Morgunblaðið - 07.12.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 07.12.1995, Síða 6
6 E FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 MORGjJNftþAÐ|Ð( - AUGLÝSING Sögur af ketti Talsett efni Skemmtileg teiknimyndasería um kött. Kötturinn er enginn venjulegur hrakfalla- bálkur. Hann erí rauninni vænsta skinn en bara dæmalaus klaufi. Hann á heima hjá tveimur hræðilega frekum og leiðin- legum systkinum og foreldrum þeirra og það líður varla sá dagur að hann lendir ekki í alls kyns klemmum, klíp- um og klandri. Talsett efni Sögusafnið er besta safn í heimi. I safninu eru ótrú- legustu hlutir sem finnast hvergi annars staðar, allt frá kremum sem láta þig hverfa og púðri sem lætur þig skreppa saman til minnishatta og eilífðarsultu. í hvert einasta skipti sem dyrnar opnast að Sögusafn- inu gerist eitthvað undarlegt. Sá eini sem þekkir öll leyndarmálin er Georg en hann á safnið. Og Georg veit alveg upp á hár hvernig hann getur látið drauma vina sinna og allra annarra gesta á safnið rætast Músagengið frá Mars í Músagenginu frá Mars eru þrjár Ijón- gáfaðar og sniðugar mýs sem eftir árás utan úr geimnum þurfa að flýja frá reiki- stjörnunni sinni. Það eina sem þær hafa með sér eru mótorhjólin og geimfarið. Allt I einu eru þær komnar til stórborg- ar í Ameríku og þar byrja ævintýrin. IJIfar, nornir og þursar Talsett efni Talsett efni Aðalpersónurnar í þessum myndum eru úlfar, nornir og þursar. Stóri, gráðugi úlfurinn fær aldrei nóg af litl- um grisum og krökkum og er með alls kyns kúnstir til að ná þeim. Nornin er grimm og þolir ekkert sem er fallegt í heiminum og eini vinur hennar er kötturinn hennar sem er bæði iævís og lipur. Risinn er mikill MR yfirgangsseggur og það skemmtilegasta sem hann gerir er að hræða líftóruna úr krökkum og litlum dýrum. En M hann er alveg voðalega heimskur og iitlir klárir krakkar KÍ eru fljótir að sjá það. í þessum þáttum koma fram marg- Jr' ir gamlir vinir úr ævintýrunum: Rauðhetta sem hlýðir ekki mömmu sinni þegar hún fer að heimsækja veika ömmu sfna inni í skóginum og rekst þar á úlfinn. Geiturnar þrjár sem þurfa að gabba tröllið undir brúnni til að þær geti komist í grasið hinumegin. Hans og Gréta sem eru send út í skóg og lenda í klón- um á kolruglaðri galdranorn. Litla gula hænan sem þarf að leika á úlfinn því litlar gular hænur eru einmitt uppáhaldsmaturinn hans. Oddi önd er feitur og klunnalegur ungi sem lærir allt um staðreyndir lífsins hjá andapabba og andamömmu. Hann er ótrúlega seinheppinn andarungi og með öllum sínum buslugangi og skrípalátum bræðir hann hjörtu jafn krakka sem fullorðinna. Hér er baráttan milli góðs og ills í fullum gangi. Skuggi trúir því aö réttlætið sigri alltaf og á í stöðugri baráttu við alls kyns III öfl. Þætt- irnir gerast í framtíðinni eða árið 2040 og við fylgjumst með Kit sem er ungur, venjulegur háskólanemi. Hann kemst að því að fjölskylda hans síðust 23 kynslóðir hefur haft sérstakt hlutverk með höndum og nú eru það örlög hans að taka við. Stjáni blái og sonur Talsett efni Stjáni blái og vinkona hans Gunna stöng eiga soninn Stjána bláa yngri sem er venju- lega bara kallaður Lilli. Þau eiga heima í / hrörlegu húsi við ströndina og þar rekur / Stjáni blái heilsurækt og Gunna stöng kenn- f - ir þolfimi. Það eina sem getur pirrað þessa I ágætu fjölskyldu er óvinur Stjána bláa, Blútó og sonur hans Tankur sem er ekki síöur andstyggi- { legur en pabbi hans. En þrátt fyrir vandamálin semv/ stundum koma upp er þessi fjölskylda alltaf að lenda 2. í nýjum og skemmtiiegum ævintýrum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.