Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996
BLAD
f
EFNI
Fréttaskýríng
3 Heimamenn
um borð
Markaðsmál
6 Jafnt og stöðugt
framboð af fiski
úr N-Kyrrahafi
S]ómfnjar
7 Skipsbjalla tog-
ara sem fórst
1955 komin á
safn í Grimsby
í EYJUM UM ÁRAMÓT
• Þ AÐ var rólegt um að litast við
höfnina í Vestmannaeyjum um
áramótin eins og annars staðar í
Morgunblaðið/Sigurgeir.
verstöðvum. Myndin er tekin við
dimmumótin næstsíðasta dag
nýliðins árs.
25% verðmætaaukning
í útflutningi á rækju
Heildarútflutningsverðmæti rækju-
afurða gæti numið 15,5 milljörðum
króna á nýliðnu ári að sögn Péturs
Bjarnasonar, framkvæmdastjóra
Pélags rækju- og hörpudiskfram-
leiðenda. Samkvæmt þessu er um 25% verðmætaaukningu að ræða á milli
áranna 1994 og 1995 á verðlagi hvors árs.
Rækjuafurðir fluttar
útfyrir 15,5 milljarða
Útflutningsverðmæti rækjuafurða
nam 12,4 milljörðum króna árið 1994
en það ár var hlutur þeirra af heildarút-
flutningsverðmæti sjávarafurða 14,5%.
Sé miðað við að það hafi haldist óbreytt
á nýliðnu ári eða um 86 milljarðar mun
hlutur rækjuafurða hækka í 18%. Ljóst
er að í fyrra var rækjan annar helsti
nytjastofn landsmanna þriðja árið í röð.
Mikill afli og hærra verA
Helstu ástæður fyrir bættri afkomu
rækjuútgerðar og -vinnslu eru góður
afli síðastliðin tvö ár og verðhækkun.
Rækjuverð var orðið mjög lágt um
mitt ár 1994 en síðan hefur það.hækk-
að um 58%. Enn er rækjuverðir þó
aðeins 72% af því sem það var hæst
árið 1986.
„Það ríkti hallæri í greininni í sjö
ár, frá 1987 til 1994 og því fínnst mér
að rækjuframleiðendur ættu skilið að
fá núna sjö góð ár. Spurn eftir rækj-
unni hefur verið mikil og jöfn upp á
síðkastið en það er þó ákveðin pressa
á rækjuframleiðendur að lækka verðið.
Það hefur til dæmis lækkað lítillega á
síðustu tveimur mánuðum. Hagur
greinarinnar er nú almennt orðinn góð-
ur en þó er greinilegt að hækkunin
hefur mun fremur skilað sér til útgerð-
arinnar en vinnslunnar í landi. Barátt-
an um hráefnið er mikil og það hefur
víða hækkað um rneira en þessi 58%.“
Gott útlit á rækjumörkuðum
Um 90% af rækjuútflutningnum
fer til Bretlands og Danmerkur og
segir Pétur að vel horfi á þeim mörk-
uðum.
„Ég á von á því að hið háa rækju-
verð haldist óbreytt um sinn en menn
verða þó að átta sig á því að það verð-
ur ekki fyrirhafnarlaust. Framleiðend-
ur og útflytjendur verða nú að leggja
meiri áherslu á markaðssetningu en
gert hefur verið hingað til.
Mikilvægt er að skapa rækjunni sess
í hugum neytenda en það er að mínu
áliti forsenda þess að verðið haldist
hátt. Félag rækju- og hörpudiskfram-
leiðenda hefur til dæmis haft frum-
kvæði að samnorrænu markaðsátaki í
Þýskalandi og fyrstu niðurstöður þess
benda til að það hafi skilað miklum
árangri," segir Pétur.
Fréttir Markaðir
Selja fyrir
marga aðila
• NÝLIÐIÐ ár var gjöfult
fyrir Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna að því er Friðrik
Pálsson segir í samtali við
blaðið. Fyrirtækið selur nú
afurðir fyrir um fimmtán
þýsk, rússnesk og færeysk
frystiskip og hefur það styrkt
sölunet fyrirtækisins mjög.
