Morgunblaðið - 07.12.1995, Side 2

Morgunblaðið - 07.12.1995, Side 2
2 D FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ GETRAUIMIR Ferguson sýknaður DUNCAN Ferguson, sóknar- maður Everton og skoska landsliðsins, var í gær sýknað- ur af 12 ieikja banni sem hann var settur í eftir að dómstólar höfðu dæmt hann í þriggja mánaða fangelsi fyrir að skalla John McStay varnarmann Ra- ith Rovers í skosku deildinni í apríl I fyrra. Dómarinn sá ekki atvikið og Ferguson fékk ekki áminningu fyrir. Áfrýjunar- dómstóll í Skotlandi aflétti leikjabanni hans í gær og féllst þar með á rök lögfræðinga Fergusons um að Skoska knattspyrnusambandið hefði ekki rétt til að setja hann í bann þar sem hann hefði ekki fengið áminningu í leiknum sjálfum. Samkvæmt niður- stöðu dómarans er hinum 23 ára Ferguson heimilt að leika með Everton nú þegar. Charlton bíður eftir Keane JACK Charlton, landsliðs- þjálfari írlands, hefur valið landsliðshóp sinn sem mætir Hollendingum á Anfield Road á miðvikudaginn kemur í aukaleik um sextánda sætið I EM sem verður í Englandi næsta sumar, en dregið verð- ur í riðla í EM17. desember. Hann heldur einu sæti í lands- liðshópnum eftir lausu — fyrir Roy Keane, miðvallarspilara Manchester United, sem var skorinn upp fyrir kviðsliti fyr- ir þremur vikum. Charlton vonast eftir að hann verði orð- inn góður fyrir leikinn. „Ég vona að við getum notið krafta hans og mun bíða fram á síð- ustu stundu eftir honum,“ sagði Charlton, sem hefur val- ið 21 leikmann, sem koma saman í Norður-Englandi á morgun. írar leika án Niall Quinn, miðheija Manchester City, sem tekur út leikbann — hann fékk að sjá sitt annað gula spjald í EM gegn Portúg- al á dögunum. Annars er landsliðshópur Charltons þannig skipaður: Markverðir: Alan Kelly, Pat Bonner. Varnarmenn: Denis Irwin, Gary Kelly, Jeff Kenna, Paul McGrath, Phil Babb, Terry Pheian, Steve Staunton. Miðvaliarspilarar: John Sheridan, Ray Houghton, Jason McAteer, Mike Miiligan, Andy Townsend, Aian McLo- ughlin. Sóknarmenn: David Kelly, John Aidridge, Tony Cascarino, Mark Kennedy, Chris MorriB, Alan Kemag- han. Hughes spáir United meistaratitlinum Mark Hughes, fyrrum leikmað- ur Manchester United, sem var seldur til Chelsea á 1,5 millj. pund fyrir þetta keppnistímabil, hefur trú á því að United fagni meistaratitlinum á Englandi þriðja árið í röð — hann segir að leikmenn United þurfi ekki að hafa áhyggjur þó að Newcastle sé með smá for- skot^ um þessar mundir. „Ég sé ekki hvers vegna leik- menn United ættu ekki að fagna meistaratitlinum á ný — ég hef leik- ið gegn báðum liðunum og þess vegna hef ég þessa skoðun, United- liðið er betra. „Ungu strákarnir á Old Trafford verða alltaf sterkari og sterkari með hveijum leik — þeir eiga eftir að gera