Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 1
AUGLÝSING
®ft #V-:
10% þeirra sem þurfa á
endurhœfingu að halda
eru 20 ára eða yngri.
Fjöldi fólks bíður inni
á sjúkrahúsum eflir
endurhœfingarrými,
á sama tíma og sjúkra-
rými á almennum
sjúkrahúsum er þrisvar
til fjórum sinnum dýrara
en sjúkrarými á
Reykjalundi.
Síðastliðin ár hafa um
1.300
íslendingar notið
endurhœfingar að
Reykjalundi
á ári hverju.
Lán í óláni
Annar var rafvirki og hinn tré-
smiður. Annar stjórnarmaður í
Sniglunum, Bifhjólasamtökum
lýðveldisins, og hinn stjórnar-
maður í Slysavarnafélagi íslands.
Báðir voru í erfiðri endurhæfingu
eftir slys. Fyrirfram hefði mátt
halda að þessir tveir menn væru
ekki líkiegir til að taka höndum
saman og skrifa og teikna vin-
sælar barnabækur og standa að
átaki í slysavörnum - en það
gerast oft kraftaverk inni á
Reykjalundi.
Að gera eitthvað
jákvætt...
Haraldur Sigurðarson og Ingi Hans
Jónsson hittust fyrst þegar þeir voru
við sjálfboðavinnu á rokkhátíð í
Húnaveri en fengu síðan gott næði
til að kynnast inni á Reykjalundi í
september árið 1989. Haraldur var í
endurhæfingu eftir umferðarslys og
Ingi Hans var í þjálfun eftir annað
slys. „Okkur kom vel saman og
báðum um að vera færðir saman í
herbergi", segir Ingi Hans. „Við
vorurn báðir frekar illa á okkur
komnir og fórum að velta því fyrir
okkur hvað svona aumingjar ættu að
gera af sér. Ég hafði fengist dálítið
við að mála og ákvað að gefa
Reykjalundi málverk eftir mig. Þá
sýndi Haraldur mér myndir sem
hann hafði verið að teikna og ég sá
strax að þarna var á ferðinni mjög
sérstakur og góður teiknari. Upp úr
þessu datt mér í hug að það væri
þjóðráð að gera eitthvað jákvætt og
nota „frítímann" til að skrifa og
teikna barnabók."
Sérstakt samstarf
„Fyrsta bókin, sem hét „Tjúlli - Lán
í óláni“, var afrakstur mjög sérstaks
og náins samstarfs," segir Haraldur.
„Við vorum meira og minna í ná-
vígi allan daginn þannig að við unn-
um bókina jafnóðum og gátum gætt
þess að myndir og texti féllu vel
saman. Ingi Hans gerði
athugasemdir við myndirnar mínar
og ég bað hann stundum að breyta
textanum til þess að hægt væri að
teikna skemmtilegri myndir. Síðan
lituðum við myndirnar í samein-
ingu. Við lögðum mikið upp úr þvf
að hafa bókina lifandi og skemmti-
lega og á góðri íslensku. Til þess að
sjá hvort við værum ekki á réttri
leið fengum við síðan börn í „pruf-
ur“ og athuguðum hvernig þeim
líkaði". Örlygur Hálfdánarson gaf
bókina síðan út, en hann reyndist
okkur mjög vel.
Frábær stuðningur
„Bókin fékk frábærar viðtökur og
það var mjög skemmtilegt að vinna
hana, “ segir Ingi Hans, „en aðal-
sagan er samt sá frábæri stuðningur
sem við fengum inni á Reykjalundi.
Sveinn Már heitinn læknir veitti
Haraldi ómetanlegan stuðning og
hvatti okkur til dáða. Sá mikli og
góði stuðningur sem við fengum,
ásamt endurhæfingunni allri, lagði
grunninn að því að við gátum
markað okkur nýja lífsbraut eftir
slysin."
Án HAPPDRÆTTIS SÍBS
vceri engin starfsemi
til i landinu á borð við þá
sem er á Reykjalundi.
Að aðlaga sig breyttum
forsendum
Haraldur var rafvirki fyrir
umferðarslysið og reyndi að snúa
aftur til þeirra starfa. Líkaminn
leyfði.hins vegar ekki þau átök sem
starfinu fylgir og honum var ljóst að
hann þyrfti að finna aðra leið til að
sjá fyrir sér. „Ingi Hans og fjöl-
skylda mín hvöttu mig til að prófa
mig áfram með teikningarnar.
Niðurstaðan varð sú að ég fór í list-
nám og í dag er ég grafískur
hönnuður."
Ingi Hans er trésmiður og átti um
tíma innréttingaverkstæði. Hann
þurfti einnig að finna nýjar leiðir til
að framfleyta sér. í dag er hann með
listmunaverkstæði þar sem hann
smfðar listmuni, verðlaunagripi og
margs konar gjafir eftir pöntunum.
„Umhverfið og andrúmsloftið skipt-
ir miklu þegar menn þurfa að
endurskoða líf sitt og skapa sér nýja
stefnu,“ segir Ingi Hans. „Eftir að
hafa lent í slysum eða öðrum
erfiðleikum verður fólk að aðlaga líf
sitt breyttum forsendum og læra að
bjarga sér upp á nýtt. Ef menn finna
ekki rétta umhverfið til að takast á
við það verkefni inni á Reykjalundi
þá finna þeir það hvergi. Það er
einnig gríðarlega mikilvægt að
menn njóti stuðnings og skilnings
frá fjölskyldum sínum og fái aðstoð
til að hagræða lífsmynstri sínu og
efnahag miðað við breyttar
aðstæður. Þetta er heildrænt ferli, ef
menn missa eigurnar og fjölskyld-
una í kjölfar þess að þeir missa
heilsuna er hætt við að endurhæfing
gangi ekki vel.“
Bestu bæturnar
Haraldur og Ingi Hans hafa ekki
aðeins gefið af sér með því að gefa
út bamabækur heldur hafa þeir
einnig lagt sitt af mörkum til
slysavarna. „Ég hef lengi haft áhuga
á slysavömum og það ýtti undir
þann áhuga þegar dóttir mín var
lífguð við eftir slys,“ segir Ingi
Hans sem á sæti í stjórn
Slysavarnafélags íslands. Ingi Hans
og Haraldur voru meðal þeirra sem
stóðu að átakinu „Komum heil
heim“ og Haraldur hefur teiknað
myndröð um slysavamir.
„Bestu bæturnar sem hægt er að
gefa þeim sem lenda í slysurn eða
veikjast er árangursrík endurhæfing
þannig að fólk geti hjálpað sér
sjálft. Það græða allir á þeirri
aðstoð," segir Haraldur.
Um 500 manns biða að
staðaldri eftir þvt' að
komast í endurhœfingu
á Reykjalundi.
1W
milljónir
í vinninga
Verðlaunagetraun
ÍI hls. 2 á hls. 5 IL^gÉ á bls. 6
H an drit
íslenskra
rithöfu nda
einstök eign
'r> * S&íy&í
r+%r-
ir«yiV.'r'
1(1
M e s t u v i n n i n g s l í k u r í í sl e n sku stórhappdrœtti