„Kaup SH á verksmiðju
Faroe Seafood í Grimsby
munu tvöfalda veltuna þar
og þar af leiðandi styrkja
stöðu SH á breska markaðn-
um og gefa aukna möguleika
og sóknarfæri á meginland-
inu,“ segir Friðrik Pálsson./2
Sjórinn fullur
af fiski
• EFTIR góða veiði í rúss- .
neskri lögsögu í Barentshafi
var aflaverðmætið um 50
milljónir króna hjá Akraberg-
inu, sem gert er út frá Fær-
eyjum, en Samheiji á hlut í
skipinu. Halldór Ingvason
háseti er einn fimm íslend-
inga á Akraberginu og segir
hann um aflabrögðin: „Sjór-
inn þarna var fullur af fiski.“
Jólin héldu skipveijar á heim-
siglingunni, skipstjórinn brá
sér í jólasveinabúning, pabbi
hans flutti hugvekju og svo
sungu skipveijar Heims um
ból á færeysku./4
Fjórða stærsta
fyrirtækið
• GENGIÐ var frá samþykkt-
um um sameiningu Fiskiðj-
unnar Skagfirðings og Hrað-
frystihúss Grundarfjarðar á
gamlársdag. Áætluð velta
sameinaða fyrirtækisins árið
1996 er 3 til 3A milljarður og
verður það með fjórða mesta
heildarkvóta íslenskra sjávar-
útvegsfyrirtækja. Höfuð-
stöðvar fyrirtækisins verða á
Sauðárkróki. Starfsmenn
verða í kringum 400. Sérhæf-
ing verður aukin i landvinnslu
þannig að hver fisktegund
verður ekki unnin á nema ein-
um stað./5
Nýir eigendur
að Otto Wathne
• TILBOÐI Útgerðarfélags
Dalvikinga og Snæfellings
hf. í togarann Otto Wathne
NS-90 hefur verið tekið, en
ekki hefur verið gengið frá
kaupunum. Otto Wathne er
ekki með veiðileyfi í íslenskri
landhelgi. Hann hefur verið
gerður út á Flæmingja-
grunni mest allt síðasta ár
og er hugmyndin að skipið
stundi áfram rækjuveiðar á
Flæmska hattinum./5
Fiskneyslan
lítil í Brazilíu
• MARKAÐUR fyrir sjávar-
afurðir í Rómönsku Ameríku
er að mörgu leyti erfiður og
gerir kröfu til góðrar þekk-
ingar á aðstæðum í hveiju
landi. Eru upplýsingar af
skornum skammti og neyslan
enn lítil en talið er, að hún
eigi eftir að aukast mikið
með bættum efnahag í mörg-
um ríkjanna. Brazilíumenn
eru nærri 165 milljónir tals-
ins en neysla þeirra á bol-
og flatfiski er þó aðeins
81.000 tonn. I landinu er
gamalgróinn markaður fyrir
saltfisk en langmestur hluti
neyslunnar er þó í frystum
flökum. Einnig er töluvert
um innflutning á frystum
fiski heilum eða heilum og
slægðum.
Botnfiskneysla
í Brasilíu:
Afurðaflokkar
Aðeins tvær
aðaltegundir
Botnfiskneysla
í Brasilíu:
Fisktegundir
Þorskur
Kyrrahafs-
lýsingur
Atlantshafs
lýsingur
Ham/tó. Srouníf/s/i Forum ■ rMstetmirit
• ATHYGLI vekur hvað
fiskneyslan í Brazilíu byggist
á fáum tegundum en segja
má, að í aðalatriðum séu þær
aðeins tvær, þorskur, sem er
rúmur fjórðungur neyslunn-
ar og þá aðallega sem salt-
fiskur, og lýsingur. Er greint
á milli Kyrrahafs- og Atl-
antshafslýsings en hlutur
þess fyrrnefnda, sem kemur
mest frá Chile, er þó liverf-
andi. Það er lýsingur frá
Argentínu, sem er ráðandi á
markaðinum með yfir 70%.