frábæra hluti,“ sagði Hughes, sem skoraði mark gegn United á dögunum á Stamford Bridge, þar sem hans gamla lið vann örugglega 1:4. „Ég var að sjálfsögðu ánægður með mark mitt gegn strákunum, en það var eins og að skvetta bensíni á eldinn, strákamir gerðu gagnsókn og svöruðu fyrir sig með tveimur mörkum," sagði Hughes, sem var einn af lykilmönnum Manchester ásamt Paul Ince, sem var seldur til Inter Mílanó. Áhangendur United fögnuðu mjög þegar Hughes skor- aði á Stamford Bridge um daginn, og stuðningsmenn Chelsea vita- skuld einnig. Hann sagði það hafa verið mjög sérstakt. „Þetta er í fyrsta skipti sem stuðningsmenn beggja liða hafa fagnað mér inni- lega eftir að ég skora.“ Alex Ferguson hefði ekki látið þessa tvo sterku og reyndu leik- menn fara, nema hann hefði trölla- trú á ungu leikmönnunum hjá Manchester United, sem hafa svo sannarlega haldið merki liðsins á lofti í vetur — eru með í meistara- baráttunni. Strákarnir leika gegn Sheffíeld Wednesday á laugardag- inn. Mark Kughes Dráttur í ensku bikar- keppninni Dregið hefur verið í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Eftirtalin lið dróg- ust saman: Crewe Alexander - WBA, Reading - Gillingham, Tranmere - QPR, Norwich - Brentford, Leicester - Manchester City, Cinderford Town eða Gravesend og Northfleet - As- ton Villa, Crystal Palace - Port Vale, Stoke - Nottingham Forest, Swindon - Enfield eða Woking, Bradford City - Bolton, Hudders- field - Blackpool, Plymouth - Co- ventry, Grimsby - Luton, Southamp- ton - Portsmouth, Birmingham - Wolves, Everton - Stockport, Peter- borough - Wrexham, Barnsley - Oldham, West Ham - Söuthend, Torquay eða Walsall - Wigan, Mill- wall - Oxford, Manchester United - Sunderland, Liverpool - Rochdale eða Darlington, Hereford - Tott- enham, Arsenal - Sheffield United, Derby - Leeds, Fulham eða Brighton - Scunthorpe eða Shrewsbury, Chelsea - Newcastle, Ipswich - Blackburn, Charlton - Sheffield Wednesday, Notts County - Middl- esbrough og Watford - Wimbledon. ■Leikirnir fara fram 6. til 8. janúar. Wimbledon til Dublin? SVO gæti farið að enska úrvals- deildarliðið Wimbledon flytti höfuðstöðvar sínartil Dublin, höfuðborgar írlands, en léki engu að síður áfram í ensku úrvalsdeildinni. Eigendurfé- lagsins hafa íhugað það um hríð að fá þetta í gegn en hug- myndin fengið heldur dræmar viðtökur hjá sumum forráða- manna úrvalsdeildarinnar. Segja má að Wimbledon hafi síðan fengið byr undir báða vængi í vikunni þegar Rick Parry, stjórnandi úrvalsdeildar- innar, sagði að málið yrði skoð- að vel og vandlega, ef formlega yrði sótt um flutning. Parry sagði að ef Wimbledon legði fram formlega tillögu, sem rök- studd væri með viðeigandi hætti, yrði hún vandlega skoðuð — eins og aðrar nýjungar. Hann lagði þó