Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 4
4 E MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING Af þeim sem ekki voru vinnufœrir fyrir meðferð á Reykjalundi gerði meðferðin 56,1% vinnufœra. \ Um 70% hjartasjúkl- \ inga, sem ekki voru vinnufœrir fyrir meðferðina urðu það \ eftir hana og 45,5% lungnasjúklinga samkvœmt könnun Félagsvísinda- stofnunar. í sömu könnun kom fram að ncer allir hjartasjúklingar, eða 98,0%, sem notið hafa þjónustu Reykjalundar telja að meðferðin hafi verið gagnleg. Um 89.6% þeirra sem dvalist hafa á [ Reykjalundi segja að meðferðin hafi bœtt möguleika þeirra á að lifa eðlilegu lífi eins og sjúkdómur þeirra leyfir. Einn af hverjum fimm íslendingum fcer gigt einhvern tíma á lífsleiðinni. Gigtarsjúkdómar teljast hátt á annað hundrað. Án happdrættis SÍBS væri engin starfsemi til í landinu á borð við þá sem er á Reykjalundi. SÍBS reisti Vinnuheimilið að Reykjalundi og HAPPDRÆTTI SÍBS hefur verið hornsteinn uppbygg- ingar að Reykjalundi allt frá árinu 1949. Umfang starfseminnar er mikið og nefna má að síðastliðið ár nutu um 1300 einstaklingar endurhæf- ingar á Reykjalundi. Þeim hefur fjölgað um meira en helming á síðustu fimmtán árum sem árlega njóta aðstöðunnar að Reykjalundi. Á sama tíma hefur meðaldvalartími styst, m.a. vegna aukins þjálfunarframboðs og markvissari skipulagningar á endurhæfingunni. Fólk kemur til dvalar á Reykjalundi vegna margs konar slysa og veikinda. Stærstu hóparnir eru hjartasjúklingar, gigtarsjúklingar og lungnasjúklingar en einnig kemur fólk vegna taugakerfissjúkdóma, geðsjúk- dóma, ýmiss konar bæklunar og vegna berkla. Hjördís Jónsdóttir, lœknir: Avinningur endurhæfingar er aukin lífsánægja „Við erum í raun að vinna að því að fólk nái sem mestri mögu- legri færni,“ segir Hjördís Jónsdóttir læknir og sérfræðingur í endurhæfíngu þegar hún er spurð um starfið á Reykjalundi. „Markmið eins sjúklings með endurhæfingu getur verið að komast á milli staða hjálparlaust og hjá öðrum getur draumur- inn verið að komast aftur í vinnu, en þegar á heildina er litið má segja að í endurhæfingu felist hjálp til sjálfshjálpar. Það er ekki hlaupið til og allt gert fyrir fólk sem er í endurhæfingu heldur stefnt að því að auka sjálfsbjargargetu þess.“ yfir aðstæður einstaklingsins og taka tillit til þeirra. Stefnan er að hjálpa fólki aftur út í samfélagið og það þarf að taka fjölskylduna, heimilið, vinnuna og vinina með í reikninginn. Ef ekki er tekið heildstætt á málunum er hætt við að sá ávinningur sem næst í meðferðinni hér hverfi á Þeim jjölgar stöðugt sem þurfa endurhœfingu Endurhæfmg varð til sem sér- grein í læknavísindum eftir seinni heimsstyrjöldina. Síðan hefur þróunin verið mjög hröð og í dag er endurhæfing hluti af meðferð mjög margra sjúkdóma. Þeir sem þurfa á endurhæfingu að halda eru á öllum aldri, frá ungum bömum til aldraðs fólks. „í dag þurfa mun fleiri endurhæfingu en áður,“ segir Hjördís. „Þar kemur margt til, meðal annars sú staðreynd að mun fleiri lifa af alvarleg slys og sjúkdóma en áður og eins fjölgar stöðugt í hópi gamals fólks.“ Brýnt að byggja upp virkari eftirmeðferð „í endurhæfingunni er reynt eftir fremsta megni að fá heildarsýn stuttum tíma þegar heim er komið. Þess vegna er brýnt að byggja upp enn virkari eftirmeð- ferð en við ráðum við í dag, efla þátt félagsráðgjafa í endurhæf- ingunni og fá sálfræðing til liðs við okkur.“ Ávinningur fyrir einstaklinginn og sam- félagið „Ávinningurinn sem fæst af endurhæfingu og því að hjálpa fólki til að lifa virkara lífi er margþættur,“ segir Hjördís. „Aukin lífsánægja einstaklings- ins og þeirra sem eru nákomnir honum er auðvitað megin ávinningurinn og það er mjög ánægjulegt að fylgjast með því þegar fólk nær árangri og lifir virkara lífi. Auk þess nýtur sam- félagið allt góðs af því þegar fólk verður sjálfbjarga og kemst jafn- vel til starfa aftur. Það má líka nefna að daggjald Reykjalundar er tæplega 8.000 krónur á sólar- hring, með allri þeirri sérfræði- aðstoð og aðstöðu sem hér er til staðar, en það er margfalt ódýrara en legurými á spítala - líklega er „nóttin“ á Reykjalundi ódýrari en í hótelherbergi í Reykjavík!" Virkt líf í stað langdvalar á sjúkrastofnun „Það er mjög misjafnt hversu vel endurhæfingin gengur og hversu hraðar framfarir eru. Oft sjáum við mikinn árangur á stuttum tíma, en stundum er baráttan erfiðari. Það er hins vegar ekkert vafamál að með endurhæfingu, eftirfylgd og heimahjúkrun er hægt að hjálpa mjög mörgum til þess að búa heima áfram og draga verulega úr álagi á sjúkrastofnanir. Ég veit um mörg tilfelli þar sem fólk lifir virku lífi í dag vegna þeirrar endurhæfingar sem veitt var hér en hefði örugglega lent á langdvalarstofnun án hennar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.