Morgunblaðið - 03.01.1996, Qupperneq 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996
Venus kominn heim eftir
viðgerð og endurbætur
FRYSTITOGARINN Venus kom
til landsins á Þorláksmessu eftir
miklar endurbætur í Póllandi. Nýr
fiskvinnslubúnaður verður settur
í skipið í Hafnarfirði og áformað
er að það geti hafið veiðar eftir rúman mánuð. Lætur nærri að kostnaður við
viðgerð og endurbætur nemi hálfum milljarði króna.
Heildarkostnaðurinn
nálgast 500 milljónir
Togarinn skemmdist illa í eldi í apríl
1994, en hann lá þá við bryggju í
Hafnarfirði. Illa gekk að ráða niðurlög-
um eldsins, enda náði hann að læsa sig
í einangrun milli þilja.
Skipið var svo illa farið eftir eldsvoð-
ann að eigandi skipsins, Hvalur hf.,
velti því fyrir sér að kaupa annað í
staðinn. Ekkert varð þó úr því og í
mars síðastliðnum var togarinn sendur
til viðgerðar hjá Nauta skipasmíðastöð-
inni í Gdansk í Póllandi. Var hann
m.a. lengdur um níu metra og innrétt-
aður upp á nýtt. Skipt var um skrúfu,
skrúfuhring, ljósavél og gír við aðal-
vél. Þá var millidekk hækkað um 40
sentimetra og skipið málað og sand-
blásið að innan.
Nýr fiskvinnslubúnaður
Eftir áramót hefst vinna við að setja
nýjan fiskvinnslubúnað í skipið og mun
Marel hf. annast það verk að sögn
Kristjáns Loftssonar, framkvæmda-
stjóra Hvals. Hann segir að heildar-
kostnaður við framkvæmdirnar nálgist
nú 500 milljónir króna, en heildartjón-
ið, sem varð í eldsvoðanum, var metið
á 200 milljónir. Áætlað er að fram-
kvæmdum Ijúki í lok janúar eða byijun
febrúar og verður skipið þá strax sent
á veiðar.
FÓLK
Stjóraar skrif-
stofu ÍS í Tókýó
• í BYRJUN ársins opna ís-
lenskar sjávarafurðir sölu-
skrifstofu í Tókýó. Teitur
Gylfason,
sem um ára-
bil hefur verið
deildarstjóri í
söludeild ÍS í
Reykjavík,
hefur verið
ráðinn til að
Teitur veita skrif-
Cylíasou stofunnj fm_
stöðu. Teitur hefur mikla
reynslu af viðskiptum við
markaðina í Austurlöndum
fjær, en sala þangað hefur
verið eitt af meginmarkmiðum
söludeildar ÍS í Reykjavík.
Tvær meginástæður eru
fyrir því að IS opnar nú skrif-
stofu í Japan. Viðskipti við
Japan og önnur lönd í A-Asíu
hafa vaxið ár frá ári, þannig
að svæðið er nú næst stærsti
markaður ÍS, á eftir Evrópu,
en á undan Bandaríkjunum.
í annan stað mun skrifstofan
í Japan gegna lykilhlutverki
við sölu á afurðum frá UTRF
í Petropavlosk.
Teitur er fæddur árið
1961 í Mosfellssveit og er því
34 ára gamall. Hann lauk
stúdentsprófí frá Menntaskól-
anum við Sund og prófi frá
Fiskvinnsluskólanum i
Hafnarfirði 1984. Hann var
verkstjóri í Frystihúsi KEA á
Dalvík frá 1983-85 en hóf
síðan störf hjá sjávarafurða-
deildinni. Hann vann fyrst við
framleiðslustjórnun og vöru-
þróun en frá árinu 1988 hefur
hann séð um sölu til Austur-
landa fjær. Teitur er kvæntur
Soffíu Friðbjörnsdóttur,
framleiðslustjóra hjá IS, og
eiga þau tvær dætur.
Forstöðumaður
söluskrifstofu
SH á Spáni
• HJÖRLEIFUR Ásgeirs-
son sjávarútvegsfræðingur
hefur verið ráðinn til að veita
söluskrif-
stofu Sölu-
miðstöðvar
hraðfrysti-
húsanna á
Spáni for-
stöðu. Áætl-
að er að
starfsemi
skrifstofunn-
ar hefjist snemma á árinu.
Hjörleifur er 33 ára. Hann
lauk stúdentsprófi frá MS og
stundaði nám í sjávarútvegs-
fræðum í Tromsö 1986-
1991. Hann hefur starfað á
söluskrifstofu SH í París frá
því á árinu 1991 og hefur
annast sölu til Spánar og Port-
úgals. Hjörleifur er kvæntur
Maríu Purificacion Luque
Jimenz og eiga þau saman tvö
börn.
Eldingunni
breytt í
skemmtibát
• ÞORGEIR Jóhannsson
hefur keypt Eldinguna, sem
í eina tíð var björgunar- og
aðstoðarskip
fyrir íslenska
síldveiðiflot-
ann. Eigandi,
skipstjóri og
aðalkafari þá
var Haf-
steinn Jó-
hannsson,
oftast kennd-
ur við Eldinguna, en hann er
bróðir Þorgeirs. Hafsteinn býr
nú í Noregi og fyrir nokkrum
árum sigldi hann á seglskútu
sinni kringum jörðina.
Þorgeir vinnur að miklum
endurbótum á nýju Elding-
unni, sem svo var kölluð, og
leysti eldra skip af hólmi síð-
ustu síldarárin. Meðal annars
verður skipt um brú á skipinu.
