Morgunblaðið - 03.01.1996, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 03.01.1996, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 B 5^ Fiskiðjan Skagfirðingur og Hraðfrystihús Grundarfjarðar sameinast Veltan í ár áætluð rúm- lega þrír milljarðar kr. ■ GENGIÐ var frá Með fjórða stærsta kvótann SSSTfÆ og um 400 starfsmenn frystihúss Grundarfjarðar á gamlársdag. Áætluð velta sameinaða fyrirtæk- isins árið 1996 er 3 til 3'/2 milljarður og verður það með fjórða mesta heildarkvota íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Kvótahæstu útgerðirnar 1995-1996 Botnf.kvóti, Hlutfall af þorskígildi, botnf.kvdta, tonn 1995-96 Hlutfall af heildarkvóta 1995-96 Grandi hí. Útgeröarfélag Akureyringa ht. Samherji hf. Fiskiðjan Skagfirðingur hf. Haraldur Böðvarsson hf. Síldarvinnslan hf. Vinnslustöðin hf. ísfélag Vestmannaeyja hf. Miðnes hf. Skagstrendingur hf. ÍUtf 15.738 6,12% 16.373 4,39% 13.895 5,41% 14.462 3,88% 9.299 3,62% 14.250 3,82% 10.387 4,04% 10.387 2,78% 6.565 2,56% 9.696 2,60% 4.660 1,81% 8.722 2,34% 5.615 2,18% 7.638 2,05% 3.396 1,32% 6.923 1,86% 4.578 1,78% 6.296 1,69% 5.725 2,22% 6.274 1,68% Þetta er síðasta skrefið í þróun sem átt hefur sér stað frá áramót- um 1992 og 1993 þegar fyrirtækin skagfirsku, sem þá voru tvö, keyptu rúmlega 30% hlut í HG. Síðan hefur sá hlutur aukist smám saman með árunum og í lok síð- asta árs var hann 85%. HöfuAstöðvarnar verða á Sauðárkróki Fyrir sameiningu var Skagfirð- ingur með fjóra togara, tvö frysti- hús, pökkunarstöð, saltfiskverkun og kvóta upp á rúmlega 7 þúsund þorskígildi. Það var sjöunda stærsta fyrirtæki landsins hvað kvóta varðar. Hraðfrystihús Grundarfjarðar var með tvo tog- ara, frystihús, skel- og rækju- vinnslu, fiskimjölsverksmiðju og kvóta upp á 3 þúsund þorskígildi. Það var á meðal 30 stærstu fyrir- tækja landsins hvað kvóta varðar. Nýja fyrirtækið mun að minnsta Þorskkvót- inn verði aukinn Akureyri. Morgunblaðið Á AÐALFUNDI Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga nýlega voru ítrkekaðar fyrri sam- þykktir félagsins og Farmanna- og fiskimannasambands íslands um að auka þorskkvótann. Fund- urinn leggur til að nú þegar verði veiðikvótinn aukinn um 100 þús- und tonn. Á aðalfundinum var samþykkt að kjósa þriggja manna mennta- málanefnd. Talið er að brýn þörf sé á að gera ýmsar breytingar á námsefni og kennslu til skipstjóm- arnáms og telur fundurinn eðlilegt að félagið sinni þessum málaflokki sérstaklega. Nefnd sem þessi innan félagsins geti fylgt eftir við rétta aðila þeim áherslum og breytingum sem skipstjórnarmenn telja nauð- synlegar. Þá var samþykkt á fundinum að skora á stjórn félagsins að beita sér fyrir því að stofnaður verði endurmenntunarsjóður skip- stjórnarmanna. í næstu kjarasamn- ingum verði lögð áhersla á að ná samningum um framlag útgerðar- manna til endurmenntunarsjóðs. kosti fyrst um sinn heita Fiskiðjan Skagfirðingur. Það verður staðsett í þremur sveitarfélögum, þ.e. á Sauðárkróki, Hofsósi og Grundar- firði. Höfuðstöðvar fyrirtækisins verða á Sauðárkróki. Starfsmenn