Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 C 3 ÍÞRÓTTIR BADMINTON BRODDI Krlstjánsson og Árnl Þór Hallgrímsson úr TBR sigr- uðu í tvíllðaleik á opna spænska melstaramótinu í Madrid. HANDKNATTLEIKUR Stúlkumar frá S-Kóreu frábærar Það má með sanni segja að úr- slitaleikurinn á milli Suður-Kóreu og Ungveijalands hafi verið hápunkturinn á heimsmeist- arakeppninni; punkturinn yfír i-ið,“ sagði Helga Magnúsdóttir, fyrrum stjómarmaður HSÍ, eftir að hafa séð stúlkurnar frá Suður-Kóreu tryggja sér heimsmeistaratitilinn í hand- knattleik kvenna í Vínarborg, með því að leggja Ungveija að velli 25:20 í skemmtilegum leik. Helga sagði að hátt í sex þúsund áhorfendur hefðu skemmt sér kon- unglega í nýju íþróttahöllinni við Vínarborg — og kátt hafi verið í höllinni þegar stúlkurnar frá Suður-Kóreu sprautuðu fimm lítrum af kampavíni í allar áttir. Og ekki var fógnuðurinn minni þegar norski landsliðsmarkvörðurinn Cecilia Le- ganger sýndi mjög íþróttamannlega framkomu, þegar hún var valin í úrvalslið HM, er hún kallaði mark- vörð Suður-Kóreu Moon Hyang-Ja til sín og færði henni grip sinn, sem hún fékk fyrir að vera valin í úrvalsl- iðið. Homamenn liðsins voru valdar Anotto Hoffmann, Danmörku, og Katalin Szilagyi, Ungveijalandi. Línumaður Natalia Deriowgwina, Rússlandi. Skytta vinstra megin Lim Ö Kyeong, S-Kóreu, sem var jafn- framt var valin leikmaður mótsins, skytta hægra megin var valin Sorina Lefter, Austurríki, og leikstjórnandi Mariana Tirca, Rúmeníu. Danir tryggðu sér bronsverðlaun með því að leggja Norðmenn að velli, 25:24, og Þýskaland tryggði sér rétt til að leika á Ólympíuleikunum í Atlanta með því að vinna Rússland 26:22 í leik um fimmta sætið. Rúm- enía vann Austurríki í leiknum um sjöunda sætið, 28:27. „Það er greinilegt að kvennahand- knattleikur er í mikilli uppsveiflu. Hér var leikinn miklu betri hand- knattleikur en við eigum að venjast heima, jafnvel í karlaboltanum," sagði Helga Magnúsdóttir. TENNIS Broddi og Ami sigruðu í Madrid Edberg að hætta Broddi Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson úr TBR sigruðu í tvíliðaleik á opna spænska meist- aramótinu í Madrid á Spáni um helgina. íslendingarnir sigruðu Rodrigues og Gonzalez frá Portúgal í úrslitum 15-6 og 15-12. í undanúr- slitum unnu þeir annað par frá Portúgal sem hefur verið ofar á styrkleikalistanum en þeir. Með sigrinum hækka Broddi og Árni Þór um allt að 20 sæti á evr- ópska styrkleikalistanum. Þeir stefna að þátttöku í badmint- onkeppninni á Ólympíuleikunum í Atlanta á næsta ári og er þessi sig- ur því mikilvægur í þeirri baráttu. Á síðasta styrkleikalista voru þeir í 69. sæti og þurfa helst að komast á meðal þijátíu bestu ætli þeir sér til Atlanta. Stefan Edberg, tenniskappi frá Svíþjóð, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði að hætta keppni á næsta ári og snúa sér að þjálf- un. „Ég taldi rétt að tilkynna þessa ákvörðun núna. Allir hafa verið að spyija hvenær ég ætli að hætta. Það verður innan árs, hvort sem að ég verð þá í öðru sæti á heimslistanum eða því hundraðasta,“ sagði Edberg. Edberg, sem er 29 ára, hyggst hætta eftir opna Stokkhólmsmót- ið í nóvember á næsta ári. Hann á glæsilegan feril að baki. Hefur tvisvar orðið meistari á Wimble- donmótinu og eins á opna ástr- alska og einu sinni á opna banda- nska meistaramótinu. Hann var Ólympíumeistari 1984 þegar tennis var í fyrsta sinn sýningar- grein á Ólympíuleikum og íjórum árum síðar vann hann bronsverð- laun á ÓL í Seoul bæði í einliða- og tvíliðaleik. Frá 1985 til 1994 hefur hann verið á meðal tíu bestu tennismanna heims og þar af tvö ár í röð í efsta sæti, árið 1990 og 1991. Edberg hefur fengið meira en 19 milljónir dollara [um 1,2 millj- arða] í verðlaunafé á ferlinum. KORFUKNATTLEIKUR Oriando tapaði í Toronto Gísli Hlynur og Pjetur í A-hóp knattspyrnu- dómara KSÍ Maloneframúr Bird í stigaskorun. Sigurganga Chicago helduráfram Sigurganga Chicago Bulls heldur áfram. Að þessu sinni voru það leikmenn LA Lakers sem urðu að játa sig sigraða þrátt