Morgunblaðið - 09.12.1995, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 09.12.1995, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 B 5 , verði til þess að konur fái betri undir- tektir þegar þær vilja gefa út verk. En það eru karlmenn sem flestum útgáfufyrirtækjum stjórna. Þeir láta bækur eftir konur sitja á hakanum eða gefa þær út með hangandi hendi og þær fá ekki nauðsynlega kynn- ingu,“ sagði Amina Rasheed, sem er önnur þeira sem stóðu að Nour. Hún sagði líka að fyrirlestraefni og fyrirlesarar hefðu verið valdir af kostgæfni. „Við vildum umfjöllun sem skipti máli en ekki bara innihaldslaust en umbúðasnoturt gáfumannahjal. Garnet í Bretlandi eingöngu með bækur eftir arabískar konur Þótt bækur þessa forlags kæmu seint á staðinn, eins og áður var minnst á, vöktu þær athygli margra. Forlagið var stofnað fyrir 7 árum og dr. Fadia Faqir, framkvæmda- stjóri, sagði að ýmsar bókanna hefðu fengið mjög góðar móttökur, enda væri reynt að vanda til valsins. „Vesturlandabúar hafa mjög ein- litar skoðanir á arabísku samfélagi — að ekki sé nú minnst á stöðu kvenna. Allt er sett undir einn hatt og menn vilja ekki skilja hefðir og trú sem þeim finnst framandi og stundum ógeðfelldur. Vonandi tekst okkur hægt og rólega að víkka sjón- deildarhring vestrænna lesenda," sagði Fadia. Flestar bókanna á sýningunni voru til sölu og þegar ég kom síð- asta daginn var orðið heldur berang- urslegt í hillunum. „Salan hefur ver- ið framúrskarandi í okkar bókum — eins og þú sérð hefðum við þurft að hafa helmingi meira af flestum titl- unum,“ sagði fulltrúi University Tex- as Press. Þýðingarvandamál standa útgáfu á Vestur- löndum fyrir þrifum Hasna Mekdashi var að vonum kát með undirtektir. Hún sagðist ekki vita gjörla um fjölda gesta en áreiðanlega hefðu milli 500-800 komið dag hvern. „Ég held að fólk hafi kynnt sér dagskrána vel og valið svo það efni sem vakti forvitni hvers og eins. Það er leitt að ekki komu fleiri stúlkur á aldrinum 18-25 ára. En það gengur bara betur næst.“ Hún sagði það væri verulega stórt vandamál að fáir þýðendur gætu þýtt beint út arabísku. Þeir eru þá svo hámenntaðir að þeir setja upp SÞ-taxta! En eftir því sem fleiri arab- ískar konur legðu stund á erlend tungumál rættist úr þessu. sta ári eftir að þjófarnir reyndu að hluta þess sem verkið var metið á. mánuðir og ár áður en þau finnist. Byggt á The International Herald Tri- bune Silkiboxhanskar Morgunblaðið/Ásdis „PRO-FEMINIST Anti Dichotomy Doll“ eftir Nan Kornfeld. Gagnlegir hlutir. SKÖPUN manns í fullum gangi á verklegu strauborði. í Nýlistasafninu sýna sextán listakonur frá Chicago. Þóroddur Bjarnason gekk um safnið og skoðaði verkin sem mörg hver fjalla um stöðu konunnar í samfélaginu. SÝNENDUR eru 16 konur sem allar eru meðlimir í Artemisia galleríinu í Chicago. Það gallerí er rek- ið af kvenkyns listamönnum og meginmarkmið þess er að efla og koma á framfæri myndlist eftir kon- ur. Sýningin er seinni hálfleikur í skiptisýningu milli Nýlistasafnsins og Artemisia og hefur verið í undir- búningi í liðlega tvö ár. Sjö íslensk- ar konur opnuðu sýningu í Chicago 3. nóvember síðastliðinn og bar sú sýning nafnið „Altitudes". Marflatur maður Fyrir þá sem ekki vita þá er Nýlistasafnið rúmgott húsnæði og skiptist í fimm sali. í gryfjunni er verkið „Menn sem ég þekkti" (niður- soðin typpi). Áð vísu voru þau ekki ekta en nógu sannfærandi til að segja það sem segja þarf. Listamað- urinn heitir Mary Ellen Croteau og hún fer engum silkihönskum um karlmanninn í öðru verki sínu, „Sköpun manns“, þar sem maður liggur marflatur á verklegu strau- borði, skelfdur á svip og kominn með hár á rétta staði. Sjálf segir listakonan í sýningarskrá meðal annars: „... verkunum er ætlað að grafa undan feðraveldinu með hnyttni og skopi.“ Nan Kornfeld vill samruna milli | lífs og listar og hún gerir heimilis- iðnaðarlega hluti. Áprentaða púða og klæði með munstri og texta og mitt í verkinu situr tvíhöfða kona flötum beinum. „Gagnlegir hlutir“ segir listakonan sjálf í sýningar- skrá. Ofar í salnum er hreint ágætt veggverk sem minnir á skrýtna skepnu úr kvikmynd. Lífrænt verk gert úr sprautum og blönduðum efnum, ber nafnið „Ovarian Shoot- ing Gallery" eða Eggjastokkaskot- bakki, eftir Carrie Seid. ískur í hnefum í Forsal eru tvær listakonur sem fjalla um te og telestur, m.a. Sugmi Naylor hefur gert dágóðan tepoka sem myndi duga til að gera te í heita pottinum í Laugardalslaug- inni. Einnig hefur hún gert silkibox- hanska sem varla eru til að lumbra á neinum enda ljúft að láta fara um sig silkihönskum. Anita Jung lærir að anda í samnefndu grafíkverki. Þar