Morgunblaðið - 09.12.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 09.12.1995, Síða 8
8 B LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Auðmjúkir þjónar Út er komin hjá Japis geislaplata, þar sem Guðni Franzson klarinettuleikari og Gerrit Schuil píanóleikari flytja verk eftir Johannes Brahms, Robert Schumann og Clöru Wieck Schumann. Orri Páll Ormarsson tók þá tali af þessu tilefni. Morgunblaðið/Þorkell GERRIT Schuil og Guðni Franzson segja að túlkun þeirra á verkum Brahms og Schumann-hjónanna sé sennilega ekki fullkomlega hefðbundin. VIÐ gerðum þessa plötu fyrst og fremst tón- listarinnar vegna. Það eru því nokkur af stór- virkjum rómantískrar kammertón- listar sem eru í forgrunni en ekki tónlistarmennimir sem leika þau. Við erum einungis auðmjúkir þjón- ar,“ segir Guðni Franzson klari- nettuleikari en út er komin hjá Japis geislaplata, þar sem hann leikur ásamt píanóleikaranum Ger- rit Schuil sónötur op. 120 nr.l og 2 eftir Johannes Brahms, fantasíur og rómönsur eftir Robert Schum- ann og sönglagið Ihr Bild eftir Clöru Wieck Schumann. Guðni segir að þeir félagar taki engu að síður skýra afstöðu í flutn- ingi. „Það má eiginlega segja að platan samanstandi af tónlist og tilfinningum, en túlkunin er mjög persónuleg og sennilega ekki full- komlega hefðbundin.“ Að sögn tvímenninganna eru fantasíur og rómönsur Schumanns tilfínningaríkar og lagrænar tón- smíðar sem eru dálæti hljóðfæra- leikara um allan heim. Þá séu só- nötur Brahms op. 120 tvö af merk- ustu verkum tónbókmenntanna. Klassískar í formi en hárómantísk- arihugsun og anda. Ihr Bild samdi Clara Schumann við ljóð eftir Heinrich Heine og segja félagamir að þar sé ákaflega fallegt lag á ferð sem sé einskonar mottó plöt- unnar. Gleymir ekki klassíkinni Guðni hefur um árabil lagt mikla áherslu á flutning samtímatónlist- ar. Hefur hann þróað þá sérstöku leiktækni sem flutningur af því tagi krefst og átt náið samstarf við innlend og erlend tónskáld. Klassísk tónlist blundar hins vegar ennþá í honum. „Ég held að þessi plata beri þess merki að klassíkin er líka hluti af mér.“ Guðni Franzson hefur komið fram sem einleikari í flestum lönd- um Evrópu, leikið í útvarp og sjón- varp og tekið þátt í fjölmörgum tónlistarhátíðum víða ' um lönd. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar, stjórnað tónlistar- flutningi og samið tónlist fyrir leik- hús. Guðni er einn af stofnendum CAPUT-hópsins. Gerrit Schuil vakti ungur að árum athygli fyrir tónlistarflutning í heimalandi sínu Hollandi. Hefur hann haldið tónleika í flestum lönd- um Evrópu og í Bandaríkjunum auk þess að koma fram á alþjóðleg- um tónlistarhátíðum. Gerrit hefur jafnframt lagt stund á nám í hljóm- sveitarstjórn og var meðal annars eini nemandi hins nafntogaða rúss- neska hljómsveitarstjóra Kirill Kondrashin síðustu árin sem hann lifði. Gerrit var um tíma hljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveitar hol- lenska útvarpsins en hann hefur að auki stjórnað fjölmörgum hljóm- sveitum í Evrópu og Bandaríkjun- um, bæði í óperuhúsi og tónleika- sal. Eftir sitt fyrsta tónleikaferða- lag um ísland haustið 1992 kveðst hann hafa orðið fyrir svo miklum áhrifum af landinu að hann ákvað að setjast hér að. Tónleikar kveikjan Samstarf Guðna og Gerrits hófst á liðnu ári og í fyrrahaust efndu þeir til tónleika í Gerðubergi, þar sem sama efnisskrá og á plötunni var í brennidepli. „Það er óhætt að fullyrða að þessir tónleikar og viðtökurnar sem við fengum í Gerðubergi hafi verið kveikjan að plötunni," segir Guðni. Umrædd verk hafa því verið félögunum ofarlega í huga í rösk- lega eitt ár. „Við höfum gefið okk- ur góðan tíma til að vinna þessa efnisskrá,“ segir Guðni, „enda er mikilvægt að æfa vel áður en farið er í hljóðver. Það heyrist strax ef maður er ekki nógu vel undirbú- inn.