Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ r1 DAGLEGT LÍF ÁRIÐ 1992 gáfu lögreglan í Reykjavík og Kaupmannasam- tök íslands út bæklinginn Um búðarhnupl oghvernig má koma í vegfyrir það. Bækling- urinn er leiðbeiningarrit ætjpð eigendum og starfsfólki versl- ana. I ritinu kennir margra grasa, m.a. eru birtar eftirfarandi umsagnir, unnar úr lögreglu- skýrslum. Umsagnirnar gefa til kynna nokkrar ástæður, sem fólk gefur upp þegar það er staðið að hnupli. ► Lét freistast vegna þess að aðstæður voru hagstæðar. ► Þetta var svo ódýrt að það tók því varla að greiða fyrir það. ► Skil ekki í hvernig hluturinn komst ofan í vasann. ► Ætlaði að skila hlutnum aftur og fá hann endurgreiddan. ► Ætlaði að fá inneignarnótu. ► Langaði svo ákaft í hlutinn. ► Búinn að fá kaupanda að hlutnum og ætlaði því að koma honum í verð. ► Þurfti einhvern veginn að fjármagna vímuefnaneyslu. ► Var að sýnast gagnvart félög- unum. ► Vorum að skemmta okkur. ► Átti ekki annars úrkosti vegna þess hversu þröngt er í búi. ► Réði ekki við þetta (stelsýki). ► Gerði sér ekki grein fyrir ástæðunni. Búðarhnupl Gylliboð í desember leiða suma af vegi dyggðarinnar HNUPL í verslunum færist jafnan í aukana í desember. Lögregla og verslunareigendur, sem Daglegt líf ræddi við, segja að í ár hafi tölu- vert borið á slíku en þó alls ekki meira en undanfarin ár. Hnuplara segja þeir á öllum aldri og krakk- ar og unglingar séu ekki endilega helstu sökudólgarnir. Gamalmenni sem óvitar og fátækt fólk sem efnað á öllum aldri hefur látið freistast og hnuplað ýmsu smáu og stóru, dýru og ódýru. Svartur kjóll, jólakort og geisladiskar Aukið eftirlit og notkun þjófa- varnarkerfa og örmerkinga hefur gert búðarhnuplurum lífið leitt. Þrátt fyrir slíkar hindranir reyna sumir ýmis brögð til að smjúga í gegn. Hversu mörgum tekst ætlunarverkið er ekki ljóst, en efa- lítið metur hver verslun slíkt miðað við vörurýrnun, sem þó getur líka verið af öðrum toga, t.d. skemmd- ir, ófullkomið bókhald, ófullkomin skráning o.fl. Björn Ágúst Einarsson hjá for- varnardeild lögreglunnar í Reykja- vík fær allar skýrslur um innbrot og þjófnaði þ.á m. búðarhnupl inn á borð til sín. Sem dæmi um ijöld- ann segir hann að þriðjudaginn 19. desember hafi fimm búðar- hnupl verið kærð í Reykjavík. Svartur kjóll, jólakort og geisla- diskar voru meðal þess sem freist- uðu þann daginn. 256 búöarhnupl kærö í fyrra Samkvæmt skýrslu forvarnar- deildarinnar voru 256 búðarhnupl kærð í höfuðborginni í fyrra þar af 36 í desember, 38 í apríl, en fæst 8 í júní og júlí. Sextán ára og yngri voru 126, eða tæp 50%. Miðað við árið 1993 hafði kærum fjölgað um 27 milli ára. Það ár voru flestar kærur í desember eða 60, næstflestar eða 23 í maí og fæstar 5 kærur í júlí. í hópi 229 kærðra voru 98 sextán ára og yngri, eða um 43%. Jón Guðijiundsson hjá for- varnardeildinni hefur málefni barna og unglinga á sinni könnu. Hann segir hverfandi dæmi þess að starfsmenn deildarinnar þurfi að hafa afskipti af barni eða ungl- ingi oftar en einu sinni vegna búð- arhnupls, enda sé rík áhersla lögð á að láta foreldra vita. Yfirleitt taki þeir slíku vel, hafi samband og þá sé þeim boðið að koma með barnið og ræða við lögregluna og starfsmann Félagsmálastofnunn- ar. „Ef erfiðleikar eru í samskipt- um barns og foreldra getur komið sér vel að ræða málin við einhvern sem þekkir þau úrræði sem í boði eru.