áherslu á að ákvörðun um svo stórt mál yrði vitaskuld ekki tekin fyrr en eftir ítarlegar umræður fulltrúa allra úrvalsdeildarliðanna. Bregðist úrvals- deildin vel við hugmyndinni er talið að knattspymusambönd Englands og írlands taki jákvætt í málið, en end- anleg ákvörðun yrði í þeirra höndum. Stöndugir samstarfsaðilar Þrír stöndugir viðskiptajöfrar hafa gengið til liðs við Wimbledon vegna þessa hugsanlega flutnings, 'þar á meðal blaðakóngurinn Tony O’Reilly, sem gefur m.a. út Irish Independent í Dublin. Hann er fyrr- um forstjóri bandaríska Heinz-stór- VIIMNY Jones og félagar hans í Wimbledon gætu ótt heimavöll í Dublln á írlandl í framtíðinnl. fyrirtækisins, og fyrrum landsliðs- maður írlands í rúbbí. Annar er Dermot Desmond, eigandi flugvall- arins á gamla hafnarsvæðinu (Dock- lands) við Thames-ána í London og sá þriðji Paul McGuinnes, margfald- ur milljónamæringur eins og hinir tveir og framkvæmdastjóri írsku rokkhljómsveitarinnar U2. „í þessu felst stærsti möguleikinn á því að félagið lifi af,“ sagði fram- kvæmdastjórinn Joe Kinnear í vik- unni um hugmyndir forráðamanna félagsins. „Þetta eru ekki innantóm orð og ég trúi því að lausnir séu til staðar á þeim pólitísku vandamálum sem fylgja því að koma þess í kring.“ 70.000 manna völlur? Talið er að ef af flutningi Wimbledon verður til Dublin verði byggður nýr leikvang- ur, sem taki 70.000 áhorfendur og að nafni liðsins verði breytt í Dublin City. Wimbledon, eða The Dons eíns og félagið er gjarna kallað, er hið eina í ensku úrvals- deildinni sem ekki á eigin völl. Fjögur ár eru síðan félagið hætti að leika á Plough Lane-vellinum í Wimbledon og heima- leikir þess hafa síðan farið fram á Selhurst Park, sem félagið deilir ásamt Crystal Palace. Fáir áhorfendur eru yfírleitt á heimaleikj- um Wimbledon, nema í þau skipti sem fjöl- menni kemur með að- komuliðinu. Eigandi og stjómar- formaður Wimbledon er Sam Hammam, lí- banskur milljónamær- ingur sem búið hefur í Lundúnum í um 20 ár. j^JL^ ENGLAND staðan Úrvalsdeild 16 8 0 0 20-3 Newcastle 4 3 1 16-10 39 16 6 2 0 18-6 Man. Utd. 4 1 2 14-8 34 16 5 3 0 14-6 Arsenal 3 2 3 8-5 29 16 4 3 1 10-4 Aston V. 4 1 3 10-7 28 16 3 2 3 9-9 Tottenham 4 4 0 13-8 27 16 5 2 1 10-4 Middlesbro 2 4 2 5-6 27 15 4 3 0 15-7 Notth For. 2 5 1 10-15 26 16 5 2 1 18-5 Liverpool 2 2 4 10-10 25 15 5 0 3 10-8 Leeds 2 3 2 10-9 24 16 6 1 1 24-7 Blackburn 0 2 6 2-12 21 16 3 4 1 10-8 Chelsea 2 2 4 5-10 21 16 2 3 2 U-ll Everton 2 3 3 8-8 20 16 2 3 3 8-12 West Ham 3 2 3 9-8 20 16 1 2 4 4-9 Sheff. Wed 3 3 3 14-lí 17 16 3 2 3 9-9 Southamptn 1 2 5 7-17 16 16 3 2 3 4-5 Man. City 1 1 6 3-17 15 16 2 3 3 12-14 Wimbledon 1 1 6 10-22 13 16 1 3 4 8-15 QPR 2 0 6 4-9 12 16 2 3 3 7-10 Bolton 0 0 8 8-20 9 16 1 3 5 11-20 Coventry 0 3 4 6-16 9 1. 