Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 B 5 DAGLEGT LÍF Flugeldar einkenni íslenskra áramóta alla þessa öld FLUGELDAR, kínveij- ar, púðurkerlingar og aðrar sprengjur hafa sett mikinn_ svip á ára- mótin á íslandi alla þessa öld. Nú er svo komið að talið er að ís- lendingar sprengi upp gamla árið af meiri krafti en aðrar þjóðir. Hugtakið „flugeldafar- þegar“ er orðið til og merkir útlenska ferða- menn sem koma til ís- lands gagngert til að fylgjast með hegðun okkar þegar árið rennur í aldanna skaut. Um síð- ustu áramót komu 1.200 flueldafarþegar og búist við að jafnmargir njóti þeirra núna. Sagnfræðingar hafa ekki enn ritað sögu flug- elda á íslandi en hér verður reynt að veita litla innsýn í upphafið með því að leita í heim- ildum og ræða við Ág- ústu Pétursdóttur Snæ- land auglýsingateiknara og Guido Bemhöft stórkaupmann, sem muna áramótin í byijun aldarinnar. Brennur, blys og álfadans Áður en flugeldar urðu höfuðein- kenni áramótanna einkenndust þau af brennum og álfadansi. Dr. Árni Bjömsson segir í Sögu daganna að elsta dæmið um áramótabrennu sem fundist hafí sé frá árinu 1791, en heiðurinn af henni eiga piltar í Hólavallaskóla í Reykjavík. Brenn- an var sennilega á Landakotshæð. Heimildir eru um að eftir miðja 19. öld hafi brennur og blysfarir tíðkast í Reykjavík. Klemens Jóns- son (f. 1862) lýsir brennunum þann- •g: „Þær vom haldnar á gamlárs- kvöld eða þréttándanum, þar sem helzt bar á þeim, t.a.m. á Hóla- velli, við Skólavörðuna eða við Batt- eríið. Var lítið skemmtilegt við þær, þar sem alltaf var mikið fyll- irí, og því oft ryskingar og áflog, en slíkt var reyndar algengt þá.“ Fyrsti álfadansinn var á gamlárs- kvöld árið 1871 á Tjörninni í Reykjavík, efnt var til hans að frumkvæði pilta í Lærða skólanum í tilefni af frumsýningu Nýársnæt- urinnar. Guðjón Friðriksson segir frá þessu í ritinu Saga Reykjavík- ur. „Allir Reykvíkingar sem vettl- ingi gátu valdið, þyrptust út á tunglskinsbjart svellið. Ungir menntamenn og skólapiltar skiptu liði og voru ýmist búnir sem ljósálf- ar eða svartálfar." Álfadansinn var í kringum brennu og voru blys höfð um hönd. Þessi siður breiddist út um landið eins og eldur í sinu. Guido Bernhöft man áramótin fyrir 1910 í Lækjargötunni Guido Bemhöft er núna 94 ára gamall, fæddur 1901, og ákaflega minnisgóður. Hann minnist áramót- anna á fyrsta tug aldarinnar með mikilli gleði, en faðir hans er fædd- ur í Bernhöftstorfuhúsunum. Var flugeldum skotið upp fyrir 1910? Ég lét strákana mína um það. Þeir fengu 12 rakettur og sprengdu þær en ekkert meira.“ Það virðist hafa verið skemmtileg stemmning í Lækjargötunni á þessum ámm. Beggja vegna við hana þutu upp rakettur og sólir og hafa efalaust dregið að margan manninn. Guido Bernhöft segir að þetta hafi verið áður en læk- urinn var yfirbyggður, sem var 1911, og að túnið fyrir neðan Bernhöftsbakarí hafi náð alveg niður að læknum, en grindur hafi verið fyrir. Var mikið um fiugelda á þessum árum? „Ekki mjög mikið um 1910 en þó dálítið. Það voru mest kaupmenn og borgarar sem höfðu efni á því að skjóta peningunum upp í ioftið. Brennur voru líka en við höfðum ekkert gaman af þeim.