Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG 4 ÞEGAR undirritaður var við nám í Mexíkóborg síðast- liðinn vetur, brýndu íbúar borgarinnar „chilangos" fyrir honum að fara til fylkisins Chiapas til að sjá það stórbrotnasta sem Mexíkó hefur upp á að bjóða og skilja betur af hveiju landið er þriðja heims ríki. Chiapas er syðsta fylkið í Mexíkó og jafnframt það fátækasta. Það liggur næst Guatemala og er rómað fyrir fossa og fjallafegurð, en þó einkum einstaklega litríkt mannlíf. í Chiapas sem og á Yucatan-skag- anum og í Guatemala eru heim- kynni Maya-indíána. í raun á Chi- apas meira sameiginlegt með Gu- atemala en Mexíkó. Þó vildi svo til að fylkið lenti Mexíkómegin eftir að Spánn missti Ameríku-nýlend- umar úr greipum sér í byijun 19 aldar. Eins og komið hefur fram í frétt- um hefur Chiapas verið mikið ófrið- arsvæði síðastu ár þar sem Zapat- ista-hreyfingin með sinn frægasta mann, „Marcos", í broddi fylkingar hefur sagt mexíkönskum stjóm- völdum stríð á hendur. Orðið Zapat- ista er dregið af einni helstu hetju Mexíkana, Emilio Zapata. Hann barðist fyrir landdreifingu milli smábænda í mexíkönsku bylting- unni í upphafí þessarar aldar. Vegurinn sprengdursundur Líkt og hetjan forðum beijast Zapatistar nú fyrir landdreifíngu í Chiapas. Það getur verið erfítt að ferðast hindmnarlaust í fylkinu þar sem uppreisnarhreyfíngin og stjóm- arherinn loka iðulega fyrir sam- göngur. Fyrstu tilraun undirritaðs til að ferðast þangað í lok síðasta árs lauk til dæmis rétt innan við fylkjamörkin þar sem vegurinn til San Cristóbal, hjarta Chiapas og hinnar gömlu höfuðborgar fylkisins, hafði verið sprengdur í sundur nótt- ina áður af Zapatistum. Herinn hafði í kjölfar þess lokað af stóm svæði í fylkinu, reyndar öllum helstu vegum þess. Ekki þýddi að ieggja árar í bát, aftur var farið af stað í lok apríl sl. meðan fulltrúar ríkisstjómar og uppreisnarhreyfíngar sátu að samn- ingaborði. í þetta skipti tókst betur til og eftir ferðalag í gegnum Pa- lenque með sínum stórbrotnu og glæsilegu Maya-rústum, var áfangastaður San Cristóbal de las Casas. Borgin er nefnd í höfuðið á hinum svokallaða „vemdara" indí- ána, prestinum Bartolome de las Nlexíkanskir smábændur og Maya-indíánar Casas, sem barðist gegn illri með- höndlun Spánveija á innfæddum í upphafí nýlendutímans, en samt sem áður efaðist hann ekki um að kirkjan og Spánarkonungur hefðu fullan eignarrétt á þessum nýju þegnum sínum. Eltt stórt útlsaf n f rá ' nýlendutímanum San Cristóbal er eitt stórt útisafn frá nýlendutímanum. Þröngar steinlagar götur liggja milli hvít- gulmálaðra húsa sem oft hafa garð og gosbrunn í miðju. Mjög fallegt aðaltorg, eða „zócalo" er einnig til staðar svo og ýmiss konar útimark- aðir, þar sem maður lærir best hvemig á að versla með því að fylgj- ast með innfæddum. Fjöldann allan af kirkjum er einnig að finna og einkenna þær byggingarstfl borgar- innar. Fremst í flokki er kirkjan Santo Domingo, en framhlið hennar skart- ar öllu því fallegasta sem hægt er að fínna í barokkstílnum og ekki em málverkin innandyra af verri endanum. Einnig er gaman að skoða dómkirkjuna, þótt hún þyki ekki eins falleg og Santo Domingo. Nokkur söfn em einnig til staðar og helst má benda á hið glæsilega hús „Casa Na Bolom“, en það er safn Tmdy Blom, sem rannsakaði og vann mikið með hóp Maya djúpt í fmmskógum Chiapas. Ýmsir hlut- ir og ljósmyndir af þessum hópi prýða staðinn og einnig er hægt að kynnast hinum vingjarnlega „Jorge", en svo er hann kallaður, því Maya-nafnið hans var ómögu- legt að bera fram, hvað þá að muna. Og síðast en ekki síst er það mannfólkið sjálft. En einmitt það besta sem maður