Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND Sæbjöm Valdimarsson GAMLI BLÁ- SKJÁR DANS& SÖNGUR Pal Joey -k -k -k Leikstjóri George Sidney. Hand- ritshöfundur Dorothy Kingsley, byggt á samnefndu leikriti e. John O’Hara. Tónlist Richard Rodgers. Aðalleikendur Frank Sinatra, Rita Hayworth, Kim Novak, Elizabeth Patterson, Barbara Nichols. Bandarisk. Col- umbia 1957. Skífan 1995. Tími 105 mín. Öllum 1 ENGAN vegin ein af bestu dansa- og söngvamyndum allra tíma en hef- ur sjálfsagt fengið grænt ljós hjá endurútgáfu- nefnd Columbia í tilefni 80 ára afmælis „Old Blue Eyes gamla bláskjás“, hins síunga, sí- hressa Frank Sinatra. Því fær hún í öllu falli inni hér á síðunni. Frankie leikur titilhlutverkið, kvennagullið og dansarann Pal Joey. Hann er ekki allur þar sem hann er séður heldur klækjarefur sem vefur kven- fólki um fingur sér. Nýjasta fórnar- lambið er Vera Simpson (Rita Hay- worth), forrík kona sem hann fær til að ljármagna nýjam næturklúbb. Sjálfur fellur hann fyrir dans- meynni Novak. „Frankie boy“ er einn saman næg ástæða til að gefa þessari tæplega fertugu mynd tækifæri. Hann er rífandi góður sem hin hála andhetja, syngur og dansar einsog honum er einum lagið. Aðallög myndarinnar úr hinni upprunalegu Broadway uppfærslu (1940) eru Bewitched, Bothered and Bewilder- ed, I Don’t Know What Time it Was og Small Hotel. Frægasta lag- ið, Sinatra „vörumerkið“ The Lady Is A Tramp, er fengið að láni úr Babes in Arms. Það er ekki of djúpt tekið í árina þótt maður fullyrði að Sinatra skyggi á ieikkonurnar tvær, bæði eru hlutverk þeirra heldur klén og þá voru þær sjaldan orðaðar við leiksigra, Novak og Hayworth, en voru engu að síður hvor annarri glæsilegri og eiga sinn heiðursess í Hollywoodsögunni. Aðrir lista- menn syngja fyrir þær stöllur báð- ar. Pal Joey er forvitnileg sem sýn- ishorn af söngvamyndagerð minni- háttar kvikmyndavers í Hollywood sjötta áratugarins en fyrst og síð- ast ætti hún að höfða til hinna fjöl- mörgu aðdáenda afmælisbarnsins. MANNSKÆÐ LÓLÍTA DRAMA Sagan af Amy Fisher (Lethal Lolita) k kVi Leikstjóri og handritshöfundur Bradford May. Aðalleikendur Ed Marinaro, Noelle Parker, Kate Lynch, Kathleen Lasky. Banda- rísk sjónvarpsmynd. NBC 1993. Myndform 1995. Tími 90 mín. Aldurstakmark 16 ára. ÞETTA mun vera þriðja myndin um hina mannskæðu Ló- lítu, Amy Fisher (Noelle Parker), sem fræg varp fyrir örfáum árum af endem- um. Þessi korn- unga stúlka tók sig til og skaut með köldu blóði eiginkonu mannsins (Marinaro) sem hélt við hana og gerði út sem vændiskonu. Málaferl- in vöktu svo geysilega athygli að allar helstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna gerðu mynd um at- burðinn. Ekki eins góð og útgáfan með Drew Barrymore í aðalhlutverkinu, og munar mestu um yfírburði Barrymore yfír Parker, sem þó fer sannferðuglega með sitt. Marinaro er hinsvegar öllu slakari sem ör- lagavaldur stúlkunnar. Eitt af þess- um lygilegu málum úr skrautlegri flóru Bandarískrar réttarsögu. Lag- lega gerð á allan hátt. ÓFÉLEG FORTÍÐ DRAMA I leit að Grace (Search for Grace) kVi Leikstjóri Sam Pillsbury. Aðal- leikendur Lisa Hartman Black, Ken Wahl, Richard Masur. Bandarísk. CBS1994. Sam mynd- bönd 1995. Tími 89 mín. Aldurs- takmark 12 ára. IVY (Lisa Hart- man Black) verð- ur að burðast með slæmar minningar frá æskuárunum sem valda henni hugarangri í vöku og mar- tröðum í svefni. Er ungur maður kemur til sög- unnar og svíkur hana síðan, fer allt úrskeiðis í sálarlífínu. Ein fjölmargra mynda um klofinn persónuleika og hefur fátu við að bæta. Hartman Black ræður illa við hlutverkið og Wahl er ósannfærandi að