“ Guido Bernhöft var stór- REYKJAVÍK en ekki þarf að upplýsa árstímann. Morgunblaðið/Árni Sæberg íslenskir flugeldar ÞORBJÖRN Á. Friðriksson fram- Ieiðir flugelda og þekkir líka vel sögu þeirra. Hann segir að Kín- verjar og Indverjar hafi fram- Ieitt þá á 11. eða 12. öld og Evr- ópumenn skömmu síðar. Flugeld- ar hafi síðan þróast jafnt og þétt ogum 1500 Guido Bernhöft Ágústa Snæland „Já, áramótin vom hefðbundin, það vom rakettur og dótarí og kínveijar og vesen. Þegar ég var ungur var fjölskyldu minni alltaf boðið í Bernhöftsbakarí á áramótum, en þar var Daníel Bernhöft föðurbróðir minn og Sigríður kona hans. Það var ákaf- lega skemmtilegt hvernig rakettum og öðru var komið fyrir á túnblettinum fyrir framan húsið. ______________ Ólafur, sonur Daní- els og vinur hans, settu upp ákaflega skemmti- legar sólir og rakettur eftir röð og reglu á túnblettinum. Þegar þeir byijuðu að skjóta var farið eftir sérstakri reglu. Það var óskap- lega gaman að þessu. Hinu megin við Lækjargötuna var Andrés Fjeldsted augn- læknir, en hann bjó uppi á efri hæðinni, Lækjargötu 10, að mig minnir, og skaut hann ákaflega mikiu af fal- legum rakettum frá altaninu. Það var eins og mótspil. Þetta var þegar ég var 9 ára gamall og á góðar endurminningar frá þeim tíma. En þeg- ar ég stálpaðist og eignaðist fjölskyldu sjálfur gerði ég lítið af því að skjóta rakettum. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞORBJÖRN Friðriksson með flugeld sem hann gerði sjálfur. hafi Evrópu- menn fram- leitt flugelda með litum. Kínverjar hafi á hinn bóginn farið aðra leið og gert flókna goselda með pappírsskerm- um. Þorbjörn lagði stund á nám í háorku- efnafræðum en flugelda- gerð er hluti af því. I kring- um 1980 byggði hann iðnbýli austur á Rangárvöll- um og hugðist stunda rann- sóknir í þess- um fræðum Morgunblaðið/Kristinn BRENNUR og blys hafa notið vinsælda frá 19. öld. HORFT niður Lækjargötu árið 1906, en Guido Bernhöft upplifði áramótin áður en byggt var yfír lækinn. sem nefnast pýrótechnic. Hann þróaði þar upp ákveðna gerð af stórum flugeldum sem eru með sól sem skiptir litum. Framleiðslan hjá honum er mjög lítil núna vegna þess að hann hefur verið bundinn í öðru verk- efni; að þróa útskotsbúnað fyrir bj örgunarbáta á grundvelli þess- arar tækni. Flugeldarnir hans eru því ekki seldir á almennum markaði í bili. Hvernig eru flugeldar gerðir? „Eldflaugin sjálf er sérstök púðurblanda sem er þjöppuð með gríðarlegri pressu þangað til hún verður stálhörð. Síðan verður að stilla tímann eða hvenær hún brennur fram úr þannig að hún skjóti út úr sér sólunum. Svo verður að útbúa sólina en það er gert með hættulegum efnum og verður að fara varlega. Þetta er tölvert hættuleg iðja. Einnig þarf að gæta að því að efni sem ekki mega fara saman lendi sam- an. Það gæti orðið snöggur endir á manni. Þetta er mjög sérhæfð og vandasöm iðja.“ af flugeldum eins og núna. En pabba þótti mjög gaman að sprengja bæði kínveija og púðurkerlingar og annað sem til var. Púðurkerlingarn- ar fékk hann hjá gömlum manni sem bjó niður á Sel- landsstíg sem nú heitir Sól- vallagata. Þær voru vafning- ar með kveik og svo sprakk fyrst einn vafningurinn og síðan hver á fætur öðrum og þeir hoppuðu til á jörðinni eftir því sem þeir sprungu. Þegar pabbi kveikti í vindli á gamlárskvöld vissum við krakkarnir að nú ætti að fara að sprengja og fórum út með honum. Þetta var ósköp lítið og fátæklegt, en feikilega skemmtilegt.