Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 E 5 „Ég tek þessu eins og vinnu. Ég skipulegg daginn fyrirfram og einbeiti mér að því sem ég þarf að gera - þannig verður dagurinn ekki eins langur,“ segir Kristbjörn Guðmundsson húsa- smiður. Kristbjörn er með gigt og er í strangri meðferð á Reykja- lundi. Hugsað ágætlega um mann Kristbjöm starfaði sem húsasmiður á Selfossi þar til um mitt ár 1994, þegar hann fékk miklar bólgur. „Eg man varla lengur hvernig það var að vera laus við bólgna liði og stirðleika en þetta gengur upp og niður. Bólgunum er haldið niðri með lyfjagjöf, en lyfjunum fylgja margs konar aukaverkanir og eins geta komið upp ofnæmi gagnvart þeim. Ég veit ekki til þess að það hafi fleiri en ég í fjölskyldunni fengið gigt á unga aldri. Það má segja að ég sé svarti sauðurinn í fjölskyldunni hvað þetta varðar!“ Fjölskylda og flestir vinir og kunningjar Kristbjöms búa í nágrenni Selfoss og hann reynir að fara austur nema þegar það koma slæmir dagar, eða þegar það er illfært. „Annars er hugsað ágætlega um mann hérna. Ég er á einkastofu núna og það má kannski segja að vistin hérna sé nokkurs konar sam- bland af vinnu og heimavist.“ nauðsyn legt að breyta til. er það forsenda fyrir því að menn geti séð fyrir sér og verið virkir í atvinnu- lífinu. Þess vegna lít ég svo á að það sé hluti af endurhæfingunni að menn- ta sig og takast á við nýja hluti,“ segir Kristbjöm. Menntun - hluti af endurhæfingunni Kristbjöm segir að það sé ómögulegt að segja nokkuð til um bata og hann langar til að fá menntun í annað starf en húsasmíðina. „Ef menn hafa verið í störfum sem krefjast líkamlegra átaka og lenda í veikindum þá er Tek þessu eins og vinnu Eg hresstist mikið á Reykjalundi - segir Hjördís Alfreðsdóttir „Ég kom inn á Reykjalund í haust til að vinna upp þrek og þol eftir hjartaaðgerð, en það er búið að blása hjartað tvisv- ar vegna kransæðastíflu. Dvöiin þar gerði mér alveg gríðarlega gott og ég fann mjög mikinn mun á mér,“ segir Hjördís Alfreðsdóttir leigubílsstjóri. „Ég segi fyrir mig að mér fannst eins og ég væri hluti af einni stórri fjöl- skyldu. Það var alveg sama við hvern maður talaði, það voru allir vingjarnlegir og hjálp- samir - meira að segja matur- inn var góður!“ Þetta eru náttúrulega þrælapískarar! „Þegar ég kom fyrst var ég skoðuð og því næst sett í þolpróf. Niðurstöðurnar úr þeim prófunum voru síðan notaðar til að búa til þjálfunardagskrá sem hentaði mér. Ég fór í margs konar æfingar, göngur og vatnsleikfimi. Þetta virtist allt vera létt í fyrstu en var mesta púl - enda eru þetta náttúrulega þrælapískarar! En það var alltaf einhver með mér í öllum æfing- unum þannig að ég var aldrei hrædd um að ofreyna mig og æfingarnar gerðu mér mjög gott. f endurhæfingunni var allt tekið fyrir, daglegar venjur, mataræði og annað. Ég lærði æfingar sem ég nota á hverjum degi og mér var leiðbeint með mataræði sem hentar mér - ég var meira að segja látin elda sjálf!“ Tilbúin til að takast á við ný verkefni „Ég er mun hressari í dag en fyrir dvölina á Reykjalundi og ef ég fæ gangráð verð ég von- andi enn hressari. Kannski verð ég bara 29 ára aftur! Ég er leigubílstjóri, ein af um 30 konum í því fagi. Leigubílaakstur er e.t.v. ekki góð vinna fyrir hjartasjúklinga, starfið getur verið stressandi og það er þreytandi að sitja lengi í bílnurn. Ég er því að hugsa um að skipta um starfsvettvang. Það er alltaf spennandi að prófa eitt- hvað nýtt og í dag finnst mér ég vera tilbúin til að takast á við ný verkefni.“ Það erengin neyð að vera hér - segir Sœbjörn Jónsson, sem bíður eftir nýju lunga Það gafst lítill tími til að velta fyrir sér jólagjöfum og þess háttar hjá Sæbirni Jónssyni, því hann fór til Gautaborgar í desember, þar sem athuga átti hvort hægt væri að setja í hann nýtt lunga. Vonast til að fá nýtt lunga í Gautaborg fór Sæbjörn í hjarta- þræðingu og margs konar mæl- ingar til að hægt væri að meta hvernig gerð og stærð af lunga passaði honum og hvort líklegt væri að hann þyldi það álag sem fylgir lugnaskiptiaðgerð. Sæbjörn hefur dvalið á Reykjalundi að undanförnu til að safna kröftum. „í dag hef ég innan við 20% af útöndunargetu. Ég er fínn á meðan ég sit og horfi á sjónvarp með fjarstýringu í hendi en er heldur þreklítill þegar ég stend upp. Ef ég fæ eitt nýtt lunga þá gæti ég fengið allt að 70% af eðlilegri útöndunargetu. Það væri alveg frábært,“segir Sæbjörn. Arfgengur sjúkdómur Sæbjörn hefur arfgengan sjúkdóm sem hefur gert það að verkum að hann hefur mjög skerta öndunargetu. „Ég hefði fengið þetta hvort sem ég reykti eða ekki, en reykingar og starf mitt sem múrari bættu ekki úr skák. Þetta byrjaði sem lungnabólga en síðan fylgdu slæmar sýkingar í kjölfarið. Ég varð að hætta í múrverkinu fyrir allmörgum árum og var sundlaugarvörður um tíma eftir það á Akureyri. Ef aðgerðin gengur vel vonast ég til að geta farið að vinna aftur.“ Hér er heimilislegt „Það þarf sterk bein til að þola þau umskipti sem fylgja því að fá nýtt lunga. Aðgerðin og lyfjagjöfm sem fylgir í kjölfarið valda miklum líkamlegum og sálarlegum átökum og því er nauðsynlegt að vera vel undirbúinn,“ segir Sæbjörn. „Það er alveg dásamlegt að vera hérna á Reykjalundi. Hér er heimilislegt og engan veginn eins og á sjúkrahúsi. Ég bý í litlu húsi á lóðinni með tveimur öðrum sjúkling- um og á systur sem starfar hérna. Það er engin neyð að vera hér.“ Svaraðu spurningunum hér að neðan og sendu svörin fyrir 6. febrúar til: Happdrættis SÍ6S, Suðurgötu 10, 101 Rvk. I. Hæsti vinniagur SÍBS í janúar er: 2. Hve hátt hlutfall þeirra sem þurfa á endur- hæfingu að haida eru 20 ára eða yngri? 3. Hve margii' nutu endurhæfingar á Reykja- iundi á sfðasta ári? í verðlaun er giæsileg Canon myndbandsupp- tökuvél að verðmæti 99.900 krónur. Vélin var valin fjölskylduvét ársins 1995, fékk 10 af 10 mögulegum. .Nafn: Heimili:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.