Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 B 7 Erfiðir tímar í leikföngmi um EIGENDUR leikfangaverslana í Bandaríkjunum eiga sér sína martröð og hún er sú að sjá fyrir sér hillurn- ar svigna undan leikföngum en ekki nokkra sálu í búðinni. Þessi vondi draumur virðist nú hafa verið að rætast að sumu leyti en salan fyrir jólin er yfirleitt tveir þriðju af allri árssölu leikfangaverslananna. Að þessu sinni var ekki um að ræða neitt eitt leikfang, sem slegið hefur í gegn hjá krökkunum, og búist er við, að salan verði sú sama og í fyrra og í besta falli örlitlu meiri. Það er hins vegar athylgisvert, að í sam- drætti síðustu ára jókst salan í leik- föngum um 14% árlega. Leikfangaverslanimar áttu sér- staklega erfitt um þessi jól vegna þess, að aðþrengdar afsláttarversl- anir eða stórmarkaðir eins og Wal- Mart, Kmart og Target nota leik- föngin sem agn og selja á niðursettu verði til að laða til sín viðskiptavini. Afsláttarverslanimar hafa nú þegar náð undir sig 40% leikfangamarkað- arins í Bandaríkjunum en hlutur hinna eiginlegu leikfangaverslana er kominn niður í 28%. Þetta eru þó ekki einu vandræðin. Aldursskiptingin í þjóðfélaginu hefur breyst, smábörnum og börnum á for- skólaaldri hefur fækkað og eldri krakkarnir eru hrifnastir af „gömlu og góðu“ leikföngunum, sem hafa verið í umferð jafnvel áratugum sam- an. Nú í vetur hefur salan verið einna mest í leikföngum eins og Lego, Mekkanó og Hot Wheels-bílum að ógleymdri Barbie-dúkkunni, sem er aftur komin á toppinn, í fyrsta sinn í áratug. Tvö síðastnefndu leikföngin eru framleidd hjá Mattel Toys í Kali- forníu, stærsta leikfagnaframleið- anda í Bandaríkjunum. A síðasta ári jókst salan hjá því um 19%, var 3,2 milljarðar dollara, og nettóhagnaður þess jókst um 88%. Hagnaður helsta keppinautsins, Hasbros, minnkaði aftur á móti um 17%. Var það aðal- lega vegna þess, að Júragarðs- og Barney-risaeðlurnar voru aðeins stutta stund í náðinni hjá fimm ára krökkunum. Mattel átti' raunar í erfiðleikum um tíma en hefur nú losað sig við aðra óskylda starfsemi og einbeitir sér að leikfangaframleiðslunni. Er aðaláherslan á fernt, Barbie-dúkkur, Fisher-Price-leikföng, Disney-fígúr- ur og Hot Wheels-bíla. Standa þessar gerðir undir 80% af sölu fyrirtækis- ins. Tenging við kvikmyndir Leikfangaframleiðendur . gera ýmislegt til að örva söluna utan mesta sölutímans og hafa vakandi auga með kvikmyndum, sem hægt er að tengja framleiðsluna við. Disn- ey-myndin Toy Story hefur komið alveg eins og himnasending í þessu sambandi og sama má segja um hin- ar Disney-myndirnar, Konung ljón- anna, Aladín, Fríðu og dýrið og myndina um indíánastúlkuna Poca- hontas. Talið er, að leikfangaframleiðend- um stafi mest hætta af leikjatölvunni á næstu árum og tölvuleikir og við- eigandi búnaður taka æ meira pláss í leikfangaverslununum. Þeir geta þó huggað sig við, að enn verða börn- in til. I Asíu eru þau 800 milljónir talsins, 120 millj. í Rómönsku Amer- íku og 70 millj. í Evrópu. Ný tilraun til að bjarga B&W Kaupmannahöfn. Reuter. SKIPTARETTUR Kaupmanna- hafnar hefur veitt Burmeister & Wain skipasmíðastöðinni nýjan frest til 27. marz til að komast hjá skiptameðferð og lögð hefur verið fram ný björgunaráætlun á síðustu stundu til að koma í veg fyrir lokun og gjaldþrot. Danskir fjárfestar verða að fjár- festa í þremur eða fjórum stórflutn- ingaskipum B&W innan nokkurra daga, ef gera á síðustu björgunará- ætlunina að veruleika, að því er lögfræðingurinn Henrik Andersen sagði fyrir rétti. Andersen lýsti áætluninni í aðal- atriðum og hvatti til þess að komið yrði á fót nýju fýrirtæki með stuðn- ingi fjárfestasamtaka með eigið fé upp á 100 milljónir danskra króna. Samkvæmt áætluninni um end- urskipulagningu fyrirtækisins er gert ráð fyrir að lánardrottnar nú- verandi B&W, einkum bandarísk tryggingafélög, veiji þeim 300 milljónum d. króna, sem eftir eru í gamla fyrirtækinu, til að fjárfesta í nýjum samstarfssamtökun. Andersen telur að til þess að nýja fyrirtækið geti tekið til starfa verði stofnfé þess að vera um 400 milljónir danskra króna, en auk þess mun það eiga skipasmíðastöð B&W í Kaupmannahöfn. Hann lagði áherzlu á að pantan- ir í stórflutningaskipin frá B&W væru nauðsynleg forsenda þess að endurskipulagning gæti heppnazt. Fjárfestingar í nýju stórflutninga- skipunum eru frádráttarbærar frá skatti. Hugsanlegir fjárfestar munu fá 12 mánaða frest til að taka ákvörðun. - kjarni málsins I Helstu söluadllar; Pennlnn