Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 8
8 r.ett ’WrWSP.Míl Pv'Xin- iT TOftTl B FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG i Fjörutíu ór liðin fró fyrsta Lúxemborggrflugi Loftleiða Brautrydjendur I loft- brú yf ir Atlantshafið FJÖRUTÍU ár eru nú liðin frá því fyrsta Loftleiðaflugvélin lenti á Findel-flugvellinum í Lúxemborg og Norður-Atlantshafsflugið, milli Bandaríkjanna og Lúxemborgar með viðkomu á íslandi, hófst. Norð- ur-Atlantshafsflugið markaði tíma- mót í íslenskri flugsögu og gerði íslenskan flugrekstur að sjálfstæðri atvinnugrein á alþjóðavettvangi. Agnar Kofoed-Hansen átti drjúg- an þátt í að íslendingar og Lúxem- borgarar hæfu samskipti sín á milli á sviði flugsamgangna, að því er segir í bókinni Fimmtíu flogin ár - Atvinnuflugssaga íslands 1937- 1987. Samningur þar um var undir- ritaður árið 1952 og var hann svipaður samningi sem Loftleiðamenn höfðu áður gert við Bandaríkja- menn að því leyti að engar takmarkanir voru gerðar á fjölda flugferða til Lúx- emborgar né voru þar ákvæði um lágmarksf- argjöld. Á þessum tíma hélt ekkert flugfélag uppi áætlunarflugi til Lúx- emborgar og segir Margrét Hauks- dóttir í upplýsingadeild Flugleiða, að líkast til hafi Lúxemborg orðið fyrir valinu vegna þess að þar voru engar hömlur varðandi flugið auk Flogið einu sinni á dag í stað þrisv- ar áður þess sem Lúxemborg er vel staðsett á meginlandi Evrópu. Erflð byrjun Fyrsta Loftleiðaflugvélin lenti í Lúxemborg 22. maí 1955 og var Kristinn Olsen flugstjóri vélarinnar. Var þá strax mörkuð sú stefna að bjóða lág fargjöld á flugieiðinni milli Bandaríkjanna og Lúxemborg- ar. „Loftleiðir voru brautryðjendur í lágum fargjöldum á þessari leið, Norður-Atlantshafsfluginu," segir Margrét. í fyrstu var einungis flogið einu sinni í viku milli Bandaríkjanna og Lúxemborgar. Flugið gekk ekki sem skyldi fyrstu árin og segir í bókinni Fimmtíu flogin ár að meginástæða þess hafí verið sú að flugið tók mjög langan tíma eða sjö klukkustundir frá Lúxem- borg til íslands og um fjórt- án klukkustundir frá ís- landi til New York, með viðkomu í Gander eða Goose Bay. Segir Kristinn Olsen að flugtími hans lengsta flugs frá Reykjavík til New York hafi verið 19 klukku- stundir og 55 mínútur. „Það var algengt að flugið tæki svona 14 og allt upp í 16 klukkustundir, en flug- ið heim tók yfírleitt styttri tíma. Vindarnir voru þannig,“ segir Kristinn. Híppaflugfélagið Blómaskeið Norður- Atlantshafsflugsins hófst hins vegar skömmu fyrir 1970. Þá var flogið á þot- um, allt upp í þtjár ferðir / til Lúxem- borgar á S?- : Flugleiðir/Lennart Carlén. DOUGLAS DC-8. Fyrstu DC-8 vél Loftleiða var flogið heim til íslands árið 1970. Aðals- merki Loftleiða voru gjöld i Atlantshafs- fluginu. dag og jafnmargar ferðir til baka. Um tíma flugu Loftleiðamenn stærstu farþegaflug- vélunúm yfír Atlants- hafíð, með 198 far- þegasætum. Farþeg- amir vöru að stærstum hluta ungir náms- menn sem s nýttu sér þessi lágu fargjöld sem í boði voru. Bill ■I Clinton, / Bandaríkjafor- J seti, er til dæm- f is einn þeirra f sem það gerðu og f segir Margrét að það hafí Christop- her Reeve, Super- man, einnig gert. Voru Loftleiðir jafn- vel kallaðar The Hippies Airline eða hippaflugfélagið, þar sem ungu far- þegamir vom margir hveijir blóma- böm hippaáranna. Breyttar áherslur Nú er einungis flogið einu sinni á dag til Lúxemborgar. Að sögn Margrétar er ástæðan sú að áhersl- ur í starfí Flugleiða hafa breyst þannig að Lúxemborg gegnir ekki sama lykilhlutverki og áður. Meiri áhersla er lögð á tengingu áfanga- staða félagsins í Skancjinavíu og annarra áfangastaða á meginlandi Evrópu við áætlunarflugið til Bandaríkjanna. Þá bjóða Flugleiðir upp á mun fleiri áfangastaði í Evr- ópu nú en áður var sem og tíðari ferðir. Til dæmis er flogið tvisvar á dag frá Keflavík til Hamborgar, um Kaupmannahöfn. Samkeppnin sé einnig meiri en var í árdaga Norður- Atlantshafsflugsins og fleiri Evr- ópuflugfélög um hituna. ■ : NÝJU ári hefur alltaf verið fagnað með helgiathöfnum og hátíðarhöld- um um allan heim. Fyrir marga eru áramót einfaldlega góð ástæða til sletta ærlega úr klaufunum, en um áramót er fólki líka gjarnt að setja sér háleit markmið, enda virðast jarðarbúar trúa því að nýja árið eigi að byija með fögrum fyrirheitum. Þá sé tækifærið til að byrja upp á nýtt. Áramótavenjur eru ótrúlega fjöl- breyttar. Eitt það ánægjulega við ferðalög er að fá að njóta þess að taka þátt í áramótafagnaði annarra, eða að minnsta kosti fylgjast með. í Bretlandi standa áramótaveislu- höld Skotanna