gerir í San Cristóbal er bara að slappa af, fá sér sæti á bekk og horfa á fólkið, og sérstaklega indíánana, sem setja mjög sterkan svip á bæjarlífið. Það er vægast sagt mjög áhrifamikið MÆÐGUR á leið til fjallaþorps- ins San Jaun Chamula. að sjá indíánafjölskyldu koma inn í bæinn frá nærliggjandi fjalla- þorpi, fínna sér stað á torginu eða fyrir framan einhveija kirkjuna til að selja þar ýmsa muni: útskomar styttur, keramik, leðurvömr, skart- gripi, „litlar Marcos-brúður", en aðallega litríkar flíkur og teppi. Og þvflíkir litir. Dauðlnn sérstakt fyrlrbœrl Dauðinn sjálfur er sérstakt fyrir- bæri í Mexíkó og er árlega haldið upp á sérstakan dauðadag „E1 día de los muertos“. Octavio Paz, eitt mesta skáld Mexíkómanna, hefur í skilgreiningu sinni á þjóðarsálinni sagt, að á meðan orðið dauði er ekki sagt upphátt í borgum eins New York og London er Mexíkan- inn ekki hræddur við orðið, og grín- ast reyndar mikið með það. Það Myndir/Stefán Á. Guðmundsson. LITADYRÐIN er ótrúleg fyrir utan kirkjuna Santo Domingo í San Cristóbel. „EL palacio", höllin í Palenque. ----------------------------- EFTIRMINNILEGT ----------- Sidney í Ástralíu hreif Þróinn Jónsson þegar hann kom þar við í hnattferð Hæðótt landið og skemmtileg inn- sigling í höf nina SIDNEY í Ástralíu var einn við- komustaður Þráins Jónssonar, at- hafnamanns á Egilsstöðum, og Ingveldar Pálsdóttur, konu hans, í hnattferð sem þau fóm í árið 1993. „Ég var hrifinn af Sidneý. Hún er byggð í hæðóttu landi, innsiglingin er skemmtileg, margir flóar og fírðir. Hitastig var eins og best verður á kosið og helst tiltölulega jafnt yfír allt árið eða um 15-20 stig. Þama er fólk af blönduðu þjóðemi, en það býr ekki í sérstökum þjóðemishverfum eins og víða annars staðar." „Áður en við lögðum upp í ferð- ina hafði ég fengið símanúmer kunningja okkar sem var búsettur í Sidney og starfaði þar sem rann- sóknarlögreglumaður. Hann hafði verið lögregluþjónn á Egilsstöðum um nokkurra ára skeið og komið reglu á lögreglumál þar, en fyrir þann tíma tóku menn lögregluna ekki alvarlega. Hann, aftur á móti, gerði engan mannamun heldur sektaði meðal annars bankastjóra fyrir ölvun við akstur. Það em enn sagðar sögur af honum á Héraði. Hann heitir Róbert Róbertsson og hefur verið í Sidney í nokkur ár. Ég náði í hann í síma og við hjón buðum honum í kvöldmat. Við fómm í klúbb sem hann er meðlim- ur í, en þar er maturinn sérlega góður að hans mati.“ „Róbert sagði að það væri gott að búa í Sidney. Ég spurði hann hvað væri betra en heima. Hann sagði það þrennt. í fyrsta lagi væri veður gott og í öðru lagi matur ódýr. Það kostar ekki nema um 500-700 krónur að borða góða máltíð. í þriðja lagi kostaði viskíið lítið. Ég varð nú eiginlega hálfdap- ur yfír þessum svömm, bjóst við öðm. En spurði hann hvort það væri ekkert eins gott heima á ís- landi eða betra. Kostlr fámennls og samkennd Róbert sagðist þá hafa heimsótt ísland árinu áður og farið á gömlu lögregluvaktina í Reykjavík. Vinnufélagarnir sameinuðust um að fara með honum út að borða og létu alla félagana vita. Sumir vom þá búsettir úti á landi. Einn vinur Róberts kom alla leið frá Vopnafírði til þess að borða með honum kvöldverð í Reykjavík. Slíkt sagði Róbert að gæti ekki átt sér stað í Ástralíu. Þar eiga menn bara nánustu samstarfsfélaga, það er þá sem vinna á næstu borðum og svo einn eða tvo vini fyrir utan það. Þama komu kostir fámennis- ins í ljós en þeir era að við þekkj- umst öll og vitum deili hver á öðr- um. Róbert segir sér þetta ákaf- lega minnisstætt. Það er oft eins og menn sjái ekki kostina nema úr fjarlægð." ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.