Hallarmúla. Bökval flkureyri, Bókabúð Brynlars Saudárkrókl, Straumur Isaflrðl, Tölvupjanustan Ðolungarvík, Bókhlaðan Isaflrðl, Rafelndaólónusta Bjnrna Patreksflrdl VIÐSKIPTI Gróði af trjákvoðu minni en ætlað var? Helsinki. Reuter. NORRÆN trjávörufyrirtæki skila methagnaði um áramótin og verð á pappír og trjávöru heldur áfram að hækka. Þó eru hlutabréf í fyrirtækj- unum talsvert minna virði en í jan- úar sl. og vonir um mikla uppsveiflu í pappírs- og tijákvoðugeiranum kunna að renna út í sandinn. Dregið hefur úr efnahagsbata og nýlegar lækkanir á verði tijákvoðu eru ef til vill ekki stundarfyrirbæri. Fyrstu þrír mánuðir næsta árs verða tijákvoðuframleiðendum erf- iðir að sögn sérfræðings í Stokk- hólmi. Þreifa verði fyrir sér hve mik- ið verði hægt að framleiða, en halda verðinu svipuðu og það er nú eftir síðustu lækkanir. Líkur séu á að fyr- irtækjum fækki í greininni og um- svifum verði haldið innan skynsam- legra marka. Pappírsframleiðendur telja sig hafa lært af reynslu áranna um 1990 og hamlað gegn því að umsvif auk- ist um of. Vísbendingar að undan- förnu og viðbrögð á verðbréfamörk- uðum gefa til kynna að þetta sé ekki raunsætt mat. 20% lægra verð hlutabréfa Meðalverð hiutabréfa í átta helztu tijávörufyrirtækjum á Norðurlönd- um var um 20% lægra um miðjan desember en í janúar. Lækkunin var mest 40% hjá Metsa-Serla í Finn- landi, en minnst um 8% hjá Norske Skog. „Greinin stendur miklu verr að vígi en menn hafa gert sér grein fyrir,“ segir ónefndur sérfræðingur. Framleiðendur tijákvoðu halda í von- ina um að verðið komist bráðlega Minni uppsveifla en gert var ráð fyrir? aftur í 1000 dollara tonnið, en viður- kenna að nokkur bið geti orðið á því. Ronald Relander, varafram- kvæmdastjóri UPM-Kymmene, sem verður stærsta tijávörufyrirtæki Evrópu, telur að verðið muni fara í 1000 dollara næsta vor, úr 925 nú. Ónefndur sérfræðingur telur hins vegar að verðið kunni að lækka um 100 tonnið áður en það fari að hækka á ný. Enn einn sérfræðingur spáir því að verðið muni lækka í 750 doll- ara og haldast nálægt því á næsta ári. Roger Wright, aðalframkvæmda- stjóri ráðgjafafyrirtækisins Hawkins Wright Ltd í London, bendir á að blöð og tímarit hafi fundið ýmsar leiðir til að spara pappír og halda kostnaði í skefjum og telur að það muni draga úr notkun til langframa. Þótt áframhaldandi efnahagsbati bendi tii að eftirspurn muni aukast muni nýjar leiðir í framleiðslu auka framboð. Wright segir áð færri og stærri fyrirtæki stuðli að meiri aga í grein- inni, en bezta dæmið um þá þróun er sameining UPM-fyrirtækis Repola og Kymmene í stærsta tijávörufyrir- tæki Evrópu. Ný pappírsvél Nýlega skýrði Stora fyrirtækið í Svíþjóð frá fyrirætlunum um smíði á nýrri pappírsvél og degi síðar sagði finnska fjölskyldufyrirtækið Mylly- koski frá svipuðum áformum, þótt það hafi síðan dregið í land. Robert Wilson hjá Arjo Wiggins SA spáði því á ráðstefnu í London nýlega að á næsta áratug mundu átta helztu fyrirtækin á Norðurlönd- um hafa sameinazt í fjögur eða fimm og næstum því 90% stærri fyrirtæki. Verð hlutabréfa í tijávörufyrir- tækjum bendir hins vegar til þess að fjárfestar séu vantrúaðir á slíkar samrunasögur. Verð hlutabréfa í Repola komst hæst í september þeg- ar það var 19% hærra en í janúar, en aðeins 8% hækkun varð á bréfum samstarfsaðilans Kymmene. Um miðjan desember höfðu bréf í Repola lækkað um 11% og í Kymm- ene um 17% miðað við verðið í janúar. 10% hækkun 1996? Ritstjórar munu þó fara að öllu með gát á næsta ári. Verð á dag- blaðapappír hækkaði um 50% 1990- 1995 og ónefndur sérfræðingur spá- ir 3-5% hækkun til viðbótar 1996. „Ég heyri nú talað um innan við 10% hækkun 1996,“ segir Dougal Nisbet-Smith, framkvæmdastjóri Newspaper Society í London, sem hefur 1400 brezk landshlutablöð inn- an sinna vébanda. „Sjónarspilinu 1995 virðist lokið.“ Tekjur trjávörufyrirtækja eru enn mjög miklar að sögn sérfræðinga. Áframhaldandi efnahagsbati í heim- inum skiptir tijákvoðu- og'pappírs- fyrirtæki miklu máli. „Guð gefí að verg landframleiðsla aukist aftur,“ sagði sérfræðingur. fíllir kunna að meta llllllllBSiíí; mita Og þú munt kunna að meta Mita. umhverfinu ■ H 1 ■ mflWm If> Mlta liásrltar eru oolnberlega viaurkenndlr sem umhverflsvænir / ag bera fræg alþlúdleg merkl w þessu til stadfestingar. V/, (^gqiil Guttormsson - Fjölval hf. Mörkin 1 • Pósthólf 8895 • 128 Reykjavík Símar: 581 2788 og 568 8650 • Fax: 553 5821

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.