Þorgeir hyggst gera skipið að
alhliða dráttarbáti og um leið
að skemmtiskipi t.d. til hvala-
skoðunar og til að halda grill-
veislur um borð. Hann reiknar
með að fjögurra manna áhöfn
verði á skipinu. Samkvæmt
Ægi var skipið smíðað í Kópa-
vogi árin 1965-67 eftirteikn-
ingum að kanadískum tundur-
skeytabáti og á að vera tilbúið
eftir breytingar í apríl í vor.
Flotastjóri á
Kamtsjatka
• MAGNÚS Guðmundsson
hefur verið ráðinn flotastjóri
vegna hins stóra verkefnis Is-
lenskra sjáv-
arafurða fyr-
ir rússneska
útgerðar- og
fiskvinnslu-
fyrirtækið
UTRFí
Petropav-
losk.
Veiðifloti
fyrirtækisins eru 2 norsk-
byggðir frystitogarar, 65
metra, fjórir rússneskbyggðir
frystitogarar, 50 metra, fjögur
rússneskbyggð verksmiðju-
skip, 160 metra, og um 16
minni veiðiskip, sem veiða fyr-
ir verksmiðjuskipin.
Þorgeir
Jóhannsson
Magnús
Guðmundsson
Grillaður ferskur lax
Aðstoðarskip fylgi flotan-
um á fjarlægum slóðum
Á NÝAFSTÖÐNUM félagsfundi vélstjóra á fiskiskipum var skorað á Alþingi
að breyta lögum um Lífeyrissjóð sjómanna á þann veg að fulltrúa tilnefndum
af Vélstjórafélagi íslands verði tryggð seta í stjórn ráðsins. Geti Alþingi ekki
fallist á þessa tillögu lagði fundurinn til að lögum um sjóðinn verði breytt á
þann veg að þeim félagsmönnum VSFÍ sem ráðnir eru á íslensk skip sé ekki
gert skylt að greiða í Lífeyrissjóð sjómanna.
UA selur
Hrímbak EA
ÚTGERÐARFÉLAG Akur-
eyringa hf. hefur gert samning
um sölu á Hrímbaki EA, einum
togara félagsins. Gunnar Ragn-
ars, framkvæmdastjóri ÚA stað-
festi þetta í samtali við Morg-
unblaðið en vildi að öðru leyti
ekki tjá sig um málið að svo
stöddu, þar sem enn ætti eftir
að staðfesta samninginn.
Hrímbakur EA var fyrr i vetur
leigður til Básafells hf. á ísafirði
og hefur verið gerður út á rækju-
veiðar þaðan og verður þar eitt-
hvað fram á nýja árið.
Hrímbakur EA er um 750
brúttórúmlestir að stærð og tæp-
ir 52 m að lengd. Skipið kom
nýtt til Stokkseyrar árið 1977
og hét þá Bjami Heijólfsson en
þaðan keypti ÚA skipið.
Þá var skorað á stjórnvöld og stjórn-
endur Landhelgisgæslu íslands að
tryggja að aðstoðarskip fylgi flotanum
þegar hann stundar veiðar á fjarlægum
miðum.
í greinargerð með áskoruninni segir
að síðastliðin tvö sumur hafi aðstoðar-
skip fylgt togaraflotanum norður í
Smugu. Það hafi gefist vel og í ljósi
þess telji fundurinn að nauðsynlegt sé
að aðstoðarskip fylgi einnig flotanum
þegar hann stundar veiðar á öðrum fjar-
lægum miðum, t.d. á Reykjaneshrygg.
Loks skoraði fundurinn á stjórn fé-
lagsins að hefja þegar í stað undirbúning
að hækkun hlutaskipta vélstjóra á fiski-
skipum og gera þá kröfu að forgangs-
kröfu í næstu kjarasamningum.
„í fyrsta lagi eru yfirstýrimaður og
yfirvélstjóri með sama aukahlut í dag,“
segir Helgi Laxdal, formaður VSFÍ.
„Yfirvélstjórinn þarf samt rúmlega þre-
falt lengri námstíma en yfirstýrimaður
og ber lagalega ábyrgð á því að lögskip-
uðum skoðunum sé framfylgt, viðhaldi
skipsins og vélbúnaði.
I öðru lagi eru er hlutur yfirvélstjóra
hærri en yfirstýrimanns hjá nágranna-
þjóðum, t.d. á rækjutogurum Færeyinga
og Grænlendinga. I Noregi er launaröðin
skipstjóri, yfirvélstjóri, fyrsti vélstjóri og
síðan kemur yfirstýrimaður.
með kapers og pipar
JL JL JL
LAX hefur löngum þótt hreinasta sælgæti, enda er hægt
að framreiða hann þannig að flestum liki. Leifur Kolbeins-
son' yf'vmatreiðslumaður á La Prima-
vcra, verður sælkerum Versins innan
handar að þessu sinn}. Leifur segir að rétturinn sé tílval-
inn sem forréttur en einungis þegar fáir
eru í mat, þar sem rétturinn er bakaður
á diskum inni í ofni. í uppskriftina þarf:
Ferskan lax.
Salt og pipar.
Jómfrúarolfu.
Marineraðan grænan pipar.
Stóran kapers.
Sítrónu.
Laxinn er skáskorinn i þunnar sneiðar. Mjög þunnt lag
af olíu er sett á diskinn og yfir er stráð salti og pipar.
Laxinum er raðað á diskinn og á að hy|ja hann upp að
diskbrún. Því næst er iaxinn penslaður með olíu, sítróna
kreist yfir og u.þ.b. 10 piparkornum og 15 kaperskornum
stráð yfir. Látið marinerast í um 5 mínútur. Hitið ofninn
á meðan á fullum hitá, með grílli ef hægt er. Disknum
er skellt inn í heitan ofninn í 30 sekúndur og borínn strax
fram. Best er að qjóta réttarins með góðu hvftvini, Ld.
Pinot Grigio, að slign Leifs.