Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 8
Mm KORFUKNATTLEIKUR Reynslan kom Haukum til góða í framlengingunni Stefán Stefánsson skrifar HAUKAR úr Hafnarfirði þurftu framlengingu til að kreista fram 86:82 sigur gegn spræk- um drengjum úr liði Tinda- stóls frá Sauðárkróki á Strandgötunni í gærkvöldi. „Við áttum að vinna þá í venjulegum leiktfma en misst- um leikinn íframlenginu," é- sagði Páll Kolbeinsson þjálf- ari Tindastóls, „og þá reyndi á reynsluna en þar spiluðu þeir yfirvegað." Eftir góða byrjun Hauka náðu gestirnir að komast yfir á sjöttu mínútu en urðu þá fullfljót- færir og heima- menn náðu strax rúmlega tíu stiga forskoti, sem þeir héldu fram í miðjan síðari hálfleik. Þá tók Torrey John til sinna ráða og raðaði niður körf- um með tilþrifum svo að þegar sjö mínútur voru eftir höfðu Tinda- stólsmenn forystu, 65:70. Haukar komust aftur yfir en gestimir jöfn- uðu svo að framlengja varð leik- inn. I framlenginunni réði reynslan ríkjum og Haukar höfðu betur. Haukar nýttu færin vel og spil- uðu ágæta vöm en virtust ekki viðbúnir þegar Sauðkrækingamir tóku rispur, enda misstu Hafnfírð- ingar bóltann 16 sinnum. Jón Arn- ar Ingvarsson lék oft á tíðum vel og átti 8 stoðsendingar. Jason Williford var einnig góður, átti meðal annars 10 stoðsendingar og tók 19 fráköst. Torrey John var allt í öllu í sókn- arieik Tindastólsmanna með nærri helrning stiganna en tók „aðeins“ 8 fráköst. Varnarleikurinn var yfírleitt góður. Öruggur sigur Keflvíkinga Keflvíkingar áttu ekki í neinum erfíðleikum með Blika úr Kópavogi þegar liðin mættust í ■■■■■■ Keflavík í gærkvöldi Gísli og þeir sigruðu ör- Blöndal ugglega 108:72 eftir ZknJar-!rá að staðan í hálfleik KM hafði verið 50:39. Lenear Bums í liði Keflvíkinga átti stórleik, hann setti 36 stig í leiknum og þar af voru 28 stig í fyrri hálf- leik. Keflvíkingar voru greinilega ekki á því að láta síðustu viðureign þess- ara liða endurtaka sig, en þá töp- uðu þeir mjög óvænt í Kópavogi. Þeir sýndu strax að engrar mis- A-RIÐILL Morgunblaðið/Sverrir JÓN ARNAR Ingvarsson var góöur gegn Tindastólí í gærkvöldi en hér slær Baldur Elnarsson boltann úr höndum hans og Pétur Guðmundsson er tll varnar. kunnar var að vænta frá þeim og með kröftugum leik bæði í vörn og sókn slógu þeir Blika strax út af laginu. Besti kafli Blikanna kom í upp- hafí síðari hálfleiks er þeir náðu að minnka muninn í 8 stig, 53:45, en þá tóku heimamenn sér tak að nýju og eftir það var aldrei spurning hver úrslitin yrðu. Bestu menn Keflavíkur voru þeir Lenear Burns, Elentínus Margeirs- son og Gunnar Einarsson, en hjá Blikum þeir Halldór Kristmannsson og Michael Thoele. B-RIÐILL Fyrirhafnarlítið ívar Benediktsson skrifar Fj. leikja u T Stig Stig Fj. leikja u T Stig Stig HAUKAR 21 17 4 1858: 1625 34 UMFG 21 15 6 2012: 1732 30 UMFN 20 16 4 1833: 1586 32 SKALLAGR. 21 12 9 1642: 1646 24 KEFLAVfK 21 14 7 1933: 1722 28 KR 21 11 10 1779: 1785 22 TINDASTÓLL 21 10 11 1602: 1649 20 ÞÓR 21 7 14 1775: 1761 14 ÍR 20 9 11 1631: 1650 18 ÍA 21 7 14 1823: 1978 14 BREIÐABLIK 21 5 16 1666: 971 10 VALUR 21 2 19 1594: 2043 4 Það vantaði einhvem neista í bæði lið í fyrri hálfleik svo við einsettum okkur í hálfleik að kveikja á neistanum hjá okkur í þeim seinni. Það tókst okkur og nið- urstaðan góður tutt- ugu stiga sigur á útivelli," sagði Tóm- as Holton, þjálfari og leikmaður Skallagríms, eftir að hans menn höfðu innbyrt fyrirhafnarlítinn sig- ur á KR á Seltjarnarnesi í gær- kvöldi, 76:56. Það eru orð að sönnu hjá Tóm- asi Holton að neista hafi vantaði í bæði