Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 B 7 FERÐALÖG Reikað um gamlar götur Það er mikil upplifun að reika um þröngar götur Gotneska hverf- isins síðla nóvembermánaðar, létt- klæddur og njóta veitinga utan dyra eins og borgarbúar gera ós- part, einkum um helgar. Á misstór- um torgum hvefisins safnaðist fólk- ið saman, listamenn buðu málverk og teikningar til sölu, tónlistarmenn léku af fingrum fram, jólaskrautið var komið upp og mikil ös á götum og veitingastöðum. Þegar komið er innarlega í hverfið getur maður dottið inn á eldgamlar krár, þar sem ekta ka- talónísk menning ríkir. Gömlu karl- arnir koma inn á morgnana og fá sér daglega hressingu af sterkara taginu, sem þeir hella upp í sig úr nokkurs konar stútkönnum. Síð- an hverfa þeir en yngra fólk kemur til að fá sér hádegissnarl og situr þá gjarnan lengi. Spánverjar taka langan hádegismatartíma, gjarnan tvo tíma eða jafnvel meira og njóta þá matarins frá tvö og fram á daginn. Kvöldmaturinn tekur einn- ig langan tíma og hefst oft seint á íslenzkan mælikvarða. Það er upplagt að eyða að minnsta kosti heilum degi í Gotneska hverfinu. Picasso og Miró í Gotneska hvefinu er Picasso- safnið einnig til húsa og ætti enginn að láta það ógert að heimsækja það. Picasso bjó um tíma í Barce- lona og tengdist borginni sterkum böndum. Hann gaf sjálfur einkasafn sitt til safnsins, en það telur verk fjölda annarra listamanna. Það er einkar athyglisvert að í safninu er mikið af myndum frá fyrstu árum meistarans, allt frá því fyrir síðustu aldamót og er merkilegt að sjá hvernig stíllinn og efnistökin þró- ast. Þá eru í safninu margar mynd- ir af Jacqueline, hver annarri betri. í Barcelona er einnig að finna Miró-stofnunina, en Joan Miró er einn merkasti listamaður þessarar aldar. í stofnuninni eru bæði sýn- ingar á verkum hans og sýningar á hvers kyns nútímalist. Það er óhætt að mæla með heimsókn til Miró. Ekki verður skilið svo við Barce- lona, að ekki sé gengið fram og Póstkort frá saltfisklandinu ÞAÐ var fyrir tilviljun, sem ég lenti inn á matkránni hjá Fern- ando. Hún heitir La Palma við Palma De Sant Just í Gotneska hverfinu og er af gamla tag- inu. Vínið er geymt á gömlum tunnum og rennt er á ílát fyrir viðskiptavinina eftir þörfum hvers og eins. Þar sem spænskukunnáttan er tak- mörkuð við helztu nauðsynjar, varð ég að láta mér nægja bjór til að byrja með. Irskur gestur kom mér þó fljótlega til hjálpar og fékk ég þá ýmsar krydd- pylsur og osta til að seðja hung- rið. Þegar írinn sagði Fern- ando að ég væri íslendingur, kannaðist gamli kráareigand- inn strax við Bacalao Islandia og varð ég þegar mikill vinur hans fyrir vikið. Ég varð ekki svikinn af viðurgjörningnum hjá Fernando eftir að hafa set- ið þar góða stund. Þegar ég kvaddi, lofaði ég að senda hon- um póstkort frá saltfiskland- inu. ■ Morgunblaðið/HG Fernando rennir rauðvíni á könnu. aftur eftir aðalgötunni Ramblas, eða Römblunni, sem eru í raun margar tengdar götur. Ramblan er full af fólki alla daga og þar setja sölubúðirnar sinn svip á mannlífið. Á einum hluta Römbl- unnar eru seld tímarit, blöð og bækur, á öðrum blóm, þeim þriðja skrautfuglar og fiskar, loks skart- gripir og svo framvegis. Þessar sölubúðir eru á miðju götunnar, þar sem aðeins er leyfð umferð gangandi fólks, en bílarnir ráða ríkjum sitt hvoru megin eyjunnar. Þar fyrir utan eru svo verzlanir og veitingastaðir af margvíslegu tagi, en athygli vekur að mikið var um búðir, sem seldu minjagripi af aust- urlenzkum uppruna fremur en ka- talónskum. La