Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 1
JOLAGUÐSPJALLIÐ E N ÞAÐ bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ág- ústus keisara um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetn- ingin, er gjörð var, þá er Kýreníus var land- stjóri á Sýrlandi. Og fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar. Fór þá einnig Jósef úr Galíleu frá borginni Nazaret upp til Júdeu, til borg- ar Davíðs, sem heitir Betlehem, því að hann var af húsi og kyn- þætti Davíðs, til þess að láta skrásetja sig, ásamt Maríu heitkonu sinni, sem þá var þunguð. En á meðan þau dvöldust þar kom að því,. að hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frum- getinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau í gistihúsinu. Og í þeirri byggð voru fjárhirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði í kringum þá, og urðu þeir mjög hræddir. 0g engillinn sagði við þá: Verið óhrseddir, því Fæðing Jesú ÚR bókinni Biblían í myndum eftir Gustave Doré. sjá, ég boða yður mik- inn fögnuð, sem veit- ast mun öllum lýðn- um; því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drott- inn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ung- barn reifað og liggj- andi í jötu. Og í sömu svipan var með engl- inum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upp- hæðum, og friður á jörðu með þeim mönn- um, sem hann hefir velþóknun á. Og er englarnir voru farnir frá þeim til himins, sögðu hirð- arnir hver við annan: Vér skulum fara rak- leiðis til Betlehem og sjá þennan atburð, sem orðinn er og Drottinn hefir kunn- gjört oss. Og þeir fóru með skyndi og fundu bæði Maríu og Jósef, og ungbarnið liggj- andi í jötunni. En þeg- ar þeir sáu það, skýrðu þeir frá því, er talað hafði verið við þá um barn þetta. Og allir, sem heyrðu það, undruðust það, sem hirðarnir sögðu þeim. En María geymdi öll þessi orð og hugleiddi þau með sjálfri sér. Og hirðarnir sneru aftur og vegsömuðu og lofuðu Guð fyrir allt það, er þeir höfðu heyrt og séð, eins og sagt hafði verið við þá. (Lúkasar guðspjall, 2. kafli, 1.-20. vers.) Barnablað Morg- unblaðsins, Mynda- sögur Moggans, ósk- ar öllum lesendum sínum, smáum og stórum, gleðilegrar jólahátíðar. Megi ljósið ná til okkar allra. i i { i :> / i 'i i } i > i i {

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.