Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 4
4 E FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING Fastir liðir á St< Lögreglustöðin - The Thin Blue Line á föstudögum Hinn óborganlegi grínisti Rowan Atkinson (Mr. Bean, Four Weddings And A Funeral) fer á kostum í þessari þáttaröö sem hefur slegiö í gegn í Bretlandi. Þættirnir gerast á lögreglustöö og þurfa löggurnar að takast á við stúdentaóeirðir og vopnuö rán á hverjum degi. Starfsliöiö á þessari stöö gerir þaö á sinn einstaka hátt en óhætt er aö lofa því að aðferðirnar eru ekki alltaf eftir skólabókum lögregluskólans. Handritshöfundur þátt- anna er Ben Elton en hann samdi m.a. Svörtu nöðruna (Blackadder Goes Forth) og unnu þeir Atkinson og Elton síðast viö gerð þeirra myndaflokka fyrir sex árum síðan. Ben Elton er einnig frameiðandi ásamt Geoffrey Perkins. Með önnur hlutverk fara Kevin Ailen, Mina Anwar, James Dreyfus, Serena Evans, David Haig og Rudolph Walker. Svalur prins - The Fresh Prince of Bel Air á föstudögum Bandarískur gamanmynda- flokkur fyrir alla fjölskylduna með Grammyverðlaunahafan- um Will Smith. Svalur er send- ur til ættingja sinna í Kaliforn- íu. Þar á hann að læra góða siði og annað sem máli skiptir í lífinu. En frændi hans og frænka eru ekki alveg viðbúin og það gengur á ýmsu í heimilis- haldinu. Murphy Brown á mánudögum Óborganlegur bandarískur gamanmyndaflokkur um frétta- konuna Murphy Brown og fé- laga hennar á fréttastofunni FYI. Með hlutverk Murphy fer leikkonan Candice Bergen en í öðrum hlutverkum eru Charles Kimbrough, Joe Regalbuto og Faith Ford. Hrakfallabálkurinn - The Baldy Man Breski gamanleikarinn Gregor Rsher fer með aðalhlutverkið í þessum gamansömu stuttþátt- um. Hrakfallabálkurinn er vel þekktur úr BBC Naked Video og sömuleiðis nokkrum verðlauna- auglýsingum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Colin Gilbert. Boðið til árbíts - Dressing for Breakfast á mánudögum Louise er á lausu og leitar að hinum eina rétta af miklum móð, ekki síst vegna þess að besta vinkona hennar, Carla, er komin í hnapphelduna. Ekki batnar ástandið þegar mömmu gömlu tekst að næla sér í einn líka. Hvað á Louise að gera? Þetta eru breskir gamanþættir eins og þeir gerast bestir, en alls eru þættirnir sex talsins. Vettvangur Wotffs - Wolff’s Revier á sunnudögum Leynilögreglumaðurinn Wolff hefur í nógu að snúast þegar hann eltist við glæpamenn Berlínarborgar. í starfi sínu nýtur hann dyggrar aðstoðar Savatzki, fyrrum lögreglu í Austur Þýska- landi, og Peter Fried umdæmissaksóknara. En allt glæpagengi borgarinnar og sú hætta sem starfinu fylgir bliknar í samanburði við áhyggjur hans af einkadótturinni Verenu. Þá fyrst reynir á taugarnar hjá honum og á bak við þykkan skráp löggunnar leyn- ist fyrirmyndarfaðir. Með helstu hlutverk fara Jurgen Heinrich, Klaus Pönitz, Gerd Wameling og Nadine Seiffert. Höfuðpaurinn - Pointman Jack Scalia leikur hér kaup- sýslumanninn Connie Harper sem er ranglega sakfelldur fyr- ir stórfellt fjársvik. í fangelsinu verður hann að sýna samföng- unum að hann hræðist þé ekki, enda liggur líf hans við Smám saman ávinnur han sér virðingu fanganna. Connic er þrjú ár í steininum, en þá tekst lögfræðingnum að sanna sakleysi hans. Connie hefur breyst mikið á þessum þremur árum og ákveður að byrja á því að leita uppi systur samfanga síns, en sá óttaðist að hún væri í lífshættu. Grunur hans reynist réttur og allt í einu er Connie flæktur í dularfulla svikamyllu. á þriðjudögum Grátt gaman - Bugs á fimmtudögum Breskir spennuþættir með úrvalsleikurum. Þrjú ungmenni berj- ast gegn glæpum með því nýjasta í tækninni. Byssur eiga ekki upp á pallþoröiö hjá þeim. Ed er þyrluflugmaður og ber sig eins og fimasta fjallageit í klettum og fjöllum. Ross er afleit undir stýri og því snjall ökufantur. Líf Becketts hangir venjulega á bláþræði og hann getur engum nema sjálfum sér um kennt. Þau vinna fyrir þá sem eru réttu megin viö lögin og þá skiptir ekki máli hver viðskipta- vinurinn er. Þættirnir náðu miklum vinsældum í Bretlandi fýrr á þessu ári og horfðu milljónir áhorfenda á þættina að jafnaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.