upp úr. Þeir kalla þennan fögnuð Hogmanay. Ekki eru allir á eitt sáttir um merkingu orðs- ins, en líklegast er talið að það sé komið úr keltnesku og þýði einfald- lega gleði. Margir myndu kalla þenn- an fögnuð heljarinnar fyllerí. Kínveijar halda sín áramót um þrettándann, þegar hinn vestræni heimur er að jafna sig. Þeir fagna nýju ári með hefðbundnum dansi, flugeldum og ótrúlegum matarveisl- um. Þá gefa þeir hver öðrum pen- inga í litlum rauðum umslögum. Indveijar kunna að halda góðar veislur, enda fínna þeir nánast dag- lega tylliástæðu til að halda eina slíka. Um áramótin slá þeir eigin met í litadýrð, hávaða og fagnaðar- látum til að tryggja að komandi ár taki öllum fyrri fram. Marglitir borð- ar teygja sig götu af götu og ótrúleg litadýrðin og hávaðinn í flugeldum geta vakið menn upp frá dauðum. Alls staðar er hægt að kaupa mat; glóðarsteikt góðgæti eins og kebab, glóðað brauð, ýmiskonar drykkir og sætindi af ýmsum toga freista fólks. Óvinum fyrlrgefiö og vanræktir pennavinlr fá bréf í Ghana spara menn allt árið til þess að hafa ráð á að fagna áramót- unum almennilega. Nokkrar fjöl- skyldur taka sig saman og kaupa kýr, kindur, geitur, hrísgijón og fleira og slá upp veislu sem stendur í marga daga. Nágrannar borða saman og senda mat til þeirra sem ekki er boðið í veisluna. Þá gefa menn gjafír, óvinum er fyrirgefíð, gamlir og vanræktir pennavinir fá bréf og menn eignast nýja vini. í veturinn að þeir taka það ekki niður fyrr en fer að vora. Það þykir dæmigert fyrir Norður- landabúana sem ávallt hugsa um lít- ilmagnann, að enginn sest að matar- borði um áramót fyrr en búið er að setja kornknippi á stöng úti í garði svo fuglarnir hafi nóg að bíta. Ostrur eru á borðum Frakka um áramót og kemur víst fáum á óvart hjá þeim miklu matmönnum. í físki- búðum eru fullar fötur af ostrum því enginn Frakki gæti hugsað sér að vera án þeirra um áramót. Þær eru þó aðeins forrétturinn. Aðalrétt- urinn fer eftir landshluta en eftir- rétturinn er gjarnan einhverskonar súkkulaði. Þessu skola Frakkarnir að sjálfsögðu niður með víni síns heimahéraðs. Spánverjar vaka alla nóttina Enginn Spánveiji með snefíl af sjálfsvirðingu fer að sofa á nýárs- nótt og víða er dansað þar til fólk örmagnast, bæði börn og fullorðnir. í Ríó de Janeiró í Brasilíu þyrpast menn niður á Copacabanaströnd og vaða út í sjó með ýmsar fórnargjaf- ir, svo sem blóm, hárkamba, spegla og varaliti, sem eru ætlaðir til að friða sjávargyðjuna Iemanja. Ströndin ljómar af logum þúsunda kerta sem stungið er í sandinn. Að sjálfsögðu er leikin tónlist og dansað fram á morgun, en á miðnætti er j stórkostleg flugeldasýning. Japanir þurfa hvorki meira né minna en þijá daga til að fagna nýju ári. Þeir skreyta heimili sín með greni, greinum af apríkósutijám og bambus sem tákn um langlífi, stöðugleika, velmegun og hreinleika. Við dagrenningu á nýársdag er ferskt vatn borið í hús; helst úr . brunni. Þetta vatn er kallað “ynging- arvatn". Það á að tryggja góða heilsu út árið svo það er óhætt að henda út öllum lyfjum. Eftir þessa hress- andi byijun á deginum hella Japanir sér út i svo stórkostlega máltíð að hún endist þeim gjarnan allan dag- inn. Áramótafagnaður Rússa er skyld- ur Hogmanay Skotanná, svo mikið drekka þeir á þessum tímamótum. Lesendur verða sjálfír að gera upp við sig hvar þeir vilja staðsetja ára- mótafögnuð Islendinga. ■ Þýtt og stílfært úr High Life >: British Airways. Áramótum fylgja helgiathafnir og hótíðarhöld um allan heim Hver fagnar með sínu lagi í RÍÓ de Janeiró í Brasilíu er áramótum fagnað á ýmsan hátt. M. a. með tónlist og dansi fram á morgun. stuttu máli; allir skemmta sér kon- unglega. I Danmörku, Noregi og Svíþjóð er loftslag með þeim hætti að um- gjörð áramótanna verður líkt og á póstkorti; snæviþakin þorpin kúra við fjallsrætur, greinar jólatijánna svigna undan snjónum og sverir lurkarnir brenna hægt í arninum. íbúarnir kunna svo vel að meta þennan hluta árs að þeir hafa á orði að áramótin endist þeim í mánuð, enda byija þeir að fagna jólum 13. desember á Lúsíudegi, og hætta því ekki fyrr en 13. janúar á degi heil- ags Knúts. Undirbúningur áramótanna er misjafn milli þessara þriggja Norð- urlanda, en öll eiga þau það sameig- inlegt að hús eru þrifin rækilega og bakaðir eru staflar af kökum. A Norðurlöndunum öllum leggja menn sig mjög fram við að skreyta híbýli sín um jól og áramót með greni og fjölda kertaljósa. í raun eru margir svo hrifnir af þeim áhrifum sem skrautið og ljósin hafa á dimman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.