fyrir að Micha- el Jordan léki lítið með, en hann fór úr liði á vísifingri hægri handar snemma í leiknum en gerði engu að síður 20 stig. Baráttujaxlinn Dennis Rodman er meiddur á kálfa og gat því lítið beitt sér í leiknum, en tók þó 15 fráköst. Það kom því í hlut Scottie Pippens að sjá um Lakers en kappinn gerði 33 stig, tók 13 fráköst og átti 6 stoðsendingar. Toni Kukoc gerði 22 stig, þar af 10 í síð- asta fjórðungi. Cedric Ceballos gerði 27 stig fyrir Lakers. Karl Malone gerði 30 stig fyrir Utah þegar liðið vann Miami á laug- ardaginn og þar með skaust kappinn upp fyrir Larry Bird á listanum yfir stigahæstu menn deildarinnar, og er nú í 14. sæti með 21.792 stig. „Ég hef verið svo heppinn að leika með strákum sem gefa mikið á mig í dauðafæri og þjálfararnir hafa allt- af látið nokkur leikkerfi enda á mér,“ sagði Malone við þetta tæki- færi en með honum í liði er meðal annars John Stockton sem hefur gefið fleiri stoðsendingar en nokkur annar í NBA-deildinni. „Annars er ég viss um að þegar ég verð sestur í helgan stein, verður þessi viður- kenning mér mun kærari en hún er núna,“ sagði Malone. Nýliðarnir í Toronto í Kanada sigruðu hið sterka lið Orlando Magic á sunnudaginn og fór Damon Stoud- amire fyrir sínum mönnum og gerði 21 stig en Alvin Robertson gerði 20. Heimamenn .náðu góðum kafla í fyrsta leikhluta, 24:5 og þar fór Stodamire á kostum. Hann lék í 45 mínútur og var alveg jafn sprækur síðustu mínútuna og hann var þá fyrstu. „Þeir voru einfaldlega miklu betri en við,“ sagði Brian Hill þjálf- ari Orlando. Shaquille O’Neal gerði 32 stig fyrir Magic og Penny Hardaway 18. Milwaukee kom verulega á óvart og lagði Indiana og var það sárabót fyrir tapið á föstudaginn. Varnar- leikur Bucks var góður og það reið baggamuninn. Washington Bullets fór góða ferð til Portland og lagði heimamenn 112:110 og komst þar með yfir 50% markið í árangri í fyrsta sinn síðan í nóvember 1994. Phoenix hafði betur í Dallas, en það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit. Barkley jafnaði með þriggja stiga körfu í leikslok og Elli- ot Perry tryggði síðan sigurinn í framlengingunni. Dallas hefur nú tapað 13 af síðustu 15 leikjum, en byijaði hins vegar mjög vel þegar liðið vann 5 af fyrstu sex leikjunum. Mookie Blaylock gerði 28 stig fyrir Atlanta, þar með talin þijú stig á síðustu sekúndunum, er liðið vann Denver 95:86, en Haukarnir gerðu síðustu níu stigin í leiknum! Sean Elliott gerði 31 stig fyrir Spurs gegn Sacramento og David Robinson 30 auk þess sem hann tók 11 fráköst og varði fimm skot. Will Perdue tók 15 fráköst fyrir Spurs. „Ég get sætt mig við að vera ekki efstur á blaði í fráköstum og stiga- skorun þegar strákarnir skjótast svona upp í leik og leik,“ sagði Rob- inson. Reutcr SHAQUILLE O’Neal heldur boltanum frá Ollver Miller tll vinstrl og Ed Plnckney en varð síðan að játa slg slgraðan. TVEIR nýir knattspyrnudóm- arar koma f svokallaðan A- hóp lyá dómurum fyrir riæsta keppnistímabil, þeir Gfsli Hlynur Jóhannsson frá Kefla- vík og Pjetur Sigurðsson úr Fram. A-hópinn skipa þá tólf dómarar en þar eru auk Gísla og Pjeturs þeir Bragi Berg- mann, Egill Már Markússon, Eyjólfur Ólafsson, Gísli Guð- mundsson, Guðmundur Stef- án Maríasson, Gylfi Þór Orra- son, Jón Sigurjónsson, Krist- inn Jakobsson, Ólafur Ragn- arsson og Sæmundur Vfg- lundsson. Tiu dómarar verða í B- hópnum og hafa þrfr bæst við fraliðnu tímabili. Það eru, þeir Einar Guðmundsson, Ró- bert Róbertsson og Rúnar Steingrírasson, en Svanlaugur Þorsteinsson færist í C-hóp þar sem 17 dómarar eru, en voru 12 áður. Einar kastaði 75,86 metra EINAR Vilþjálmsson, spjót- kastarí, kastaði spjótinu 75,86 metra á móti sem var sérstak- lega komið á fyrir hann á Laugardalsvelli um helgina. Þetta er lengsta kast hans á árínu, en hann er nýkominn úr þriggja vikna æflngabúð- um í Bandaríkjunum. Hann stefnir að þátttöku í Ólympíu- leikunum í Atlanta í sumar en til þess að komast þangað þarf hann að kasta 80 metra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.