venju. Leikstjórinn, Nýsjálend- ingurinn Pillsbury, gerði fyrir nokkrum árum mjög athyglisverða, vísindaskáldsögulega kvikmynd sem nefndist The Quiet Earth, og margir minnast örugglega með vel- þóknun. Síðan ekki söguna meir. LÉTTRUGLAÐIR LÍFGJAFAR GAMANMYND A neyðarlínunni (Mixed Nuts) k k Leikstjóri Nora Ephron. Hand- ritshöfundar Nora og Delia Eph- ron. Kvikmyndatökustjóri Sven Nykvist. Tónlist James J. Sabat. Aðalleikendur Steve Martin, Madeline Kahn, Anthony LaPagl- ia, Juliette Lewis, Rob Reiner. Bandarísk. TriStar 1994. Skifan 1995. Tími 93 mín. Öllum leyfð MYNDIR með Steve Martin hafa verið ár- vissar í gaman- myndaflórunni um langt skeið, eða allar götur síðan þessi fyrr- um nætur- klúbbaskemmti- kraftur og sjón- varpstrúður sló eftirminnilega í gegn í The Jerk (’79). Hann kom með nýjan og ferskan stíl sem einkum fólst í að vera óaðfínnanlega klæddur og kembdur en framkoman í algjörri þversögn við útlitið, maðurinn snill- ingur í að leika kátbroslega ruglu- dalla. Þó svo að nýja framhalds- myndin hans, Father of the Bride 2, gangi um þessar mundir vonum framar vestan hafs, er það greini- legt að Martin er spaugari í nokk- urri tilvistarkreppu. Hann hefur ekki uppá neitt nýtt að bjóða og búinn að ofgera ímynd sinni í of mörgum, slökum myndum á und- anförnum árum. Hér leikur hann aðalmanninn á neyðarlínu sem lend- ir í hinum margvíslegustu hremm- ingum undir jólin. Þarf m.a. að hughreysta niðurbrotinn jólasvein, dansa við klæðskipting, fyrir utan að halda snarrugluðu starfsfólkinu gangandi. Ephron er ofmetin leikstjóri og handritshöfundur, það leynir sér ekki. Martin og fleiri ágætir gaman- leikarar bjarga því sem bjargað verður og gera Mixed Nuts að bærilegri skemmtun. Hér er þó sól- undað hæfíleikum, ekki aðeins leik- aranna heldur einnig kvikmynda- tökustjórans Svens Nykvist. FRAMAPOTARI í FJÖLSKYLDU- LEIT SPENNUMYND Undir nóttina (Before the Night) kVt Leikstjóri Talia Shire. Handrits- höfundur Marty Casella. Aðal- leikendur AHy Sheedy, A. Mart- inez, Frederic Forrest. Banda- rísk. New Line Int. 1995. Mynd- form 1995. Tími 93 mín. Aldurs- takmark 16 ár. ÞAÐ er nokkuð um liðið síðan Ally Sheedy og félagar hennar í John Hughes- klíkunni (og köll- uð var „The Brat Pack“) létu eitt- hvað að sér kveða. Einn af öðrum hafa með- limirnir horfíð hljóðlaust af sviðinu, nánast enginn þeirra sýnt úthald nema Demi Moore og Matt Dillon. Það er eng- inn annar en Francis Ford Coppola sem framleiðir þennan ekki óásjá- lega en kunnuglega sálfræðiþriller (framagjörn stúlka vill staðfesta ráð sitt og velur ókunnan mann í emb- ættið með slæmum eftirmálum). Ástæðan sjálfsagt sú að systir hans, Talia Shire, hefur verið að nuða í honum að fá að leikstýra einsog stóri bróðir. Ekki verður hún bróð- urbetrungur, í fyrstu tilraun a.m.k. en sýnir þó að hæfíleikarnir eru í ættinni. ENGLAR Á ÍÞRÓTTAVELL- INUM FJÖLSKYLDUMYND Englar (Angels) k k Leikstjóri William Dear. Hand- ritshöfundur Dorothy Kingsley og Holly Goldberg. Aðalleikend- ur Danny Glover, Christopher Lloyd, Brenda Fricker, Ben Johnson, Tony Danza. Banda- rísk. Caravan Picturs 1994. Sam myndbönd 1995.95 mín. Öllum leyfð. ENDURGERÐ myndarinnar Angels in the Outfield (’51), fjallar um drauma munað- arlauss drengs. Hann er ósáttur við gengi hafn- arboltaliðsins síns og biðlar til æðri máttar- valda. Og viti menn, drengur er bænheyrður, erkiengillinn A1 (Glov- er) og félagar koma til bjjargar. Seint verður Glover dæmigerður engill sendur úr Paradís en klárar sig af hlutverkinu (svona líkt og Harry Dean Stanton þegar hann lék jólasvein, sællar minningar!) Þetta er vinaleg fjölskyldumynd, enda gerð af einu fyrirtækja Disneyveld- isins. Tilvalin til að hressa uppá sálina á nýársdag. