmál í Frakklandi. Ótta- lega óspennandi og oft óskiljanleg spennumynd um systkinakærleik og siðferðilega úrkynjun. „Jade" ★★ Spennumynd sem hefur alla hefð- bundna þætti Eszterhaz-handrita og kemur þvf ekki á óvart. Leikstjórn William Friedkins er þó prýðileg og leikurinn ágætur. Fyrir regnið ★ ★ ★ ★ Frábær mynd sem spinnur örlagavef persóna og atburða í sláandi stríðs- ádeilu og minnir á til hvers er ætlast af okkur hvar og hver sem við erum. Að lifa ★★★% Enn eitt listaverkið frá Zhang Yimou og Gong Li fjallar um djöfulskap ómennskra stjórnvalda og endalaus áföll saklausra borgara. Lætur engan ósnortinn. Glórulaus ★★ Alicia Silverstone bjargar annars fá- fengilegri unglingamynd frá glötun með góðum leik og Lólítusjarma. Ætti að vera bönnuð eldri en 16 ára. Apollo 13 ★★★★ Stórkostleg bíómynd um misheppnaða en hetjulega för til tunglsins. Tom Hanks fer fyrir safaríkum leikhópi. Sannarlega ein af bestu myndum árs- ins. LAUGARÁSBÍÓ Feigðarboð ★ Einkar viðburðasnauð en kynferðis- lega hlaðin sálfræðileg spennumynd sem býður uppá óvænt en lítt greindar- leg endalok. Hættuleg tegund ★ ★,/2 Spennandi og vel gerð blanda af hryll- ing og vísindum heldur finum dampi fram á lokamínúturnar. Góð afþrey- ing. Einkalif ★★ Brokkgeng gamanmynd um unga krakka sem gera heimildarmynd um fólkið í kringum sig. REGNBOGINN Handan Rangoon ★★★ Spennandi og vel gerð mynd Johns Boormans um ástandið í Burma. Ung bandarísk kona leiðist inn í átök lýð- ræðissinna gegn herforingjastjórninni árið 1988 þegar landið rambaði á barmi borgarastyijaldar. Krakkar ★★★% Einstök, opinská mynd um vágestinn eyðni, eituriyf og afbrot meðal ungl- inga á glapstigum í New York. Kalínn á hjarta ★ Vi Samræðustykki sem tekur á taugam- ar. Dauðyflislegar persónur í dauð- yflislegu umhverfí að tala um ást og ástleysi á franska vísu. Leynivopnið ★★ Útlitslega vel gerð teiknimynd um skæmr apafjölskyldna í frumskógin- um skilur lítið eftir en hugnast smá- fólkinu. Að yfiriögðu ráði ★ tk-'A Hrottafengin og óþægileg sannsögu- leg mynd um illa meðferð fanga í Alcatraz og hvernig ungur lögfræð- ingur berst gegn ofurefli til að fá hið sanna í ljós. Kevin Bacon er góður sem bæklaður fanginn. Ofurgengið ★,/2 Sæmilegar tölvuteikningar halda þess-. ari ómerkilegu ævintýramynd á floti en flest í henni hefur Verið gert áður í betri myndum. Freisishetjan ★ ★ ★,/j Gibson er garpslegur að vanda í hlut- verki kunnustu frelsishetju Skota. Sýnir það einnig (einkum í fjöldasen- um) að hann er liðtækur leikstjóri. Frelsishetjan er ein af bestu myndum ársins. SAGABÍÓ Boðflennan ★★ Grallaraleg gamanmynd um svertingja sem treður sér inn á fjölskyldu í út- hverfi og veldur miklum usla. Sinbad og Phil Hartman halda uppi fjörinu. „Dangerous Minds“ (sjá Bíóborg- ina) Nautn ★★ Popptónlist, léttúð og áhyggjuleysi setur mark sitt á skemmtilega stutt- mynd iim helgarsport æskufólks. Daniel Ágúst og Emiliana Torrini eru flott í aðalhlutverkunum. Klikkuð ást ★ ★ Andleg vanheilsa setur strik í reikn- inginn í vegamynd um unga elskendur í leit að hamingjunni. STJÖRNUBÍÓ „Desperado“ ★★% Hollywoodútgáfa Farandsöngvarans hefur litlu við að bæta öðru en frá- bærri hljóðrás. Antonio Banderas er ábúðamikill sem skotglaði farand- söngvarinn. Benjamín dúfa ★ ★ tr'A Einstaklega vel heppnuð og skemmti- leg kvikmyndaútgáfa sögunnar um Benjamín dúfu og félaga. Strákamir ungu í riddarareglunni eru frábærir í hlutverkum sínum og myndin er hin besta skemmtun fyrir alla fiölskylduna. Tár úr steini ★ ★ ★% Tár úr steini byggir á þeim þætti í ævisögu Jóns Leifs sem gerist á Þýskalandsárum hans frá þvf fyrir 1930 og fram undir lok heimsstyijald- arinnar síðari. Þegar best lætur upp- hefst Tár úr steini í hreinræktaða kvikmyndalist. Mælikvarðanum í ís- lenskri kvikmyndagerð hefur hér með verið breytt, nýtt viðmið skapað. Erlendur Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.