“ Strákar vllja gelsladiska og „herrablöö" Jón segir að stelpur sækist eink- um í að hnupla fatnaði, en strákar séu drýgri við geisladiskana og „herrablöðin“. Hann telur að aug- lýsingar og alls konar gylliboð, sem eru í hámarki fyrir jólin, eigi mikinn þátt í að margir freistist til að víkja af vegi dyggðarinnar. Að sögn Óskars Magnússonar, framkvæmdastjóra Hagkaups, er regla fyrirtækisins að kæra hnupl. Stóratá saumuð á hönd með lítilli nál sem varla er sjáanleg með berum augum MEIRA en fimmtíu hundraðshlutar af notagildi handar felast í þumal- fingrinum svo það gefur auga leið að sá sem verður fyrir því óláni að missa þumalinn missir mikið. Sumir eru svo heppnir að hægt er að græða þumalinn á að nýju. Ef það er ekki hægt hefur stundum verið gripið til þess ráðs að færa vísifingur eða annan fmgur á þu- malfíngursstubbinn, eða flytja eitt- hvert annað bein yfir á stúfinn. Svo er enn ein lausn til, sem ekki er vel þekkt hér á landi enn sem kom- ið er, en það er að græða stórutá á stubbinn. Já einmitt, stórutá. Sigurður Þorvaldsson, lýtalækn- ir, fór í sumar til þriggja mánaða námsdvalar í San Francisco hjá einum af feðrum smásjárskurð- lækninga, Dr. Harry K. Buncke, og lærði að græða stórutær í þu- malfingursstað. Dr. Buncke er ein- mitt sá sem fyrstur lét sér detta í hug að slíkar aðgerðir væri hægt að framkvæma. Tókst í 54. tilraun að I fyrstu reyndi Dr. Buncke græða eyru á kanínur. Það gerði hann á sjötta ára- tugnum, í frítíma sínum, í bflskúrnum heima hjá sér. Æðarnar sem þurfti að sauma saman eru afar smágerðar og því fór dijúgur tími í að leita að heppilegum þræði og nál til að sauma þær saman með. Hann var þrautseigur og þrár og það var ekki fyrr en í 54. tilraun sem honum tókst ætlunarverk sitt. Það var árið 1966. Síðan fór hann að græða tá í þumalfingursstað á öpum með góðum árangri strax í fyrstu til- raun. Héldu aö hunn væri oröinn vitlaus því enginn myndi nota nólar sem varla sjóst með berum augum. Dr. Buncke fékk hins vegar ekki tækifæri til að framkvæma aðgerð- ina á manni fyrr en mörgum árum síðar eðá 1972 þegar ungur slökkviliðsmaður frá San Jose í Kaliforníu sagaði af sér þumalinn með vélsög. Það kom hins vegar í hlut Dr. Johns Cobbett að verða fyrstur til að græða stórutá á hönd árið 1968. Dr. Cob- bett hafði numið fræðin hjá Dr. Buncke en var bú- settur í Englandi þar sem hann framkvæmdi þessa fyrstu aðgerð. Agræðsla fingra með aðstoð smásjár Sigurður nam skurð- lækningar og lýtalækningar í Bandaríkjunum og kynntist hann Dr. Buncke fyrir meira en tíu árum er hann var á námskeiði, í aðgerð- SIGURÐUR á rannsóknastofunni hjá Dr, Buncke snemma á níunda áratugnum. um með aðstoð smásjár, á ranm sóknastofu hans í San Fransisco. í sumar bauðst honum að koma og starfa með Dr. Buncke að ágræðslu fingra og tilfærslu vefja með því að tengja saman smáæðar með aðstoð smásjár. „Dr. Buncke er einn af hugmyndaríkastu frumheij- unum á sínu sviði,“ segir Sigurður. „Hann fór nokkuð óvenjulega leið að takmarki sínu og þannig er það gjarnan með frumhetja og hugmyndaríka menn.“ Dr. Buncke er nú rúmlega sjötugur. Hann innritaðist í há- skóla árið 1940 í iðnað- arverkfræði en sjö árum og einni heims- styijöld síðar snérist honum hugur og hóf hann þá nám í læknis- fræði ásamt eiginkonu sinni, Constance. Að námi loknu settust þau hjónin að í nágrenni San Francisco þar sem Dr. Buncke fékk fljót- lega áhuga á flutningi líkamsvefja og smá- sjárskurðlækningum. Hann átti í fyrstu I mesta basli við að fá einhvern til að fram- leiða fyrir sig nálar sem hægt væri að nota við aðgerðirnar. í því sambandi sagði Dr. Buncke: „Þeir héldu að ég væri orðinn vitlaus enda myndi enginn koma til með að nota nálar sem ekki væri hægt að sjá með berum augum." Honum tókst hins vegar um síðir að fá Þjóðveija til áð framleiða nálarnar, sem þeir gera enn þann dag í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.