Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 8
V v « 8 B LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Algert hömluleysi Philip Roth er einn af þekktustu og virtustu rithöfundum Bandaríkjanna. Hann er kunn- astur fyrir bókina Portnoy‘s Complaint, sem vakti hneykslan víða um heim sökum hisp- urslausra lýsinga á kynhegðun söguhetjunn- ar. Roth hefur nú sent frá sér nýja bók, Sabbath’s Theater, þar sem hispursleysið er enn meira. Eigi að síður hefur bókin hlot- ið ein virtustu bókmenntaverðlaun Banda- ríkjanna, National Book Award. Rúnar Helgi Vignisson fjallar hér um bókina. með nærföt heimasæt- unnar og stelur nektar- myndum af frúnni. Þrátt fyrir þetta er Sabbath ekki alveg ófær um að elska og ef til vill er það hans akkillesarhæll. Þannig tregar hann mjög bróð- ur sinn, sem lést í seinni heimsstyijöldinni. Sá mikli missir eyðilagði líf foreldra hans og sjálfur hefur hann aldrei jafn- að sig. Hann gengur enn með úr bróður síns og undir lok bókarinnar stelur hann öðrum per- sónulegum munum hans frá fjörgömlum ættingja. Þar á meðal eru orða og bandaríski fáninn Philip Roth armissis og Mósebókar. Svekktiir Lér Nokkrar bóka Roths hafa gengið út á stórýkta, næstum gró- teska, umfjöllun um kynlíf. í Portnoy's Complaint fær sjálfsfró- un slíka meðferð og Zuckerman þríleiknum er farið býsna geyst í kynlífslýsingum líka. Ekkert er heilagt, en þó tekst Roth að bæta um betur í nýju bókinni og koma sjóuðum lesend- um sínum í opna Þorri Holræsin á ströndinni eftir Þorra Galdur, gróteska og aðrir heimar MEÐ Sabbath's Theater, Leikhúsi Sabbaths verða að sumu leyti skil í höf- undarverki Roths. Nú virðist hann hafa lokið ítarlegri rann- sókn sinni á sambandi skáldskapar og veruleika sem staðið hefur yfir frá því bókin My Life as a Man kom út árið 1974 og reis einna hæst í verðlaunabókunum The Counterlife og Operation Shylock, en þá síðar- nefndu valdi Time bestu skáldsögu ársins 1993. Þar er söguhetjan orðin Philip Roth, persóna með sama bak- grunn og höfundurinn, en þó er verk- ið óumdeilanlega skáldsaga. Eða hvað? Leikhús fáránleikans í leikhúsi Sabbaths ríkir algert hömluleysi. Leikhússtjórinn, Mikey Sabbath, er 64 ára og lítur yfir far- inn veg. Tilefnið er dauði hjákonu hans, hinnar króatísku Drenku, úr krabbameini í eggjastokkum, en með henni hafði hann stundað svo ævin- týralegar kynlífskúnstir að útlistun á þeim mundi sprengja siðaramma þessa blaðs. Titill bókarinnar vísar til brúðuleikhúss sem hann rak um skeið á götum New York-borgar. Hann er dreginn fyrir rétt þegar lög- reglumaður verður vitni að því að hann lætur brúðu sína bera bijóst ungrar stúlku í áhorfendahópnum. Þegar dómarinn spyr hvort hann ætli að fremja þetta ósiðlega athæfi aftur svarar hann: „Þetta er mitt lifi- brauð.