Morgunblaðið - 05.01.1996, Page 2
2 D FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Spáir hækkandi
verði á þessu ári
VERÐ á fasteignum var stöðugt á
síðasta ári. Þó að vart hafí orðið við
einhveija nafnverðslækkun, þá vó
það á móti, að gengi á húsbréfum
var með hagstæðara móti. Raunverð
hélzt því nokkuð stöðugt. Kom þetta
fram í viðtali við Jón Guðmundsson,
fasteignasala í Fasteignamarkaðnum
og formann Félags fasteignasala.
— Markaðurinn tók svolítinn kipp,
þegar lánshlutfaliið í húsbréfakerfinu
var hækkað úr 65% í 70% hjá þeim,
sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð,
sagði Jón. — Batamerkin í þjóðfélag-
inu eru líka greinileg og þau hafa
að sjálfsögðu jákvæð áhrif á fast-
eignamarkaðinn. Reynslan er samt
sú, að sveiflur í efnahagslífinu koma
seinna fram á fasteignamarkaðnum
en annars staðar, þar á meðal verð-
breytingar, hvort heldur til hækkun-
ar eða lækkkunar.
Ef að líkum lætur þá á fasteigna-
verð eftir að hækka á þessu ári. Það
má sjá ýmis teikn á lofti i þá veru.
Markaðurinn var að mínu mati mun
líflegri síðari hluta nýliðins árs en
fyrri hlutann. Það virðist benda til
þess, að það sé að skapast meira
jafnvægi á milli framboðs og eftir-
spumar. Þá gæti verð hækkað, en
framboð á fasteignum hefur lengi
verið miklu meira en eftirspum.
Nýir húsbréfaflokkar
— Auk húsbréfa til 25 ára eru nú
að koma fram tveir nýir flokkar hús-
bréfa, það er til 15 og 40 ára, sagði
Jón ennfremur. — Þá mun fólk eiga
meira val. Það gæti orðið til
þess að hleypa enn meira lífi í
markaðinn. Þeir eru margir,
sem ekki hafa viljað skulda til
25 ára, vegna þess hve eigna-
myndunin er þar hæg. Með
húsbréfum til 15 ára gefst
möguleiki á örari eignamyndun.
Þetta myndi einkum henta þeim
sem standa í eignaskiptum og
eru að stækka við sig.
Húsbréfalán til 40 ára ættu
einnig að gera mörgu fólki auð-
veldara um vik að kaupa íbúð
vegna léttari greiðslubyrði og
þau ætti líka að gera þeim auð-
veldara að kaupa, sem hafa
verið tæpir með greiðslumat.
Það er hins vegar mikil spum-
ing, hver þróunin verður á eftir-
markaði,N þegar ný húsbréf koma
fram, en þeirri þróun ræður auðvitað
markaðurinn.
— Það seldist mikið af atvinnuhús-
næði á síðasta ári og þar hefur dreg-
ið mikið úr umframframboði, sagði
Jón Guðmundsson að lokum. — Meira
jafnvægi gæti því skapazt á milli
framboðs og eftirspurnar og þá gæti
verð á atvinnuhúsnæði farið að
hækka.
MEIRA jafnvægi er að skapast milli
framboðs og eftirspurnar og þá
gæti verð hækkað, segir Jón Guð-
mundsson hjá Fasteignamarkaðnum.
Þar er til sölu þetta hús að Vestur-
brún 12, vandað hús með tveimur
samþykktum íbúðum.
SUÐURLANDSBRAUT 14. 3. HÆÐ (HUS B&L)
® 5 888 222 FAX 5 888 221
Einbýli - raðhús
Kóp.
Lindasmári
Rauðalækur. Mish, í fjóroýnsn.
auk bíisk. Verð 9,5 millj.
■
m
3ja herb.
glæsieign Vorum að fá raðhús sem er
ca 190 fm á tveimur hæðum. Verð 13,8 millj.
|i Áhv. 6,2 millj.
Grasarimi. Fullb. vandaö parh. á
tveimur hæðum ásamt bílsk. ca 170 fm. Áhv.
4-5 millj. Verð 12,6 millj.
Bústaðahverfi. Raðh. á tveimur
hæöum auk kj. við Tunguveg. Verö 8,3 millj.
Hæðir
Hvammsgerði. 3ja-4ra herb. ca 90 fm
ib. Sérinng. Suðursv. Eign á vinsælum stað,
vel viðhaldið. Verð 7,5 millj. Áhv. 4,4 millj.
