Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 C 7 SUIMNUDAGUR 31/12 Erlendar kvik- myndir og inn- lent spaug Fjöldi frægra kvikmynda af ýmsu tagi verður til sýningar á Stöð 2 um áramótin. Einnig ber mikið á íslensku efni, t.d. gamanþætti Spaugstofumanna á gamlárs- kvöld og hinum árlega áramótaþætti frétta- stofunnar, Kryddsíld. HINN árlegi þáttur fréttastofu Stöðvar 2, Kryddsíld er á dag- skrá klukkan 13.50 á gamlársdag. Sigmundur Ernir Rúnarsson, Helga Guðrún Johnson og Þorgeir Ást- valdsson gera upp þjóðmálin og horfa fram á veginn. Þau fá til sín góða gesti og ræða málin í gamni og al- vöru. Forystumenn í íslenskum stjórnmálum bera saman bækur sín- ar, þiggja léttar veitingar og slá á létta strengi. Þátturinn Imbakonfekt er á dag- skrá klukkan 20.35. Hér er á ferð- inni úrval gamanatriða úr Imbakass- anum á Stöð 2, fram koma litríkar persónur á borð við Saxa lækni, Stef- án frá Útistöðum, Ragnar Reykás og systurnar Guddu og Ruddu. Það er Spaugstofan sem heldur áhorfend- um þessa skemmtun. Skemmtiþáttur af öðrum toga er síðan á dagskrá klukkan 21.30, Kon- ungleg skemmtun heitir hann eða „The Royal Variety Perform- ance“. Hér er á ferðinni góðgerðar- þáttur þar sem margir af vinsælustu skemmtikröftum Bretlands koma fram. Meðal þeirra sem skemmta eru Cliff Richard, Hale og Pace, Elaine Paige, Jerry Herman, Brian Conley og John Bennett. Kvikmyndin Strýtukollar eða Coneheads er síðan á dagskrá klukk- an hálfeitt á nýársnótt. Þetta er vin- sæl gamanmynd um geimverufjöl- skyldu sem sest að í Bandaríkjunum. Útlit þeirra er óneitanlega sérkenni- legt en sú skýring að þau séu frá Frakklandi dugir hinum lítt heims- vönu nágrönnum þeirra ágætlega. Þijár kvikmyndir á nýárskvöld Stöð 2 frumsýnir þijár nýlegar kvikmyndir á nýárskvöld. Sú fyrsta hefst raunar klukkan hálfsex um daginn en þar er á ferðinni kvik- myndin Strákapör eða „The Sand- lot“. Þetta er hugljúf gamanmynd sem gerist árið 1962. Hér segir af strákahópi sem spilar hafnabolta allt sumarið og hvemig nýj- um strák tekst að aðlagast hópnum. Strákam- ir lenda í ýmsum ævintýrum og gera skemmtilegar uppgötvanir. Önnur gamanmynd er á dagskrá klukkan 20.20 og heitir hún Beethov- en annar eða Beethoven’s 2nd. Eins og nafnið gefur til kynna er hér á ferðinni framhaldsmynd en báðar myndimar hafa notið mikilla vin- sælda í kvikmyndahúsum. í fyrri myndinni var hundinum Beethoven ekki tekið opnum örmum af öllum á heimili Newton-fjölskyidunnar en honum tókst þó að vinna hug og hjörtu allra, þar á meðal húsbóndans Georges. Nú leikur allt í lyndi og ró komin á mannskapinn. Það varir þó ekki lengi því Beethoven er orðinn ástfanginn og það er von á fjölgun. Aðalhlutverkin í þessari fjölskyldu- mynd leika Charles Grodin og Bonnie Hunt. Leikstjóri er Rod Daniel en myndin er frá árinu 1993. Listi Schindlers Meistaraverk Stevens Spielberg, Listi Schindlers eða „Schindler’s List“ er síðan á dagskrá klukkan 21.50. Myndin sem er frá árinu 1993 hlaut sjö Óskarsverðlaun, þar