Morgunblaðið - 20.12.1995, Síða 3

Morgunblaðið - 20.12.1995, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐTAL MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 D 3 Copesco SIF á Spáni eykur söluna á saltfiski um 50% milli ára í KATALÓNÍU er mjög löng hefð fyrir neyzlu á saltfiski. Fyrstu heimildir í bókum Copesco, forvera Copesco SÍF, um innflutning á salt- fiski frá íslandi ná aftur til ársins 1853, þar sem skráð eru kaup á saltfiski. Þar er getið pöntunar á saltfíski frá íslandi, sem skilaði sér gegnum Noreg 2. ágúst 1853, 1.500 kíló. Sérstaklega er tekið fram að fískurinn hafi verið þurrk- aður, mjög hvítur og vel flattur, þéttur í sér og engir blóðblettir. Kröfurnar í dag eru nánast þær sömu, en þurrkun er þó að mestu úr sögunni, enda hennar ekki leng- ur þörf til að auka geymsluþolið. Veríð var á ferðinni í Barcelona, höfuðborg Katalóníu fyrir skömmu til að kynna sér saltfískmarkaðinn þar. Katalónía er meðal annars þekkt fyrir saltfískneyzlu, sem á sér langa hefð allt frá því að salt- fískurinn var matur hinna fátæku, þar til nú að hann er orðinn dýr og eftirsóttur fyrir sérstök bragð- gæði. Bæði á mörkuðum og á veit- ingahúsum er saltfiskurinn oft það dýrasta sem hægt er að fá og með ólíkindum á hve fjölbreyttan hátt hann er seldur bg matreiddur. Sölusamband íslenzkra fisk- framleiðenda, SÍF, hefur Stofnað sölu- og dreifingarfyrirtækið Co- pesco SIF í samvinnu við fyrirtæk- ið Sefrisa í Barcelona, en áður sá Copesco um sölu á saltfiski frá SÍF á Spáni. Verið ræddi við Joaquin Escoda, framkvæmdastjóra Cop- esco SÍF, og byrjaði hann á því að rekja starfsemi fyrirtækisins, en þar vinna að jafnaði 40 manns, en mest 50 á háannatímanum. Viðamikil starfsemi í Corelia „Copesco SÍF rekur framleiðslu- og pökkunardeild í bænum Corelia. Þar lögum við saltfískinn að mis- munandi þörfum hins spánska markaðar, sem er mjög fjölbreyttur eftir landssvæðum og kaupendum," segir Escoda. „Úr fískinum, sem við kaupum frá SÍF, vinnum við einnig fjölbreytta línu afurða fyrir alla markaði Spánar. Vegna stöð- ugs framboðs af gæðafiski frá SÍF getum við boðið fjölbreyttara úrval stærðarflokka og afurða en aðrir á markaðnum og getum fullnægt öll- um þörfum viðskiptavina okkar. Við erum einnig með miklar kæligeymslur í Corelia, sem rúma um 800 tonn. Þessi geymsla er með þeim stærstu sinnar tegundar á Spáni og gerir okkur kleift að safna nægilegum birgðum af salt- físki til að tryggja að við getum verið með stöðugt framboð allt árið. Með því verjum við okkur gegn sveiflum í verði og framboði og veitum viðskiptavinum okkar góða þjónustu. Öflugt sölu- og dreifikerfi Copesco SÍF býr einnig yfir mjög öflugu sölu- og dreifikerfí á öllum meginmörkuðum Spánar, í Kat- alóníu, í norðri, í Madrid og víðar. Við erum með meira en, 2.000 bein viðskiptatengsl á þessu sviði. Aðrir keppinautar á markaðnum eru á hinn bóginn meira bundnir við ein- stök markaðssvæði. Við seljum fískinn bæði til svokallaðra útvatn- ara, sem eru þeir, sem selja fiskinn á matvælamörkuðunum, en við vinnum fískinn einnig í neytend- aumbúðir og seljum í gegnum dreifikerfi Sefrisa í stór- og risa- markaði. Sefrisa býr yfír mjög góðu sölu- og dreifikerfi, sem meðal ann- ars byggist upp á sölu á laxi og víni, og saltfiskurinn fellur vel inn í það, báðum aðilum til hagsbóta, þar sem breiddin í vöruúrvalinu verður meiri. Þannig getum við einnig lækkað sölu- og dreifingar- kostnað.