Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 8
8 C FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG mar og Deike hingað í heimsókn. „Áramótaferðina fékk Deike í af- mælis- og jólagjöf og hún segir að þetta sé ekki síðasta ferðin sín hing- að.“ Gisela og Sonja eru hér í fyrsta skipti. „Okkur finnst alveg frábært hérna og fengum yndislegan dag þegar við fórum og skoðuðum Gull- foss, Geysi og Þingvelli. Birtan er líka svo sérkennileg á þessum árs- tíma og þetta er allt öðruvísi um- hverfí en við eigum að venjast," segja þær mæðgur. Þær sögðust hissa á að sjá hversu snemma íslendingar byijuðu að skjóta flugeldum á loft, mörgum dögum fyrir áramót. „í Þýskalandi I.YDIA Spindler hefur tvisvar verið hér yfir áramót. Hún segir ómetanlegt að ganga úti án ótta, í hreinu lofti og skoða upplýstan himininn á gamlárskvöld. SVISSNESKU hjónin Hansruedi Hauser og Ursula voru ekki í fyrsta skipti á íslandi yfir áramótin. Hann hefur heimsótt landið tólf sinnum, hún tíu sinnum. HUNDRUÐ útlendinga koma til íslands um áramót, margir á vegum erlendra ferðaskrifstofa. Ferðirnar eru síðan að stórum hluta skipu- lagðar af íslenskum ferðaskrifstof- um. Um þessi áramót voru hér á landi um 1.200 útlendingar, svokallaðir flugeldafarþegar. Á Hótel Sögu gistu aðallega Þjóðveijar og Sviss- lendingar. Ekki var óalgengt að gestimir dveldu í fimm daga hér' á landi og á hveijum degi var farið í skoðunarferð. Á gamlárskvöld var skemmtun í Súlnasal þar sem boðið var upp á fjórréttaðan kvöldverð, sérstaka skemmtidagskrá og flug- eldasýningu. Á miðnætti var skálað í kampavíni og síðan dansað fram eftir nóttu. „Þetta er sú dagskrá sem flestir tóku þátt í en sextíu manns fóm út klukkan hálftíu að kíkja á brennur, og einhveijir eyddu kvöldinu í Perlunni", segir Jónas Hvannberg, hótelstjóri á hótel Sögu. Engir íslenskir gestir eyddu kvöldinu með útlendingunum en það er í fyrsta sinn síðan byijað var með hátíðardagskrá fyrir út- lendinga á gamlárskvöld. „Yfirleitt hafa verið íslenskir gestir líka, þá aðallega vinir og kunningjar þeirra útlendinga sem gist hafa hjá okk- ur.“ Jónas segir að fyrir fimm ámm hafi svissnesk ferðaskrifstofa komið með fyrsta hópinn en fyrir þann tíma vom áramót- in dauður tími á hótelinu. Ferðaskrifstofan hafði verið með ferðir að sumri til og skipulagt áramótaferðir til annarra landa meðal annars til Síberíu. Þær ferðir gengu vel hjá þeim og því fannst þeim tilvalið að prófa að skipuleggja áramótaferðir til íslands. Fýrsta árið segir Jónas að skrifstofan hafí komið með 70 gesti en síðan hafí vélamar verið fullar. Kemur með 30 gesti með sér í sumar Lydia Spindler, sem bú- sett er í Frankfurt í Þýska- landi, eyddi áramótunum á íslandi 1994-95 og hún var ekki í vafa þegar tækifæri gafst til að koma aftur um síðustu áramót. Hún segist ekki þora út fyrir hússins dyr á gamlárskvöld þegar hún er heima hjá sér í Frankfurt, glæpir séu það algengir og mikil ólæti á götum borgarinnar. „Hér á íslandi þarf ég ekki að óttast um líf mitt á þennan hátt og það er ómetanleg tilfínning. Auk þess er himinninn yndislegur á gamlárskvöld, maturinn frábær og það er allt gert til að þessa dvöl um