eru táknin augljós. Afskorin flétta og konan byijar nýtt líf laus úr ánauð og dregur andann djúpt. Skýring fæst á tónlistinni sem hljómar um allt safnið þegar gengið er inn í Setustofu en þar hefur ver- ið sett upp viðamikil innsetning með taktföstum slætti, sem minnir á hjartslátt, og margslungið ískur í • hnefum sem hreyfast í sífellu til og frá yfír ýmsu duftefni og föstu efni á glerdiskum sem hanga á veggn- um. Eftir dálitla dvöl mitt í verkinu var hjarta blaðamanns farið að slá*- í takt við tónlistina í herberginu og þá _var mál að linnti. Á Palli eru 39 sofandi konur, á polaroid ljósmyndum. Allir eru fall- egir þegar þeir sofa og sjálfsagt margar kvennanna í ævintýra- draumalandinu enda heitir verkið „Ævintýri“. SÚM salur er efstur sala með myndum af borðbúnaði og málverk- um þar sem sjá má m.a. unglings- stelpu og stóran skrýtinn hlut flögr- andi í lausu lofti á meginhluta myndflatarins. Hrísgijónum hefur verið komið fyrir á gólfinu framan við teikningar af konum, misjafn- lega vöxnum, allt frá Venusarmynd lengst til vinstri til óhuggulegrar myndar yst til hægri af konu kom- inni á ystu nöf í lystarstoli. MYNPLIST Stöölakot BLÖNDUÐ TÆKNI Messiana Tómasdóttir. Opið kl. 14-18 alla daga til 16. desember. Aðgangur ókeypis. HEITIÐ „Blönduð tækni“ er not- að sem afgangsstærð í allri umræðu um myndlist yfir þau verk sem falla illa að hinum hefðbundnari miðlum listgreinarinnar - málverki, grafík, teikningu, höggmyndagerð o.s.frv. - en eru samt greinilega fyrst og fremst á vettvangi myndlistarinnar. Síðan er til einföldunar rétt að greina slík verk enn frekar, og þá falla þau í tvo meginflokka: annars vegar verk þar sem notuð eru óvenjuleg efni til að skapa hefð- bundin myndverk á vegg eða í rými, og hins vegar verk sem leitast við að þætta saman ólíka listmiðla; þá eru listamenn, hver með sínum hætti, að reyna að nálgast hina al- tæku list - sameiningu allra lista í eina heildarsýn. Listsköpun Messíönu Tómasdótt- ur fellur að þessu síðastnefnda. Starfsvettvangur hennar hefur ekki síst verið í leikhúsi, þar sem tónlist, búningahönnun, leikmyndagerð og sýningin sjálf komast einna næst Sjöundi regnboginn því að sameina listgrein- arnar á einum vett- vangi; leikhúsverk hennar hafa borið þess- ari viðleitni ótvíræð merki. Á sýningunni hér er listakonan að fletta saman myndverk og tónverk, sem hvoru tveggja hverfist um lit- rófið undir yfirskriftinni „Til sjöunda regnbog- ans“ - en það er einmitt hvíti regnboginn, sem sameinar í sér alla litina. Talan sjö er mikilvæg í þessu samhengi, enda helg í mörgum menn- ingarheimum, hvort sem litið er til austurs eða vesturs. Myndverkin eru sjö, og hið sjöunda (sem sameinar þá liti allra hinna) er sjöfalt; í tón- verkinu sem leikið er á sýningunni má greina svipaða skiptingu i ljóðrænum og tærum flutningi val- inna listamanna. Myndverkin eru unnin með einföldum hætti, enda bíður við- fangsefnið ekki upp á annað. Akríllitaður pappír er festur í plexi- gleri, og er markviss hrynjandi frá fyrsta verkinu til hins síðasta í litum, fjölda eininga og lögun þeirra. Undantekningin er í verki nr. 4, þar sem lit- ir regnbogans eru sam- einaðir og hvítur papp- írinn tengir þá saman í eitt; vegna hreinleika og aðskilnaðar lita í öðr- um verkum kemur þetta sem stíl- brot á heildina. Rýmið á efri hæð Stöðlakots er Messíana Tómasdóttir sérstakt og hefur oft boðið upp á skemmtilegar lausnir á sýningum, og svo er einnig nú. Þar hefur Mess- íana komið fyrir verki nr. 7, en það er í sjö hlutum, þar sem upphafið (I. hluti) og endirinn (VII. hluti) eru tengdir saman, og aðrir mynda eins konar hring sem skapar eina heild. Til að auka áherslu litanna hefur listakonan málað þá einnig á jaðar glersins, en sú áminning er í raun óþörf; hringrás regnbogans er ljós af þeirri uppsetningu, sem áhorf- andinn stendur inn í. Samþætting listgreina í eina heild er viðkvæm og erfið í reynd, hversu eftirsóknarverð sem hún kann að þykja. Á leiksviði er þetta hægt vegna þess að gesturinn neyðist til að fylgja eftir framrás þess sem þar er að gerast; á sýningu sem þessari getur hann hins vegar notið hinna aðgreindu þátta hvers fyrir sig, þar sem hann ræður framvindunni sjálf- ur. - ; Þannig er þessu varið hér; hætt er við að margir meti myndverk og tónverk sitt í hvoru lagi, og hafi ánægju af hvoru tveggja, en tengi þessa þætti ekki endilega saman í þá heild, sem er ætlað að leiða þá til sjöunda regnbogans. Væri það miður, því ljóðræn framsetning mynda og tónlistar á skilið að skoð- ast sem eitt og sama listaverkið. Eiríkur Þorláksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.