Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 1
Stúlkan með Botticelliandlitið William D. Valgardson /2 ítölsk ástriða Susanna Tamaro /2 Kristbjörg Kjeld /3 Hvitur isbjörn ísak Haróarson /6 Vargaldir linnskrg skáldkvenna /8 Ekkí hœgt að svindla á börnunum Guórún Helgadóttir /8 *t&mlft$faib MENNING LISTIR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 BLAÐ Sjötta skiln- ingar- vitið SJÖTTA skilningarvitið nefndu Austurríkismenn sýningu á síðustu bókastefnu í Frankfurt, en þar voru þeir í öndvegi. Sýningin átti að spegla bókmenntir tuttugustu aldar í Austurríki. Auk bóka, mynda og handrita voru sýndir ýmsir munir úr vörslu rithöfunda: pennar, ritvél- ar og margt fleira. Þarna gat til dæmis að líta ritvél Hermanns Broch og dauðagrímu Roberts Mus- il, einnig kufung, hárlokk, fjöl- skyldualbúm og dagbækur annarra kunnra höfunda svo að eitthvað sé nefnt. Skáldsagnahöfundar frá Vín Þeir Hermann Broch og Robert Musil voru meðal helstu skáld- sagnahöfunda Austurríkis og áttu það sameiginlegt að búa lengst í Vínarborg. Kunnustu verk Brochs eru þríleikurinn Svefngenglar (1931-32) og Dauði Vergil- íusar (1946). Broch sem var KUFUNGUR með stráum í eigu Josephs Soderer af gyðinglegum uppruna var hnepptur í fangelsi þegar nasistar lögðu undir sig Austurríki 1938, en heppnaðist að flýja til Bandaríkj- anna sama ár. Robert Musil hlaut frægð fyrir þriggja binda skáldverk sem hann nefndi Maðurinn án eiginleika (1930-43) og oft er vitnað til. Musil hefur verið sagður skrifa í anda James Joyce og sama gild- ir um Broch. ? ^ }&>i *- *-"¦•¦ /" A », w W ^ ^, Nýjar bækur Ævi og skoðanir Steins ÚT er komin bókin Steinn Steinarr — Ævi og skoðanir. Þar segir Ingi Bogi Bogason, sem lengi hefur rannsakað ævi og verk Steins, frá manninum og skáldinu, lífí Steins og list. Hann greinir frá æskuárum hans vestur í Dölum þar sem hann ólst upp hjá vandalausum en einnig fjaljar hann um ár Steins í Reykjavík. í bókinni Steinn Steinarr — Ævi og skoðanir er einnig að fínna greinar og viðtöl sem birst hafa í fyrri bókum um skáld- ið en einnig greinar sem ekki hafa verið prentaðar þar áður. Tvær grein- anna hafa aldrei komið fyrir almenn- ingssjónir en þær fundust nýverið í kössum með ýmsu dóti Steins sem afhentir voru Landsbókasafninu fyrir nokkrum árum. í bókinni eru einnig ljósmyndir frá ævi Steins og hafa sumar þeirra hvergi birst áður. Steinn Steinarr Ingi Bogi Bogason í kynningu frá útgefanda segir: Steinarr - „Þótt Steinn sé frægastur fyrir ljóð 3.590 kr. sín þá nutu hæfileikar hans, skopskyn og bein- skeytt afstaða sín ekki síður í greinum hans um menn og málefni." Steinn Steinarr - Ævi og skoðanir er 216 blaðsíður að lengd, þar af eru 24 myndasíður. Bókin var brotin um hjá útgefanda, Vöku- Helgafelli, þar sem kápan var einnig hönn- uð en Jón Kaldal tók myndina af Steini er prýðir framhlið kápu. .Bókin er prentuð og bundin í Prentsmiðj- unni Odda hf. Steinn Ævi og skoðanir kostar RITVEL Her- manns Broch AÐ VENJU hefur bókablað Times í London, TLS (1. desember), leitað til rithöfunda í því skyni að fá þá til að nefna þær bækur sem höfðu mest áhrif á þá á árinu. Þrjátíu og sjö svara í blaðinu. Það er alltaf hnýsilegt að kynna sér þessi svör eða viðbrögð við spurn- ingu af þessu tagi. Það sem skar í augun við fyrsta lestur er að nokkr- ir rithöfundar nefndu bækur sem komu út 1994 eða fyrr. Alvitrar stellingar Menn setja sig vitanlega i