Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ t Morgunblaðið/Þorkell KRISTJÁN Franklín og Sigríður fá sér kaffi úr kaffistelli sem 95 ára gömul amma Kristjáns gaf þeim fyrir skömmu. Hún eignaðist stellið þegar hún fór að búa, þá um tvítug að aldri. Haraldur situr í fangi föður síns. Umgjörð utan um lífið en ekki lífið sjálft „ÞAÐ fór nú svolítið um mann þegar maður sá húsið sitt í lausu loftinu," segir Sigríður en hér er húsið sett upp á pall vörubílsins sem flutti það til nýrra heimkynna. „ÞEGAR við skoðuðum húsið í ♦JJJJ desember fyrir nokkrum árum Jg var húsráðandinn, fullorðin kona, að baka smákökur fyrir fmm jólin og bökunarlyktin fyllti húsið,“ segja þau Sigríður Arn- 4 ardóttir, dagskrárgerðarmaður fij á Rás 1 og sjónvarpsþulur, og S Kristján Franklín Magnús, leik- ari. Þau kolféllu fyrir húsinu, keyptu það og létu síðan flytja það úr Skuggahverfinu í Reykjavík, þar sem það hafði staðið frá því það var byggt árið 1903, yfir í Skeija- fjörðinn en þar var búið að skipu- Jeggja hverfi með gömlum aðfluttum húsum sem ástæða þótti til að varð- veita. „Ég fór á námskeið í ger- bakstri fyrir skömmu og þá var mér sagt að fasteignasalar í Bandaríkjun- um ráðleggja fólki, sem er í söluhug- leiðingum, að baka þegar von er á hugsanlegum kaupendum að skoða íbúðina,“ segir Sigríður og brosir við tilhugsuna um að hún hafi sjálf fall- ið fyrir bragðinu nokkrum árum áður. „Við erum veik fyrir „kósý“ hýbýl- :um og það þarf ekki annað en að ‘kveikja á kerti og þá er örðið róman- tískt,“ segir Sigríður. Og svo sannar- dega er húsið hlýlegt. Á stofuveggjum er upprunalegur panell í viðarlit og á gólfum fallegar gólffjalir. Glugga- kisturnar vekja athygli því á hverri þeirra eru tvær útskomar lykkjur til að smeygja gardínum í þegar þær eru dregnar frá gluggunum. „Okkur finnst húsið ekki stórt en einu' sinni bjuggu í því tuttugu manns. 0g þar sem við höfum stofu voru eitt sinn þijú herbergi," segja þau hjónin. Kókflaskan stóð sem fastast Sigríður og Kristján höfðu verið að leita sér að íbúð í nokkurn tíma en ekki verið ýkja hrifin af því sem var í boði og þau höfðu ráð á. Á þessum tíma var vinafólk þeirra að flytja hús í Skerjafjörðinn og þannig fréttu þau að hægt væri að fara á borgarskrifstofumar og fá skrá yfir önnur hús sem ætti að flytja þang- að. Húsið sem þau völdu var í góðu ástandi, fimmtíu fermetrar að grunn- fleti, með kjallara og risi. Síðan var hafist handa við flutninginn sem þurfti að eiga sér stað um miðja nótt, í lögreglufylgd. „Mestur spenn- ingurinn var þegar kom að því að flytja þessi hús sem áttu að fara í hverfíð. Ef húsin voru stór þurfti jafnvel að fjarlægja ljósastaura og umferðarljós og þá fór kostnaðurinn að velta á hundruðum þúsunda. Við vorum heppin því húsið okkar var það lítið að það þurfti einungis að taka niður eitt umferðarmerki á leið- inni. Þegar Kristján og Þröstur Leó, vinur okkar, vora að setja merkið á sinn stað aftur komu lögreglumenn og ætluðu að grípa þá glóðvolga fyr- ir að stela því,“ segir Sigríður. Flutningurinn gekk reyndar svo vel að kókflaska sem var á borði í eldhúsinu stóð þar enn sem fastast þegar húsið var komið á nýja grunn- inn. Áður en þau fluttu húsið voru haldnar tvær veislur í tómu húsinu. Sú fyrri var þegar Sigríður braut- skráðist úr Háskólanum en þá fylltu þau húsið af stofublómum og settu veitingar á borð. Síðari veislan var með nokkuð öðru sniði en þá höfðu utangarðsmenn tekið sér bólfestu í mannlausu húsinu og drykkjarföngin vora spritt. Þeir höfðu notfært sér það sem húsið hafði upp á að bjóða og þvegið af sér í vaskinum. Þegar þau hjónin komu að þeim í húsinu fóru þeir með friði en fegnust voru þau að ekki hafði kviknað í, því að öll ílát vora troðfull af