“ Upptökur fóru fram í Stykkis- hólmskirkju í haust og sá Hreinn Valdimarsson um alla tæknivinnu fyrir hönd tæknideildar Ríkisút- varpsins. „Stykkishólmskirkja hef- ur mjög marga kosti,“ segir Guðni, „svo sem fallegan hljóm, góðan flygil og rólegt umhverfí. Þessi klassísku upptökuvandamál eru einfaldlega ekki til staðar.“ Gerrit segir að þetta sé í fyrsta sinn sem geislaplata sé tekin upp í Stykkishólmskirkju og þrátt fyrir að hún henti vel fyrir upptökur sé það miður að hér á landi skuli ekki vera til frambærilegt hljóðver fyrir upptökur á klassískri tónlist. Clara Wieck Schumann (1819- 1896) var einn dáðasti konsert- píanisti sinnar kynslóðar og skyggði lengst af á eiginmann sinn Robert Schumann (1810-1856). Frægt er þegar áheyrandi vatt sér að Robert eftir tónleika Clöru og spurði: „En þér, hr. Schumann, hafið þér líka áhuga á tónlist?" Dáði eiginmann sinn Clara fékkst einnig við tónsmíð- ar, þótt þær fengju ekki að njóta sannmælis fyrr en á ofanverðri 20. öld, en það voru hins vegar tón- smíðar Roberts sem áttu hug henn- ar allan. Clara dáði eiginmann sinn, liðsinnti honum við tónsmíð- amar, gagnrýndi hann og frum- flutti mörg af píanóverkum hans. Engu að síður kom það einkum í hennar hlut að sjá fjölskyldunni farborða með tónleikum sínum. í september 1853 gekk tvítugur piltur á fund Roberts Schumanns með tónsmíðar sínar í farteskinu. Var hann beðinn að setjast við hljóðfærið. Síðar ritaði Schumann: „Hann bar öll þau merki, einnig að ytra útliti, sem kunngera okk- ur: Þessi er útvalinn. Þegar hann sat við píanóið hóf hann að opna okkur undursamlegar víddir. Við drógumst inn í æ töfrafyllri hvel.“ Þetta var Johannes Brahms (1833- 1897). Brahms varð eftir þetta aufúsu- gestur á heimili hjónanna og mik- ill vinur beggja. Eftir lát Roberts, sem eyddi síðustu árum ævi sinnar í fjötrum geggjunar, hélt hann góðu sambandi við Clöru og hermt er að hann hafi borið öll verk sín undir hana, leitað álits hennar um minnstu smáatriði og endurskoðað tónsmíðar sínar eftir ábendingum hennar. Sjálf kostaði Clara kapps um að kynna verk Brahms f helstu tónleikasölum Evrópu. Að öðru leyti er samband þeirra, að Robert látnum, nútímanum að mestu hul- ið. LEIKUST Critures — fornleifauppgröftur í eldhúsinu TURAK THÉATRE D’OBJETS SÝNIR í TJARNARBÍÓI Tjamarbíó. Leikstjóri og höfundur: Michel Laubu. Leikarar: Michel Laubu, Marie-Héléne Wirz auk Christophe Roche og Ivan Ponunet. Tónlist: Christophe Roche. Tækni- maður og ljós: Ivan Pommet. ÞAÐ var óvenju vel til fundið að flytja þessa sýningu hingað til að lífga upp á aðventuna. Aðstand- endur hennar hér eru Menning- armiðstöðin í Gerðubergi, Alliance Fran?aise og Association Fran?aise d’Action Artistique. Leikhópurinn, sem hefur starfað frá 1985, kallar sig „hlutaleikhús" sem stofnand- inn, Michel Laubu, skýrir svo að sé „uppreisnargjarnt bam brúðu- leikhússins sem sparkar í streng- ina“. Verk hans eru framkvæmd á sviði og túlkað með gerðum frekar en orðum og merkingu þeirra. Það á því við hér að gefa honum titilinn athafnaskáld, og því orði