“ Og víst er það tilsvar lýs- andi fyrir.kauða. Eftir þetta flyst Sabbath ásamt seinni konu sinni — sú fyrri hvarf sporlaust — til smábæjar á Nýja- Englandi þar sem hann tekur að sér leiklistarkennslu. Hann er rekinn úr starfi þegar upp kemst að hann hef- ur stundað hálfgert símavændi með nemanda. Smáatriðin eru ekki falin ■fyrir lesandanum, heldur er símtalið birt orðrétt neðanmáls, en stúlkan hafði tekið það úpp og spólan síðan komist í hendurnar á öðrum. Þama leikur Roth sér að lesandanum, lætur hann velja milli klámsins neðanmáls og meginmálsins. Sjálfum finnst Sabbath ekkert athugavert við at- hæfi sitt, þetta sé hinn raunverulegi veruleiki karlmannsins. Paradísarmissir nútímans Sabbath kærir sig enn kollóttan um norm samfélagsins og svífst einskis þó að hann sé orðinn feitur og blöðruhálskirtillinn háskalega stór. Þegar hann heldur í jarðarför vinar í New York tekst honum næst- um að tæla eiginkonu góðborgarans Normans, vinarins sem hann gistir hjá, auk þess sem hann fer fijálslega og skrýddur hvoru tveggja heldur hann enn einu sinni á leiði Drenku, sem sagði eitt sinn að hann væri Ameríka. Sabbath hefur stundað all- óvenjulega iðju í kirkjugarðinum en í þetta sinn lætur hann nægja að kasta ástúðlega af sér vatni á leiðið. Þá vill svo óheppilega til að fulltrúa siðgæðisins ber að garði, engan ann- an en lögregluþjóninn son Drenku. Þannig rekur hver furðan aðra í þessari sögu, sem hinn þekkti gagn- rýnandi Frank Kermode kallar í ítar- legum ritdómi í New York Review of Books eina merkilegustu skáldsögu síðustu ára. Hann telur bókina dýpri en flestar bækur Roths frá því Portno- y‘s Complaint kom út, enda má segja að karlinn flysji hér siðmenninguna utan af aðalpersónunni. Kermode gengur svo langt að halda því fram að Roth sé með sínum hætti að fást við sömu þemu og höfundar Paradís- skjöldu. Það sem kemur í veg fyrir að skrif hans verði lágkúruleg er fæmi hans við að láta kynlífshegðun end- urspegla djúpstæðan sannleik. í PoHnoy's Complaint voru það tengsl- in við móður og siðfræði gyðing- dómsins, hér eru það frumhvatir mannsins í samhengi við dauðann. Sabbath hefur tilvitnanir í Lé kon- ung á hraðbergi og eftir að hann yfirgefur konu sína er hann að sumu leyti í stöðu hins vitfirrta Lés á heið- inni, er utan við samfélagið. Lé kon- ungi sámar óréttlæti dætra sinna, sem úthýstu honum og stunduðu saurugt líferni í laumi. Það er þetta óréttlæti, þessi tvískinnungur, sem nærir hinar andfélagslegu kenndir Sabbaths, enda eru lokaorð bókar- innar, eftir að hann hefur gert mis- heppnaða tilraun til að stytta sér aldur: „Hvernig gat hann farið? Allt sem hann hataði var hér“. Og því gengur dýrið laust í leik- húsi mennskunnar í aldarlok. HOLRÆSIN á ströndinni heitir ný- útkomin ljóðabók Þorra Jóhannsson- ar. Þetta er sjöunda bók skáldsins og inniheldur bæði stutt ljóð, prósa og ljóðabálk. „Þessi bók er þrískipt," segir Þorri, „fyrsti hluti hennar sam- anstendur af styttri ljóðum sem ég hef unnið að síðastliðin þijú ár, svo kemur kafli prósa, sem er eins konar fomleifauppgröftur í sjálfum mér, og að endingu er í henni ljóðbálkur sem bókin er nefnd eftir, sem er blanda af æskustemningum og trú- málum en þemað mætti kalla firringu samfélagsins." Þorri segir að ljóða- bálkurinn sé eins konar ávarp í ljóð- varpi. „Það á vel.við þennan texta að þylja hann í hljóðnema, þetta er eins konar rapp kannski." Sjá má visst samspil í bókinni á milli hins eldforna og hins nýja; einn- ig renna saman grótesk heimssýn og fírring nútímans. „Það má segja að ég leiti aftur til hins forna heims; þetta er kannski ákveðin guilaldar- rómantík. í þessum fírrta og bijálaða nútíma leitar maður óneitanlega aft- ur í þann heim sem einkenndist meir af samræmi manns og náttúru. Sum- ir vilja kalla þessa ljóðlist hálfgert svartagallsraus en ég er ekki sam- mála því, mér fínnst ég einmitt benda á von, á aðra kosti, aðra heima sem eru leiðir út úr þessum heimi sem við lifum í nú og er fullur af eymd.