Hverafold 116 - hæð +
aukaíb. Fullb. og vönduð eign. Verö
i' 13,0 millj.
B
Nökkvavogur - 3ja. Stór ca 100
fm björt kjíb. í toppástandi. Verð 6,8 millj. Áhv.
ca 3,6 millj.
Hamrahlíð. Tll sölu falleg og björt 3ja
herb. ca 80 fm íb. á jarðhæö. Skipti á 4ra-5
herb. íb. á sömu slóöum sem má kosta allt að
9 millj. Verð 6,5 millj. Áhv. ca 4 millj.
Ofanleiti - laus strax. gós
ca 90 fm ib. á 1. hasð. Verð 8,? millj.
4ra herb.
Sólheimar - skipti á minni.
4ra herb. 100 fm íb. á 3. hæð ásamt bílsk. Gott
útsýni til allra átta. Stórar suðursv. Pvherb. í íb.
Áhv. 2,3 millj. Verö 10,3 millj.
Álfaskeið - Hf. 4ra-5 herb. ib. með
bílsk. Falleg íb. Verð 8,5 millj. Áhv. 4,5 millj.
Inn við Sund. Góð 4ra herb. íb. á 1.
hæö. Verö 7,5 millj.
Spóahólar - m. 35 fm bílskúr.
Vðnduö 4ra herb. Ib. á 1. hæð. Laus strax.
Vesturbær. Falleg ca 105 fm íb. á 2.
hæð í nýl. lyftuh. viö Grandaveg. Áhv. ca 4,8
millj. byggsj. Verð 9,9 millj.
Jörfabakki. góö 101 im ib. & 1. hæð.
Aukaherb. I kj. Verð 7,4 millj.
Álfheimar - Rvík. ca 100 im ib. á
3. hæó. Laus strax. Verð 7,3 millj.
Vantar allar gerðir Skriflegt verðmat
eigna á skrá samdægurs
Kjartan Ragnars hrl. jCm
Opið laugardag kl. 12-14
Löggiltur fasteignasali.
Hraunbær. Falleg ca 80 fm íb. á 1. hæö.
Áhv. ca 2,6 millj. Verð 6,3 millj.
Skaftahlíð
Vorum að fá i einkasölu 2ja herb. i á 2. hæð,
endaíb. á efstu hæð. Hús og sameign í góðu
ástandi. Verð 5,5 millj.
Austurbrún - 2ja. Góö2jaherb.
ib. á 2. hæð í lyftuh. Húsvörður o.fl. Áhv. byg-
gsj. 3,1 millj.
Vallarás. Falleg og rúmg. ca 55 fm íb. á
5. hæð í lyftuh. Suöursv. Parket. Áhv. ca 2,4
millj. Verð 4,9 millj.
Gnoðarvogur. Ca 60 fm íb. á 2. hæð
í fjölb. Áhv. byggsj. 2 millj. Verð 5,4 millj.
Skipti mögul. á 2ja-3ja herb. íb. með bilsk. sem
má kosta allt aö 8,5 millj.
wmmmsmm
Fjallalind - raðhús - Kóp.
Einstakl. falieg og vönduð raðhús, fjögur
saman, 156 fm til 172 fm á einni hæð ásamt
bllsk. Afh. fullb. að utan, fokh. að innan. Verð
frá 8,7 millj.
Laufrimi - parhús. Til sölu parhús ca
130 fm á einni hæð ásamt bilsk. Afh. fullb. aö
utan, fokh. að innan. Verö aðeins 7,9 millj.
Byggt í skörðin
ÞAÐ er yfirleitt til mikilla bóta, þeg-
ar byggt er í auð skörð í miðbæ
Reykjavíkur. Götumyndin verður
mun fallegri á eftir. Nú hefur Bygg-
ingarfyrirtækið Gerpir hf. hafið
byggingu á 4ra hæða húsi að Klapp-
arstíg 35, en þessi lóð hefur lengi
staðið auð.
í kjallara verður bílageymsla, en
síðan verzlunariými á jarðhæð. Þar
fyrir ofan koma þijár íbúðarhæðir
með 8 íbúðum. Húsið er hannað hjá
arkitektastofunni Arkþingi undir
umsjá Guðmundar Kr. Guðmunds-
sonar arkitekts.
Lyfta verður í húsinu og innan-
gengt i hana og upp á hæðirnar úr
bílageymslu, en þar verða stæði fyr-
ir tíu bíla. Verzlunarplássið verður á
götuhæð um 130 ferm., en auk þess
verður þar inngangur í íbúðirnar.
