Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 E 3 M e s t u v i n n i n g s l í k u r í í s l e n s k u stórhappdrœtti Þegar maður spilar ekki upp á vinning -en fær samt milljón! „Mamma og pabbi áttu fjóra miða í happ- drætti SÍBS og ætluðu að hætta með þá, en ég tók það ekki í mál og fékk einn þeirra. Síðan eru liðin fjögur ár og ég hef nokkrum sinnum unnið á miðann, aldrei þó eins og á þessu ári þegar ég fékk eina milljón. Vinningurinn kom sér mjög vel og ég gat „Ég keypti miðann til að styrkja gott málefni fyrir mörgum, mörgum árum síðan þegar SÍBS var ennþá niðri á Bræðraborgarstíg. Áður en það var hringt í mig í apríl, á afmælisdag móður minnar sálugu, hafði ég aldrei unnið neitt og bjóst ekki við að vinna. Þegar maður spilar ekki upp á vinning heldur ein- göngu til að styrkja gott og verðugt málefni býst maður ekki við að fá neitt - en svo fékk ég bara milljón! Ég ætlaði ekki að trúa eigin eyrum þegar mér var sagt frá þessu í gegn- um símann en trúði því ekki heldur að einhver væri að gantast í mér. í sjálfu sér breytti vinningurinn ekki miklu fyrir mig - en þetta var ágætis sumarboði, ég keypti mér nýtt sjón- varp og dóttir mín skrapp til Spánar." Þessi miði fer ekki úr fjölskyldunni! keypt mér góðan bíl og svona. Ég sé ekki eftir því að hafa haldið miðanum í fjöl- skyldunni og það er alveg víst að hann fer ekki langt!“ Efhœsti vinningur gengur ekki út þá leggst hann ofan á hœsta vinning nœsta mánaðar og þannig koll af kolli þar til einn miðaeigandi verður niilljónum ríkari. „Það fyrsta sem mér datt í hug þegar umboðs- maður SÍBS hringdi í mig var að ég hafi gleymt að endurnýja miðana sem ég hef átt í 25 ár. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum þegar hann sagði mér að ég hafi unnið hæsta vinning- inn á annan miðann og 75 þúsund krónur á hinn. Mér fannst þetta sérstak- lega ótrúlegt þar sem þetta hafði verið frekar ein- kennilegur dagur og um morguninn slapp ég með skrekkinn þegar ég var nær því lent í bílslysi. Vinningamir komu á besta tíma fyrir mig - ég gat greitt upp gamlar skuldir og leið mjög vel á eftir.“ '/rwis Fékk hann í arf, œtlaði að segja honum upp en komst ekki til þess - sem betur fer! „Ég tók við vinningsmiðanum af móður minni þegar hún lést en hún hafði líklega átt hann allt frá upphafi happdrættisins. Móðir mín hafði fengið smá- vinninga á miðann öðru hvoru og ég fékk líka smærri vinninga. Ég var eiginlega búin að ákveða að segja miðanum upp til að draga úr útgjöldum en komst einhvern veginn aldrei til þess sem betur fer! Síðan fékk ég bara hressilegan vinning sem kom sér mjög vel því ég þurfti að endurnýja þakið hjá mér. Ég held þessum miða alveg örugg- lega áfram, maður á alltaf von á vinningi meðan maður spilar og svo styrkir maður gott málefni. Ég á mörg börn en þau eru ekkert farin að ræða um hver fær miðann eftir mig - alla vega ekki svo ég viti!“ Vissi ekki að / það væru svona stórir vinningar í SIBS „Ég var að leggja mig þegar síminn vakti mig og mér var sagt frá því að ég hafi fengið stóra vinninginn. „Jæja,“ sagði ég, „hvað fékk ég stóran vinning." Stúlkan sagði mér það og síðan fór ég bara að sofa aftur. Þegar ég síðan sagði dóttur minni frá þessu hélt hún að einhver hafi verið að gera mér grikk því það gæti ekki verið að SÍBS hefði svona stóra vinninga. Ég hringdi þá í happdrættið og var sagt að þetta væri alveg MILLJÓNIR rétt, ég hefði unnið 8 milljónir,1 segir Magnea sem datt heldur betur í lukkupottinn í janúar á árinu sem var að líða. Vissi að ég fengi þennan stóra „Ég var búin að eiga happa- miðann í um 30 ár og hafði oft fengið vinning. Ég fékk einu sinni stóran vinning, eða 10 þúsund krónur, og það var nóg til að ég byrjaði að safna fyrir íbúðinni sem ég bý í núna. Ég vissi alltaf að ég fengi stóra vinninginn fyrr en seinna en ég hafði enga hugmynd um að stóri vinningurinn í SIBS gæti verið svona stór“. Það er um að gera að njóta þess „ Það vildi svo til að dóttir mín og tengdasonur voru að skipta um íbúð sama dag og ég fékk vinninginn. Ég gat gefið þeim dálitla upphæð, síðan fékk ég mér nýjan bfi og lét ég gömlu drusluna sigla sinn sjó. Ég er dálítill nurlari og auk þess á áttræðisaldri þannig að ég þarf ekki mikið og elli- lífeyrinn dugði mér alveg. Núna get ég hins vegar leyft mér meira en áður. Ég hef dekrað við mig, fór til Danmerkur í sumar og ætla til Bretlands næsta sumar. Ég er enn fleyg og fær og það er um að gera að njóta þess!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.