20 deild 5 4 1 13-7 Sunderland 4 4 2 9-8 35 21 4 3 4 11-12 Millwall 5 4 1 13-9 34 20 5 3 2 11-7 Norwich 4 3 3 19-14 33 20 3 3 4 15-16 Leicester 6 3 1 18-12 33 21 4 5 1 15-11 Charlton 4 4 3 12-9 33 20 5 4 1 12-7 Grimsby 4 2 4 12-14 33 19 5 3 2 20-11 Tranmere 3 4 2 11-8 31 20 4 5 1 17-12 Birmingham 4 2 4 14-13 31 20 4 4 2 12-6 Stoke 4 3 3 18-18 31 20 5 4 1 16-8 Derby 3 3 4 14-18 31 20 7 1 2 20-12 Huddersfld 1 4 5 6-14 29 20 5 4 1 13-12 Barnsley 2 3 5 13-20 28 20 5 3 2 13-10 Southend 2 3 5 9-15 27 20 4 4 2 17-12 Oldham 2 4 4 11-12 26 20 5 2 3 20-16 Ipswich 1 5 4 14-16 25 20 5 1 4 13-12 WBA 2 2 6 11-18 24 20 4 2 4 16-16 Reading 1 6 3 8-10 23 19 2 4 3 10-12 C. Palace 3 3 4 10-12 22 20 2 5 3 12-12 Watford 2 3 5 12-17 20 20 3 4 3 13-13 Wolves 1 3 6 11-17 19 20 3 4 3 16-15 Portsmouth 1 3 6 12-20 19 20 3 2 5 14-16 Sheff. Utd 2 1 7 13-21 18 20 2 3 5 11-15 Luton 2 3 5 4-12 18 20 1 3 6 9-16 Port Vale 2 5 3 12-12 17 mdu vj]ð Wp&mennina ENGLAND Árangur á heimavelli frá 1984 Ásgeir Logi 3R Þín spá l augarcjagur g fjes úrslit 1 Chelsea - Newcastle 5 3 2 19:10 1 X 2 2 1 X 2 2 Manchester Utd. - Sheff. Wed. 5 3 2 18:9 1 1 1 3 Bolton - Liverpool 0 10 1:1 1 2 X^ 2 4 Southampton - Arsenal 5 1 4 13:18 1 2 2 2 5 Leeds - Wimbledon fy 6 1 0 22:5 1 1 X 1 6 Tottenham - Q.P.R. 4 5 1 15:11 1 1 1 7 Coventry - Blackburn 111 3:4 T 1 2 1 X 2' 8 Middlesbrough - Manch. City 4 3 0 11:4 1 X 1 X 2 1 9 Sunderland - Millwail 3 2 1 13:7 i X 1 X 2 i X. 10 Southend - Leicester 111 4:3 \2 1 X 1 7 11 W.B.A. - Stoke 5 3 2 21:8 1 X 2 1 1 12 Charlton - Ipswich 0 2 0 2:2 1 1 1 13 Crystal Palace - Oldham 8 2 0 22:7 j J x ij X ^ _ Hversu margir réttir síðast: /y rfyY Hve oft sigurvegari (vikur): 1 5 \ 1 4 f- rel 1 1 I I 3 | 1 3 1 fh JHHi ,AI ð marga rétta I heild: Tsiagurspámannanna: I Hva I 38 | I 37 | 1 4f | Asgeir - Logí 3:2 | Meðaiskor eftir 5 vikur: l 7,4 l 8,2 * ÍTALÍA Árangur á heimavelli frá 1988 Ásgeir Logi P Þín spá Sunnudagur 3. des. úrslit 1 Parma - Lazio 4 10 7:1 1 1 X 2 1 2 Sampdoria - Juventus 2 3 2 5:5 1 X 2 1 X 2 3 Roma - Vicenza 0 0 0 0:0 1 1 1 4 Fiorentina - Udinese 011 3:4 T i 1 5 Torino - Piacenza 10 0 1:0 1 1 X 1 6 Cremonese - Bari 0 2 1 1:3 j 1 1 7 Cagliari - Atalanta 1 3 0 4:3 1 X T X 8 Padova - Inter 10 0 1:0 2 2 9 Pescara - Verona 0 2 1 0:2 1 1 X 2 1 X 10 Avellino - Genoa 0 0 0 0:0 1 T X 11 Chievo - Ancona 0 0 1 2:3 X 2 1 X 2 12 Reggina - Palermo 0 0 0 0:0 1 X 1 X 13 Brescia - Reggiana 10 0 1:0 1 _ i í _ Hversu margir réttir síðast: /Wu Hve oft sigurvegari (vikur): rri 1 9 \ 1 9 f I 3 I I ^ I I 4 | ð marga rétta ( heild: I Slagur spámannanna: I Hva I 44 I I 39 | I 47 | I Asgeir - Log, «:7 | Meðalskor eftir 5 vikur: rs^i I 7!S I I 9,4 |

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.