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Die HardlII k + k ÞRIÐJA myndin (og að öllum lík- indum sú síðasta) í þessari bráð- skemmtilegu og einkar spennn- andi myndaröð, gefur forverum sínum lítið sem ekkert eftir. Það ber fyrst og fremst að þakka snjöllu leikaravali í aukahlutverkum, en myndin er krydduð með nærveru úrvalsleikar- anna Samuels L. Jackson, sem leikur (sársvekktur yfir hlutskiptinu) hjálp- arkokk löggunnar ódrepandi, Bruce Willis. Þá fer enginn annar en breski stórleikarinn Jeremy Irons með hlut- verk erkiskálksins. Söguþráðurinn er bæði hraður og fyndinn og mynd- in keyrð linnulaust áfram í fjórða gír af John McTiernan - þeim sem gerði fyrstu myndina í þrennunni. Að þessu sinni er sögusviðið Man- hattan eyja en illvígt glæpagengi undir stjórn hryðjuverkamannsins Irons hyggur á bíræfíð rán. Irons á auk þess harma að hefna gagnvart lögreglumanninum. Þetta er einfald- lega spennu- og skemmtimynd sem allir hafa unun af aðrir en dauðyfli. Ekkert ofurmáta frumleg, því fer fjarri, en svona á að gera hlutina. Með Graham Greene og Colleen Camp - en búið að skrifa Bonnie Bedeliu útúr eiginkonuhlutverkinu. 123 mín. Aldurstakmark 16 ára. Hfjómsveitin lék áfram (.And the Band Played On) k k kVi EIN þeirra ágæt- is mynda sem gerðu garðinn frægan á nýyfír- staðinni kvik- myndahátíð Regnbogans og Hvíta tjaldsins er þessi leikna heimildarmynd um upphaf rann- sókna á vágestinum eyðni. Fylgst er með hópi vísindamanna sem fæst við að rannsaka mannskæðan far- aldur sem einkum leggst á homma. Tíundað það dæmafáa sinnuleysi stjórnvalda um víða veröld sem ein- kenndi afstöðu þeirra til þessarar nútímaplágu. Leitin að meðölum er lifandi lýsing á örvæntingarfullri baráttu frábærra vísindamanna við ofjarl sinn og er öll myndin heiðar- leg, vönduð og gagnmerk. Úrvals- leikarar í öllum helstu hlutverkum, einsog Matthew Modine, Alan Alda (frábær), Richard Gere, Glenne He- ' adly, Anjelica Huston, Steve Martin, Ian McKellen og Lily Tomlin, svo nokkrir séu nefndir. Leikstjóri Roger Spottiswood. HBO 1994. Skífan 1995. 140 mín. Öllum leyfð. BIOIN I BORGIIMIMI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBOROIN Pocahontas k k'A Nýjasta teiknimyndin frá Disney er vel gerð stóriðnaðarframleiðsla sem kætir bamssálina. Stenst ekki samanburð við sfðustu stórvirki fyrirtækisins, hvorki tón- listin né söguþráðurinn. Gullauga (sjá Bíóhöllina) Leigumorðingjar k'/1 Stallone og Banderas takast á f eíniivcrju vitlausasta einvfgi kvikmyndanna. Segir nokkuð um stöðu Stabones að myndin er þrátt fyrir allt með því skárra sem hann hefur gert að undanfórnu. Algjör jöiasveinn k k'/i Ekta jólamynd fyrir alla fiölskylduna leys- ir ráðgátuna um jólasveininn. Gamanleik- arinn Tim Allen er sem sniðinn f hlutverkið. Brýrnar í Madisonsýslu kk* Meryl Streep og Clint Eastwood gera heimsfrægri ástarsögu ágæt skil. Sönn ástarmynd. BÍÓHÖLUN Pocahontas (sjá Bíóborgina) Gullauga kkk Njósnari hennar hátignar hefur snúið aftur eftir sex ára hlé og er í fínu formi. Klass- fsk Bond-mynd méð öllum helstu og bestu einkennum myndaflokksins. Pierce Brosn- an Iftur sannfærandi út f hlutverki dfnós- ársins, sem tekur engum breytingum í sf- breytilegum heimi. Sýningarstúlkur * Versta mynd Paul Verhoevens til þessa segir af sýningarstúlkum í Las Vegas. Kvenfyrirlitning og klúryrði vaða uppi og sagan.er lapþunn og leikurinn slappur. „Dangerous Minds“ k k'A Michelle Pfeiffer leíkur nýjan kennara f fátækraskóla sem vinnur baldna nemendur á sitt band með ljóðabækur að vopni. Gamalreynd hugmynd