Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 4
4 B LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Áþreifanleg viðfangsefni ASÝNINGUNNI voru 1.500 bókatitlar frá útgáfufyrir- tækjum í Egyptalandi, Kúveit, Jórdaníu, Líban- on, Sameinuðu arabísku furstadæm- unum, Bahrein, Sýrlandi, Marokkó og Palestínu. Einnig var bandanska forlagið University of Texas press með lítinn sýningarbás. Garnet for- lagið í Englandi, sem sérhæfir sig í útgáfu bóka eftir og um arabískar konur, ætlaði að vera með en vegna einhverra skriffínnskuvandamála komu bækur þess ekki fyrr en síð- asta daginn. Sýningin stóð í fjóra daga í A1 Hanger-listamiðstöðinni. Þama kenndi margra grasa og starfs- stúlka, sem gekk með mér um sal- inn, sagði að langflestar væru skáld- verk, ljóð og smásögur. En þarna voru einnig viðtalsbækur, ævisögur, barnabækur og alls konar úttektar- rit/skýrslur um stöðu kvenna í Arabalöndum. Bækurnar voru misjafnar að útliti og í sumum var pappír lélegur og frágangur ekki upp á marga físka, einkum fannst mér ýmsar sýrlensku bækumar muskulegar. Konur í bókum karlasýna hve grunnur skilningur þeirra er oft og tíðum I öðrum sal voru haldnir fyrirlestr- ar alla dagana þar vom rædd ýmis fýsileg og forvitnileg mál. Meðal þeirra talaði kona um „ímynd kvenna í bókum eftir karla“ og karl fjallaði um „ímynd karla í bókum eftir kon- ur“. í stuttu máli má segja að konur telji að karlhöfundar — með undan- tekningum þó — eigi erfítt með að draga upp mynd af konum sem þær geti fellt sig við. „Karlar hafa óhagg- anlegar skoðanir á konum og skiln- ingur þeirra ristir ekki djúpt,“ sagði fyrirlesarinn Sumaya Ramadan. Aftur á móti sagði Sabri Hafez, sem ræddi um karla í bókum kvenna, að stundum væri óþægilegt að finna að konur virtust sjá í gegnum þá Það er óhætt að fullyrða að fyrsta sýning á bókum eftir arabíska kvenrithöfunda, sem var haldin hér í Kairó á dögunum, tókst mæta vel, skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir frá Kairó. Hún var ekki ýlga stór í sniðum en aðgengilega upp sett og fyrirlestrar, pallborðs- umræður og fleira í tengslum við hana dró margt fram í dagsljósið og skýrði annað. Á MILLI fyrirlestra og skoðun- arferða voru líflegar umræður í kaffistofunni á sýningunni í Kairó. Gestir alla dagana voru langflestir kvenkyns. mynd sem karlar vildu að konur hafí af þeim. „Mér er ljóst að konur njóta hvorki þeirrar félagslegu né lagalegu stöðu sem Kóraninn boðar. Óneitanlega nær beiskja i garð karla stundum yfirhöndinni í skrifum kvenna og það dregur oft úr listrænu mikilvægi sagnanna og úr verður leiðinda „fem- inista“-áróður,“ sagði Hafez. Einnig voru fyrirlestrar um konur í þjóðsögum og ævintýrum, rætt um Múbarak forseti er hér sem annars staðar. Morgunblaðið/Jóhanna Kristjónsdóttir ARABÍSKAR kvenbókmenntir á sýningu í Kairó. konur í fjölmiðlum, konur í ábyrgðar- stöðum o.fl. o.fl. Pallborðsumræður voru tvisvar á dag, m.a. um kvenna- hreyfingar, hlutverk þeirra og mikil- vægi. Þess á milli voru svo líflegar um- ræður í kaffistofunni. Gestir alla dagana voru langflestir kvenkyns. Ungar konur voru ekki áberandi, mér sýndist aldurshópurinn vera frá 35 ára og uppúr. Útgáfufyrirtækið