sígarettu- stubbum. Sigríður og Kristján fluttu síðan inn rétt fyrir jól fyrir fimm árum. Skömmu síðar stækkaði fjölskyldan þegar Haraldur sonur þeirra kom í heiminn. Eru ekkert að flýta sér „Þetta er ekkert ódýrara en að byggja nýtt en við gerum þetta mjög hægt og förum frekar í sumar- leyfi en að flýta okkur. Okkur finnst of margir setja sig í skuldafjötra bara fyrir einhver flottheit og fínnst það ekki vera þess virði," segja þau hjónin. „Húsið er umgjörð utan um lífið en ekki lífið sjálft," segir Sig- ríður og Kristján tekur undir: „Við eigum húsið en ekki húsið okkur“. Þau fengu arkitekt til að hanna fyrir sig breytingar á húsinu, við- byggingu, sólstofu og hækkun riss- ins. Viðbyggingin, þar sem er for- stofa og stigagangur, er tilbúin en hitt fær að bíða betri tíma. Þau segja húsið ekkert augnayndi að utan núna. Það stendur auðvitað til bóta þegar búið verður að hækka risið. „Þegar ég verð niðurdregin yfir því hvernig húsið lítur út að utan fer ég bara inn í eldhús þar sem við erum búin að hengja upp teikningu af húsinu eins og það verður og þá kemst ég aftur í gott skap,“ segir Sigríður. Ferðamenn í stríðum straumum Sigríður og Kristján segja afar gott að eiga heima í hverfiny. íbúarn- ir séu eins og landnemar og andrúms- loftið gott. „Hér búa aðallega óraun- sæir listamenn og smiðir, flestir bijálaðir bjartsýnismenn," segir Kristján í gamni. Eini ókosturinn, segja þau, er að töluverður straumur ferðamanna liggur í hverfið. Það veldur nokkrum óþægindum því í hverfmu búa fjölmörg börn. Áhugi ferðamanna og fararstjóra þeirra er hins vegar að nokkru leyti skiljanleg- ur því hverfið er afar heillandi fyrir svo utan það að þar var áður tívolí. Hús Sigríðar og Kristjáns stendur þar sem áður var mínígolfvöllur og segja þau að þegar verið var að grafa fyrir grannum húsanna hafí ýmislegt komið upp sem minnti á fyrri tíma skemmtun Reykvíkinga, svo sem hestar úr hringekju. Þar á ofan vora hús úr hverfinu flutt í Teigahverfi á stríðsáranum þegar átti að fara að Ieggja flugvöllinn, þannig að ferða- mennimir geta brosað ofurlítið yfir furðulegheitum bjartsýnna Islend- inga. MHG ■ í fóstri hjá einkaþjálfara ■ap ÞÓTT bandarískar kvik- SaS myndastjörnur og útlenskt hefðarfólk hafi jafnan einka- ■I þjálfara af öllu tagi í þjónustu 2 sinni er harla fátítt að íslensk aggi bankamær ráði sér einn slík- 25 an. Hrafn Friðbjörnsson hefur nú um mánaðarskeið verið S sérlegur ráðgjafi, stoð og stytta 22ja ára stúlku, sem frá barnsaldri hefur háð vitlausa og því vonlausa baráttu við aukakílóin al- ræmdu. Bankamærin, sem ekki vildi bás- úna nafni sínu, sagði að nógu erfitt væri að burðast með og horfast í augu við 105 kíló. Hér verður hún því kölluð Ása, en saga hennar er efalítið lík sögu margra þybbinna kvenna og karla hér og annars stað- ar; stuttir og gagnslausir megrun- arkúrar, mest auglýsta megrunar- dufið hveiju sinni, trimmform, lík- amsrækt í tækjum og tólum auk allskonar hopp- og teygjuæfinga. Þegar best lét varð árangur tiltekt- anna' skammvinnur, því fyrr en varði hlóðust aukakílóin upp og urðu æ skæðari viðureignar. Vigtln sýndl þriggja stafa tölu Ása kveðst framan af hafa verið nokkuð sátt við að vera feitlagin en alltaf ætlað að taka sig á og gera eitthvað_ róttækt í málunum. „Ég frestaði slíkum aðgerðum endalaust og ef einhver dirfðist að hafa orð á holdafarinu, borðaði ég snöggtum meira. Síðastliðin tvö ár hef ég bætt á mig 20-25 kíló- um, en hrökk ekki í kút fyrr en vigtin sýndi þriggja staTa tölu. Þá þurfti ég ekki.annað en líta í spegil til að sjá að minn tími var kominn.