Sagrada Familia Það verður vart hjá því komizt að nefna eitt verka meistarans Gaudí, kirkju hinnar helgu fjöl- skyldu, La Sagrada Familia, sem er risavaxin kirkja i gotneskum stíl, helguð lærisveinunum 12, Kristi og Maríu mey. Tólf gífurlegir turnar eru helgaðir lærisveinunum, þar af ijórir klukkuturnar tileinkaður guð- spjallamönnunum fjórum. Þá verða í kirkjunni tvær stórar hvelfingar Morgunblaið/HG GÖTULÍFIÐ í Barcelona í lok nóvember á fátt sameiginlegt með því, sem þá er á íslandi. Á torg- un fyrir framan kirkju Sankti Mariu del Pi var mikið fjör. Frábær jazzhljómsveit skemmti fólk- inu, sem var léttklætt á torginu og sölusýning listamanna var í gangi. helgaðar Kristi og Maríu mey. Bygging kirkjunnar hófst snemma á öldinni, en framkvæmdir lögðust af í Borgararstyijöldinni. Bygging hófst svo að nýju 1952 og stendur hún enn yfir. Saitfiskveizia og fótbolti Katalónia er þekkt fyrir mikla neyzlu á saltfiski og eru íbúar hér- aðsins hreinir snillingar í að mat- reiða saltfiskinn. Undirritaður gæddi sér á saltfiski þijá daga í röð, bæði í forrétt og aðalrétt og var sannarlega ekki svikinn af þeim kræsingum, en ólívuolía, tóm- atar og hvítlaukur koma mjög við sögu. Þá drekka Spánvijar rauðvín, Vino Tinto, með saltfiskinum, og á það vel við. Bezta saltfiskinn segjast þeir fá frá íslandi og þegar maður hefur kynnzt því, að hann er yfirleitt dýrari en allur annar matur, skilur maður vel að þeir skuli láta sig gæði skipta máli og séu einnig tilbúnir til að borga vel fyrir þau. íþróttir eru einnig í hávegum hafðar í Barcelona. Stórveldið Barcelona hefur borið höfuð og herðar yfir önnur knattspyrnulið á Spáni og jafnvel í heiminum og „litla“ liðið Espaniol er nú einnig ofarlega í spænsku deildinni. Það er alveg hægt að mæla með heim- sókn á völlinn í Barcelona og það hlýtur að vera sérkennileg tilfínning að vera á velli stóra liðsins innan um 100.000 aðra áhorfendur. Það, sem hér er um fjallað er varla nema lítill hluti þess, sem Barcelona hefur upp á að bjóða, enda þarf marga daga til að njóta þess alls. Því er mikilvægt að velja og hafna og undirbúa dvölina vel. Hver og einn á að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Vilji fólk svo stunda búðir, er það einnig hægt. „Kringlan" Corte Ingles er við Katalóníutorg og mikið er af verzl- unum með vandaðan og fallegan varning, en verðið er ekki það hag- stætt að það freisti manns að eyða miklum tíma í búðum. Verð á veit- ingum er hins vegar mun lægra en hér og setur það engan á haus- inn að gera vel við sig í mat og drykk. ■ Hjörtur Gíslason I GUAY Ml-indjánar í þjóðbúningi sínum. hvergi er neitt til ritað til að minna fólk á. Börnin læra minna og minna í móðurmáli sínu þar til það gleymist að lokum alveg. Minnst fátæka landið í Míð-Ameríku Costa Rica er fátækt land, þótt oft sé það kallað ríkasta land Mið-Ameríku. Réttara væri að kalla það minnst fátæka landið. Ríkið á ekki bót fyrir rassinn á sér og erlendar skuld- ir hrannast upp. Samt er það vel statt miðað við önnur Mið-Ameríkulönd, atvinnuleysi er lítið, svipað og hér á íslandi, millistétt er fjöl- menn og íbúarnir eru stoltir. Það voru auðvitað viðbrigði að koma til Costa Rica á sínum tíma. Koma til lands þar sem eru engir kjallarar í húsum, þar sem borð- uð eru hrísgijón og baunir í hvert mál og stund- um lítið annað, þar sem þvotturinn er meira og minna handþveginn og næstum aldrei'borð- aður fiskur. En það voru enn meiri viðbrigði að koma heim aftur og það tók mig töluverðan tíma að laga mig að breyttum