“ Fjölskylda Ágústu bjó að Túngötu 38 fyrir vestan Landakot, en hinu megin við Túngötuna var róluvöllur og þangað var farið að sprengja. Hún segir að nokkrir hafi verið með blys, og að pabbi hennar hafi sennilega útveg- að sér skipablys. Þetta var um 1920. Voru margir með fiug- elda? „Nei, ekki margir. Seinna gerði Eggert Kristjánsson heildsali sem bjó í nágrenni við okkur ansi mikið af því að sprengja á gamlárskvöld. Ágústa segir að fyrstu árin eftir 1920 hafi fáar fjöl- skyldur við Túngötuna sprengt á gamlárskvöld en það hafi aukist jafnt og þétt eftir því sem hverfið byggð- ist. Manstu hvenær íslending- ar voru farnir að sprengja áberandi mikið? „Nei, það er ekki fyrr en allt í einu sem maður tekur eftir hvað þetta er mikið. En ég man að eitt gamlárskvöld á sjöunda áratugnum var bandarískur offíser hjá okkur og hann var svo hrifinn því hann hafði aldrei séð svona mikið af flugeldum. Einnig hafði mikil áhrif á hann að heyra skipin flauta undir. Sprengjurnar voru að minnsta kosti orðnar líflegar þá.“ GUIDO Bernhöft horfði á flugelda sprengda á þessu túni fyrir 1911 ásamt frændfólki sínu. Myndin sýnir einnig íbúðarhús Bernhöfts og bökunarhús. kaupmaður í H. Ólafsson og Bern- höft, hann hætti 1988. Það svæði sem nú kallast Bern- höftstorfa er austan Lækjargötu, milli Bankastrætis og Amtmanns- stígs. Nefndur Daníel Bernhöft var sonarsonur Tönnes Daniels Bernhöfts sem var fyrsti bakarinn í Reykjavík. í bókinni Reykjavík bernsku minnar ræðir Guðjón Friðriksson við nokkra Reykvíkinga, meðal annarra Ágústu Pétursdóttur Snæland, en hún er dóttir Péturs Halldórssonar sem var borgarstjóri. Ágústa er fædd 1915. í bókinni minnist hún á eftir- væntinguna þegar faðir hennar ætl- aði að fara að sprengja á gamlárs- kvöld. Ég hringdi í Ágústu og spurði hana nánar upp þetta. „Það var ekki eins mikið framboð HvaA eyðum vlð mlklu í flugelda? Enn á ný líður að áramótum og landinn festir kaup á tilheyrandi hlut- um með kveik. Talið er að íslending- ar hafi fest kaup á flugeldum og öðru slíku fyrir að minnsta kosti 200 milljónir á síðasta ári. ■" Gunnar Hersveinn DAGLEGT LIF____________ Veik eða frísk eftir því hverju við trúum LÆKNAR hafa lengi vitað að sjúklingum getur batnað, ef þeir trúa að svo verði, af því einu að taka inn lyfjaform án virkra lyfja- efna. Þessi áhrif eru á ensku köll- uð „placebo effect“ en hingað til hefur hugtakið ekki verið þýtt á góða íslensku. Nú hefur komið í ljós, samkvæmt upplýsingum sem voru kynntar á ráðstefnu fyrir skömmu, að þessi áhrif geta einn- ig virkað öfugt, það er að segja að fólk verði veikt vegna þess að það heldur að það muni verða það. Placeboáhrifin hafa verið rann- sökuð í hundruðum lyfjarann- sókna. Hins vegar hefur ekki ver- ið mikill áhugi á neikvæðri hlið- stæðu hennar, þar til fyrir skömmu, en nýlega var vitnað í rúmlega tuttugu rannsóknir á fyr- irbærinu á fundi American Health Foundation sem haldinn var í New York. Til að greina á milli jákvæðra og neikvæðra p/aceöoáhrifa hafa vísindamenn valið að nota hugtak- ið placebo yfir þau jákvæðu en nocebo yfir neikvæðu áhrifin. „Við getum hvort heldur sem er orðið veik eða frísk ef við trúum að svo verði,“ segir dr. Robert A. Hahn en hann starfar sem mann- fræðingur og faraldsfræðingur við Federal Centers for Disease Cont- rol and Prevention í Bandaríkjun- um. „Nocebo er lítið þekkt menn- ingarfyrirbæri sem rekja má fjöl- mörg sjúkdómseinkenni til,“ segír Dr. Hahn og vitnar í rannsóknir sem lýsa þessum neikvæðu áhrif- um en þau geta verið allt frá út- brotum til dauðsfalla. Engin ímyndunarvelki í sumum tilfellum er hægt að skella skuldinni á noceboáhrifin þegar fólk þjáist af sálvefrænum sjúkdómum, eða m.