auka- merkingu. Þessum franska leikhópi hefur vaxið ásmegin á síðustu árum og má segja að hann hafí slegið í gegn á barnaleiklistarhátíðinni í Avignon 1992, en hann hefur einnig sýnt víða utan heimalandsins við góðan orðstír. Verkið sem leikhópurinn sýnir við þetta tækifæri hefur hlotið góða dóma, m.a. í stórblaðinu Le Monde, þar sem gagnrýnandi blaðsins, Pierre Moulinier, kallar stykkið « un des spectacles les plus jnvent- ifs et les plus poétiques du mo- ment» eða „eitt það frumlegasta Harmsaganaf Grómeó og Kardamón og ljóðrænasta sem sjá má um þessar mundir“. Laubu leikur sér að því að búa til margræð nýyrði. Titill verksins er gott dæmi um slíkt. « Critures » vísar til tveggja orða « créature » og « écriture »; er sem sé samsett af „skepnur/skapnaður" og „skrif“. Kannski að tilbúið orðskrípi, „skrifnur”, komist næst merking- unni. Verkið gerist í landinu Túrakíu, sem er rammi sem Michel Laubu hefur búið til utan um allar sögur sínar. Leiksýningin er næstum án orða, einstaka orð og setningar- hlutar eru á íslensku eða skýrri frönsku en annars er talað á tilbún- um tungumálum sem hljóma ýmist sem rómönsk eða slavnesk mál. Tónlistin er hæg og taktföst, leikin af bandi eða á þá hluti sem hendi eru næst. Mestallan tímann eru tveir ger- endur á sviðinu, karl og kona, sem túlka persónur hvort síns kyns. Marie-Héléne Wirz og Michel Laubu túlka hinar ýmsu persónur af mikilli list. Innlifun þeirra í fram- vinduna fór ekki fram hjá neinum, en það var ótrúlegt hvað þeim tókst að gæða hina ýmsu hluti í eldhús- inu, þar sem leikurinn á sér stað, lífi. Þrátt fyrir merkingarleysi flestra upphrópana hefur undirrit- aður aldrei séð sýningu þar sem persónuleiki leikarans kom skýrar fram. Það var eins og áhorfendur fengju þennan klukkutíma til að kynnast þessum tveimur gerendum náið án þess að þurfa að notast við orð sem eiga að hjálpa upp á kynnin en reynast iðulega hindrun eða fyrirstaða. „Uppruni okkar er flókinn og óljós, minningar okkar eru ímynd- un,“ hljómar ein yfirlýsing hópsins, og vísar þannig til „fornleifaupp- graftar" þess sem nefndur er í undirtitlinum. Þeir grafa upp vel þekkta nytjahluti samtíðarinnar lag ofan af lagi en gefa þeim nýja merkingu. Eða eins og þeir segja sjálfir, og minnir óneitanlega bæði á súrrealisma Medúsu-hópsins og nýrri kenningar í „menningarrýni": „Því það er auðséð að mitt í flótta reiðhjólalukta sem eru að reyna að komast leiðar sinnar í nóttinni get- ur staða mjólkurbrúsans ekki verið hin sama, maður sér hann í nýju ljósi.“ Verkið ber á frummálinu undir- titilinn « épopée ordinaire », sem útleggst sem „ofurvenjulegt sögu- ljóð“. Sú saga sem undirritaður las út úr meginhluta verksins minnti helst á hefðbundna riddarasögu, og var heitin eftir aðalpersónunum að gömlum sið (sjá fyrirsögn). Því hefur verið haldið fram að ljóð sé einungis til í huga lesandans. Ef þetta stenst verður þessi saga til í ímyndun og ímynd sérhvers áhorf- anda. Byggingarefni hennar er það sem fram fer á sviðinu auk einstakra nafna, hljóða, orða og hljóma sem kveða við. Verkið ætti því að höfða sterkt til barna og allra þeirra sem hafa haldið ímynd- unaraflinu lifandi í gegnum ára- langa menningarafurðarlíkissíbilj- una. Það er sérstök ástæða til að hvetja framangreinda til að láta ekki þessa sýningu fram hjá sér fara, en leikhópurinn verður ein- ungis með tvær sýningar nú um helgina. Sveinn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.