Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 2
i.•!'»)■; ua, < <i* í i.i)i n MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING !’t! :!.~n.!iííri?i- - i ■ v <ij • m - 2 E FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 AGÆTI SJONVARPSAHORFANI | I ; ! i ! íslenska sjónvarpiö hf. var stofnað af nokkrum traustum fyrirtækjum snemma árs 1995. Meö Stöö 3 er íslenskum fjölskyldum í fyrsta sinn gert kleift aö nýta sér fjölbreytnina á sjónvarpsmarkaðinum því meö hinum fullkomna fjölrása afruglara geta allir horft á sitt uppáhaldsefni þegar þeim hentar. Meö þessu blaði viljum viö kynna þér marg- þætt framboð á sjónvarpsefni hjá Stöö 3. Tilraunaútsendingar okkar hófust 24. október síöastliöinn. Viö erum enn aö ná tökum á mjög fullkomnum tæknibúnaði og fullmóta glæsilega dagskrá okkar og má búast við aö útsendingar gangi ekki alveg hnökralaust fyrir sigfyrst um sinn. Við hvetjum áhorfendur okkar til að vera í sambandi viö okkur og hjálpa okkur þannig aö móta Stöö 3. Afruglarinn okkar er hrein bylting en með honum er unnt aö afrugla allar útsending- arrásirnar í einu. Þetta þýöir aö á sama tíma og unglingurinn á heimilinu er aö fýlgj- ast meö MTV tónlistarrásinni geta aörir fjölskyldumeðlimir notiö dagskrárrásarinn- ar eöa horft t.d. á eftirsóknarverðan fræösluþátt sem sýndur er á Discovery Channel - allt á sama tíma. Stöö 3 stefnir aö því aö veita úrvals þjón- ustu og fyrir hönd starfsfólks og eigenda Stöövar 3 óska ég þér góörar skemmtunar. Áskriftarskilmálar unnir í samvinnu við Neytendasamtökin Um leiö og þú gerist áskrifandi að Stöö 3 tryggir þú þér greiðan aögang aö fimm útsend- ingarrásum. Veröiö er afar hagkvæmt, aöeins 1.995 kr. á mánuöi ef greitt er meö boðgreiðsl- um en annars er áskriftargjaldið 2.145 kr. á mánuöi. Skráningargjaldið, sem er 3.990 kr. fellur niöur ef áskrift er greidd í 12 mánuöi sam- fellt, áskriftargjaldið gildir eingöngu um nýja áskrif- endur. Til aö tryggja réttarstööu áskrifenda og Stöövar 3 voru bæöi áskriftarskilmálarnir og áskriftarsamningur Stöövar 3 unnir í samvinnu viö Neytendasamtökin. Áskriftarsími Stöövar 3 er 533 5633. Svona kemstu í samband við Stöð 3 Til aö ná útsendingum Stöðvar 3 þarf örbylgju- loftnet og afruglara. Fjölbýiishús þar sem eru 12 íbúðir eða fleiri hafa flest fengið loftnet nú þegar en aðrir fá loftnet uppsett á kostnað Stöðvar 3 eftir að hafa skráð sig. Auðvelt er að setja búnaðinn upp en ef fólk vill fá aðstoð við það, vísar Stöð 3 á rafeindavirkja sem hafa reynslu á þessu sviði. Afruglari Stöðvar 3 er tæknibylting en mjög einfaldur í notkun og það þarf aldrei að stilla hann. Ef svo óheppilega vill til að afruglarinn er tekinn úr sambandi þarf að tilkynna það til Stöövar 3 sem sér um að senda rétt boð inn á hann aftur. Úlfar Steindórsson framkvæmdastjóri Loftnet Orbylgjuloftnet------ Afruglari ----- -«i gj M 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.