alvitrar stellingar þegar svara skal hátíðleg- um spurningum og vilja ekki heldur láta taka innan úr sér. Svörin má skoða í þessu ljósi._ Fyrstur svarar írinn Paul Mul- doon, eitt kunnasta skáld íra nú. Hann velur sér ljóðasafn frá 1994, úrval Ijóða Marilyn Hackers 1965-1990 og segir ljóð hennar einkennast af því að hún sameini tæknileg atriði og talmál á eftirminnilegan hátt. Fræðilegar bækur kýs Muldoon einn- ig, eftir Claude Lévi-Strauss og Ste- ven Pinker. Líklega speglast bókmenntalífið í Frakklandi í svari Michels Tournier því að hann velur bók eftir ungan rithöfund og bókaritstjóra Le Figaro, Jean-Marie Rouart, ævisögu hertog- ans de Morny sem var barnabarn Talleyrands og hálfbróðir Napóleons þriðja. I ævisögunni er skyggnst inn í lífið við hirðina og andlegt líf tím- anna. Bandaríska skáldið John Ashbery velur eina þykka bók og aðra þunna. Þykka bókin er Töfrafjall Thomasar Manns í þýðingu John E. Woods, hin er eftir Kaliforníuskáldið Cole Swen- son sem minnir hann á Emily Dickin- son. Bækur ársins 1995 Kunnir rithöfundar völdu nýlega helstu bækur ársins. Jóhann Hjálmarsson fræddist um bók- menntasmekk þeirra. Doris Lessing hefur efsta á lista skáldsögu eftir Penelope Fitzgerald, The Blue Flower, þar sem vaktar eru til lífs ástir skáldsins Novalis, þess sem orti um bláa blómið. Lessing er líka á norrænum slóðum í vali sínu. Skáldsaga sem færði henni mikla ánægju á árinu er Fuglarnir eftir Tarjei Vesaas og hún notar tækifær- ið til að lofa Klakahöllina eftir Vesa- as sérstaklega í leiðinni. Joyce Carol Oates nefnir meðal margra góðra bóka á árinu ævisögu Lewis Carroll eftir Morton N. Cohen sem hún segir jafngilda skáldsögu og bók eftir Daniel C. Dennett um hættulegar hugmyndir Darwins. Malcolm Bradbury er einn þeirra sem nefna ævisögur þekktra manna sem allir voru bókmenntamenn og framarlega í bókmenntagagnrýni: F.R. Leavis, Angus Wilson og Kings- ley Amis. Tékkneska skáldiö Miroslav Holub náði helst sambandi við mann sem grafínn var úr snjógröf sinni í Ötztal- ölpunum 1991 og um hann skrifaði fræðilega Konrad Spiridler. Þetta er alls ekki bókmenntaverk eins og Holub tekur fram. Holub segir það leitt, en litli maðurinn sem kom upp úr snjónum sé honum hugstæðari en flest í nýjum skáldskap. „Ég hlýt að vera meira fyrir upphaf mannsins en endalok," skrifar skáldið. Sabbath's Theater eftir Philip Roth er mikilsháttar verk að dómi A. Alvarez. Craig Raine nefnir The Annals of Chile eftir Paul Muldoon. Margaret Atwood hefur eins og fleiri lesið Thomas Bernhard rækilega. Germaine Greer er áhugasöm um ljóð eftir skáldkonur og hneykslast á því fálæti sem mætti á sínum tíma Kat- hleen Raine og Laura Riding. Nadine Gordimer nefnir Fyrsta manninn eft- ir Albert Camus. Robert Scruton hefur lagst í verk T. E. Hulmes og telur að fleiri ættu að fara að hans dæmi. Ahdaf Soueif rómar bók Radwa Ashur sem er þríleikur um Granada og endalok mára á Spáni; þetta er myrk fjölskyldusaga, segir Ashur. D.J. Enricht hefur gefið sér góðan tíma til að lesa ljóð Pauls Celan og bók um hann eftir John Felstiner. Celan sem var gyðingur lifði af hel- förina, en drekkti sér í Signu 1970 á h^tindi skáldferils síns, 49 ára að aldri. Kunnasta ljóð Celans er Helf- úga Klassískar bókmenntir, ævisögur frægra manna og sagnfræði af ýmsu tagi ásamt skáldskap trónar á per- sónulegum listum rithöfundanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.