Morgunblaðið - 05.01.1996, Page 1

Morgunblaðið - 05.01.1996, Page 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓDUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Prentsmiðja Morgunblaðsins Föstudagur5 .janúar 1996 — Blað D Meiri þekking nauðsynieg NU er tími endurmenntunar og sérhæfingar runnin upp hjá lagnamönnum, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættin- um Lagnafréttir, þar sem hann fjallar um, hvað sé framundan á vettvangi lagnamála. / 6 ► Staðlaðir kaup- samningar STAÐLAÐIR kaupsamningar hafa færzt í vöxt. Að mati Magnúsar Axelssonar fast- eignasala hafa þeir valdið and- varaleysi hjá fasteignasölum, sem þá nota og um leið rang- hugmyndum hjá kaupendum og seljendum. / 15 ► Ú T T E K T Fasteignir \ Flórída AHUGI Islendinga á fast- eignum erlendis hefur vaxið til muna, eftir að gjaldeyrishömlur á slíkum kaupum voru afnumdar fyrir nokkrum árum. Sennilega hafa þessi kaup verið hvað mest í Flórída í Bandarikjunum. Þar eru þau þegar umtalsverð og eiga vafalítið eftir að aukast enn á næstu árum, enda verð á fasteignum þar ótrúleg hag- stætt á íslenzkan mælikvarða, Á undanförnum árum hefur Sigríður Guðmundsdóttir, sem er löggiltur fasteignasali í Flórída, selt íslendingum mörg hús og íbúðir í Mið-Flórída, þar sem hún er búsett. — Þess- ar eignir eru nú orðnar um sextíu, segir Sigri'ður í viðtali hér f blaðinu í dag. Þeir Islendingar, sem kaupa fasteignir í Flórída, eru gjam- an stórfjölskyldur, það er að segja afi og amma með upp- komnum börnum sfnum. Með því næst góð nýting og um leið eru það oftast fleiri vinnandi einstaklingar, sem standa und- ir kaupunum. — Byggingareglur hafa ver- ið hertar mjög í Flórída, eftir feliibyiinn 1992, segir Stefán Kjærnested, 24 ára gamall ís- lendingur, sem er búsettur í. Miami, en hann er nú verkefn- isstjóri hjá byggingafyrirtæk- inu NEXT í Flórída. — Áhugi Islendinga á hús- eignum í Flórída fer vaxandi, segir Stefún. — Hiugað til liafa það einkum verið einstak- lingar, sem eignazt hafa hús og íbúðir þar. Ég tel tíma til kominn fyrir fag- og starfs- mannafélög að huga meira að slfkum kaupum. / 12 ► Húsbréfin í ár ýmist til 15, 25 eða 40 ára Á DÖFINNI er að hafa húsbréfa- flokkana þrjá á þessi ári og til mis- munandi langs tíma, það er til 15, 25 og 40 ára. Áformað er að gefa alla þessa þrjá flokka út í einu og verður heildarfjárhæð þeirra samtals 13,5 milljarðar kr. í samræmi við fjárlög. Eftirspurn eftir þessum bréfum mun síðan ráðast af umsvifum á fast- eignaiparkaðinum, þannig að þau koma ekki öll út á markaðinn í einu. Á síðasta ári voru húsbréfaflokkarn- ir tveir, en báðir til 25 ára. Sá síðari var gefmn út, þegar fyrri flokkurinn var genginn til þurrðar. Allir skilmálar verða þeir sömu og á nýliðnu ári nema lánstíminn. Örð- ugt er að gera sér grein íyrir, hvaða áhrif hin nýju húsbréfalán til 15 og40 ára muni hafa á fasteignamarkaðinn. Sumir hafa talið það ókost að hafa húsbréfin einungis til 25 ára, vegna þess, hve eignamyndunin er hæg. Nú geta þeir átt kost á húsbréfum til 15 ára og þá verður eignamyndunin mun hraðari. Þetta mun vafalítið henta sumum. Húsbréfalán til 40 ára munu aftur á móti létta greiðslubyrðina og gera þeim auöveldara um vik, sem ekki hafa treyst sér í íbúðarkaup áður. Þau ættu líka að gera þeim auðveld- ara fyrir, sem hafa verið tæpir með greiðslumat. Eignamyndun með 40 ára lánum verður hins vegar mjög hægfara, vegna þess að fyrstu árin er fyrst og fremst verið að borga af þeim vexti. Þetta er að sjálfsögðu ókostur. En þá verður að gæta þess, að vaxta- bætur hækka um leið og vaxta- greiðslurnar aukast, sem gæti falið í sér mikið hagræði fyrir marga. Stærsta spumingin er samt sú, hver þróunin verður á eftirmarkaði með húsbréfin, þar sem líklegt er að ávöxtunarkrafan af þeim verði mis- munandi eftir því, hvort þau eru til 15, 25 eða 40 ára. Ávöxtunarkrafan ræður þeim afföllum, sem eru á hús- bréfunum hverju sinni. Greiðslubyrði húsbréfalána* m.v. 15, 25 og 40 ára lánstíma * jan.-mars 1996 aðki * Hæsta lán vegna „ .. . nýbygginga, kr. 6.591.000 . ®reiðsJa &OXY ;Caa amanuði, þús. kr. Hæsta Hæsta lán vegna nýbygginga, kr. 6.591.000 15 ár: 44.054 ámán. 25 ár: 32.541 40 ár: 26.888 Hæsta lán vegna kaupa á eldra húsnæði, kr. 5.493.000 15 ár: 44.054 ámán. 25 ár: 32.541 40 ár: 26.888 vegna endurbóta, kr. 3.294.000 Lægsta lán vegna endurbóta kr. 713.000 15 ár: 5.718ámán 25 ár: 4.224. 40 ár: 3.490 -t—ý 0 15 ár 26.418 ámán. 19.514 16.124 25 ar 40 ár 6 milljónir kr. FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ SKANOIA H F. . LAUGAVEGI 1.70 105 REYKJAVlK, SlMI 58 1Q 700, FAX 55 S8 177 Kostir Fasteignalána Skandia • Lánstími allt að 25 ár. • Hagstæð vaxtakjör. • Minni greiðslubyrði. • Stuttur svartími á umsókn. Dæmi um mánadarlegar ajborganir af1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* U-xtirc’/.) 10 ár 15 ár 25 ár 6,75 11.500 8.800 6.900 7,5 11.900 9.300 7.400 8,0 12.100 9.500 7.700 Miðað cr við jaftigrciðslulán. *Auk vcrðbóta Sendu inn umsókn eda fádu nánari upplýsingar hjá ráógiöfum Skandia. IpSkandia Skandia býður þér sveigjanleg lánskjör efþú þarft að skuld- breyta eða stœkka við þig Fyrir hverja eru Fasteignalán Skandia? Fasteignalán Skandia eru fyrir,alla á stór- Reykjavikursvæðinu sem eru að kaupa sér fasteign og: • Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki nægilega hátt lán í húsbréfakerfinu. • Þá sem vilja breyta óhagstæöum eldri eða styttri lánum. • Þá sem eiga lítið veðsettar, auðseljanlegar eignir, en vilja lán til annarra fjárfestinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.