“ 50% aukning Hvernig hefur salan gengið? „Á þessu ári munum við selja um 3.000 tonn af saltfiski, sem er um 50% aukning frá því sem Co- pesco seldi fyrir stofnun Copesco Verðum að bjóða betri fisk en aðrir Spánn er einn af mikilvægustu saltfiskmörkuðum okkar. Þar fæst að jafn- aði hæsta verðið og þar er saltfískurinn herramanns matur, framreiddur á ótrúlega margvíslegan hátt. Hjörtur Gíslason var í Barcelona fyrir skömmu og ræddi við Joaquin Escoda, framkvæmdastjóra Copesco SÍF, sem sér um sölu saltfisks frá SIF á þessum harða markaði. JOAQUIN Escoda, framkvæmdastjóri Copesco SÍF í Barcelona, með höfuðbókina þar sem skráð eru saltfiskkaup frá íslandi árið 1853. SÍF. Við erum mjög ánægðir með svo mikla aukningu í sölu á mark- að, sem er að minnsta kosti ekki vaxandi og hugsanlega fer hann minnkandi. Við erum því að auka hlutdeild okkar á markaðnum veru- lega. Stefna okkar er að auka söl- una enn meira, án þess að leggja í það mikinn viðbótarkostnað. Fyrir vikið verður sölu- og dreifingar- kostnaður hjá okkur injög lágur á hvert kíló. Þess vegna getum við boðið framleiðendum betur og kaupendum betra verð, en jafn- framt hagnazt á sölunni. Við höfum náð að byggja upp mjög samkeppn- isfært fyrirtæki, sem á góða mögu- leika á því að vaxa og dafna. Það er annar gundvallarþáttur, sem ræður því hvernig salan geng- ur. Við verðum að geta boðið að minnsta kosti jafngóðan fisk, helzt betri en aðrir, eigi okkur að takast að auka markaðshlutdeild okkar. Við höfum því óskað þess við SÍF að gæðakröfur séu mjög miklar og stöðugar og flokkun sé vönduð. SÍF gerir miklar kröfur til framleiðenda sinna og það léttir okkur róðurinn. Þegar við segjum við útvatnara, að í kassanum sé fyrsta flokks fisk- ur, þá getur hann verið viss um að svo sé og annar gæðaflokkur sé annar gæðaflokkur. Öllu máli skiptir að kaupendur fái þann fisk, sem þeir hafa beðið um, bæði hvað varðar gæðaflokkun og stærðar- flokkun. SÍF hefur mjög góða ímynd á markaðnum og það auð- veldar okkur landvinninga á þess- um harða markaði. Copesco SÍF hefur skilað hagn- aði. Reyndar ekki miklum, því markmið okkar á fyrsta starfsárinu var að auka umsvifin, auka hlut okkar á mörkuðunum. Markmiðið var því að ná mikilli sölu, ekki miklum hagnaði. Það getur verið mjög góðan fisk frá Noregi, en einnig mjög slakan. Þar skiptir líka miklu máli að flokkunin hjá þeim er yfirleitt mjög slök. Við höfum orðið fyrir því, að fiski frá Noregi hefur verið pakkað í umbúðir frá SÍF og hann seldur sem íslenzkur. Ég tel slíka sam- keppni afar óheppilega. Það hefur einnig komið í ljós að á íslandi hafa framleiðendur utan SÍF pakk- að í umbúðir frá SÍF til að auð- velda sér söluna. Slíkt framferði verður að stöðva á íslandi, því það er mjög erfítt að hafa eftirlit með því hér á markaðnum." Framtíðin góð á saltfisk- kostnaðarsamt að vinna markaði, en það er fjárfesting, sem skilar sér vel til baka síðar. Við munum þó vera réttu megin við strikið á þessu fyrsta starfsári okkar.“ Allir setji gæðamarkið hátt Ertu sáttur við fyrirkomulag út- flutnings frá íslandi? „Samkeppnin á þessum markaði er mikil, menn keppast bæði um hráefnið á íslandi og kaupendur hér á Spáni og það getur valdið nokkrum erfiðleikum. Ég held þó að fjöldi útflytjenda á íslandi ráði ekki úrslitum um það hvort góður árangur næst, mikil sala og hátt verð. Ég held að mestu máli skipti að allir útflytjendur á íslandi setji gæðamarkið hátt og vandi flokkun á fískinum. Á mörgum undanföm- um áratugum hefur ímynd íslenzka saltfísksins verið sú bezta í heimin- um. Hvergi annars staðar hefur