Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 6
6 E MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING
Lœknarnir Davíð Gíslason
og Unnur Steina Björnsdóttir
eru sérfrceðingar í ofncemissjúkdómum
Margir
þekkja ekki
einkenni
astma
Talið er að um 5-6% íslendinga þjáist af astma en margir þekkja ekki
einkenni sjúkdómsins. Astmi getur verið alltfrá vægum kvilla upp
í að vera mjög alvarlegur og langvinnur sjúkdómur sem viðkomandi
einstaklingar þurfa að glíma við alla ævi. Margir þættir geta orsakað
astmakast, t.a.m. ofnæmi, kuidi, stress, kvef eða áreynsla.
Árið 1974 gerðist Astma- og ofnæmisfélagið aðili að SÍBS og
HAPPDRÆTTI SÍBS hefurbeittsérfyrirfræðslu um astma og ofnæmi
auk þess að styrkja rannsóknir og frjókornamælingar.
Astmi er algengur hjá
börnum
Astmi er lungnasjúkdómur sem
einkennist af bólgum í lungna-
berkjum. Bólgurnar leiða af sér
ertingu í lungnapípunum sem
verða viðkvæmar fyrir ýmsu
áreiti. Það veldur aftur
þrengslum í pípunum sem lýsir
sér í andþrengslum, mæði og
köfnunareinkennum. „Við vitum
ekki með vissu hver tíðni astma
er á íslandi en tíðnin er afar mis-
munandi eftir aldursskeiðum.
Astmi er mjög algengur hjá ung-
börnum og hjá börnum yngri en
4 ára er tíðnin um það bil 15%,“
segir Unnur Steina. „Astmi er
talsvert algengari hjá strákum en
stelpum en hins vegar jafn-
algengur hjá fullorðnum konum
og körlum.“
Margir þekkja ekki
einkenni astma
„Margir þekkja ekki einkenni
astma,“ segir Davíð. „En helstu
einkenni eru hósti, surg fyrir
brjósti eða andþrengsli við
áreynslu, þrálátur hósti eftir
kvef og hósti eða andþrengsli
sem truflar nætursvefn. Við
teljum að um 5 af hverjum 100
Islendingum þjáist af astma en
það eru mun fleiri sem eiga við
erfiðleika sem tengjast öndunar-
færunum að glíma. Sem dæmi
má nefna að um fimmtungur
þátttakenda í könnun sem fram
fór meðal 20 til 44 ára árið 1990
sögðust hafa fundið fyrir pípi
eða surgi fyrir brjósti síðustu 12
mánuði áður en könnunin var
framkvæmd. Rúmlega helming-
ur þeirra hafði einnig fundið
fyrir mæði.“
Astmi á sér margvís-
legar orsakir
Unnur Steina segir að ekki sé
vitað með vissu um alla þá þætti
sem kalli fram astma. Allt að
40% fullorðinna sem eru með
astma hafa ofnæmi en astmi
getur einnig tengst veirusýking-
um og almennum þáttum s.s.
líkamlegri áreynslu, stressi,
kulda og tóbaksreyk. „Það
virðist vera misjafnt eftir aldurs-
hópum hvað það er sem kallar
fram astma. Til dæmis eru
tiltölulega fá ungböm með
astma vegna ofnæmis, hjá flest-
um þeirra virðist hann tengjast
veirusýkingum, en um 80%
eldri bama sem hafa astma em
einnig með ofnæmi.“
Tíðni ofnæmis lægri
hér en í nágranna-
löndunum
Davíð segir að tíðni ofnæmis sé
allt að 60% lægri hér en í
Skandinavíu. „Það munar mest
um að rykmauraofnæmi er ekki
eins slæmt hér og annars staðar
á Norðurlöndunum, líklega
vegna betri húsakosts, minni
raka og lægra hitastigs. Þó ryk-
mauraofnæmi sé minna hér en í
nágrannalöndunum þá er það þó
mjög algengt og eins ofnæmi
fyrir kattahári. Það má áætla að
um 6% íslendinga hafi ryk-
mauraofnæmi, einkum eru það
börn og ungt fólk. Gróður-
ofnæmi er algengasta ofnæmið
en það veldur ekki oft astma hér
á landi, hins vegar versnar þeim
sem haldnir eru astma og
gróðurofnæmi á þeim árstíma
þegar frjókornamagnið er mest.“
SÍBS styrkir rann-
sóknir og fræðslu
Unnur Steina hefur nýlega lokið
rannsókn á því hvort og hvernig
þeir sem hafa ofnæmi fyrir
gæludýrunum sínum geti
minnkað ofnæmisviðbrögð sín
og þannig komist hjá því að láta
dýrin frá sér. Rannsóknin, sem
verður kynnt nánar á næstunni,
var m.a. styrkt af SÍBS. Davíð,
sem á sæti í stjórn þess, segir að
HAPPDRÆTTI SÍBS styrki
astma- og ofnæmissjúklinga
með margvíslegum hætti.
„Astmasjúklingar geta sótt þjálf-
un og aðstoð á Reykjalund og
þar hafa verið haldin námskeið
fyrir astmasjúk börn og
aðstandendur þeirra. SÍBS hefur
einnig beitt sér fyrir fræðslu um
astma og ofnæmi. Það styrkir
ýmiss konar rannsóknir og hefur
frá upphafi styrkt frjókorna-
mælingar sem eru mikilvægar
fyrir sjúklinga og lækna.“
Allir
miðar
vinna
á árinu
f
HAPPDRÆTTI SIBS býður þeim sem
eiga miða, mestu vinningslíkur í íslensku
stórhappdrætti.
í ágúst fá allir miðaeigendur vinning.
Það er falleg og einstök bók með yftr
100 handritasíðum eftir íslenska rithöf-
unda - handrit í orðsins fyllstu merkingu
þar sem höfundarnir handskrifa hver á
sína síðu. Þessi bók kemur aðeins út í
þetta eina sinn. Bókin et fagurlega
myndskreytt af Hring Jóhannessyni.
Hér er um að ræða sérstakt ritverk sem
er aðeins gefið út í þessu tilefni og
verður ekki selt á almennum markaði.
sggwsrí W*
ir^stakar handritamöppur
íslenskra rithöfunda dregnar út í hverjum
mánuði - eingöngu úr seldum miðum
í hverjum mánuði verða dregnir út
tveir sérvinningar
- handunnar fallegar möppur með
einstökum handritasíðum eftir
íslenska rithöfunda,
ritaðar með eigin hendi.
Ómetanleg eign fyrir þann
sem möppuna hlýtur.
Flestir af virtustu núlifandi
rithöfundum þjóðarinnar r—
þarna handrit <
„U.A' “V
'f'
.. W - W
)—*• - y
í
r '
-y— U'V' vZ- -O-i .VÓ
, V—.. - - T '
A v
J
ívaJ. \
<>, JT
,1. ÍA
"A
— tr:
! -■ .
'r...
a,\,
- eiga
t og hafa sýnt
HAPPDRÆTTISÍBS
mikla velvild með þessari gjöf.
Þeim eru hér með fœrðar