á með- al sem besta mynd ársins. Aðalper- sónan, Óskar Schindler, var miklum hæfileikum gæddur en fullur mót- sagna. Hann var fæddur sölumaður og kom sér í mjúkinn hjá nasistum til að afla sér sambanda og græða peninga. Hann tók yfir gljámuna- verksmiðju sem nasistar höfðu gert upptæka í Kraká og hagnaðist á mútum, svartamarkaðsbraski og vinnu ólaunaðra gyðinga. En smám saman varð Schindler ljóst hvaða hrikalegu atburðir áttu sér stað allt í kringum hann. Þegar helförin mikla breiddist út um Evr- ópu var þessi mikli hóglífismaður allt í einu tilbúinn til að fóma öllu til að bjarga 1.100 gyðingum sem áttu athvarf í verksmiðjum hans. Aðalhlutverk leika Liam Neeson, Ben Kingsley og Ralph Fiennes. Myndin er frá árinu 1993 og er stranglega bönnuð börnum. LoLj ARAMOTASKAUPIÐ verður á sínum stað á gamlárskvöld og tæpt á ýmsu af því sem þjóðin mátti þola anno 1995. Á nýárskvöld verður sýnd uppfærsla sænska sjónvarps- ins á óperunni Lifsferli glaumgosans sem Igor Stravinski gerði við texta eftir W. H. Auden og Chester Kallman. Hér sjást Greg Fedderly og Gunilla Söderström í hlutverk- um sínum. Hefðbundið gamlárskvöld FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 29. des- ember sýnir Sjónvarpið mynd sem nefnist Vestfjarðavíkingurinn en þar er sýnt frá keppni aflrauna- manna sem fram fór á Vestfjörðum í sumar. Þar á eftir kemur sígild dans- og söngvamynd með þeim Fred Astaire, Ginger Rogers og Randolph Scott í aðalhlutverkum. Laugardaginn 30. des. ætlar Arnar Björnsson að gera úttekt á fótboltasumrinu hér heima í máli og myndum strax að lokinni beinni útsendingu frá leik í úrvalsdeild ensku knattspymunnar. Um kvöld- ið er síðan athyglisverð bandarísk bíómynd, Saga frá Bronx, en leik- stjóri er enginn annar en Robert DeNiro, sem jafnframt fer með eitt af aðalhlutverkunum. Svipmyndir, ávarp og skaup Gamlárskvöld er með hefð- bundnu sniði í Sjónvarpinu. Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarpar þjóðina klukkan átta og þar á eftir verða sýndar svipmyndir af því sem hæst bar á innlendum og erlendum vettvangi á árinu 1995. Að loknu stuttu innliti í fjölleikahús er síðan komið að þeim dagskrárlið sem ekki nokkur lifandi sala lætur fram hjá sér fara, sjálfu Áramótaskaup- inu, en þar verða menn og málefni ársins skoðuð í spéspegli og tæpt á ýmsu af því sem þjóðin mátti þola anno 1995. Þá er komið að ávarpi útvarps- stjóra, Heimis Steinssonar, og stuttu eftir að nýja árið er gengið í garð hefst sýning á bandarísku gamanmyndinni Heitt í kolunum eða „Cannonball Fever“ með John Candy í aðalhlutverki. Nýársdagur gengur í garð með athyglisverðri sýningu sænska sjónvarpsins á óp- erunni Lífsferill glaumgosans sem Igor Stravinskí gerði við texta eftir W. H. Auden og Chester Kallman. Aðalsöngvarar eru þau Greg Fedd- erley, Barbara Hendricks, Hákan Hagegárd og Brian Asawa. Esa- Pekka Salonen stjórnar sænsku útvarpshljómsveitinni og l'eikstjóri er Inger Áby. Að kvöldi nýársdags verður sýnd