Nour var stofnað til að sinna hugverkum kvenna Aðaldriffjöðrin í að til þessarar sýningar var efnt er Hasna Mekd- ashi. Hún er framkvæmdastjóri No- ur-útgáfufyrirtækisins. „Við höfðum orðið mikið varar við hvað konum gengur erfiðlega að fá gefnar út bækur. Því var Nour hleypt af stokkunum. Það gefur út sam- nefnt bókmenntatímarit, sem kemur út ársfjórðungslega, og í þessum fyrstu sex heftum hafa birst ljóð, sögur og greinar eftir um 40 arabísk- ar konur, sem búa í Arabalöndum og víðar. Einnig hafa fjórar bækur komið út hjá okkur.“ Mekdashi segir að ákvörðunin um Nour hafi verið tekin við undirbúning Alþjóðlegu „feminista“-bókasýningarinnar í Amsterdam 1992. Þá hafi runnið upp fyrir henni hve hlutur arabískra kvenna var rýr. Hún og 5 aðrar hrintu síðan hugmyndinni í fram- kvæmd. „Það nær ekki nokkurri átt að af bókum sem koma út í Araba- löndum eru aðeins 8-15% eftir kon- ur. Nú vona ég að þessi sýning, sem við viljum halda á tveggja ára fresti, Leikið á listaverkaþjófana IHVERT sinn sem stórþjófnaður er framinn hjá söfnum og lista- verkasöfnurum læðist að mönn- um sú hugsun að eini maðurinn sem geti verið ábyrgur fyrir slíku, sé geðsjúkur milljónamæringur, sem sé reiðubúinn að gera hvað sem er til að fullnægja ást sinni á listaverkum. Raunin er hins vegar önnur og síður reyfarakennd. Á síðasta ári endur- heimti norska þjóðlistasafnið „Óp“ eftir Edward Munch í kjölfar þess að þjófamir reyndu að selja það á einum hundraðasta hluta þess sem verkið er metið á. Sú athygli sem slíkir þjófnaðir vekja allajafna er jafnframt ein besta vörnin gegn listaverkaþjófnuðum sem til er, því að hún kemur í veg fyrir það að þjófarnir losni við verkin. „Verðmætustu verkin er útilokað að selja en þjófarnir eru svo heimskir að þeir átta sig ekki á þessu,“ segir Charles Hill, yfirmaður listaverka- og fornmunadeildar Lundúnalögregl- unnar. Því miður eru fæstir listaverkaþjóf- ar heimskir. Það að sérfræðingar telji að listaverkaþjófnaðir og -smygl nemi um 4,5 til 6 milljörðum dala, 290 til 380 milljörðum ísl. kr. á ári, er merki þess að þjófarnir viti upp á hár hvar kaupendur er að finna. Þar við bætist að um 5% hinna stolnu verka, skila sér aftur til eigendanna. Nýlega var haldin í London tveggja daga ráðstefna um listaverkaþjófnaði og hvernig stemma megi stigu við þeim. Þótti kveða við nýjan tón á ráðstefnunni þar sem menn mættu vígreifír til ieiks og ræddu um nýjar og hátæknilegar öryggisráðstafanir og leiðir til þess að merkja verk, þörf- ina á strangari reglum og l'agasetn- ingum um sölu með illa fengin verk, auk þess sem ný lög um skil á stoln- um munum voru kynnt. Hvað er listaverkaþjófnaður? Fjölmörg vandamál blasa við þeim sem ætla að beijast gegn listaverka- þjófnuðum og eitt þeirra er að skil- greina þá. Fullyrt hefur verið að lista- verkaþjófnaðir séu vart yngri en sjálf listin. Rómveijar, Habsborgarar, liðs- menn Napóleons, herir Hitlers og sovéski herinn eru í hópi þeirra sem hafa látið greipar sópa um listaverka- söfn í kjölfar stríðs. Þá eiga mörg þekktustu söfn í Evrópu og Banda- ríkjunum mikið safn fornegypskra, fomgrískra og rómverskra listmuna sem komust í hendur þeirra eftir