Morgunblaðið - 09.12.1995, Side 1

Morgunblaðið - 09.12.1995, Side 1
• Woody Allen í Mahagonny/3 • Leikið á listaverkaþjófana/4 • Auðmjúkir þjónar/8 MENNING LISTIR 51 ________________________________________________________________ PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 B BLAÐ l/ 6 i -'j 0, 5; ÍTÍ- in' fo( fð .íf Bí: Jólaóratoría eftir Johann Sebastian Bach verður í brennidepli þegar Mótettukór Hallgríms- kirkju heldur jólatón- leika sína í dag og á morgun. Meðal einsöngvara verður hin heimskunna fínnska messósópran- söngkona Monica Groop sem Orrí Páll Ormarsson tók tali. Engin jól án Bachs JÓLAÓRATORÍA Bachs er eitt af þeim verkum sem standa hjarta mínu næst. Móðir mín er stjórnandi kirkjukórs í Finnlandi og þar hóf ég minn söngferil, þannig að ég drakk þessa dýrlegu tónlist eigin- lega í mig með móðurmjólkinni. Það eru engin jól án Jólaóratoríu Bachs,“ segir finnska messósópr- ansöngkonan Monica Groop, sem koniin er til landsins í því skyni að syngja einsöng með Mótettukór Hallgrímskirkju í dag og á morg- un. Á efnisskránni er títtnefnd Jólaóratoría eftir Johann Sebast- ian Bach. Verkið ijallar um texta jólaguð- spjallsins og samanstendur af sex kantötum. Mun Mótettukórinn _ Morgunblaðið/Sverrir syngja þijár þær fyrstu. Verkið FJÖLHÆFNI er mitt takmark, segir Monica Groop. var frumflutt hér á landi af Pólý- fónkórnum árið 1964 og hefur oftsinnis verið flutt síðan, aðallega af Pólýfónkórnum og Kór Lang- holtskirkju. Mótettukór Hall- grímskirkju hefur á hinn bóginn ekki flutt Jólaóratoríu Bachs í annan tíma og verður hún nú flutt í fyrsta skipti í kirkjunni. Söng í hjáverkum Monica Groop lagði stund á söngnám við Sibeliusarakadem- íuna í Helsinki. Hefur hún að auki BA-próf í hljóðfræði frá Helsinki- háskóla. „Ég var komin yfir tví- tugt þegar ég ákvað að leggja sönginn fyrir mig. Ég ætlaði upp- haflega að verða hljóðfræðingur SJÁ NÆSTU SÍÐU. n 1; 6, T- V) m T> Il:< m fíH 6r> ffí' ÖJ Q8 £ íí ÍÍJ íj|; 5íV ()£ Ífíl -6- Barnungnr Picasso Tíu ára gömul rúmensk stúlka hefur slegið í gegn í Bandaríkj- ALEXANDRA Nechita er aðeins 10 ára en ryður frá sér abstrakt-myndverk- um þegar hún er ekki í skólanum. Hún er sögð vera gædd snilligáfu á myndiistarsviðinu og hefur henni verið líkt við Picasso. Kaupendur hafa greitt ailt að 2 mill- jónir ísl. kr. fyrir verk þessa unga rúmenska innflytjanda í Bandaríkj- unum sem málar verkin í stutterma- bol með mynd af uppáhaldsteikni- myndapersónunni sinni. Fyrir fjórum mánuðum undimtaði Alexandra samning við listaverka- útgefanda sem tryggir henni að minnsta kosti 40 milljónir kr. Á þess- um íjórum mánuðum hefur hún selt 250 málverk frá 900.000 kr. og upp í 2 milljónir. Hún hefur haldið sýning- ar á vesturströnd Bandaríkjanna og í New York og vonast til þess að geta haldið sýningar í Bretlandi, heimlandi eftirlætis myndhöggvar- ans hennar, Henry Moore, að því er hún segir í sámtali við The Sunday Times. Alexandra hefur eigin vinnustofu og þar getur að líta fjölda mynda sem margar hveijar eru stærri en listakonan sjálf. Hún er algerlega sjálflærð og hefur teiknað og málað frá því að hún var smábarn. Athygl- in sem verk hennar hafa vakið virð- ist hafa blessunarlega lítil áhrif á hana. Helsta áhyggjuefni Alexöndru, sem býr ásamt foreldrum sínum, litla bróður og ömmu í Los Angeles, er að athyglin og nýfenginn auður kunni að setja fjölskylduna í hættu. Því hafa foreldrar hennar ákveðið að leita sér að húsi á öruggari stað í borginni. Þegar Alexandra