“ Galdur er áberandi þema í ljóðum Þorra. „Já, maður heldur kannski að maður sé nútíma kraftaskáld, þetta séu eins konar þulur.“ Þorri myndskreytti bókina sjálfur og segir hann að honum þyki skáld mættu gera meira af því. „Ég er kannski laumumyndlistarmaður. En myndirnar eru ekki í neinu samhengi við ljóðin enda fínnst mér það ekki skipta neinu máli; myndirnar standa fyrir sínu með eða án ljóðs.“ Moldugur margbreytileikinn Á tærum sumamóttum tíðindalausa landsins í glæm norðri era stunduð mannleg samskipti við hljómfall raunsæis og ranglætis. Með margbreytileika moldugrar gyðjunnar flaut það á brott á úldnu kjöti niður lækinn í glymjandi nið fossins. Vettvangur í u :-p Bókmenntaþjóð, eða hvað? ERU íslendingar bókmenntaþjóð? Sé tekið mið af sölulistum bóka nú fyrir jólin er hún það ekki en meðal hæstu verka á honum er bandarísk hjúskaparráðgjöf. En hver er ástæða þessa? Lætur þjóðin stjórnast af auglýsingum í þessu sem öðru? Eða eru skáldin ef til vill ekki í tengslum við lesendur, eru þau alltaf að skrifa bækur fyrir hvert annað? Eða hefur þessi þjóð kannski aldrei verið neitt sérstaklega gefin fyrir bókmenntir? IMINNI sveit var svo fallegt útsýni, að við þurftum ekki á skáldskap að halda,“ sagði Steinn Steinarr og sló þannig vopn- in úr höndunum á þeim sem í mörg- hundruð ár hafa verið að agnúast út í þjóð sem hefur verið nánast alveg laus við góðan smekk á bókmenntum. Og hvað höfum við svo sem að gera með skáldskap þegar við höfum stór- fenglega náttúruna fyrir augunum alla daga, þegar við höfum margbrotið lífið í æðunum, þegar við höfum ástina f hjörtunum og dauð- ann og eilífðina rétt handan alls þessa? Og þær hafa svo sem ekki borið mikinn árangur umvandanirnar við „smekklausan" almenninginn í gegnum tíðina; hann hélt áfram að þylja marklaust rímnabull þrátt fyrir margra alda pex í prestum og öðrum andans mönnum, hann tuggði handritin næstum því upp til agna þannig að seinna þegar þjóðin vildi byggja sjálfsmynd sína á þeim voru engin eftir nema nokkur stykki sem hafði tekist að bjarga úr svöngum kjöftum hennar til Kaupmannahafn- ar. Þetta er hin raunverulega saga bókmennta- þjóðarinnar, íslendinga. Og þótt bókmenntaþjóðin sé hætt að lesa rímur og japla á handritunum er risið svo sem ekki hátt á henni ef marka má nýlegar tölur um sölu bóka fyrir jólin. Þar er bandarísk hjú- skaparráðgjöf meðal efstu bóka á lista (13.