vafa- sömum leiðum. Á síðustu fimintíu árum hafa þjófar og smyglarar full- nægt þörfínni fyrir listmuni frá Asíu, Afríku og Suður-Ameríku á Vestur- löndum. Menn gera sér þó æ betri grein fyrir vandanum og reyna Vesturlönd að hvetja þau lönd sem eiga mikið af listmunum og menningarverðmæt- um til að gæta þeirra. Dæmi um það er Angkor Wat í Kambódíu en Frakk- ar hafa þjálfað um 450 lögreglumenn til að gæta staðarins. Þá er reynt að fá söfn, uppboðshaldara og lista- verkasafnara til að krefjast þess að þeir sem bjóða listmuni til sölu, sýni fram á að þeir hafi komist yfir þá á heiðarlegan hátt. Það getur einnig reynst flókið að sýna fram á að hlutum hafi verið stol- ið, eins og níu ára barátta tyrkneskra yfirvalda við Metropolitian-safnið í New York var dæmi um. Tyrkir reyndu með öllum ráðum að endur- heimta mikið safn silfur-gripa sem stolið var í Usak-héraði á sjöunda áratugnum. Safngripunum var loks skilað til Tyrklands árið 1993 en ástæða þess að svo illa gekk að endur- heimta gripina, var einfaldlega sú að þeir höfðu hvergi verið til á skrá. Ný og umdeild lög Safnstjórnir eru æ varkárari gagn- vart listmunum frá þriðja heiminum. í haust hótaði British Museum að taka aftur til sín 87 listmuni sem það hafi lánað Konunglegu akademíunni í tilefni mikillar Afríkusýningar þar, ef ekki yrði hætt við að sýna högg- myndir sem stolið hafði verið frá Malí. Reglugerð Menningar-, menntun- ar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Unesco, sem bannar inn- flutning, útflutning og sölu á menn- ingarverðmætum, ætti að koma í veg fyrir listaverkasmygl og þjófnaði. Staðreyndin er hins vegar sú að þrátt fyrir að um 80 aðildarríki SÞ hafí undirritað hana, er henni aðeins beitt í Bandaríkjunum, Kanada og Ástral- íu. Til að staga upp í þau göt sem geta leynst í reglugerðum á borð við þeirri sem áður er nefnd, voru á þessu ári sett lög sem kveða á um að sá sem hefur undir höndum stolna eða smyglaða muni, verðör að afhenda réttmætum eigendum þá, jafnvel þótt hann hafi keypt þá í góðri trú. Gera verður kröfur innan þriggja ára frá því að munirnir finnast og innan fimmtíu ára frá hvarfi þeirra. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um þessi lög, því 37 ríki greiddu atkvæði með þeim, fímm voru á móti og sautj- án sátu hjá. Margir listaverkasalar fullyrða að þau muiii verða til þess að leggja markað fyrir listaverk frá þriðja heiminum í rúst. Það eru ekki síst tryggingafélög sem eru áfram um að koma þessum málum í betra horf en þau greiddu um 65 milljarða kr. í bætur fyrir stol- in listaverk í Bretlandi einu á síðasta ári. Mælast þau til þess að nýjustu tækni verði beitt til þess að merkja listaverk, með sérstökum efnum, raf- eindatækni, ofl. En víst er að listaverkum verður áfram stolið og eigendur þeirra verða að sýna stillingu. Verk eftir Moise Kisling, sem stolið var í París árið 1979, fannst í Tel Aviv fimmtán árum síðar. Sérfræðingur hjá Interpol varar ÓP Edwards Munch fannst á síða selja hana fyrir einn hundraðasta fólk við of mikilli bjartsýni, því finn- ist verkin ekki á fyrstu dögunum eft- ir að þeim er stolið, geti liðið márgir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.