áramótin minnisstæða." Lydia var að þessu sinni í fímmta skipti á íslandi en hún heimsótti Morgunblaðiö/Árni Sæberg MÆÐGURNAR Gisels og Sonja Jensch og Dagmar Völkmann og Deike Puttnins létu vel af dvöl- inni enda hafði það verið heitasta ósk Deike að koma aftur til íslands Útlendingar sempróf a áramótaferðir til íslands koma margir aftur og aftur landið fyrst í júlí árið 1993 og er þegar búin að bóka far hingað aft- ur í ágúst næstkomandi. „Mig hafði lengi dreymt um að koma til ís- lands en aldrei fundið neinn til að fara með fyrr en sumarið 1993. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Landið er engu líkt, mér fínnst alls- staðar fallegt héma og Jökulsárlón er í sérstöku uppáhaldi. Náttúran er óspillt á íslandi, fólkið vinsam- legt og hér líður mér vel sem liggur auðvitað í augum uppi því annars væri ég ekki að koma aftur og aft- ur.“ Eftir að Lydia var búin að koma einu sinni varð hún að koma aftur. „Mig langaði til að fræða landa mína um ísland. Margir eru illa upplýstir og nafnið ísland hjálpar svo sannarlega ekki til. En ég hef komið með marga með mér hingað síðan ég kom hingað fyrst og svo virðist sem um þijátíu kunningjar ætli að koma með mér í sumar.“ Komu tll að skemmta sér Mæðgurnar Dagmar Völkemann og Deike Puttnins og Gisela og Sonja Jénsch eyddu áramótunum hér. Þær eru búsettar í Þýskalandi og heit- asta ósk Deike, sem er fjórtán ára, var að koma til íslands aftur en um sumarið 1994 komu þær Dag- megum við ekki skjóta flugeldum á loft fyrr en á miðnætti á gamlárs- kvöld.“ Þegar mæðgurnar voru hittar að máli daginn fyrir gamlárskvöld stóð til að þær færu á hestbak áður en skemmtunin hæfíst á gamlárskvöld enda hestamennska áhugamál beggja dætranna. í tólfta skipti á íslandi Árið 1987 komu hjónin Hansru- edi Hauser og Ursula fyrst til ís- lands og síðan hefur Hansruedi komið tólf sinnum hingað til lands og eiginkonan tíu sinnum. „Það er alltaf eitthvað nýtt að sjá. Litimir í náttúmnni breytast eftir veðri og vindum og þar sem á íslandi er aldrei hægt að reikna út veðurfar þá er alltaf eitthvað nýtt að sjá. Náttúrunni kynnumst við náið á sumrin því við búum yfírleitt í tjaldi á ferðum okkar um landið." Þetta er í þriðja skipti sem hjón- in eyða áramótum hérna, þau hafa líka verið hér um jól og í október síðastliðnum var Hansruedi hér síð- ast. - Ertu í viðskiptum við ísland? „Nei, langt í frá. Ég kem til ís- lands til að slappa af, les engin blöð, hlusta ekki á útvarp og þarf ekki nema nokkra daga til að koma end- urnærður til baka.“ Þau hafa eign- ast vini í Reykjavík sem hafa heimsótt þau til Sviss og þau dvelja stundum hjá þegar þau em hér. Ursula og Hansruedi þekkja landið bet- ur en margir íslendingar, þau hafa ferðast um það þvert og endilangt nema Vestfirðina, þeir era eftir. „Draumurinn er að drífa í því bráðlega að ferðast um þá.“ Uppáhaldsstaður Ursulu er Húsavík. „Ég veit ekki hversvegna en sá bær hefur alveg heillað mig. Höfnin er svo falleg." Sá staður sem Hansraedi hefur mest dálæti á era Kverkfjöllin. - Hafa þau nokkuð hug- leitt að setjast bara að hér um tíma? „Það er alls ekki fráleit hugmynd og við höfum rætt þann möguleika að vera hér á sumrin en ég er ekki viss um að ég gæti eytt vetrunum héma,“ segir Ursula. Þegar þau eru spurð um íslenska matargerð, segja þau að fiskurinn sé frábær og lambakjötið. „Við er- um meira að segja orðin svo góðu vön héma að við fúlsum nú við ýmsu fískmeti heima.