-19. des.) og þykist sjálfsagt vera bókmenntaverk; ber hún titil sem sumir geta ef til vill samsam- að sig við en aðrir ekki, Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus. í fyrsta sæti listans eru Afrek Berts sem ég veit reyndar ekki í hverju felast. en eru víst unnin til að gleðja börn. í öðru sæti er sú bók sem hvað mest hefur borið á í fjölmiðlum landsmanna þetta haustið, Mar- ía, konan bak við goðsögnina, sem Ingólfur Margeirsson skráir. Þar á eftir kemur ein af fjórum barnabókum listans, Ekkert að þakka eftir Guðrúnu Helgadóttur. Ánægjulegasta fréttin á þessum lista er reyndar sú hvað bamabækumar eru sterkar á honum en auk þeirra sem þegar hefur verið getið em þar Áfram Latibær! eftir þolfímistjömuna Magnús Scheving og Sex augnablik eftir knattspymu- hetjuna Þorgrím Þráinsson (ekki skal lagt mat á þessi verk hér). Öllu verri eru þau tíðindi að einungis eitt íslenskt skáldverk, sem ætlað er fullorðnum lesendum, kemst á listann, Hraun- fólkið eftir Bjöm Th. Björnsson. Ekkert erlent skáldverk af því tagi er að fínna á listanum. Og hvað er þá orðið um hina fornfrægu bókmenntaþjóð? Hefur hún ekki tapað áttum? Hefur hún ekki farið villur vegar? Vafalaust munu einhveijir segja að þessar spurningar lýsi óþarfa viðkvæmni; þjóðin hafí hvort sem er aldrei verið neitt sérstaklega hneigð til bók- mennta, stóran hluta sögu sinnar hafí hún jafnvel ekki átt neinar bókmenntir, enga orðl- ist nema áðurnefndar rímur og einhveija sálma sem sjaldnast megna að hrífa andann með sér upp, upp yfir hvunndaginn. Þessar spurningar eiga hins vegar fullan rétt á sér og eru nauðsynlegar í vertíðinni sem stendur hæst einmitt þennan dag. Það er auð- vitað engin tilviljun að bókaútgáfan fyrir jólin fær á sig ímynd vertíðarinnar. Síðastliðna mánuði hafa höfundar og útgefendur staðið sveittir við að ganga frá bókum sínum á mark- að, gera þær söluvænlegar en þar skiptir útlit- ið ekki minna máli en innihaldið. Litfagrar og skrúðmiklar kápur eru hannaðar utan um verk- in, þær lokka lesandann - og kaupandann. Er þessi umbúðalist orðin svo mikilvæg í aug- um útgefenda að á hverri vertíð velta þeir vöngum yfir „bestu“ kápunni í fjölmiðlum landsins. Það skyldi þó aldrei vera að allar þessar umbúðir séu að gleypa í sig sjálfar bókmennt- irnar. Skyldi markaðsgildi verkanna/vörunnar vera orðið mikilvægara en bókmenntagildi þeirra? Eða er það ekki staðreynd að þau verk seljast mest sem eru markaðssett best? Það er kannski farið að keyra um þverbak þegar sumum útgefendum; sem eiga jú allt sitt und- ir sölu bókanna, er sjálfum farið að blöskra hin alltumvefjandi markaðshyggja, eins og kom fram í grein undirritaðs hér í blaðinu um ís- lensku bókmenntaverðlaunin fyrir skömmu. En kannski er það ósanngjarnt að skella allri skuldinni á markaðssinnaða útgefendur. ,, Hinn aimenni lesandi les ef til vill ekki bók- menntirnar - sem þó slæðast með í flóðinu - vegna þess að þær eru ekki stílaðar á hann. Það var Steinn Steinarr sem benti einmitt á það að bækur væru eins og „sendibréf frá einu skáldi til annars, trúnaðarmál, sem [væri] í eðli sínu öðrum óskiljanlegt og óviðkomandi". Þetta er í rauninni bara myndhverfð lýsing á bókmenntafræðilegri hugmynd sem kallast textatengsl og hefur verið mjög í tisku undanf- arin ár og fjallar um margháttuð innri tengsl bókmenntaverka, samskipti þeirra á milli. Það er kannski kominn tími til að höfundar tengi sig við fólkið í heiminum; aukin samskipti við það gætu borgað sig. ÞH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.