fengizt jafngóður fiskur. Þegar útflutningurinn er allur á einni hendi, er auðvitað auðveldara að setja samræmda gæða- og flokkunarstaðla en þegar útflytj- endur eru margir, og eftirlitið er auðveldara. Nú er útflutningur á saltfiski frá íslandi öllum heimill og við það er ekkert að athuga á tímum frjálsrar verzlunar. Það er hins vegar grundvallaratriði að samkeppnin snúist um gæði, að útflytjendur og framleiðendur keppist við að ná sem mestum gæðum. Með því næst að byggjast upp heildstæð gæðaímynd fyrir all- an íslenzkan saltfisk og það verður til þess að auka söluna. Snúist sam- keppnin um ánnað og menn slaki á gæðunum, skaðar það ímynd alls íslenzks fisks, líka frá beztu fram- leiðendum." Engin heildstæð ímynd í Noregi Hvað um fiskinn frá Noregi? „Það virðist ekki vera sama regl- an á hlutunum þar. Kannski stafar það af því að aðstæður eru með öðrum hætti. Útflytjendur í Noregi eru svo margir, að fiskurinn þaðan hefur enga heildstæða ímynd, held- ur hefur nánast hver útflytjandi sína ímynd. Þannig er hægt að fá Hver er framtíðin mörkuðunum? „Framtíðin er góð. Saltfískur er mjög góð og holl matvara. Hann er með sérstakt bragð og er eftir- sóttur meðal neytenda. Markaður- inn hefur dregizt saman vegna þess, að öll neyzla á Spáni hefur dregizt saman, ekki bara á físki eða öðrum matvælum. Fólk leggur nú meiri áherzlu á sparnað en áður. Þá hefur neyzlumynstrið verið að breytast, meðal annars vegna þess að verð á saltfiski hefur farið hækkandi á undanförnum árum. Nú er saltfiskur fremur dýr matur, en mjög sérstakur og eftirsóttur fyrir það. Þá hefur neyzla á salt- físki á veitingahúsum aukizt tölu- vert. Við erum einnig stöðugt að vinna að markaðssetningu á salt- físki með ýmsum hætti. Sumum, einkum yngra fólki, vex í augum fyrirhöfnin við að útvatna saltfísk- inn og finnst erfitt að matbúa hann. Við framleiðum því útvatnaðan saltfisk í neytendaumbúðum, tilbú- inn til eldunar. Við hlutum fiskinn líka niður í neytendaumbúðir og loks koma til sögunnar matreiddir réttir. Þá þarf einnig að dreifa uppskriftum og leiðbeiningum um eldamennsku. Sala á saltfíski er að byija að færast inn í stór- markaðina, þar sem yngra fólkið verzlar mest og þannig náum við til þess. í upphafi næsta árs munum við kynna nýja framleiðslu, Brandada de Morue, sem er tilbúinn saltfiskréttur. Allt þetta mun verða til þess að treysta stöðu saltfísksins á mörkuðunum. Framleiðsla á salt- fiski í heiminum er ekki mikil um þessar mundir, en færi svo að hún ykist að ráði, myndi verðið vafalít- ið lækka, en neyzlan aukast að sama skapi og fleiri bæði leyfðu sér að borða saltfisk oftar og fleiri nýir neytendur kæmust á bragðið. Við höfum ekkert að óttast í framtíðinni svo fremi sem gæðum og flokkun á saltfískinum frá ís- landi hraki ekki. Nauðsynlegt er að samkeppnin leiði ekki til þess að gæðin slakni, því mestu máli skiptir að saltfiskurinn hafi heild- stæða gæðaímynd. Meðan svo er, eigum við bjarta framtíð á þessum harða saltfiskmarkaði. Við erum nú að selja bezta fáanlega saltfisk- inn í heiminum og vonandi verður svo áfram,“ segir Joaquin Escoda. • •• stráhar cruð þið búnir að velja Jólagjöfina THE ONE AND ONLY wondefbra ••• ® UTSOLUSTAÐIR ÍSABELLA • EGILSTAÐIR: OKKAR Á MILLI • GARÐABÆR: SNYRTIHÖLLIN • IÚSAVÍK: ESAR • ÍSAFJÖRÐUR: SNYRTIHÚS SÓLEYJAR • KEFLAVÍK: : SNYRTISTOFAN SNÓT • REYKJAVÍK: ÁRSÓL, DEKURHORNIÐ & SPES • SMART Einkaumboð og heildsöludreyiing: Halnarbræður S: 5550070

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.