heimildarmynd sem Tage heitinn Ammendrup gerði um Hjört Thordarson hugvitsmann frá Chicago og kvöldinu lýkur með upptöku frá hátíðarsýningu á söng- leiknum Vesalingunum í Royal Al- bert Hall í október síðastliðnum. Teiknimyndir og töfrabrögð Agamlársdag hefur Stöð 3 út- sendingar klukkan níu með fjölbreyttu bamaefni. Sögusafnið er á sínum stað og sömuleiðis leik- brúðumyndin um Möggu og vini hennar. Tuttugu mínútur yfir níu hefur svo nýr breskur teikni- myndaflokkur göngu sína en hann heitir Öðru nafni hirðfíflið. Þar kynnast áhorfendur tímaflakkara og hundinum hans sem líst ekki á blikuna þegar tímavélin þeirra bil- ar. kétt fyrir klukkan tíu verða svo systkinin Orri og Ólafía á skjánum en þetta er talsettur teiknimyndaflokkur. Þau búa á báti á ánni Thames ásamt hundin- um sínum og eiga fjöldann allan af góðum vinum. Það hafa margir lesið bókina hans Michaels Ende, Sag- an endalausa, en á gamlársdag hefur Stöð 3 sýningar á nýjum teiknimyndaflokki sem byggður er á þessu ævintýri um Bastian Baltasar Bux og undraveröldina sem hann uppgötvar. Efnilegar breskar rokksveitir Að kvöldi gamlársdags er efnis- valið af ýmsum toga. Strax að loknu ávarpi forsætisráðherra kynnir Damon Albam í hljómsveit- inni Blur efnilegar breskar rokk- sveitir og má þar nefna „The Boo Radleys“, „Supergrass" og „Menswear". Elton John styttir áhorfendum svo stundir fram und- ir miðnætti en þá verður gamla árið kvatt og nýju ári fagnað með óborganlegum þætti töframann- anna og ærsla- belgjanna Penn og Teller. Þessi þáttur heitir Ekki reyna þetta heima með Penn og Teller og ber nafn með rentu enda stór- hættulegt að leika nokkuð eftir þeim. Laust eftir klukkan eitt verður kvikmynd Johns Turturro, Mac, frumsýnd en þetta er fyrsta mynd- in sem hann leikstýrði og tileink- aði hana föður sínum. Kvikmynda- handbók Maltins gef- ur myndinni þtjár stjömur, segir hana fyndna og sögufléttuna afbragðsvel gerða. Á nýársmorgun heijast útsend- ingar ídukkan níu með bamaefni. Þar er að finna Sögusafnið, Stjána bláa og son,'Orra og Ólafíu, Mör- gæsimar og annan þátt teikni- myndaflokksins Sagan endalausa. Síðdegis verður sýndur frétta- annáll sjónvarps- og kvikmynda- heimsins en þetta er sérstakur þáttur sem Extra! Entertainment hefur gert í þáttaröðinni Skyggnst yfir sviðið sem er reglulega á dag- skrá Stöðvar 3 síðdegis á þriðju- dögum. Rétt fyrir klukkan átta verður klukkutíma þáttur þar sem stór- stjömurnar frá Hollywood eru í sviðsljósinu og kust fyrir hálftíu er það svo Páll Óskar sem syngur fyrir fullu húsi í þætti sem tekinn var upp 19. desember síðastliðinn í Borgarleikhúsinu. Páll Óskar flyt- ur bæði gömul lög og ný, en auk hans komu fram Fjallkonan, Unun og Milljónamæringarnir. NYJU ári verð- ur fagnaðá Stöð 3 með óborganleg- um þætti töframann- anna og ær- slabelgjanna Penn og Tell- er. Upptaka frá tónleikum Páls Óskars i Borgarleik- húsinu 19. desember verður sýnd að kvöldi ný- ársdags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.