verða í kringum 400. Einar Svans- son verður áfram framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings, Gísli Svan Einarsson útgerðarstjóri og Ingimar Jónsson fjármála- og skrifstofustjóri. Atli Viðar Jónsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri HG, verður framleiðslustjóri. Hver fisktegund aðeins unnin á einum stað „Við munum reyna að auka sérhæfingu í landvinnslu þannig að hver fisktegund verði ekki unnin nema á einum stað,“ segir Einar Svansson framkvæmda- stjóri. „Til dæmis verður allur ufsi, sem er áætlaður 1.500 til 2.000 tonn árið 1996, unninn á Hofsósi. Aukin áhersla verður lögð á rækju- og skelvinnslu í Grundarfirði. Síðan munum við reyna að hagræða öðrum tegund- um á milli staða.“ Hann segir að þetta auki hag- kvæmni í rekstri fyrirtækisins, en hún hafi minnkað við kvótaskerð- ingu á þorski þegar aðrar tegundir hafi komið inn í myndina. Hann segir einnig að auðveldara verði að nýta kvótann á sem hagkvæmastan hátt þegar hann verði allur kominn í einn pott. Þegar rekstrarafkoma HG og Skagfirðings árið 1995 er skoðuð í einni heild sýni hún hagnað, að sögn Einars. Hann segir að gert sé ráð fyrir að opnað verði fyrir viðskipti með hlutabréf í félaginu eftir aðalfund í vor þegar samein- ingin hafi verið staðfest og allir hluthafar verði komnir með hluta- bréf í hendur í sameiginlegu félagi. ÞERNEY í SLIPP • ÞERNEY RE var tekin í slipp Stálsmiðjunuar fyrir jól og er hún eitt stærsta skipið sem þar hefur verið tekið upp. Var skipið þar í tvær vikur í viðgerð og hefð- bundnu viðhaldi. Gert var við skemmdir á siðunni og á myndinni sést vel hvar skipt var um plötur. Einnig stóð til að hotnmála skipið en það náðist ekki vegna mikils frosts. Nýliðið ár var fyrsta rekstrarár Stálsmiðjunnar Morgunblaðið/Þorkell. undir sljórn nýrra eigenda.og segir Ágúst Einarsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, að það hafi komið vel út. Næg verkefni iiggi fyrir og slipp- urinn sé fullbókaður allan janúarmánuð. Hyggjast kaupa Otto Wathne til rækjuveiða á Flæmingj agrunni „ÚTGERÐARFÉLAG Dalvíkinga og Snæfellingur hf. gerðu tilboð í togarann Otto Wathne NS-90. Til- boðinu hefur verið tekið, en hins vegar eigum við eftir að skoða skip- ið,“ segir Valdimar Bragason, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Dal- víkinga. Til stóð að togarinn yrði skoðað- ur fyrir jól, en ekkert varð af því, þannig að sú skoðun fer fram í dag. „Miðað við þær lýsingar sem við höfum fengíð á togaranum er engin ástæða til að ætla áð hann standist ekki skoðun,“ segir Valdi- mar. Otto Wathne er ekki með veiði- leyfi í íslenskri landhelgi. Hann hefur verið gerður út á Flæmingja- grunni mest allt síðasta ár og að sögn Valdimars er hugmyndin með kaupunum að gera það áfram. Kaupverðið fæst ekki uppgefið, en fyrirtækin munu borga hvort sinn helminginn af því ef af kaupun- um verður. „Það á eftir að úfæra það hver muni sjá um rekstur á togaranum,“ segir Valdimar. „Menn mega ekki fara alveg fram úr sjálfum sér á meðan ekki er búið að kaupa skipið.