lífsháttum. ■ Þuríður Björg Þorgrímsdóttir. ALBANÍA Ógleymanleg ferð Jóns Gunnlaugssonar með 21 árs landsliði karla í knattspyrnu Við háborðið í albönsku brúðkaupi „ÞAÐ var mjög óvænt að ég fór í þessa ferð í forföll- um annars en ég sé ekki eftir að hafa farið því hún var ógleymanleg," segir Jón Gunnlaugsson, stjórn- armaður í Knattspyrnu- sambandi Islands. Hann fór til Albaníu sem farar- stjóri knattspyrnulands- liðs karla 21 árs og yngri þegar liðið fór þangað ásamt A-landsliði karla að spila í undankeppni í Evr- ópukeppni landsliða í maí 1991. Þegar til Albaníu kom urðu liðin viðskila þar sem þau spiluðu ekki í sömu borg. A-liðið hélt til strandarinnar en 21 árs liðið inn til landsins til borgarinnar Elbasam. Brúðurin beið með slörið Þrír Albanir sem töluðu góða ensku voru um borð í sömu flugvél og landslið- in til Tírana. Þeir höfðu flúið landið nokkrum árum áður, til Júgóslavíu og far- ið þaðan til Bandaríkj- anna. Þeir höfðu fengið leyfi stjórnvalda til að koma í heimsókn og voru klyijaðir farangri svo sem sjónvörpum og mynd- bandstækjum. „Við fylgd- umst með þegar þeir voru yfirheyrðir við komuna og þegar fjölskyldur þeirra og vinir tóku á móti þeim. Einn komumaður ætlaði greinilega að fara að gifta sig því brúðurin beið hans fyrir utan, prúðbúin með slör.“ Rafmagnskaffivélln bjargaðl okkur Þá segir hann að matur- inn í Albaníu hafi verið sérkapítuli út af fyrir sig og ekki fallið að smekk íslensku ferðalanganna. En þeir dóu ekki ráðalaus- ir heldur höfðu með sér mat og aðrar nauðsynjar Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson ALBANSKAR konur selja grænmeti á mark- aði í miðborg Tírana. Jón Gunnlaugsson í frakt upp á eitt og hálft tonn. „Það sem bjargaði okkur var að við vorum með kaffi og rafmagns- kaffivél." Jón og ferðafélagar hans með 21 árs landslið- inu lentu í hinu mesta ævintýri daginn sem leik- urinn þeirra var. „Við tók- um eftir því að um kvöldið var haldin brúðkaups- veisla á hótelinu. Við gát- um séð inn í salinn, þar sem veislan var haldin, af svölum á hæðinni sem við vorum á. Mér datt í hug að færa brúðhjónunum gjöf en við vorum með tvo minnispeninga um frú Vigdísi Finnbogadóttur með okkur. Leiðsögumað- urinn okkar fór með pen- inginn að háborðinu þar sem brúðhjónin og foreldr- ar þeirra sátu og ég fylgd- ist með ofan af svölunum. Þegar hann kom til baka sagði hann mér að það væri annað brúðkaup haldið á hótelinu þetta sama kvöld og þá vildi ég auðvitað færa hinum brúðhjónunum seinni pen- inginn," segir Jón. „Leið- sögumaðurinn tók ekki annað í mál en að ég gerði það sjálfur. Þar hitti ég ungan mann sem talaði ensku og hann fylgdi mér að háborðinu þar sem ég afhenti gjöfina. Mér var boðið sæti sem ég þáði svolitla stund, en þegar ég kom til baka voru strákarnir farnir að fylgj- ast með hinu brúðkaupinu þar sem brúðurin dansaði ein á gólfinu. Við fylgd- umst síðan með þegar gestirnir komu dansandi til hennar og færðu henni gjafir, aðallega peninga, sem þeir hengdu á hana. Strákarnir létu dollara- seðlum rigna yfir hana og við eggjuðum einn til að fara niður og dansa til hennar með nokkra doll- ara. En síðan kom skellur- inn, hún var nefnilega að safna til að geta borgað hljómsveitinni sem lék undir dansinum. Okkur var síðan boðið í brúðkaupið og það var at- hyglisvert hve vel var veitt af mat og drykk í báðum veislunum. Og það var ánægjulegt hve brúðhjónin glöddust mikið yfir gjöfun- um og fannst mikið til þeirra koma,“ segir Jón. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.