lið í fyrri hálfleik og raunar vantaði og oft á tíðum meira en smáneista, einkum í dapra KR-inga. Þeir léku eflaust sinn lakasta leik í vetur og vilja sennilega gleyma honum sem fyrst. Leikmenn Skalla- gríms voru heldur heilsteyptari í leik sínum en náðu þó aldrei að hrista þá röndóttu af sér í fyrri hlutanum og aðeins munaði einu stigi í hálfleik, 32:31. Orlítil glæta kviknaði hjá KR- ingum á upphafsmínútum síðari hálfleiks, en hún slokknaði fljótt og um síðir datt allur botn úr leik þeirra. Borgnesingar gengu á lagið og réðu lögum og lofum á vellinum og juku smátt og smátt forskot sitt allt þar til að tuttugu stigum mun- aði að leikslokum. Hermann Hauksson var eini leik- maður KR sem barðist af þrótti. Hjá Borgnesingum voru Tómas, Ari Gunnarsson og Bragi Magnússon ágætir. Grétar Guðlaugsson sótti í sig veðrið í síðari hálfleik og Alex- ander Ermolinski var sterkur í vörn en minna bar á honum í sókn. Einstefna í Grindavík Grindvíkingar unnu öruggan sigur gegn Valsmönnum sem verma botnsæti deildarinnar í Grindavík í gærkvöldi. Lokatöl- ur leiksins urðu 99:78, eftir að staðan í hálfleik hafði verð 52:32 fyrir heimamenn. Leikur- inn var frekar slakur og ekki skemmtilegur á að horfa þó einstaka sinnum hafi brugðið til hins betra. Það var nánast um einstefnu að ræða þegar frá upphafi en þá voru Valsarar einstaklega klaufalegir og óheppnir í öllum sín- ^■■■■1 um aðgerðum. í Björn hálfleik var munur- Bl°n,claí. inn orðinn 20 stig. Grndaví Grindvíkingar fóru að slaka á klónni í síðari hálfleik og við það efldust Valsmenn að sama skapi. Þeim tókst að minnka muninn í 8 stig, 85:77, þegar nokkrar mínútur vor til leiksloka, en þá tóku heimamenn við sér aftur og tryggðu sér sigur- inn með yfirveguðum leik. „Þetta eru mun betri úrslit en þegar við lékum hér síðast. Það var ljóst að á brattann var að sækja hjá okkur, þeir með 5 lands- liðsmenn þannig að þessi úrslit koma ekki á óvart,“ sagði Torfi Magnússon, þjálfari Valsmanna. Bestu menn Grindvíkinga voru Marel Guðlaugsson, Hjörtur Harð- arson og Herman Myers sem setti 14 stig í fyrri hálfleik á nokkrum mínútum. Hjá Valsmönnum var Ronald Bayless bestur. ÍA vann á loka- sprettinum Skagamenn byijuðu nýja árið vel með því að sigra Þór frá Akureyri 93:84 eftir að hafa leitt í leikhléi 41:38. Svo virtist sem leikmenn væru ekki Gunnlaugur búnir að jafna sig á Jónsson jólasteikinni því skrifar bæði lið gerðu mikið af mistökum. Heimamenn byijuðu betur og leiddu nær allan fyrri hálfleik. Eft- ir hlé komust gestirnir inn í leikinn í stöðunni 53:53 og allt leit út fyr- ir að þeir myndu sækja stig á Skipaskaga en með góðri baráttu sigu heimamenn fram úr á loka- sprettinum. Skagamenn hafa oft leikið betur en sýndu með góðri baráttu að það er allt hægt. í síðari hálfleik misstu þeir Jón Þór Þórðarson útaf með fímm villur og Bjarna Magnússon vegna meiðsla. Dagur Þórisson lék ekki með liðinu vegna leikbanns. Þórsarar léku án Freds Williams, sem var einnig í leikbanni, og sökn- uðu leikmenn hans sárt. I kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeildin: Seljaskóli: ÍR - Njarðvík....20 1. deild kvenna: Akranes: ÍA - Grindavík......20 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan - KFÍ.....20 Sandgerði: Reynir - Selfoss..20 Handknattleikur 1. deild karla: Eyjar: ÍBV - FH..............20 1. deild kvenna: Kaplakriki: FH - ÍBA.........20 2. deild karla: Digranes: HK - Fjölnir.......20 Fylkishús: Fylkir - Fram.....20 Strandgata: ÍH - Breiðablik..20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.