“ Togarinn liggur núna við bryggju í St Johns á Nýfundnalandi í Kanada. „Ætlunin er að hann landi áfram fyrir vestan,“ segir Valdi- mar. „Hins vegar er möguleiki að fara með þann hluta af rækjuaflan- um sem tekinn er til endurvinnslu til Ólafsvíkur í vinnslu." Hann seg- ir að aukningin í vinnslunni geti kallað á fleiri störf. Síðan sé senni- legt að málin færist í það horf að skipverjar verði búsettir á Dalvík eða i Ölafsvík. „Okkar hugsun í þessu er fyrst og fremst sú að blanda okkur í þess- ar úthafsveiðar sem við höfum ekki gert að neinu marki,“ segir Valdi- mar. „Það liggur í loftinu að settar verði takmarkanir á þessar veiðar og þá er ástæða til að koma sér upp veiðireynslu á þeim slóðum.“ Fyrstu skípin til loðnu- veiða BLÆNGUR og Barði frá Nes- kaupstað héldu til loðnuveiða í fyrrinótt og Bjartur átti að fara í gærkvöldi, en í gær var verið að landa úr honum 31 tonni sem veiddust milli jóla og nýárs. Börkur fer út í dag með nót annaðhvort á loðnu eða síld, og Beitir fer á næst- unni út með flottroll á loðnu- veiðar. Þorsteinn EA landaði 220 tonnum af ioðnu í Nes- kaupstað milli jóla og nýárs. Togararnir Hólmanes og Hólmatindur lögðu úr höfn á Eskifirði í gærdag og Hólma- borgin átti að fara á miðnætti á loðnuveiðar með troll og nót. Jón Kjartansson fer svo út í vikulokin en verið er að gera breytingar á vél skipsins, og sömuleiðis fer Guðrún Þorkels- dóttir væntanlega í vikulokin. „Rússarnir“ gjaldþrota í Portúgal FRANSKA fyrirtækið Constante Group, stærsti seljandi Rússafisks í Portúgal, varð gjaldþrota fyrir nokkrum vikum. Á síðustu tveimur árum hefur það selt til landsins un 35.000 tonn, sem að langmestu leyti hafa verið verkuð í salt, og boðið fiskinn á verulega lægra verði en aðrir. Constante fékk fiskinn frá Cepromar, samstarfsfyrirtæki þess og Múrmanrybprom í Múrmansk, en hann þótti yfirleitt heldur lítill að gæðum. í Portúgal var hann síð- an saltaður og þurrkaður og seldur á lágu verði í stórmörkuðum og í portúgölsku nýlendunum. Norðmenn segja, að gjaldþrotið hjá Constante sýni, að engir séu samkeppnishæfari en þeir hvað varðar yerð og gæði á þessum markaði en virðast þó hafa af því nokkrar áhyggjur, að áhugi íslend- inga á Portúgal sé að vakna aftur. Þeir voru mjög sterkir þar áður en hrunið í þorskveiðunum neyddi þá til að einbeita sér bestu markaðs- svæðunum. Nú bendi hins vegar margt til, að þorskkvótar við ísland verði auknir aftur. Frystikistur Staðgr.verð HF 201 72 x 65 x 85 45.768,- HF271 92x65x85 50.946,- HF396 126x65x85 59.170,- HF506 156x65x85 69.070,- Frystiskápar FS205 125 cm 62.092,- FS 275 155 cm 74.314,- FS 345 185 cm 88.194,- Kæliskápar KS 250 125 cm 58.710,- KS315 155 cm 62.933,- KS 385 185 cm 71.055,- Kæli- og frystiskápar KF 285 155 cm 88.524,- kælir 199 ltr frystir 80 ltr 2 pressur KF 283 155 cm 77.472,- kælir 199 Itr frystir 80 ltr 1 pressa KF 350 185 cm 103.064,- kælir 200 ltr frystir 156 ltr 2 pressur KF 355 185 cm 97.350,- kælir 271 ltr frystir 100 Itr 2 pressur OGT&Gl 1 Faxafeni 12. Sími 553 8000 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.