“ Ása þekkti Hrafn af af- spurn, en hann hafði leið- beint sameiginlegri kunn- ingjakonu um mataræði, æfingar og fleira. Sú hafði náð góðum árangri og hvatti Ásu til ráða Hrafn sem einkaþjálfara að hætti banda- rískra filmstjarna. Hrafn, sem er lærður listdansari frá Iistdansskóla í Saint Louis í Bandaríkjunum, rekur líkamsrækt- arstöðina Stúdíó Ágústu og Hrafns ásamt eiginkonu sinni. Hann hefur um árabil numið fræði um líkams- rækt, heilsu, hollustu og næringu á námskeiðum víða um heim. Þótt hann hafi krækt sér í ýmsar prófgr- áður á ferlinum segist hann ekki hafa réttindi sem einkaþjálfari og líta fremur á sig sem leiðbeinanda og ráðgjafa. „Hugarfarsbreyting er forsenda góðs árangurs og þá er aðeins spurning hvort fólk er til- búið til að breyta lífsvenjum sínum til frambúðar. Hversu mikið sem tilteknir megrunarkúrar eru lofaðir kemur ætíð í ljós að árangur er skammvinnur, auk þess sem sumir era jafnvel hættulegir heilsunni. Stundum er ég beðinn að hjálpa einhverri að losna við allt að tíu kíló til þess að hún komist í fína kjólinn sinn innan tíu daga. Ég þvertek fyrir að verða við slíkum beiðnum, enda afar hæpið og óskynsamlegt að léttast um mörg kíló á örfáum dögum. Þyngdartapið felst þá einkum í vökva- og vöðva- massanum en ekki fitunni. Fólk verður að hug'sa sig vel um og vera vel undirbúið áður ráðist er til at- lögu við aukakílóin." Sex kíló á fjórum vfkum Ása var forfallinn franskrakart- aflna- og kokteilsósusjúklingur í mörg ár. Pitsur, hamborgarar og alls konar skyndibitafæði var einnig í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún dauðöfundaði vinkonur sínar, sem hún segir allar vera um 178 sm á hæð og einungs 55 kíló, en þær virtust ekki fitna um gramm þótt mataræði þeirra væri svipað og hennar. „Núna er slíkt fæði á bann- lista, enda leggur Hrafn höfuð- áherslu á minni fituneyslu. Ég hef lést um 6 kíló á fjórum vikum og smám saman hefur löngun mín í fituríkan mat minnkað." Samningur Ásu og Hrafns er til þriggja mánaða, en Hrafn er þó ekki viss um að hann sleppi hend- inni af henni að þeim tíma liðnum. Honum er mikið kappsmál að vel takist til og segir persónulegt sam- band skipta miklu máli. „Ása hefur verið eins og fósturbarnið mitt í fjórar vikur. Við hittumst minnst tvisvar í viku, ég fer með henni að kaupa í matinn, hvet hana í líkams- ræktinni, fylgist grannt með þyngd- inni, við föram í göngutúra saman ég læt hana fá alls konar fræðslu- efni um næringu og mataræði auk þess sem við spjöllum saman í síma ÁSU leist ekki á blikuna þegar hún sá hve „sjónvarpsfæðið" hennar samsvar- aði mörgum 10 gramma smjörstykkjum. einu sinni á dag. Mér finnst Ása taka öllum leiðbeiningum og ábend- ingum afar skynsamlega, enda greindarstúlka. Hún maldaði örlítið í móinn til að byija með, vildi ekki hitt og vildi ekki þetta, en smám saman hefur hún komist að raun um að þetta er ekkert erfítt og skrá- ir allt sem hún borðar af stakri ná- kvæmni inn í matardagbókina sína.“ Bros- og fýlukarlar Hrafn fer reglulega. yfir matar- dagbókina og gefur Ásu broskarl eða fýlukarl eftir því sem við á. Hann segir mun fieiri broskarla prýða síðurnar, en stöku fýlukarli bregði þó fyrir, eins og t.d. þegar Ása „datt í“ M & M pokann. „Meðal- hófið er alltaf mest, en vitaskuld er ekki forboðið að fá sér sælgæti af og til. Ég mæli alls ekki með meinlætalífí, fólk verður að lifa eðli- legu lífí og gera sér glaðan dag endrum og sinnum. Lausn á fítu- vandamálinu felst ekki í ströngum megranarkúram, enda gefast allir upp á þeim og þá fer allt í fyrra horf eða verra. I rauninni er ég á móti megranarkúrum. Minni fítu- neysla er vænlegasta leiðin til ár- gangurs. Gullna regla er að borða oft, allt að fímm sinnum á dag, en fremur lítið í einu. Morgunverður er mikilvægasta máltíð dagsins og best er að borða 25% á morgnana,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.