kemur heim úr skólanum gerir hún heimavinnuna, leikur sér svolítið við litla bróður, hjálpar mömmu með kvöldmatinn og málar svo í tvo til þijá klukkutíma. „Málverkin mín lýsa því hvernig mér líður innra með mér; hamingju og sorg, þeirri reynslu sem ég hef geng- ið í gegnum." Alexandra viðurkennir að skóla- félagar hennar hafi strítt henni dálít- ið í fyrstu. „Þau voru steinhissa þeg- ar ég bauð þeim á fyrstu sýninguna mína og þau sáu öll þessi skrýtnu form. En ég útskýrði myndirnar fyr- ir þeim og nú skilja þau hvað ég er að gera.“ Hætti í myndlistarskóla Foreldrar Alexöndru flýðu frá Rúmeníu um miðjan síðasta áratug. Faðir hennar, Niki, 39 ára, er fram- kvæmdastjóri gervilimaverksmiðju og móðir hennar, Viktoría, 32 ára, er gjaldkeri. En þrátt fyrir að Alex- andra muni ekkert eftir heimalandi sínu, er það áhrifavaldur í verkum hennar. Eitt þeirra ber t.d. heitið Lucea’frul, Hin rísandi stjarna, en hugmyndin að því er fengin úr þekkt- asta ljóði Rúmena eftir Miaji Em- inecu. Móðir Alexöndru segist hafa haft áhyggjur af dóttur sinni þegar hún var ijögurra ára vegna þess hversu miklum tíma barnið eyddi í að lita í litabækur. „Ég var hrædd um að það væri ekki hollt og dag einn hætti ég að kaupa litabækur handa henni. Þá fór hún bara að teikna myndir með svörtum penna og lita þær.“ Þegar þetta kom á daginn, gerðu foreld- rarnir allt til að hvetja Alexöndru til dáða. Fyrir tveimur árum óku þau í sex tíma til þess að geta keypt olíu- liti og ramma handa henni á útsölu í Las Vegas. Fyrsta manneskjan sem gerði sér fyllilega grein fyrir hæfíleikum Alex- öndru var myndlistarkennari hennar, ANDARTAKINU deilt, eftir Alexöndru. Elmira Adamian, sem segist hafa orðið orðlaus er hún sá rissblokk stúlkunnar. Adamian ráðlagði for- eldrum Alexöndru að láta hana hætta í myndlistarnámi og leyfa henni að þróa hæfíleika sína. Alexandra var afar ánægð með þessa ákvörðun. Hálft annað ár er nú frá því að hún leit í fyrsta sinn augum verk eftir annan listamann. Að Moore frá- toldum er hún sérstaklega hrifin af verkum eftir Picasso, Matisse, Miro, Braque og Kandinsky. „Ég verð fyr- ir áhrifum af formunum en þó fyrst og fremst litunum og sögunni,“ seg- ir Alexandra. „Liturinn er mikilvæg- asti þátturinn í málverkinu, hann er líf þess, fegurð og ríkidæmi.“ Velgengni þessarar ungu stúlku hefur vakið furðu í listaheiminum. „Þegar ég sá verk hennar í fyrsta sinn taldi ég útilokað að barn hefði málað þau,“ segir Ben Valenty, sem kynnir og selur verk Alexöndru. Gat ALEXANDRA Nechita, 10 ára listamaður, sem selur verk sín á allt að 2 milljónir kr. hann sér þess einna helst til að for- eldrar hennar eða einhver annar full- orðinn hefði málað þau og látið sem hún hefði verið að verki. Israel Perry, sem skipulagði sýn- ingu hennar í New York, segist heill- aður af því hversu þroskaður lista- maður Alexandra sé. „Stærsta próflð verða gagnrýnendurnir. Sem stendur er hún eins konar fyrirbæri. Tíminn einn sker úr um hvort þetta líður hjá eða hún reynist mikill listamaður." Kennari Alexöndru hefur áhyggj- ur af því hvaða áhrif velgengnin kunni að hafa á hana en sjálf er myndlistarkonan sallaróleg. Hún er staðráðin í því að ekkert muni hafa áhrif á það sem er hennar líf og yndi. „Eftir tíu til tuttugu ár ætla ég að verða listamaður í fullu starfi. En núna nýt ég þess að fjölskyldan fylgist með mér mála, sérstaklega litli bróðir minn, Max. Hann krassar á allt sem hann kemst yfir.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.