að sönnu en skemmtileg mynd. Benjamín dúfa kkk'/i Einstaklega vel heppnuð bíóútgáfa sög- unnar um Bergamín dúfu og félaga. Strák- amir ungu f riddarareglunni standa sig frábærlega og myndin er hin besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hundalíf * kir Bráðskemmtileg Disney-teiknimynd um ævintýri meira en hundrað hunda. Bráðgóð fslensk talsetning eykur enn á fjörið. Nautn k k Popptónlist, léttúð og áhyggjuleysi setur mark sitt á skemmtilega stuttmynd um helgarsport æskufólks. Danfel Ágúst og Emiliana Torrini eru flott í aðalhlutverkun- um. Klikkuð ást k k Andleg vanheilsa setur strik i reikninginn í vegamynd um unga elskendur í leit að hamingjunni. HÁSKÓLABÍÓ Carrington-k -k ★ Vel skrifað og leikið drama um margflókið ástarsamband bre- skra listamanna. Hann hommi, hún gagn- kynhneigð. Stórleikarinn Jonathan Pryce stelur senunni f besta hlutverki lífs sfns og skyggir á Emmu Thompson. Gullauga k k k Enn er Bond tekinn til við að skemmta heimsbyggðinni með ævintýrum sfnum. Nýja Bond-myndin bregst ekki vonum um skemmtilega afþreyingu og Brosnan á eft- ir að sóma sér vel í hlutverkinu. Saklausar lygar k'A Breskur lögreglumaður rannsakar dular- fullt morðmál í Frakklandi. Óttalega óspennandi og oft óskiljanleg spennumynd um systkinakærleik og siðferðilega úrkynj- un. „Jade“ kk Spennumynd sem hefur alla hefðbunda þætti Eszterhaz-handrita og kemur þvf ekki á óvart. Fyrir regnið kkkk Frábær mynd sem spinnur örlagavef per- sóna og atburða í sláandi strfðsádeilu og minnir á hvers er ætlast til af okkur hvar og hver sem við erum. Glórulaus kk Alicia Silverstone bjargar annars fáfengi- legri unglingamynd frá glötun með góðum leik og Lólítusjarma. Ætti að vera bönnuð eldri en 16 ára. Apollo 13 kkkk Stórkostleg bfómynd um misheppnaða en hetjulega fór til tunglsins. LAUOARÁSBÍÓ Agnes kkk Vandvirknisleg, vel leikin, að nafninu til um síðustu aftökuna á íslandi. Stílfært drama og fijálslega farið með staðreyndir, raunsæið látið vfkja fyrir reyfaranum. „Mortal Kombat" k'A Tölvuleikjamynd sem byggir mjög á „Ent- er the Dragon". Vondur leikur og sálar- laust hasarævintýri en brellurnar eru margar góðar. Feigðarboð k Einkar viðburðasnauð en kynferðislega hlaðin sálfræðileg spennumynd sem býður uppá óvænt en lítt greindarleg endalok. Hættuleg tegund k k'A Spennandi og vel gerð blanda af hrylling og vfsindum heldur ffnum dampi fram á lokamínútumar. Góð afþreying. REQHIBOQIBIIM Handan Rangoon kkk Spennandi og vel gerð mynd John Boor- mans um ástandið f Burma. Krakkar kkk'A Einstök, opinská mynd um vágestinn eyðni, eituriyf og afbrot meðal unglinga á glapstigum í New York. Að yfirlögðu ráði k k'A Hrottafengin og óþægileg sannsöguleg mynd um illa meðferð fanga f Alcatraz. Frelsishetjan kkk'A Frelsishetjan er ein af bestu myndum árs- ins. SAQABÍÓ Pocahontas (sjá Bíóborgina) Algjör jólasveinn (sjá Bíóborgina) Leigumorðingjar (sjá Bíóborgina) STJÖRNUBÍÓ Agnes kkk Vandvirknisleg, vel leikin, að nafninu til um síðustu aftökuna á íslandi. Stílfært drama og fijálslega farið með staðreyndir, raunsæið látið vfkja fyrir reyfaranum. „Desperado" kk'A Hollywood-útgáfa Farandsöngvarans hef- ur litlu við að bæta öðru en frábærri hljóð- rás. Antonio Banderas er ábúðarmikill sem skotglaði farandsöngvarinn. Benjamín dúfa kkk'A Einstaklega vel heppnuð og skemmtileg kvikmyndaútgáfa sögunnar um Benjamín dúfu og félaga. Tár úr steini kkk'A Þegar best lætur upphefst Tár úr steini í hreinræktaða kvikmyndalist. Mælikvarðan- um f islenskri kvikmyndagerð hefur hér með verið breytt, nýtt viðmið skapað. Erlendur Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.