Þær verða mismunandi að stærð. Á
annrri h'æð verður ein 2ja herb. íbúð
um 60 ferm. að stærð, ein 3ja herb.
um 85 ferm. og ein 4ra herb. íbúð,
sem verður um 100 ferm. Á þriðju
hæð verða einnig þijár íbúðir, sem
verða af sömu stærð. Á fjórðu hæð-
inni verða svo tvær þakíbúðir, hvor
um 105 ferm. Geymsla á jarðhæð
fylgir hverri íbúð og góðar suðursval-
ir verða á íbúðunum.
Húsið verður einangrað að innan
á hefðbundinn hátt en pússað að
utan. Búið er að steypa upp bílakjall-
arann og áformað að ljúka fram-
kvæmdum við húsið í nóvember nk.,
en íbúðunum verður skilað fullbún-
um. Verð á 2ja. íbúðunum er 6,4
millj. kr., á 3ja herb. íbúðunum 8,5
millj. kr. og á 4ra herb. íbúðunum
10,7 millj. kr. Verð á þakíbúðunum
er 11,5 millj. kr. Öllum íbúðunum
fylgir bflastæði í kjallara.
Skortur á nýjum íbúðum í
miðbænum
Gunnar Rósinkranz, fram-
kvæmdastjóri Gerpis, kvað markað
fyrir nýjar íbúðir í miðbænum vera
góðan, en fyrirtækið hefur á undan-
fömum árum byggt mörg íbúðarhús
þar. Allar íbúðir, sem Gerpir byggði
á síðasta ári í húsi við Skólavörðu-
stíg 16A, eru þegar seldar og búið
að skila þeim. Byijað var á fram-
kvæmdum þar í ágúst 1994 og síð-
ustu íbúðunum skilað fullbúnum í
haust.
— Það hafa þegar komið nokkrar
fyrirspumir frá fólki, sem hefur
áhuga á að kaupa íbúðir að Klappar-
stíg 35, þó að húsið sé ekki komið
lengra en þetta, sagði Gunnar. —
Framboð á nýjum íbúðum í miðbæn-
um hefur verið lítið, en þeir em
greinilegar margir, sem vilja búa
þar. Reynslan af þeim húsum, sem
ég hef byggt í miðbænum undanfar-
in ár er sú, að eftirsóttustu íbúðimar
seljast gjaman á teikningum, eins
og kallað er á fagmáli, það er áður
en húsið er fokhelt.
Það er alltaf viss hópur, sem vill
búa í miðbænum, enda hefur það
marga kosti. Þeir sem vinna í mið-
bænum þurfa miklu síður að eiga
bíl, en fara fótgangandi í vinnu og
á aðra staði þar. Margir kunna ein-
faldlega bezt við sig í miðbænum,
enda hefur hann ávallt haft mikið
aðdráttarafl bæði fyrir ungt fólk og
þá sem eldri em.
— Ég geri mér því góðar vonir
um, að það verði ásókn í íbúðimar
að Klapparstíg 35, sagði Gunnar
Rósinkranz að lokum. — Ég tel, að
það muni ekki draga úr eftirspurn
eftir nýjum íbúðum í miðbænum í
framtíðinni. Því hef ég þegar fengið
augastað á annari lóð þar til þess
að byggja á innan tíðar.
Fasteignasölur í blabinu í dag
Agnar Gústafsson bls. 7
Almenna fasteignasalan bis. 13
Ás bls. 14
Ásbyrgi bls. 8
Berg bls. 19
Bitröst bls. 8
Borgir bls. 18
Borgareign bls. 2
Eignamiðlun bls. 5
Eignasalan bls. 15
Fasteignamarkaður bls. 10
Fasteignamiðstöðin bls. 16
Fjárfesting bls. 18
Fold bls. 11
Framtíðin bls. 4
Frón bls. 18
Gimli bls. 3
Hátún bls. 12
Húsvangur bls 17
Kjöreign bls. 14
Laufás bls. 19
Sef bls. 4
Skeifan bls. 7
Stakfell tris. 16
Valhöll ws. 6
Þinghoit Ws. 20
Morgunblaðið/Ásdís
HÚSIÐ mun standa við Klapparstíg 35. Búið er að steypa bíla-
kjallarann, en siðan koma fjórar hæðir, það er verzlunarhæð og
þrjár íbúðarhæðir með átta íbúðum.