ö.o þegar sál- ræn vandamál birtast í vefrænum sjúkdómum. Noceboáhrif ná einn- ig til þess þegar fólk, sem að öðru leyti er heilbrigt, verður veikt en þau ná ekki til ímyndunarveiki. Dr. Hahn minnir á að þótt það hafi öðru hverju verið rannsakað hvernig andlegt ástand hefur áhrif á hvernig sjúkdómar birtast hafi samanburðarhópur verið skoðaður í einungis einni rannsókn, en hún var gerð árið 1993. Tilgangur samanburðarhóps er að útiloka að aðrir þættir en sá sem er til rann- sóknar hafi áhrif á niðurstöðurn- ar. í umræddri rannsókn var verið að rannsaka ákveðinn hjartasjúk- dóm þar sem blóðflæði til hjarta- vöðvans er ekki sem skyldi. í ljós kom að þeir sjúklingar, sem einnig þjáðust af þunglyndi og sem nei- kvæðar hugsanir sóttu á hafi að jafnaði fengið 1,6 sinnum fleiri tilfelli af sjúkdómnum og voru helmingi líklegri til að deyja úr honum en þeir sem voru jákvæð- ari. Einnig kom í ljós að því von- lausari sem sjúklingarnir voru því veikari voru þeir og því frekar dóu þeir. Fengu raunveruleg astmaköst Dr. Hahn telur að 5% af þeim 26.000 Bandaríkjamönnum sem deyja á hveiju ári vegna hjarta- sjúkdómsins deyi vegna þess að þeir eiga ekki von á að heilsa þeirra batni. Hann segir að aðra- rannsóknir hafi sýnt fram á að þegar astmasjúklingar andi að sér saltlausn úr dunk eins og þeim sem astmalyf eru í hafi viðbrögð þeirra iðulega verið þau sömu og þeim var sagt að þau yrðu. Þeim sem var sagt að efnið væri óvirkt fundu enga breytingu en 47,5% þeirra sem sagt var að efnið væri ofnæm- isvaldur fengu astmakast. Þegar sömu einstaklingar fengu sams- konar lausn að nýju en var sagt að astmaeinkennin myndu lagast urðu áhrifin þau að þeim leið bet- ur. Vísindamennirnir segja að astmaköstin sem fólkið fékk, þótt saltlausnin hafi í raun ekki inni- haldið ofnæmisvald, hafi í engu verið frábrugðin venjulegum astmaköstum og að viðhorf sjúkl- ings til sjúkdómsins sem hijáir hann hafi stóru hlutverki að gegna sem ekki megi líta framhjá. ■ Eyrnatog leikur framtíðarinnar EYRNATOG er leikur upprunninn meðal eskimóa og er tilgangur hans sagður verða að hækka sársaukaþrö- skuldinn. Asta Keller-Tony er fimmfaldur heimsmeist- ari í eyrnatogi. Hún er þekkt fyrir að taka keppi- nauta sína á taugum með því að stara í augu þeirra og sýna engin merki um sársauka. Leikurinn er sáraeinfaldur og þægilegt að stunda í heimahúsum eða á kaffihúsum. Eyru, kjarkur og vaxborinn snærisspotti er allt sem þarf. Eyrnatog er leikur forn en líklegur sem keppnis- íþrótt á næstu öld. Það er til að mynda ætlunin að keppa í eyrnatogi í Fairbanks í Alaska um leið og Ólympíuleikarnir fara fram í Atlanta, Bandaríkjunum. í Alaska verður einnig keppt í eyrnalyftingum, táar- sparki, priktogi, sprengjufalli og hnúahoppi. Líklegir vinningshafar í eyrnatogi er fólk með langa eyrnasnepla og bernsku í brjósti. Eskimóar eru fremst- ir í heiminum í þessum leik, og til að íslendingar gæti reynt sig í honum eru leikreglurnar hér birtar. Lelkreglurnar Tveir keppa í einu og sitja andspænis hvor öðrum. Andlitin eru í návígi og vaxbornum snærisspotta sem ekki sker, er skotið upp á annað eyra hvors kepp- enda. Eyra á móti eyra og svo er spyrnt rólega á móti. Ráðlegging: Látið eins og ekkert sé. Ef snærisspottinn rennur af eyra, er eigandi þess úr leik. Misjafnt er hvort hægra eða vinstra eyrað ASTA Keller-Tony fyrir ofan er margfaldur heimsmeistari í eyrnatogi. Hérna malar hún andstæðing sinn með léttum leik. er sterkara í leiknum en heillavænlegast er að vera jafnvígur á bæði eyru. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.