“ - Hvenær koma þau næst til ís- lands? Þeim fínnst spumingin fyndin og skella uppúr. „Bráðlega,“ er svarið. grg Formúlu 1 hótel á Norðurlöndum FRANSKA hótelkeðjan Formúla 1 „hefur fengið augastað“ á Skandinavíu en keðjan er þekkt fyrir ódýra gistingu eða sem svar- ar til 220 norskra króna fyrir nóttina. Á næstu árum munu eig- endur Formúlu 1 opna hótel í Stokkhólmi, Gautaborg, Jönköp- ing og Kaupmannahöfn og er reiknað með að í framtíðinni verði þau 25 að tölu. Búið er að opna fyrsta Formúlu 1 hótelið í Málmey í Svíþjóð. Eigandi Formúlu 1 er franska hótelkeðjan Accor en um 2.500 Accor-hótel eru til víðsvegar um heiminn. Formúla 1 var sett á laggirnar fyrir átta árum og nú þegar á keðjan um 350 hótel. ÖIl gistiherbergi Formúlu 1 hót- elanna eru eins með þremur rúm- um, sturtubaði og salerni. Gisting- in kostar 220 norskar krónur í Svíþjóð hvort sem einn eða þrír gestir eru um herbergi. Ódýrasta hóteigistingln? Svæðisstjóri hótelkeðjunnar í Skandinavíu segir að gisting á Formúlu 1 hótelum verði ódýrust hótelgistinga í Skandinavíu og að hótelin séu fyrst og fremst hugsuð fyrir einstaklinga sem dvelja alla jafna ekki á hótelum. Þess vegna séu hótel keðjunnar til viðbótar á hótelmarkaðinum og verða ekki í samkeppni við önnur hótel. Formúlu 1 hótelin eru öll utan miðborga og standa við þjóðveg. Eins fátt starfsfólk er ráðið til hótelanna og mögulegt er og mót- takan er eingöngu höfð opin milli 17 og 22. Nýtingin á Formúlu 1 hótelunum er nú yfir 70% ■ Útlvlst SUNNUDAGINN 7. janúar verð- ur farið kirkjuferð og er þar um að ræða fyrstu dagsferð Utivistar á nýju ári. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30. Leiðin liggur í Krísuvíkurkirkju og síðan verður ekið að Kaldaðarnesi í Flóa og gengið upp með Ölfusá í fylgd Páls Lýðssonar og að Selfoss- kirkju. Þar mun sér Þórir Jökull Þorsteinsson, taka á móti hópnum og halda með honum helgistund. Komið verður til baka að Umferð- armiðstöð um kl. 17. ■ Vörusýmngar og kaupstefnur 1996 FERÐASKRIFSTOFAN Úrval- Út- sýn hefur gefið út bækling yfir vörusýningar og kaupstefnur í Évr- ópu og Bandaríkjunum á árinu 1996. Bæklingurinn ségir frá 306 vörasýningum og kaupstefnum í 108 flokkum. Einnig er að finna í honum upplýsingar um sérfargjöld ferðaskrifstofunnar um allan heim. Að sögn Goða Sveinssonar, sölu- og markaðsstjóra Úrvals-Útsýnar hefur þjónusta ferðaskrifstofunnar við ferðalanga á vörusýningar og kaupstefnur aukist stórlega síðustu ár. Yfirleitt sé mestur vandinn fólg- inn í útvegun gistirýmis sem þarf að festa með löngum fyrirvara í svona ferðum, en íslendingar ákveði þær hins vegar oft með skömmum fyrirvara. Þrátt fyrir að Úrval- Útsýn hafi nú yfirleitt alls staðar gistingar fyrirfram pantaðar hvetur ferðaskrifstofan fólk til að ákveða sig með sem mestum fyrirvara. Þar getur bæklingurinn komið að góð- um notum. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.